Halla Hrund; vörður auðlinda og nýsköpunar Valdimar Össurarson skrifar 24. maí 2024 11:01 Í komandi forsetakosningum þurfum við ekki einungis að velja glæsilegan og verðugan fulltrúa og rödd þjóðarinnar; ekki einungis manneskju með djúpan skilning á þjóðlífi og pólitík; heldur er ekki síður mikilvægt að velja einstakling með þekkingu og skilning á auðlindum þjóðarinnar og mikilvægi verndunar og nýtingar þeirra í þágu komandi kynslóða. Því gladdist ég þegar Halla Hrund Logadóttir bauð sig fram til forseta. Eins og margir vita hef ég um langt skeið unnið að þróun tækni til nýtingar sjávarfallaorku, og kynningu á nýtingarmöguleikum þessarar stærstu og hreinu orkuauðlindar okkar Íslendinga. Þrátt fyrir að tæknin hafi sannað sig og sé nánast tilbúin til notkunar hefur henni verið haldið niðri af stjórnvöldum, sem stjórnast oft fremur af umhyggju fyrir hagsmunum orkufyrirtækja en almennings. Það hefur sannast í langvarandi samskiptum mínum við ráðuneyti og ýmsar stofnanir. Hinsvegar urðu umskipti þegar Halla Hrund tók við sem orkumálastjóri. Þar var allt í einu komin manneskja sem ekki einungis hafði víðtæka þekkingu á sínu sviði heldur sá útfyrir ríkjandi þröngsýni í orkumálum; með skilning á möguleikum nýsköpunar í auðlindanýtingu. Halla Hrund hefur verið boðberi nýrra tíma í sínu starfi sem Orkumálastjóri. Hún tók strax vel í hugmynd mína um að efna til almennra kynningarfunda um sjávarorku, þar sem almenningi gæfist ekki einungis kostur á að kynnast hinni hröðu þróun á þessu sviði, heldur einnig þeim miklu möguleikum sem liggja í nýtingu þessara stærstu orkuauðlinda þjóðarinnar. Vænti ég að Orkustofnun standi við loforð sín í því efni, þó Halla Hrund flytjist í verðugt starf á Bessastaði. Ég hitti Höllu Hrund nýlega á framboðsfundi á Selfossi, þar sem hún sýndi frábæra frammistöðu eins og endranær. Þá nefndi hún að fyrra bragði hugmynd sem ég hef sett fram um framtíðarnýtingu stærsta foss heims; Blakkfoss, sem er í íslenskri lögsögu neðansjávar á Grænlandssundi. Hér hef ég skoðað framboð Höllu Hrundar út frá mínu langvarandi verkefni um auðlindanýtingu í þjóðarþágu, en hún hefur svo miklu meira til brunns að bera. Þrátt fyrir ungan aldur virðist hún gjörþekkja íslenskt atvinnu- og þjóðlíf; menningu okkar og þarfir. Hún hefur hafist til sinna starfa hérlendis og erlendis fyrir eigin verðleika en ekki með pólitísku poti. Í fjölmiðlaviðtölum hefur hún alltaf komið vel fyrir og svarað af einlægni, hlýju og visku hverri spurningu; jafnvel harðvítugum árásum fjölmiðlafólks. Ég veit að ef Halla Hrund nær kjöri sem forseti munum við Íslendingar eignast glæsilegan fulltrúa; talsmann okkar með víðsýni, dómgreind og lipurð í mannlegum samskiptum, sem ber fyrir brjósti hagsmuni þjóðarinnar, bæði nú en ekki síður til framtíðar. Þannig forseta þurfum við núna. Höfundur er frumkvöðull í sjávarorkunýtingu; formaður Samtaka frumkvöðla og hugvitsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Orkumál Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Í komandi forsetakosningum þurfum við ekki einungis að velja glæsilegan og verðugan fulltrúa og rödd þjóðarinnar; ekki einungis manneskju með djúpan skilning á þjóðlífi og pólitík; heldur er ekki síður mikilvægt að velja einstakling með þekkingu og skilning á auðlindum þjóðarinnar og mikilvægi verndunar og nýtingar þeirra í þágu komandi kynslóða. Því gladdist ég þegar Halla Hrund Logadóttir bauð sig fram til forseta. Eins og margir vita hef ég um langt skeið unnið að þróun tækni til nýtingar sjávarfallaorku, og kynningu á nýtingarmöguleikum þessarar stærstu og hreinu orkuauðlindar okkar Íslendinga. Þrátt fyrir að tæknin hafi sannað sig og sé nánast tilbúin til notkunar hefur henni verið haldið niðri af stjórnvöldum, sem stjórnast oft fremur af umhyggju fyrir hagsmunum orkufyrirtækja en almennings. Það hefur sannast í langvarandi samskiptum mínum við ráðuneyti og ýmsar stofnanir. Hinsvegar urðu umskipti þegar Halla Hrund tók við sem orkumálastjóri. Þar var allt í einu komin manneskja sem ekki einungis hafði víðtæka þekkingu á sínu sviði heldur sá útfyrir ríkjandi þröngsýni í orkumálum; með skilning á möguleikum nýsköpunar í auðlindanýtingu. Halla Hrund hefur verið boðberi nýrra tíma í sínu starfi sem Orkumálastjóri. Hún tók strax vel í hugmynd mína um að efna til almennra kynningarfunda um sjávarorku, þar sem almenningi gæfist ekki einungis kostur á að kynnast hinni hröðu þróun á þessu sviði, heldur einnig þeim miklu möguleikum sem liggja í nýtingu þessara stærstu orkuauðlinda þjóðarinnar. Vænti ég að Orkustofnun standi við loforð sín í því efni, þó Halla Hrund flytjist í verðugt starf á Bessastaði. Ég hitti Höllu Hrund nýlega á framboðsfundi á Selfossi, þar sem hún sýndi frábæra frammistöðu eins og endranær. Þá nefndi hún að fyrra bragði hugmynd sem ég hef sett fram um framtíðarnýtingu stærsta foss heims; Blakkfoss, sem er í íslenskri lögsögu neðansjávar á Grænlandssundi. Hér hef ég skoðað framboð Höllu Hrundar út frá mínu langvarandi verkefni um auðlindanýtingu í þjóðarþágu, en hún hefur svo miklu meira til brunns að bera. Þrátt fyrir ungan aldur virðist hún gjörþekkja íslenskt atvinnu- og þjóðlíf; menningu okkar og þarfir. Hún hefur hafist til sinna starfa hérlendis og erlendis fyrir eigin verðleika en ekki með pólitísku poti. Í fjölmiðlaviðtölum hefur hún alltaf komið vel fyrir og svarað af einlægni, hlýju og visku hverri spurningu; jafnvel harðvítugum árásum fjölmiðlafólks. Ég veit að ef Halla Hrund nær kjöri sem forseti munum við Íslendingar eignast glæsilegan fulltrúa; talsmann okkar með víðsýni, dómgreind og lipurð í mannlegum samskiptum, sem ber fyrir brjósti hagsmuni þjóðarinnar, bæði nú en ekki síður til framtíðar. Þannig forseta þurfum við núna. Höfundur er frumkvöðull í sjávarorkunýtingu; formaður Samtaka frumkvöðla og hugvitsmanna.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun