Lækkuðu stýrivexti í Evrópu í fyrsta sinn síðan 2019 Lovísa Arnardóttir skrifar 6. júní 2024 19:19 Forseti Seðlabankans í Evrópu, Christina Lagarde, fór yfir ákvörðunina á blaðamannafundi í dag. Vísir/EPA Seðlabankinn í Evrópu lækkaði í dag stýrivexti bankans í fyrsta sinn síðan 2019. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að ástæða lækkunar sé að verð hækki eins hratt og að þau séu á góðri leið að ná verðbólgumarkmiðum sínum sem eru tvö prósent. Bankinn lækkaði stýrivextina um 0,25 prósentustig í 3,75 prósent úr fjögur prósent en þeir höfðu verið fastir í fjögur prósent frá september 2023. Vextir bankans voru fyrst hækkaðir til að bregðast við aukinni verðbólgu í júlí árið 2022 og voru hækkaðir stöðugt þar til í september 2023. Verðbólga hefur lækkað í þeim tuttugu löndum sem nota evruna úr tíu prósent seint árið 2022 í um 2,6 prósent í dag. Fram kemur í umfjöllun Reuters að það megi að mestu þakka lækkandi verði á eldsneyti og að aðfangakeðjur séu að ná sér aftur á strik frá heimsfaraldri Covid. Í tilkynningu bankans kemur fram að þótt svo að þau séu komin nær verðbólgumarkmiðum sínum sé baráttunni ekki lokið. Í spá bankans sem gefin var út samhliða tilkynningunni um vaxtalækkunina kom fram að gert sé ráð fyrir að verðbólga muni hækka og verða að meðaltali um 2,2 prósent í 2025 sem er nær markmiðinu en þó enn yfir því. Í frétt Reuters segir að þótt svo vel hafi gengið undanfarið sé útlit fyrir að verðbólgan gæti verið þrálát, eins og séu merki um í Bandaríkjunum. Forseti bankans, Christine Lagarde, sagði á blaðamannafundi í dag að þrátt fyrir góða þróun á síðustu ársfjórðungum væri líklegt að verðbólga yrði yfir markmiði langt inn á næsta ár. Hún vildi ekkert segja um það á fundinum hvort til meiri lækkunar koma í sumar eða hvort bankinn væri að hörfa frá þröngri peningastefnu. Hún sagði að ef það yrði gert yrði sú ákvörðun byggð á gögnum og að það myndi líklega taka tíma. Evrópusambandið Efnahagsmál Mest lesið AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Fleiri fréttir AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Vextir bankans voru fyrst hækkaðir til að bregðast við aukinni verðbólgu í júlí árið 2022 og voru hækkaðir stöðugt þar til í september 2023. Verðbólga hefur lækkað í þeim tuttugu löndum sem nota evruna úr tíu prósent seint árið 2022 í um 2,6 prósent í dag. Fram kemur í umfjöllun Reuters að það megi að mestu þakka lækkandi verði á eldsneyti og að aðfangakeðjur séu að ná sér aftur á strik frá heimsfaraldri Covid. Í tilkynningu bankans kemur fram að þótt svo að þau séu komin nær verðbólgumarkmiðum sínum sé baráttunni ekki lokið. Í spá bankans sem gefin var út samhliða tilkynningunni um vaxtalækkunina kom fram að gert sé ráð fyrir að verðbólga muni hækka og verða að meðaltali um 2,2 prósent í 2025 sem er nær markmiðinu en þó enn yfir því. Í frétt Reuters segir að þótt svo vel hafi gengið undanfarið sé útlit fyrir að verðbólgan gæti verið þrálát, eins og séu merki um í Bandaríkjunum. Forseti bankans, Christine Lagarde, sagði á blaðamannafundi í dag að þrátt fyrir góða þróun á síðustu ársfjórðungum væri líklegt að verðbólga yrði yfir markmiði langt inn á næsta ár. Hún vildi ekkert segja um það á fundinum hvort til meiri lækkunar koma í sumar eða hvort bankinn væri að hörfa frá þröngri peningastefnu. Hún sagði að ef það yrði gert yrði sú ákvörðun byggð á gögnum og að það myndi líklega taka tíma.
Evrópusambandið Efnahagsmál Mest lesið AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Fleiri fréttir AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira