Stígur ekki til hliðar vegna umdeildra fána Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2024 15:25 Samuel Alito og Martha-Ann Alito, eiginkona hans. Hún ku vera mikill aðdáandi fána. AP/Pablo Martinez Monsivais Samuel A. Alito, dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, ætlar ekki að segja sig frá tveimur málum sem dómstóllinn er með til skoðunar og snúa að árásinni á þinghúsi Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Hann hefur verið krafinn um það eftir að fregnir bárust af því að eftir árásina var tveimur fánum sem stuðningsmenn Donalds Trump hafa tekið að sér, hafa verið flaggað við hús í hans eigu. Annar fáninn er sá bandaríski á hvolfi og hinn er hvítur fáni með mynd af furu sem á stendur „An Appeal to heaven“ eða Beiðni til himna. Báðir fánar hafa verið bendlaðir við hópa sem styðja Trump og telja ranglega að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur gegn Joe Biden í forsetakosningunum 2020. Meðal þess sem dómarar hæstaréttar hafa til skoðunar er hvort Trump njóti friðhelgi fyrir meint brot hans frá því þegar hann var forseti. Úrskurðar hæstaréttar á næstu mánuðum gætu stöðvað málaferli gegn Trump og það hvort hægt sé að ákæra stuðningsmenn hans vegna árásarinnar á þinghúsið. Í bréfi sem hann sendi til þingmanna Demókrataflokksins í gær sagði Alito að fánarnir hefðu verið í eigu Martha-Ann, eiginkonu hans. Hún hefði gaman af fánum og fánarnir umdeildu hefðu verið á hennar ábyrgð. Þeir tengdust honum ekki á nokkurn hátt. Alito sagði eiginkonu sína hafa flaggað alls konar fánum í gegnum árin. Samkvæmt frétt New York Times segist Alito í bréfinu hafa beðið eiginkonu sína að fjarlægja bandaríska fánann sem hún flaggaði á hvolfi en hún hafi neitað því yfir næstu daga. Alito segist ekki hafa haft lagalegan rétt á því að taka fánann niður gegn vilja hennar. Sjá einnig: „Stöðvið stuldinn“-fáni á lóð dómara eftir árásina á þinghúsið Dómarinn þrætti í bréfi sínu ekki fyrir það að bandaríski fáninn á hvolfi táknaði stuðning við hina svokölluðu „stop the steal“ hreyfingu, þar sem fólk trúir lygum Trumps um kosningasvindl. Hann hélt því þó fram að hvorki hann né eiginkona hans hefðu vitað af tengingu furfánans við hreyfinguna og Trump. Þessi fáni var upprunalega búinn til á tímum frelsisstríðs Bandaríkjanna og táknaði andstöðu gegn yfirvöldum Breta í Bandaríkjunum. Fáninn var að mestu gleymdur þar til á síðasta áratug þegar íhaldssamir og trúaðir Bandaríkjamenn fóru að flagga honum á nýjan leik. Þar hefur maður sem heitir Dutch Sheets farið fremst í flokki. Samkvæmt NYT hefur hann myndað fjar-hægri hreyfingu trúaðra sem vinnur að því að auka vægi kristni í opinberri stjórnsýslu Bandaríkjanna. Leiðtogar þessarar hreyfingar hafa bundið miklar vonir við Alito og afstöðu hans til málefna eins og þungunarrofs, hjónabanda samkynja para og trúfrelsis. Í áðurnefndu bréfi sagði Alito að skynsamur maður, sem hefði ekki pólitískan áhuga á því að hafa áhrif á úrskurði hæstaréttar, gæti ekki metið stöðu hans svo að hann væri vanhæfur og þyrfti að stíga til hliðar. Gaf hann þar til kynna að þingmennirnir sem kröfðust þess að hann stigi til hliðar gerðu það af pólitískum ástæðum. Alito vísaði í tiltölulega nýjar siðareglur hæstaréttar, sem dómararnir settu sér sjálfir, þar sem fram kemur að gert sé ráð fyrir því að dómarar séu hlutlausir og það sé skylda þeirra að sitja öll mál, nema þeir séu vanhæfir. Þá segi siðareglurnar að dómarar séu vanhæfir í málum þar sem hægt sé að draga hlutleysi þeirra í efa með skynsömum hætti, í einföldu máli sagt. Þess vegna sagði Alito að hann væri ekki vanhæfur. Sjá einnig: Krefjast þess að Thomas komi ekki að máli Trumps Alito er ekki fyrsti dómarinn sem er bendlaður við stoðlausar samsæriskenningar Trump um meint misferli í forsetakosningunum 2020. Ginni Thomas, eiginkona Clarence Thomas dómara, tók þannig virkan þátt í að reyna að hnekkja úrslitum kosninganna. Thomas hefur hafnað því að víkja í málum sem tengjast kosningunum. Dómarar Hæstaréttar hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa hraðar hendur þegar það hentar Trump en draga lappirnar í öðrum málum. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Annar fáninn er sá bandaríski á hvolfi og hinn er hvítur fáni með mynd af furu sem á stendur „An Appeal to heaven“ eða Beiðni til himna. Báðir fánar hafa verið bendlaðir við hópa sem styðja Trump og telja ranglega að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur gegn Joe Biden í forsetakosningunum 2020. Meðal þess sem dómarar hæstaréttar hafa til skoðunar er hvort Trump njóti friðhelgi fyrir meint brot hans frá því þegar hann var forseti. Úrskurðar hæstaréttar á næstu mánuðum gætu stöðvað málaferli gegn Trump og það hvort hægt sé að ákæra stuðningsmenn hans vegna árásarinnar á þinghúsið. Í bréfi sem hann sendi til þingmanna Demókrataflokksins í gær sagði Alito að fánarnir hefðu verið í eigu Martha-Ann, eiginkonu hans. Hún hefði gaman af fánum og fánarnir umdeildu hefðu verið á hennar ábyrgð. Þeir tengdust honum ekki á nokkurn hátt. Alito sagði eiginkonu sína hafa flaggað alls konar fánum í gegnum árin. Samkvæmt frétt New York Times segist Alito í bréfinu hafa beðið eiginkonu sína að fjarlægja bandaríska fánann sem hún flaggaði á hvolfi en hún hafi neitað því yfir næstu daga. Alito segist ekki hafa haft lagalegan rétt á því að taka fánann niður gegn vilja hennar. Sjá einnig: „Stöðvið stuldinn“-fáni á lóð dómara eftir árásina á þinghúsið Dómarinn þrætti í bréfi sínu ekki fyrir það að bandaríski fáninn á hvolfi táknaði stuðning við hina svokölluðu „stop the steal“ hreyfingu, þar sem fólk trúir lygum Trumps um kosningasvindl. Hann hélt því þó fram að hvorki hann né eiginkona hans hefðu vitað af tengingu furfánans við hreyfinguna og Trump. Þessi fáni var upprunalega búinn til á tímum frelsisstríðs Bandaríkjanna og táknaði andstöðu gegn yfirvöldum Breta í Bandaríkjunum. Fáninn var að mestu gleymdur þar til á síðasta áratug þegar íhaldssamir og trúaðir Bandaríkjamenn fóru að flagga honum á nýjan leik. Þar hefur maður sem heitir Dutch Sheets farið fremst í flokki. Samkvæmt NYT hefur hann myndað fjar-hægri hreyfingu trúaðra sem vinnur að því að auka vægi kristni í opinberri stjórnsýslu Bandaríkjanna. Leiðtogar þessarar hreyfingar hafa bundið miklar vonir við Alito og afstöðu hans til málefna eins og þungunarrofs, hjónabanda samkynja para og trúfrelsis. Í áðurnefndu bréfi sagði Alito að skynsamur maður, sem hefði ekki pólitískan áhuga á því að hafa áhrif á úrskurði hæstaréttar, gæti ekki metið stöðu hans svo að hann væri vanhæfur og þyrfti að stíga til hliðar. Gaf hann þar til kynna að þingmennirnir sem kröfðust þess að hann stigi til hliðar gerðu það af pólitískum ástæðum. Alito vísaði í tiltölulega nýjar siðareglur hæstaréttar, sem dómararnir settu sér sjálfir, þar sem fram kemur að gert sé ráð fyrir því að dómarar séu hlutlausir og það sé skylda þeirra að sitja öll mál, nema þeir séu vanhæfir. Þá segi siðareglurnar að dómarar séu vanhæfir í málum þar sem hægt sé að draga hlutleysi þeirra í efa með skynsömum hætti, í einföldu máli sagt. Þess vegna sagði Alito að hann væri ekki vanhæfur. Sjá einnig: Krefjast þess að Thomas komi ekki að máli Trumps Alito er ekki fyrsti dómarinn sem er bendlaður við stoðlausar samsæriskenningar Trump um meint misferli í forsetakosningunum 2020. Ginni Thomas, eiginkona Clarence Thomas dómara, tók þannig virkan þátt í að reyna að hnekkja úrslitum kosninganna. Thomas hefur hafnað því að víkja í málum sem tengjast kosningunum. Dómarar Hæstaréttar hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa hraðar hendur þegar það hentar Trump en draga lappirnar í öðrum málum.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent