Hommar og hegningarlög Kjartan Þór Ingason skrifar 30. maí 2024 11:01 „Guðmundur Sigurjónsson dæmdur í 8 mánaða fangelsi fyrir kynvillu.“ Svo hljómar frétt í dagblaðinu Dagur þann 10. apríl 1924. Mörgum lesendum Dags brá eflaust í brún að frægur ólympíufari í glímu, bindindismaður og vonarstjarna í góðtemplarareglunni skyldi hafa brotið gegn „náttúrulegu eðli“ og játað brot sín fúslega fyrir dómi. Eftir að Guðmundur var látinn laus tókst honum að ná ágætum tökum á lífinu í samfélaginu en var þó ávallt álitinn afbrigðilegur af hluta samborgara sinna. Saga Guðmundar spilar mikilvægt hlutverk í sögu okkar sem tilheyrum hinsegin samfélaginu, enda er Guðmundur eini einstaklingurinn sem hefur verið dæmdur fyrir samkynhneigð á Íslandi svo vitað sé. Ætli Guðmundur hefði trúað því ef einhver hefði sagt honum að einni öld frá dómnum ætti karlmaður sem er giftur öðrum karlmanni stuðning þúsunda kjósenda í embætti þjóðhöfðingja Íslendinga? Ólöglegt í 62 ríkjum Í sannleika sagt þá skil ég ef Guðmundur hefði seint trúað því að þetta væri veruleikinn á Íslandi árið 2024. Sú staða varð ekki að veruleika í tómarúmi heldur er hún afleiðing þrotlausrar baráttu kynslóða hinsegin fólks fyrir lagalegum úrbótum og samfélagslegri viðurkenningu. Baráttunni er þó hvergi nærri lokið og mikilvægt að vinna gegn því bakslagi sem hefur orðið, sérstaklega í garð transfólks. Viðhorfsbreytingin sem hefur orðið hér á landi á þessum 100 árum hefur því miður ekki dreifst jafnt um heimskringluna. Í dag er samkynhneigð ólögleg með beinu eða óbeinu orðalagi í 62 ríkjum, þar af eru 12 ríki þar sem samkynhneigðir eiga á hættu að vera dæmdir til dauða. Í mörgum þessara ríkja líkt og á Íslandi árið 1924 er hugmyndin um þjóðkjörinn hinsegin þjóðhöfðingja, sem þarf ekki að lifa loftlausu lífi inni í skáp, óraunverulegur draumur. Stuðningur landsmanna við Baldur Þórhallsson í embætti forseta Íslands sendir skýr skilaboð inn í mannréttindabaráttu hinsegin fólks, ekki einungis hér á landi heldur um heim allan. Bara af því að hann er hommi? Við sem tilheyrum hinsegin samfélaginu erum jafn fjölbreytt og við erum fjölmenn, hvert með okkar hæfileika, mannkosti og galla. Baldur fær atkvæði mitt, ekki „bara vegna þess að hann er hommi“ ef svo má segja, heldur vegna yfirburðaþekkingar hans á alþjóðastjórnmálum, stjórnskipun Íslands, skýrum viðmiðum um málskotsréttinn og framúrskarandi framkomu í ræðu og riti. Ég var svo lánsamur að fá Baldur sem kennara í námi mínu í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Þar fékk ég góða innsýn inn í kenningar hans um smáríki og þau tækifæri sem Ísland getur nýtt sér til að hafa jákvæð áhrif á alheimsþorpið. Það sem ég man þó mest eftir voru jákvæð samskipti við nemendur. Eitt er að vera klár í sínu fagi en það þýðir ekki að allir sem eru klárir séu góðir kennarar. Góður kennari hlustar af yfirvegun á spurningar nemenda sinna, ræðir við þá af virðingu og gefur sér tíma til að útskýra flókin viðfangsefni, sem Baldur gerir svo sannarlega. Brjótum blað! Ég vil forseta sem ég get verið stoltur af, sem kemur fram af auðmýkt en er jafnframt fullur af fróðleik og með þor til að standa upp fyrir mannréttindum innan sem utan landsteinanna. Fyrir 100 árum dæmdu íslenskir dómstólar Guðmund í fangelsi fyrir það eitt að vera eins og hann er. Núna er sóknarfæri fyrir íslenskt samfélag til að brjóta blað í sögunni og kjósa framúrskarandi, frambærilegan og réttsýnan samkynhneigðan einstakling í embætti forseta Íslands, sem hefði þótt óhugsandi á tíma Guðmundar. Þess vegna kýs ég Baldur Þórhallsson þann 1. júní. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og ólöglegur í 62 ríkjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Þór Ingason Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
„Guðmundur Sigurjónsson dæmdur í 8 mánaða fangelsi fyrir kynvillu.“ Svo hljómar frétt í dagblaðinu Dagur þann 10. apríl 1924. Mörgum lesendum Dags brá eflaust í brún að frægur ólympíufari í glímu, bindindismaður og vonarstjarna í góðtemplarareglunni skyldi hafa brotið gegn „náttúrulegu eðli“ og játað brot sín fúslega fyrir dómi. Eftir að Guðmundur var látinn laus tókst honum að ná ágætum tökum á lífinu í samfélaginu en var þó ávallt álitinn afbrigðilegur af hluta samborgara sinna. Saga Guðmundar spilar mikilvægt hlutverk í sögu okkar sem tilheyrum hinsegin samfélaginu, enda er Guðmundur eini einstaklingurinn sem hefur verið dæmdur fyrir samkynhneigð á Íslandi svo vitað sé. Ætli Guðmundur hefði trúað því ef einhver hefði sagt honum að einni öld frá dómnum ætti karlmaður sem er giftur öðrum karlmanni stuðning þúsunda kjósenda í embætti þjóðhöfðingja Íslendinga? Ólöglegt í 62 ríkjum Í sannleika sagt þá skil ég ef Guðmundur hefði seint trúað því að þetta væri veruleikinn á Íslandi árið 2024. Sú staða varð ekki að veruleika í tómarúmi heldur er hún afleiðing þrotlausrar baráttu kynslóða hinsegin fólks fyrir lagalegum úrbótum og samfélagslegri viðurkenningu. Baráttunni er þó hvergi nærri lokið og mikilvægt að vinna gegn því bakslagi sem hefur orðið, sérstaklega í garð transfólks. Viðhorfsbreytingin sem hefur orðið hér á landi á þessum 100 árum hefur því miður ekki dreifst jafnt um heimskringluna. Í dag er samkynhneigð ólögleg með beinu eða óbeinu orðalagi í 62 ríkjum, þar af eru 12 ríki þar sem samkynhneigðir eiga á hættu að vera dæmdir til dauða. Í mörgum þessara ríkja líkt og á Íslandi árið 1924 er hugmyndin um þjóðkjörinn hinsegin þjóðhöfðingja, sem þarf ekki að lifa loftlausu lífi inni í skáp, óraunverulegur draumur. Stuðningur landsmanna við Baldur Þórhallsson í embætti forseta Íslands sendir skýr skilaboð inn í mannréttindabaráttu hinsegin fólks, ekki einungis hér á landi heldur um heim allan. Bara af því að hann er hommi? Við sem tilheyrum hinsegin samfélaginu erum jafn fjölbreytt og við erum fjölmenn, hvert með okkar hæfileika, mannkosti og galla. Baldur fær atkvæði mitt, ekki „bara vegna þess að hann er hommi“ ef svo má segja, heldur vegna yfirburðaþekkingar hans á alþjóðastjórnmálum, stjórnskipun Íslands, skýrum viðmiðum um málskotsréttinn og framúrskarandi framkomu í ræðu og riti. Ég var svo lánsamur að fá Baldur sem kennara í námi mínu í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Þar fékk ég góða innsýn inn í kenningar hans um smáríki og þau tækifæri sem Ísland getur nýtt sér til að hafa jákvæð áhrif á alheimsþorpið. Það sem ég man þó mest eftir voru jákvæð samskipti við nemendur. Eitt er að vera klár í sínu fagi en það þýðir ekki að allir sem eru klárir séu góðir kennarar. Góður kennari hlustar af yfirvegun á spurningar nemenda sinna, ræðir við þá af virðingu og gefur sér tíma til að útskýra flókin viðfangsefni, sem Baldur gerir svo sannarlega. Brjótum blað! Ég vil forseta sem ég get verið stoltur af, sem kemur fram af auðmýkt en er jafnframt fullur af fróðleik og með þor til að standa upp fyrir mannréttindum innan sem utan landsteinanna. Fyrir 100 árum dæmdu íslenskir dómstólar Guðmund í fangelsi fyrir það eitt að vera eins og hann er. Núna er sóknarfæri fyrir íslenskt samfélag til að brjóta blað í sögunni og kjósa framúrskarandi, frambærilegan og réttsýnan samkynhneigðan einstakling í embætti forseta Íslands, sem hefði þótt óhugsandi á tíma Guðmundar. Þess vegna kýs ég Baldur Þórhallsson þann 1. júní. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og ólöglegur í 62 ríkjum.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun