Halla Hrund; vörður auðlinda og nýsköpunar Valdimar Össurarson skrifar 24. maí 2024 11:01 Í komandi forsetakosningum þurfum við ekki einungis að velja glæsilegan og verðugan fulltrúa og rödd þjóðarinnar; ekki einungis manneskju með djúpan skilning á þjóðlífi og pólitík; heldur er ekki síður mikilvægt að velja einstakling með þekkingu og skilning á auðlindum þjóðarinnar og mikilvægi verndunar og nýtingar þeirra í þágu komandi kynslóða. Því gladdist ég þegar Halla Hrund Logadóttir bauð sig fram til forseta. Eins og margir vita hef ég um langt skeið unnið að þróun tækni til nýtingar sjávarfallaorku, og kynningu á nýtingarmöguleikum þessarar stærstu og hreinu orkuauðlindar okkar Íslendinga. Þrátt fyrir að tæknin hafi sannað sig og sé nánast tilbúin til notkunar hefur henni verið haldið niðri af stjórnvöldum, sem stjórnast oft fremur af umhyggju fyrir hagsmunum orkufyrirtækja en almennings. Það hefur sannast í langvarandi samskiptum mínum við ráðuneyti og ýmsar stofnanir. Hinsvegar urðu umskipti þegar Halla Hrund tók við sem orkumálastjóri. Þar var allt í einu komin manneskja sem ekki einungis hafði víðtæka þekkingu á sínu sviði heldur sá útfyrir ríkjandi þröngsýni í orkumálum; með skilning á möguleikum nýsköpunar í auðlindanýtingu. Halla Hrund hefur verið boðberi nýrra tíma í sínu starfi sem Orkumálastjóri. Hún tók strax vel í hugmynd mína um að efna til almennra kynningarfunda um sjávarorku, þar sem almenningi gæfist ekki einungis kostur á að kynnast hinni hröðu þróun á þessu sviði, heldur einnig þeim miklu möguleikum sem liggja í nýtingu þessara stærstu orkuauðlinda þjóðarinnar. Vænti ég að Orkustofnun standi við loforð sín í því efni, þó Halla Hrund flytjist í verðugt starf á Bessastaði. Ég hitti Höllu Hrund nýlega á framboðsfundi á Selfossi, þar sem hún sýndi frábæra frammistöðu eins og endranær. Þá nefndi hún að fyrra bragði hugmynd sem ég hef sett fram um framtíðarnýtingu stærsta foss heims; Blakkfoss, sem er í íslenskri lögsögu neðansjávar á Grænlandssundi. Hér hef ég skoðað framboð Höllu Hrundar út frá mínu langvarandi verkefni um auðlindanýtingu í þjóðarþágu, en hún hefur svo miklu meira til brunns að bera. Þrátt fyrir ungan aldur virðist hún gjörþekkja íslenskt atvinnu- og þjóðlíf; menningu okkar og þarfir. Hún hefur hafist til sinna starfa hérlendis og erlendis fyrir eigin verðleika en ekki með pólitísku poti. Í fjölmiðlaviðtölum hefur hún alltaf komið vel fyrir og svarað af einlægni, hlýju og visku hverri spurningu; jafnvel harðvítugum árásum fjölmiðlafólks. Ég veit að ef Halla Hrund nær kjöri sem forseti munum við Íslendingar eignast glæsilegan fulltrúa; talsmann okkar með víðsýni, dómgreind og lipurð í mannlegum samskiptum, sem ber fyrir brjósti hagsmuni þjóðarinnar, bæði nú en ekki síður til framtíðar. Þannig forseta þurfum við núna. Höfundur er frumkvöðull í sjávarorkunýtingu; formaður Samtaka frumkvöðla og hugvitsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Orkumál Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Í komandi forsetakosningum þurfum við ekki einungis að velja glæsilegan og verðugan fulltrúa og rödd þjóðarinnar; ekki einungis manneskju með djúpan skilning á þjóðlífi og pólitík; heldur er ekki síður mikilvægt að velja einstakling með þekkingu og skilning á auðlindum þjóðarinnar og mikilvægi verndunar og nýtingar þeirra í þágu komandi kynslóða. Því gladdist ég þegar Halla Hrund Logadóttir bauð sig fram til forseta. Eins og margir vita hef ég um langt skeið unnið að þróun tækni til nýtingar sjávarfallaorku, og kynningu á nýtingarmöguleikum þessarar stærstu og hreinu orkuauðlindar okkar Íslendinga. Þrátt fyrir að tæknin hafi sannað sig og sé nánast tilbúin til notkunar hefur henni verið haldið niðri af stjórnvöldum, sem stjórnast oft fremur af umhyggju fyrir hagsmunum orkufyrirtækja en almennings. Það hefur sannast í langvarandi samskiptum mínum við ráðuneyti og ýmsar stofnanir. Hinsvegar urðu umskipti þegar Halla Hrund tók við sem orkumálastjóri. Þar var allt í einu komin manneskja sem ekki einungis hafði víðtæka þekkingu á sínu sviði heldur sá útfyrir ríkjandi þröngsýni í orkumálum; með skilning á möguleikum nýsköpunar í auðlindanýtingu. Halla Hrund hefur verið boðberi nýrra tíma í sínu starfi sem Orkumálastjóri. Hún tók strax vel í hugmynd mína um að efna til almennra kynningarfunda um sjávarorku, þar sem almenningi gæfist ekki einungis kostur á að kynnast hinni hröðu þróun á þessu sviði, heldur einnig þeim miklu möguleikum sem liggja í nýtingu þessara stærstu orkuauðlinda þjóðarinnar. Vænti ég að Orkustofnun standi við loforð sín í því efni, þó Halla Hrund flytjist í verðugt starf á Bessastaði. Ég hitti Höllu Hrund nýlega á framboðsfundi á Selfossi, þar sem hún sýndi frábæra frammistöðu eins og endranær. Þá nefndi hún að fyrra bragði hugmynd sem ég hef sett fram um framtíðarnýtingu stærsta foss heims; Blakkfoss, sem er í íslenskri lögsögu neðansjávar á Grænlandssundi. Hér hef ég skoðað framboð Höllu Hrundar út frá mínu langvarandi verkefni um auðlindanýtingu í þjóðarþágu, en hún hefur svo miklu meira til brunns að bera. Þrátt fyrir ungan aldur virðist hún gjörþekkja íslenskt atvinnu- og þjóðlíf; menningu okkar og þarfir. Hún hefur hafist til sinna starfa hérlendis og erlendis fyrir eigin verðleika en ekki með pólitísku poti. Í fjölmiðlaviðtölum hefur hún alltaf komið vel fyrir og svarað af einlægni, hlýju og visku hverri spurningu; jafnvel harðvítugum árásum fjölmiðlafólks. Ég veit að ef Halla Hrund nær kjöri sem forseti munum við Íslendingar eignast glæsilegan fulltrúa; talsmann okkar með víðsýni, dómgreind og lipurð í mannlegum samskiptum, sem ber fyrir brjósti hagsmuni þjóðarinnar, bæði nú en ekki síður til framtíðar. Þannig forseta þurfum við núna. Höfundur er frumkvöðull í sjávarorkunýtingu; formaður Samtaka frumkvöðla og hugvitsmanna.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun