Töldu að enginn ætti að deyja í árásunum Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2024 14:31 Mikill eldur kviknaði í búðunum og vitni segja sprengjubrotum hafa rignt þar yfir. AP/Jehad Alshrafi Loftárásir Ísraelsmanna í Rafah á Gasaströndinni eru nú sagðar hafa leitt til dauða 45 manna í tjaldbúðum. Árásirnar hafa verið harðlega gagnrýndar í dag en Ísraelar hafa sakað Hamas-liða um að kveikja eld sem dró fólkið til dauða. Rúmlega helmingur hinna látnu er sagður vera konur, börn og gamalmenni. Ráðamenn í Evrópu og víðar hafa gagnrýnt árásirnar harðlega í dag. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði að Ísraelar þyrftu að hætta hernaði sínum í Rafah. Guido Crosetto, varnarmálaráðherra Ítalíu, segir að árásir sem þessar muni hafa slæmar afleiðingar fyrir Ísraela og til langs tíma. Hann sagði Ísraela vera að dreifa hatri sem muni festa rætur og hafa afleiðingar fyrir börn þeirra og barnabörn. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, og Josep Borell, yfirmaður utanríkismála hjá ESB, slógu á svipaða strengi og hafa kallað eftir því að Ísraelar fylgi skipunum Alþjóðasakamáladómstólsins. Sjá einnig: Ísrael eigi að láta af öllum hernaðaraðgerðum í Rafah Ráðamenn í Ísrael hafa lýst Rafah sem einu af síðustu vígum Hamas og segjast þurfa að bjarga gíslum sem eiga að vera þar í haldi. Árásirnar voru gerðar í kjölfar þess að Hamas-liðar skutu eldflaugum að Tel Aviv, frá Rafa, fyrr um daginn. Forsvarsmenn ísraelska hersins halda því enn fram að árásirnar hafi verið gerðar á bækistöð Hamas-samtakanna og að tveir af leiðtogum þeirra hafi verið felldir. Þeir segja að verið sé að rannsaka yfirlýsingar um dauðsföll óbreyttra borgara. Áður en árásirnar voru gerðar var það metið svo að engir óbreyttir borgarar ættu að falla í árásunum. Herinn hefur sagt, samkvæmt Reuters, að Hamas-liðar hefðu mögulega kveikt eld sem hefði banað fólkinu í tjaldbúðunum. Í nýlegri yfirlýsingu frá hernum segir að árásirnar hafi ekki verið gerðar á svæði sem hafi áður verið skilgreint sem öruggt svæði fyrir fólk sem hefur þurft að flýja heimili sín vegna innrásar Ísraela á Gasaströndina. Last night, the @IAFsite carried out an intelligence-based precise strike that targeted senior Hamas terrorists in Tal as Sultan.Contrary to Hamas' lies and misinformation, the strike did not take place in the Al-Mawasi Humanitarian Area.This is the area where the strike… pic.twitter.com/IiyOdnQfx9— Israel Defense Forces (@IDF) May 27, 2024 AP fréttaveitan segir að heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt ef af Hamas, segir nú að rúmlega 36 þúsund manns hafi fallið í átökunum. Ekki er greint á milli óbreyttra borgara og vígamanna í þessum tölum. Í samtali við Reuters segir fólk sem lifið eldhafið af að þau hafi verið að fara að sofa þegar loftárásirnar voru gerðar. Ein kona sagði að fyrst hefðu þau heyrt háværar sprengingar og svo hafi eldar logað alls staðar í kringum þau. „Öll börnin byrjuðu að öskra. Hljóðið var ógnvænlegt,“ sagði Umm Mohamed Al-Attar. Hún sagði sprengjubrotum hafa rignt yfir tjaldbúðirnar. Einn maður sem ræddi við blaðamann AP og kom að björgunarstöfum í tjaldbúðunum sagði eldhafið hafa verið ótrúlegt. Fólk hefi verið dregið úr búðunum í hræðilegu ástandi. „Við tókum út börn sem voru í bútum. Við tókum út ungt og eldra fólk,“ sagði Mohammed Abuassa. Rafah er syðsta borg Gasastrandar en nærri því helmingur rúmlega tveggja milljóna íbúa Gasastrandarinnar hafa flúið þangað á undanförnum mánuðum. Hundruð þúsunda hafa svo flúði borgina á undanförnum vikum, eftir að árásir Ísraela hófust þar, en hundruð þúsunda eru þó þar enn og búa við mjög slæmar aðstæður. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Að minnsta kosti 35 voru drepnir í árásum Ísraela á Rafah-borg í suður-Gaza. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir Ísraela eftir að Hamas-samtökin gerðu fyrstu eldflaugaárásir síðan í janúar á Tel Aviv í morgun. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn hrylling. 26. maí 2024 22:41 Hamas skaut eldflaugum í átt að Tel Aviv Hamas-samtökin skutu fyrir skemmstu eldlfaugum að Tel Aviv, höfuðborg Ísrael. 26. maí 2024 11:59 Halda áfram árásum á Rafah Í það minnsta þrjátíu manns hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðan alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Ísrael að stöðva innrás sína á Rafah á sunnanverðri Gasaströndinni. 25. maí 2024 14:59 Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Heidelberg skoðar nú Húsavík Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Rúmlega helmingur hinna látnu er sagður vera konur, börn og gamalmenni. Ráðamenn í Evrópu og víðar hafa gagnrýnt árásirnar harðlega í dag. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði að Ísraelar þyrftu að hætta hernaði sínum í Rafah. Guido Crosetto, varnarmálaráðherra Ítalíu, segir að árásir sem þessar muni hafa slæmar afleiðingar fyrir Ísraela og til langs tíma. Hann sagði Ísraela vera að dreifa hatri sem muni festa rætur og hafa afleiðingar fyrir börn þeirra og barnabörn. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, og Josep Borell, yfirmaður utanríkismála hjá ESB, slógu á svipaða strengi og hafa kallað eftir því að Ísraelar fylgi skipunum Alþjóðasakamáladómstólsins. Sjá einnig: Ísrael eigi að láta af öllum hernaðaraðgerðum í Rafah Ráðamenn í Ísrael hafa lýst Rafah sem einu af síðustu vígum Hamas og segjast þurfa að bjarga gíslum sem eiga að vera þar í haldi. Árásirnar voru gerðar í kjölfar þess að Hamas-liðar skutu eldflaugum að Tel Aviv, frá Rafa, fyrr um daginn. Forsvarsmenn ísraelska hersins halda því enn fram að árásirnar hafi verið gerðar á bækistöð Hamas-samtakanna og að tveir af leiðtogum þeirra hafi verið felldir. Þeir segja að verið sé að rannsaka yfirlýsingar um dauðsföll óbreyttra borgara. Áður en árásirnar voru gerðar var það metið svo að engir óbreyttir borgarar ættu að falla í árásunum. Herinn hefur sagt, samkvæmt Reuters, að Hamas-liðar hefðu mögulega kveikt eld sem hefði banað fólkinu í tjaldbúðunum. Í nýlegri yfirlýsingu frá hernum segir að árásirnar hafi ekki verið gerðar á svæði sem hafi áður verið skilgreint sem öruggt svæði fyrir fólk sem hefur þurft að flýja heimili sín vegna innrásar Ísraela á Gasaströndina. Last night, the @IAFsite carried out an intelligence-based precise strike that targeted senior Hamas terrorists in Tal as Sultan.Contrary to Hamas' lies and misinformation, the strike did not take place in the Al-Mawasi Humanitarian Area.This is the area where the strike… pic.twitter.com/IiyOdnQfx9— Israel Defense Forces (@IDF) May 27, 2024 AP fréttaveitan segir að heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt ef af Hamas, segir nú að rúmlega 36 þúsund manns hafi fallið í átökunum. Ekki er greint á milli óbreyttra borgara og vígamanna í þessum tölum. Í samtali við Reuters segir fólk sem lifið eldhafið af að þau hafi verið að fara að sofa þegar loftárásirnar voru gerðar. Ein kona sagði að fyrst hefðu þau heyrt háværar sprengingar og svo hafi eldar logað alls staðar í kringum þau. „Öll börnin byrjuðu að öskra. Hljóðið var ógnvænlegt,“ sagði Umm Mohamed Al-Attar. Hún sagði sprengjubrotum hafa rignt yfir tjaldbúðirnar. Einn maður sem ræddi við blaðamann AP og kom að björgunarstöfum í tjaldbúðunum sagði eldhafið hafa verið ótrúlegt. Fólk hefi verið dregið úr búðunum í hræðilegu ástandi. „Við tókum út börn sem voru í bútum. Við tókum út ungt og eldra fólk,“ sagði Mohammed Abuassa. Rafah er syðsta borg Gasastrandar en nærri því helmingur rúmlega tveggja milljóna íbúa Gasastrandarinnar hafa flúið þangað á undanförnum mánuðum. Hundruð þúsunda hafa svo flúði borgina á undanförnum vikum, eftir að árásir Ísraela hófust þar, en hundruð þúsunda eru þó þar enn og búa við mjög slæmar aðstæður.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Að minnsta kosti 35 voru drepnir í árásum Ísraela á Rafah-borg í suður-Gaza. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir Ísraela eftir að Hamas-samtökin gerðu fyrstu eldflaugaárásir síðan í janúar á Tel Aviv í morgun. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn hrylling. 26. maí 2024 22:41 Hamas skaut eldflaugum í átt að Tel Aviv Hamas-samtökin skutu fyrir skemmstu eldlfaugum að Tel Aviv, höfuðborg Ísrael. 26. maí 2024 11:59 Halda áfram árásum á Rafah Í það minnsta þrjátíu manns hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðan alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Ísrael að stöðva innrás sína á Rafah á sunnanverðri Gasaströndinni. 25. maí 2024 14:59 Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Innlent Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Innlent Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Heidelberg skoðar nú Húsavík Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Hryllingur í Rafah eftir hefndaraðgerðir Að minnsta kosti 35 voru drepnir í árásum Ísraela á Rafah-borg í suður-Gaza. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir Ísraela eftir að Hamas-samtökin gerðu fyrstu eldflaugaárásir síðan í janúar á Tel Aviv í morgun. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna mikinn hrylling. 26. maí 2024 22:41
Hamas skaut eldflaugum í átt að Tel Aviv Hamas-samtökin skutu fyrir skemmstu eldlfaugum að Tel Aviv, höfuðborg Ísrael. 26. maí 2024 11:59
Halda áfram árásum á Rafah Í það minnsta þrjátíu manns hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu síðan alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Ísrael að stöðva innrás sína á Rafah á sunnanverðri Gasaströndinni. 25. maí 2024 14:59