Auðkenni þarf að passa upp á Eva Valdís Jóhönnudóttir skrifar 31. maí 2024 12:47 Kæri lesandi, ef þú myndir skrifa niður þá hluti sem auðkenna þig – hvað myndir þú skrifa? Hver ert þú, svona raunverulega? Áður en við dettum í heimspekilegar vangaveltur eða jafnvel ótímabæra tilvistarkreppu má líta til skilgreiningar Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar (EBA) um sterka auðkennisþætti, sem skiptast í vitneskju, umráð og eðlislægni. Einfalt, er það ekki? Sá hængur er þó á að bara eigandinn má vita, hafa og vera. Auðkenni þarf nefnilega að passa upp á. Ef fólk deilir lykilorðum sínum, tækjum eða lánar einhverjum fingrafarið sitt að símanum, er búið að gjaldfella öryggi auðkennisþáttarins. Komi slíkt fyrir verður að endurheimta á ný öryggi auðkenningarinnar, til dæmis með því að fá nýtt lykilorð, eða endurheimta tækið þannig að það sé einungis í umsjá eiganda og tryggja um leið að ekki hafi verið átt við það.Burtséð frá lagalegum vangaveltum, þá eru hér tvö heilræði sem skipta hvern netkaupanda máli:1. Hver og einn ber ábyrgð á að varðveita eigin auðkennisþætti. Þeir eru notaðir til að staðfestingar á að fólk hafi sannarlega tekið þátt í viðskiptum í góðri trú. Ef einhver biður um auðkennisþætti þína, er rétt að hafa varann á sér og forðast hugsanlegar vefveiðar. 2. Sum viðskipti eru áhættusamari en önnur. Dæmi um það er þegar endurkröfuréttur Mastercard eða annarra kortaútgefanda er ekki til staðar. Viðskipti af þeim toga eru til dæmis greiðslur framkvæmdar með rafrænum gjaldeyri á peningasendingasíðum, gjafakorti, eða með rafmyntum. Sama á við um hefðbundnar millifærslur, hvort sem þær eru innanlands eða til útlanda. Slíkar færslur eru alla jafna einungis heimilaðar eftir að fólk hefur auðkennt sig með sterkri auðkenningu. Eigi fólk í viðskiptum þar sem undir eru háar upphæðir og endurkröfuréttur er ekki til staðar — til dæmis ef kaupa á rafmynt og millifæra svo á veski í eigu annars aðila, eða þegar millifæra á háa upphæð á viðtakanda sem fólk þekkir ekki — er rétt að staldra við og ganga úr skugga um að ekki sé um netsvik að ræða. Höfundur er sérfræðingur á svikavakt Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslandsbanki Netglæpir Netöryggi Mest lesið Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri lesandi, ef þú myndir skrifa niður þá hluti sem auðkenna þig – hvað myndir þú skrifa? Hver ert þú, svona raunverulega? Áður en við dettum í heimspekilegar vangaveltur eða jafnvel ótímabæra tilvistarkreppu má líta til skilgreiningar Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar (EBA) um sterka auðkennisþætti, sem skiptast í vitneskju, umráð og eðlislægni. Einfalt, er það ekki? Sá hængur er þó á að bara eigandinn má vita, hafa og vera. Auðkenni þarf nefnilega að passa upp á. Ef fólk deilir lykilorðum sínum, tækjum eða lánar einhverjum fingrafarið sitt að símanum, er búið að gjaldfella öryggi auðkennisþáttarins. Komi slíkt fyrir verður að endurheimta á ný öryggi auðkenningarinnar, til dæmis með því að fá nýtt lykilorð, eða endurheimta tækið þannig að það sé einungis í umsjá eiganda og tryggja um leið að ekki hafi verið átt við það.Burtséð frá lagalegum vangaveltum, þá eru hér tvö heilræði sem skipta hvern netkaupanda máli:1. Hver og einn ber ábyrgð á að varðveita eigin auðkennisþætti. Þeir eru notaðir til að staðfestingar á að fólk hafi sannarlega tekið þátt í viðskiptum í góðri trú. Ef einhver biður um auðkennisþætti þína, er rétt að hafa varann á sér og forðast hugsanlegar vefveiðar. 2. Sum viðskipti eru áhættusamari en önnur. Dæmi um það er þegar endurkröfuréttur Mastercard eða annarra kortaútgefanda er ekki til staðar. Viðskipti af þeim toga eru til dæmis greiðslur framkvæmdar með rafrænum gjaldeyri á peningasendingasíðum, gjafakorti, eða með rafmyntum. Sama á við um hefðbundnar millifærslur, hvort sem þær eru innanlands eða til útlanda. Slíkar færslur eru alla jafna einungis heimilaðar eftir að fólk hefur auðkennt sig með sterkri auðkenningu. Eigi fólk í viðskiptum þar sem undir eru háar upphæðir og endurkröfuréttur er ekki til staðar — til dæmis ef kaupa á rafmynt og millifæra svo á veski í eigu annars aðila, eða þegar millifæra á háa upphæð á viðtakanda sem fólk þekkir ekki — er rétt að staldra við og ganga úr skugga um að ekki sé um netsvik að ræða. Höfundur er sérfræðingur á svikavakt Íslandsbanka.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar