Báðar eru þær góður kostur, Katrín og Halla Hrund. Reynir Böðvarsson skrifar 28. maí 2024 09:31 Margir góðir frambjóðendur eru nú í raun út úr spilinu. Baldur og Jón Gnarr hafa ekki fylgi sem nægjir og sem betur fer, úr mínu sjónarhorni, hefur fulltrúi Nýfjálshyggjunar Halla Tómasdóttir ekki þann breiða stuðning sem þarf. Minn uppáhalds, ein af tveimur, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er ekki líkleg til þess að bera sigur úr býtum heldur í sjálfum kosningunum en hún hefur samt sigrað. Hún hefur enn og aftur sigrað hjarta okkar og ég sem einlægur sósíalisti hefði svo gjarnan séð hana á forsetastóli. Fulltrúi jafnaðar og mannkærleika og svo líka skemmtileg og falleg. Það væri ekki slæmt að hafa slíkan fulltrúa okkar á Bessastöðum. Ég vona innilega að hún gefi kost á sér fyrir Sósíalistaflokkinn í næstu þingkosningum. Á þingi kemur hún til með að láta í sér heyra, svo rösklega og hávært að við öll komum til með að vera föst við Alþingisrásina þannig að þjóðarframleiðslan fer niður, neyslan þar með og CO2 búskspurinn batnar svo til muna að Ísland verður aftur stórasta land í heimi. Katrín Jakobsdóttir er ekki ein af þessum tveimur uppáhalds sem ég nefndi hér í upphafi en hún er að mínu mati augljóslega einn besti mögulegi kandídat í þetta embætti sem við höfum völ á. Hún er bráðgáfuð, sanngjörn og hún á sitt félagslega hjarta sem enn tivar, það er ég sannfærður um, og hún hefur reynslu í stjórnkerfi Íslands sem enginn annar. Þrátt fyrir þau hrapalegu mistök, að mínu mati, að halda Sjálfstæðisflokknum við völd í tvö kjörtímabil þá er hún ekki hluti af þessari mafíu sem Sjálfstæðisflokkurinn er en hún sá til þess að þessi mafía sat við ríkisstjórnarborði. Ég vil árétta hér, svo ég verði ekki sóttur til saka af dómstólum, þá er mafía ekki endilega með byssur eða sprengjur heldur samofin klíka sem vel er lýst í bók Þorvaldar Logasonar Eimreiðarelítan. Ég sé engan annan frambjóðenda sem hefur möguleika á að sigra þessar kosningar sem ég gæti sætt mig við fyrir utan mínar uppáhalds sem ég nefndi í byrjun. Þeir sem fyrir alla muni ekki vilja Katrínu í þetta embætti verða að kjósa taktist og þá náttúrulega minn uppáhalds sem hefur möguleika á að sigra. Minn uppáhalds er náttúrulega Halla Hrund Logadóttir, bráð gáfuð, beinskeytt og augljóslega hlý og falleg manneskja. Ég tók fyrst eftir henni þegar hún sem otkumálastjóri talað fyrir hagsmunum almennings, talaði í raun gegn markaðsvæðingu grunnþarfa svo sem vatns og rafmagns. Já, rafmagn er í nútímaþjóðfélagi grunnþörf á sama hátt og húsaskjól, matur og vatn. Halla Hrund hefur skýrt og skorinort talað fyrir því að þessar grunnþarfir séu ekki settar á einhvern alþjóða markað sem hefur þá eiginleika að sprengja verð upp úr því sem venjulega fjölskyldur ráða ekki við. Hún þekkir til þess hvernig þessum málum er háttað víða í veröldinni og vill standa vörð um að þessi auðæfi Íslands séu fyrst og fremst fyrir þá sem búa í landinu. Það er sjaldgæft að embættismaður, í þessu tilfelli, tali svo skýrt og svo afgerandi með hagsmuna almennings sð leiðsrljósi. Við sem þekkjum til íslenskra stjórnmála vitum vel að þarna gekk að öllum líkindum Halla Hrund, orkumálastjóri, gegn vilja fagráðherrans. Geri aðrir betur! Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Reynir Böðvarsson Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Margir góðir frambjóðendur eru nú í raun út úr spilinu. Baldur og Jón Gnarr hafa ekki fylgi sem nægjir og sem betur fer, úr mínu sjónarhorni, hefur fulltrúi Nýfjálshyggjunar Halla Tómasdóttir ekki þann breiða stuðning sem þarf. Minn uppáhalds, ein af tveimur, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er ekki líkleg til þess að bera sigur úr býtum heldur í sjálfum kosningunum en hún hefur samt sigrað. Hún hefur enn og aftur sigrað hjarta okkar og ég sem einlægur sósíalisti hefði svo gjarnan séð hana á forsetastóli. Fulltrúi jafnaðar og mannkærleika og svo líka skemmtileg og falleg. Það væri ekki slæmt að hafa slíkan fulltrúa okkar á Bessastöðum. Ég vona innilega að hún gefi kost á sér fyrir Sósíalistaflokkinn í næstu þingkosningum. Á þingi kemur hún til með að láta í sér heyra, svo rösklega og hávært að við öll komum til með að vera föst við Alþingisrásina þannig að þjóðarframleiðslan fer niður, neyslan þar með og CO2 búskspurinn batnar svo til muna að Ísland verður aftur stórasta land í heimi. Katrín Jakobsdóttir er ekki ein af þessum tveimur uppáhalds sem ég nefndi hér í upphafi en hún er að mínu mati augljóslega einn besti mögulegi kandídat í þetta embætti sem við höfum völ á. Hún er bráðgáfuð, sanngjörn og hún á sitt félagslega hjarta sem enn tivar, það er ég sannfærður um, og hún hefur reynslu í stjórnkerfi Íslands sem enginn annar. Þrátt fyrir þau hrapalegu mistök, að mínu mati, að halda Sjálfstæðisflokknum við völd í tvö kjörtímabil þá er hún ekki hluti af þessari mafíu sem Sjálfstæðisflokkurinn er en hún sá til þess að þessi mafía sat við ríkisstjórnarborði. Ég vil árétta hér, svo ég verði ekki sóttur til saka af dómstólum, þá er mafía ekki endilega með byssur eða sprengjur heldur samofin klíka sem vel er lýst í bók Þorvaldar Logasonar Eimreiðarelítan. Ég sé engan annan frambjóðenda sem hefur möguleika á að sigra þessar kosningar sem ég gæti sætt mig við fyrir utan mínar uppáhalds sem ég nefndi í byrjun. Þeir sem fyrir alla muni ekki vilja Katrínu í þetta embætti verða að kjósa taktist og þá náttúrulega minn uppáhalds sem hefur möguleika á að sigra. Minn uppáhalds er náttúrulega Halla Hrund Logadóttir, bráð gáfuð, beinskeytt og augljóslega hlý og falleg manneskja. Ég tók fyrst eftir henni þegar hún sem otkumálastjóri talað fyrir hagsmunum almennings, talaði í raun gegn markaðsvæðingu grunnþarfa svo sem vatns og rafmagns. Já, rafmagn er í nútímaþjóðfélagi grunnþörf á sama hátt og húsaskjól, matur og vatn. Halla Hrund hefur skýrt og skorinort talað fyrir því að þessar grunnþarfir séu ekki settar á einhvern alþjóða markað sem hefur þá eiginleika að sprengja verð upp úr því sem venjulega fjölskyldur ráða ekki við. Hún þekkir til þess hvernig þessum málum er háttað víða í veröldinni og vill standa vörð um að þessi auðæfi Íslands séu fyrst og fremst fyrir þá sem búa í landinu. Það er sjaldgæft að embættismaður, í þessu tilfelli, tali svo skýrt og svo afgerandi með hagsmuna almennings sð leiðsrljósi. Við sem þekkjum til íslenskra stjórnmála vitum vel að þarna gekk að öllum líkindum Halla Hrund, orkumálastjóri, gegn vilja fagráðherrans. Geri aðrir betur! Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun