Taktísk skilyrðing umræðunnar Magnús Davíð Norðdahl skrifar 2. júní 2024 13:00 Í aðdraganda kosninganna og ekki síður nú eftir úrslitin er sumum tamt að búa til og útfæra skilgreiningu á þeim sem kusu með „hjartanu“ og hinna sem gerðu það ekki og kusu það sem þeir hinir sömu kalla „taktískt“. Hugmyndin er þá sú að sumir kjósendur séu á einhvern hátt heiðarlegri, einlægari og betri en aðrir, í raun sannkallaðar tilfinningaverur, sem hlusta á hjartað, andstætt hinum sem eru þá kaldlyndari og reiða sig á skynsemina eina saman. Þessi nálgun er í grunninn ankannaleg og beinlínis röng. Í fyrsta lagi erum við öll manneskjur og fylgjum tilfinningum okkar og skynsemi í öllum okkar athöfnum dags daglega. Að draga fólk í dilka út frá þeim, sem eru betri og þeim sem eru verri í þessu samhengi, byggir á ákaflega einfaldri sýn á manneskjur og lítur framhjá því hversu lík við erum í raun og veru þegar kemur að uppbyggingu sálarlífs, hugsana og tilfinninga. Staðreyndin er sú að forsetakosningarnar 2024 kveiktu ákaflega sterkar tilfinningar í brjóstum flestra kjósenda. Þetta endurspeglast meðal annars í góðri kjörsókn enda eru tilfinningar það sem fyrst og síðast knýr fólk áfram þegar kemur að kosningum. Fólk flykkist á kjörstað bæði til þess að tryggja einhverjum, sem verður bara að fá kosningu því viðkomandi er svo frábær, og eins og þá yfirleitt á sama tíma til þess að koma í veg fyrir með öllum ráðum að einhver annar fái kosningu. Hér kallast á þrá eftir tilteknum frambjóðanda og ótti hvað annan varðar. Báðar þessar tilfinningar búa í hjartanu og geta verið mjög sterkar. Stór hópur fólks bar þá einlægu og heiðarlegu tilfinningu í brjósti að Katrín Jakobsdóttir ætti ekki erindi í embætti forseta Íslands á þessu tímamarki. Að baki þeirri tilfinningu voru alls konar rök og skynsemi. Sumir upplifðu það að hún hefði ekki nægjanlega fjarlægð sem öryggisventill gagnvart ríkisstjórn og þingi, aðrir að hún hefði ekki staðið með gildum vinstri hreyfingarinnar græns framboðs eins og þau voru í upphafi og hefði þannig brugðist öllum vonum og væntingum sem eitt sinn voru gerðar til hennar. Hversu margir fyrrum kjósendur Katrínar ætli að hafi kosið hana í gær? Ekki er ólíklegt að bylting hafi orðið á samsetningu kjósendahóps hennar enda naut Katrín í nýliðnum forsetakosningum stuðnings ráðandi afla, Morgunblaðsins og forystu Sjálfstæðisflokksins. Þetta eitt og sér er til þess gert að kveikja heitan eld undir þeim sem eitt sinn kusu Katrínu og þar get ég sannarlega talið sjálfan mig. Samhliða þessu þá komu fram afskaplega frambærilegir frambjóðendur aðrir. Tel að okkur flestum hafi litist vel á Baldur, Höllu Hrund, Jón Gnarr og Höllu Tómasdóttur. Sú síðastnefnda skaraði að mínum dómi fram úr í kappræðum í aðdraganda kosninganna og kom fólki fyrir sjónir sem einstaklega vel gerð manneskja sem gæti sameinað þjóðina. Kjarni málsins er sá að stærstur hópur kjósenda gat valið einhvern, sem ágætis sátt myndi verða um, á sama tíma og komið var í veg fyrir að frambjóðandi, sem var ákaflega umdeildur, yrði forseti. Allt á grundvelli heitra tilfinninga og skynsemi enda erum við mannfólkið fyrst og síðast hugsandi tilfinningaverur. Hin taktíska skilyrðing umræðunnar, sem eftir atvikum var til þess gerð og sett fram til þess að þjóna tilteknum frambjóðanda frekar en öðrum, náði ekki fram að ganga sem betur fer. Hefðu kjósendur ekki sameinast um að fylkja liði að baki Höllu Tómasdóttur eins og aðstæður voru á kjördag þá hefði Katrín Jakobsdóttir unnið kosningarnar. En fólk fylgdi einmitt hjartanu og skynseminni og eftirlét ekki ráðandi öflum að telja sér trú um að það væri verri tegund af kjósanda sem væri í eðli sínu kaldlyndur og taktískur. Hjarta kjósenda og skynsemi leiddi þannig til góðrar niðurstöðu í kosningunum í gær. Höfundur er borgarfulltrúi og lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Magnús D. Norðdahl Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kosninganna og ekki síður nú eftir úrslitin er sumum tamt að búa til og útfæra skilgreiningu á þeim sem kusu með „hjartanu“ og hinna sem gerðu það ekki og kusu það sem þeir hinir sömu kalla „taktískt“. Hugmyndin er þá sú að sumir kjósendur séu á einhvern hátt heiðarlegri, einlægari og betri en aðrir, í raun sannkallaðar tilfinningaverur, sem hlusta á hjartað, andstætt hinum sem eru þá kaldlyndari og reiða sig á skynsemina eina saman. Þessi nálgun er í grunninn ankannaleg og beinlínis röng. Í fyrsta lagi erum við öll manneskjur og fylgjum tilfinningum okkar og skynsemi í öllum okkar athöfnum dags daglega. Að draga fólk í dilka út frá þeim, sem eru betri og þeim sem eru verri í þessu samhengi, byggir á ákaflega einfaldri sýn á manneskjur og lítur framhjá því hversu lík við erum í raun og veru þegar kemur að uppbyggingu sálarlífs, hugsana og tilfinninga. Staðreyndin er sú að forsetakosningarnar 2024 kveiktu ákaflega sterkar tilfinningar í brjóstum flestra kjósenda. Þetta endurspeglast meðal annars í góðri kjörsókn enda eru tilfinningar það sem fyrst og síðast knýr fólk áfram þegar kemur að kosningum. Fólk flykkist á kjörstað bæði til þess að tryggja einhverjum, sem verður bara að fá kosningu því viðkomandi er svo frábær, og eins og þá yfirleitt á sama tíma til þess að koma í veg fyrir með öllum ráðum að einhver annar fái kosningu. Hér kallast á þrá eftir tilteknum frambjóðanda og ótti hvað annan varðar. Báðar þessar tilfinningar búa í hjartanu og geta verið mjög sterkar. Stór hópur fólks bar þá einlægu og heiðarlegu tilfinningu í brjósti að Katrín Jakobsdóttir ætti ekki erindi í embætti forseta Íslands á þessu tímamarki. Að baki þeirri tilfinningu voru alls konar rök og skynsemi. Sumir upplifðu það að hún hefði ekki nægjanlega fjarlægð sem öryggisventill gagnvart ríkisstjórn og þingi, aðrir að hún hefði ekki staðið með gildum vinstri hreyfingarinnar græns framboðs eins og þau voru í upphafi og hefði þannig brugðist öllum vonum og væntingum sem eitt sinn voru gerðar til hennar. Hversu margir fyrrum kjósendur Katrínar ætli að hafi kosið hana í gær? Ekki er ólíklegt að bylting hafi orðið á samsetningu kjósendahóps hennar enda naut Katrín í nýliðnum forsetakosningum stuðnings ráðandi afla, Morgunblaðsins og forystu Sjálfstæðisflokksins. Þetta eitt og sér er til þess gert að kveikja heitan eld undir þeim sem eitt sinn kusu Katrínu og þar get ég sannarlega talið sjálfan mig. Samhliða þessu þá komu fram afskaplega frambærilegir frambjóðendur aðrir. Tel að okkur flestum hafi litist vel á Baldur, Höllu Hrund, Jón Gnarr og Höllu Tómasdóttur. Sú síðastnefnda skaraði að mínum dómi fram úr í kappræðum í aðdraganda kosninganna og kom fólki fyrir sjónir sem einstaklega vel gerð manneskja sem gæti sameinað þjóðina. Kjarni málsins er sá að stærstur hópur kjósenda gat valið einhvern, sem ágætis sátt myndi verða um, á sama tíma og komið var í veg fyrir að frambjóðandi, sem var ákaflega umdeildur, yrði forseti. Allt á grundvelli heitra tilfinninga og skynsemi enda erum við mannfólkið fyrst og síðast hugsandi tilfinningaverur. Hin taktíska skilyrðing umræðunnar, sem eftir atvikum var til þess gerð og sett fram til þess að þjóna tilteknum frambjóðanda frekar en öðrum, náði ekki fram að ganga sem betur fer. Hefðu kjósendur ekki sameinast um að fylkja liði að baki Höllu Tómasdóttur eins og aðstæður voru á kjördag þá hefði Katrín Jakobsdóttir unnið kosningarnar. En fólk fylgdi einmitt hjartanu og skynseminni og eftirlét ekki ráðandi öflum að telja sér trú um að það væri verri tegund af kjósanda sem væri í eðli sínu kaldlyndur og taktískur. Hjarta kjósenda og skynsemi leiddi þannig til góðrar niðurstöðu í kosningunum í gær. Höfundur er borgarfulltrúi og lögmaður.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun