Vonandi endurtekur sagan sig! Ole Anton Bieltvedt skrifar 24. maí 2024 08:00 Þriðju forsetakosningarnar fóru fram 1968. Þær mörkuðu ákveðin tímamót. Þar tókust á Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður, hámenntaður maður en sléttur og felldur; einn af okkur, almenningi. Hins vegar stóð Gunnar Thoroddsen, gáfumaður og ræðusnillingur, sem hafði verið kjörinn á þing 23ja ára gamall og verið hafði bæði borgarstjóri og ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Atvinnupólitíkus. Kosningabaráttan og niðurstaðan Kristján var hispurslaus og alúðlegur, hafði ekki blandað sér mikið í stjórnmál og hafði áunnið sér vinsældir meðal þjóðarinnar, m.a. með þáttum um fornminjar, sem hann sá um í sjónvarpi. Hann lagði mikið upp úr öllu því, sem þjóðlegt var, á sama hátt og hann var sigldur maður, jafnt með tilliti til menntunar og reynslu. Gunnar, sem talinn var einn glæsilegasti stjórnmálamaður síns tíma, mældist lengi vel með meira fylgi í skoðanakönnunum, enda studdur af ráðandi stjórnmálaöflum, valdastéttinni. Vindarnir breyttust þó, þegar í endanlega kosningabaráttuna var komið. Kristján kom fram sem alþýðlegur menntamaður, sem tengdist landi og þjóð betur en hástéttarmaðurinn og atvinnupólitíkusinn Gunnar. Fólki fannst, að Kristján væri einn af þeim, og, að hann yrði betri og traustari fulltrúi þess gagnvart stjórnmálunum, valdastéttinni. Þarna kom fram tilhneiging, vaxandi vilji þjóðarinnar, til að skilja að forsetaembættið og stjórnmálin, sem haldizt hefur síðan með einni undantekningu. Kristján vann svo afgerandi sigur yfir Gunnari á kjördegi. Vonandi endurtekur sagan sig Stöðu og framboði Höllu Hrundar Logadóttur má líkja við framboð Kristjáns Eldjárns og stöðu og framboði Katrínar Jakobsdóttur við stöðu og framboð Gunnars Thoroddsen. Fulltrúi þjóðarinnar gegn fulltrúa stjórnmálamanna og valdastéttar. Auðvitað eru nú fleiri frambjóðendur í myndinni, og standa Baldur og Halla Tómasdóttir þar fremst í stöðunni, en ég gæti trúað því, að, þegar endanlega til kastanna kemur, muni slagurinn að standa á milli Höllu Hrundar og Katrínar. Varðandi afstöðu og val manna, vil ég rifja upp þá kjörmynd, sem mér finnst, að forseti landsins eigi að fylla, og ég hygg, að flestir geti verið sammála um: Forsetinn verður að vera þjóðlegur og alþjóðlegur í senn. Umhverfis- og náttúruverndarsinni. Með hreinan bakgrunn, flekklaust einkalíf, fallega fjölskyldumynd, góða menntun og reynslu, jafnt hérlendis sem erlendis frá. Frjáls og hlutlaus, laus við stjórnmálavafstur- og valdabrölt, óháður stjórnmála- og valdastéttinni og fastur fyrir. Hann þarf að hafa víðan sjóndeildarhring, jafnt á íslenzk málefni sem alþjóðleg. Hann ætti að koma vel fyrir, bera sig vel, en þó fara fram af hógværð og látleysi. Standa bjartur meðal annarra fyrirmenna. Fyrir mér fyllir Halla Hrund Logadóttir þessa afar krefjandi kjörmynd mæta vel! Verður það sama sagt um Katrínu Jakobsdóttur, sem auðvitað er góðum gáfum gædd, vel menntuð, reyndar bara hérlendis, margreynd í stjórnmálunum og væn og elskuleg að sjá? Ef menn vilja skilja á milli forseta og stjórnmála, hentar Katrín auðvitað ekki. Hún hefur verið stjórnmálamaður mest allan sinn feril. Fyrir undirrituðum er forsætisráðherramynd Katrínar, síðustu tæplega 7 árin, líka blandin – margt, sem stefnt var að og lofað 2017 hefur ekki staðizt eða rætzt – og fellur því alvarlegur skuggi á trúverðugleikann. Dæmi þetta hver fyrir sig. Halla Hrund er auðvitað ekki jafn þjálfuð og örugg í framkomu, á fundum og í kappræðum, og Katrín. Þar slær Katrína hana út á þessu stigi. Katrín er þrautþjálfuð í að koma fram og flytja sitt mál fagmannlega og vel, með sannfæringarkrafti og sjarma, eftir tæplega 7 ára forsætisráðherratíð og margvíslega þátttöku og framkomu hérlendis og erlendis. En, þessi kosning snýst ekki um það! Baldur og Halla Tómasdóttir eru auðvitað gott fólk og gegnt, fyrir mér einkum Halla, þau eru hæf til margs, en hvorugt þeirra fyllir þó þá kjörmynd, sem mér finnst verða að gilda, jafn vel og Halla Hrund. Jón Gnarr er varla í myndinni lengur, og er í því sambandi vert að minna á, að, ef menn kjósa þá, sem ekki eiga raunverulega möguleika á að ná kjöri, þá eru þeir að kasta atkvæði sínu á glæ. Þeirra atkvæði fellur þá dautt! Vilja menn það!? Til að vera viss um, að atkvæðið telji og gildi, eins og hægt er, sýnist mér að kjósa verði Höllu Hrund eða Katrínu. Hin eiga vart sjéns. Vitaskuld dæmir, líka hér, hver fyrir sig. Höfundur er stjórnmálarýnir og dýraverdarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þriðju forsetakosningarnar fóru fram 1968. Þær mörkuðu ákveðin tímamót. Þar tókust á Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður, hámenntaður maður en sléttur og felldur; einn af okkur, almenningi. Hins vegar stóð Gunnar Thoroddsen, gáfumaður og ræðusnillingur, sem hafði verið kjörinn á þing 23ja ára gamall og verið hafði bæði borgarstjóri og ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Atvinnupólitíkus. Kosningabaráttan og niðurstaðan Kristján var hispurslaus og alúðlegur, hafði ekki blandað sér mikið í stjórnmál og hafði áunnið sér vinsældir meðal þjóðarinnar, m.a. með þáttum um fornminjar, sem hann sá um í sjónvarpi. Hann lagði mikið upp úr öllu því, sem þjóðlegt var, á sama hátt og hann var sigldur maður, jafnt með tilliti til menntunar og reynslu. Gunnar, sem talinn var einn glæsilegasti stjórnmálamaður síns tíma, mældist lengi vel með meira fylgi í skoðanakönnunum, enda studdur af ráðandi stjórnmálaöflum, valdastéttinni. Vindarnir breyttust þó, þegar í endanlega kosningabaráttuna var komið. Kristján kom fram sem alþýðlegur menntamaður, sem tengdist landi og þjóð betur en hástéttarmaðurinn og atvinnupólitíkusinn Gunnar. Fólki fannst, að Kristján væri einn af þeim, og, að hann yrði betri og traustari fulltrúi þess gagnvart stjórnmálunum, valdastéttinni. Þarna kom fram tilhneiging, vaxandi vilji þjóðarinnar, til að skilja að forsetaembættið og stjórnmálin, sem haldizt hefur síðan með einni undantekningu. Kristján vann svo afgerandi sigur yfir Gunnari á kjördegi. Vonandi endurtekur sagan sig Stöðu og framboði Höllu Hrundar Logadóttur má líkja við framboð Kristjáns Eldjárns og stöðu og framboði Katrínar Jakobsdóttur við stöðu og framboð Gunnars Thoroddsen. Fulltrúi þjóðarinnar gegn fulltrúa stjórnmálamanna og valdastéttar. Auðvitað eru nú fleiri frambjóðendur í myndinni, og standa Baldur og Halla Tómasdóttir þar fremst í stöðunni, en ég gæti trúað því, að, þegar endanlega til kastanna kemur, muni slagurinn að standa á milli Höllu Hrundar og Katrínar. Varðandi afstöðu og val manna, vil ég rifja upp þá kjörmynd, sem mér finnst, að forseti landsins eigi að fylla, og ég hygg, að flestir geti verið sammála um: Forsetinn verður að vera þjóðlegur og alþjóðlegur í senn. Umhverfis- og náttúruverndarsinni. Með hreinan bakgrunn, flekklaust einkalíf, fallega fjölskyldumynd, góða menntun og reynslu, jafnt hérlendis sem erlendis frá. Frjáls og hlutlaus, laus við stjórnmálavafstur- og valdabrölt, óháður stjórnmála- og valdastéttinni og fastur fyrir. Hann þarf að hafa víðan sjóndeildarhring, jafnt á íslenzk málefni sem alþjóðleg. Hann ætti að koma vel fyrir, bera sig vel, en þó fara fram af hógværð og látleysi. Standa bjartur meðal annarra fyrirmenna. Fyrir mér fyllir Halla Hrund Logadóttir þessa afar krefjandi kjörmynd mæta vel! Verður það sama sagt um Katrínu Jakobsdóttur, sem auðvitað er góðum gáfum gædd, vel menntuð, reyndar bara hérlendis, margreynd í stjórnmálunum og væn og elskuleg að sjá? Ef menn vilja skilja á milli forseta og stjórnmála, hentar Katrín auðvitað ekki. Hún hefur verið stjórnmálamaður mest allan sinn feril. Fyrir undirrituðum er forsætisráðherramynd Katrínar, síðustu tæplega 7 árin, líka blandin – margt, sem stefnt var að og lofað 2017 hefur ekki staðizt eða rætzt – og fellur því alvarlegur skuggi á trúverðugleikann. Dæmi þetta hver fyrir sig. Halla Hrund er auðvitað ekki jafn þjálfuð og örugg í framkomu, á fundum og í kappræðum, og Katrín. Þar slær Katrína hana út á þessu stigi. Katrín er þrautþjálfuð í að koma fram og flytja sitt mál fagmannlega og vel, með sannfæringarkrafti og sjarma, eftir tæplega 7 ára forsætisráðherratíð og margvíslega þátttöku og framkomu hérlendis og erlendis. En, þessi kosning snýst ekki um það! Baldur og Halla Tómasdóttir eru auðvitað gott fólk og gegnt, fyrir mér einkum Halla, þau eru hæf til margs, en hvorugt þeirra fyllir þó þá kjörmynd, sem mér finnst verða að gilda, jafn vel og Halla Hrund. Jón Gnarr er varla í myndinni lengur, og er í því sambandi vert að minna á, að, ef menn kjósa þá, sem ekki eiga raunverulega möguleika á að ná kjöri, þá eru þeir að kasta atkvæði sínu á glæ. Þeirra atkvæði fellur þá dautt! Vilja menn það!? Til að vera viss um, að atkvæðið telji og gildi, eins og hægt er, sýnist mér að kjósa verði Höllu Hrund eða Katrínu. Hin eiga vart sjéns. Vitaskuld dæmir, líka hér, hver fyrir sig. Höfundur er stjórnmálarýnir og dýraverdarsinni.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun