Um er að ræða fyrstu eldflaugaárás Hamas á borgina síðan í janúar. Samkvæmt AP-fréttaveitunni hafa ekki borist tilkynningar um manntjón af völdum árásanna, sem Hamas hafa þegar lýst yfir ábyrgð á en í frétt BBC segir að viðbragðsaðilar hafi þurft að sinna mörgum vegna kvíða.
Heyra mátti loftvarnaflautur óma í Tel Aviv þegar eldflaugunum var skotið af stað, en Ísraelsher segir þær hafa verið átta talsins. Þeim hafi verið skotið frá Rafah-borg á Gasa, þar sem Ísraelsher hefur að undanförnu gert umfangsmiklar árásir.
AP hefur eftir talsmönnum Ísraelshers að „nokkur fjöldi“ eldflauganna hafi verið skotinn niður.