Kvaddi stuðningsmennina og kenndi þeim lag um nýja stjórann Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. maí 2024 20:00 Jürgen Klopp stýrði Liverpool í síðasta sinn í dag. James Baylis - AMA/Getty Images Jürgen Klopp stýrði Liverpool í síðasta sinn í dag þegar liðið vann 2-0 sigur gegn Wolves í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Alls stýrði Klopp liðinu í 491 leik frá árinu 2015 og undir hans stjórn vann liðið alla þá stóru titla sem í boði voru. Liðið varð Englandsmeistari, enskur bikarmeistari og deildarbikarmeistari ásamt því að vinna Meistaradeild Evrópu, Ofurbikar UEFA og heimsmeistaramót félagsliða. Það var því tilfinningarík stund eftir sigur Liverpool í dag þegar Jürgen Klopp fékk orðið og ávarpaði stuðningsmenn. „Mér líður ekki eins og þetta sé endinn á einhverju. Mér líður eins og þetta sé ný byrjun. Í dag sá ég fótboltalið fullt af hæfileikum, ungum leikmönnum, þrá og græðgi. Þetta er einn hlutinn af því að þróast og það er það sem þú þarft að gera,“ sagði Klopp við stuðningsmenn Liverpool. „Á þessum vikum sem ég hef haft of mikla athygli á mér hef ég komist að ýmsu. Fólk segir að ég hafi gert efasemdamenn að bjartsýnismönnum. Það er ekki rétt. Þið gerðuð það. Það er enginn sem segir ykkur að missa trúna. Þetta félag er á sínum besta stað í langan tíma.“ „Við eigum þennan magnaða völl, frábæra æfingaaðstöðu og ykkur - ofurkraft heimsfótboltans. Vá!“ bætti Klopp við. „Við ákveðum sjálf hvort við höfum áhyggjur eða hvort við erum spennt. Við ákveðum hvort við trúum. Við ákveðum hvort við treystum eða ekki. Í dag er ég einn af ykkur og ég mun halda áfram að trúa.“ „Ég sá marga gráta í dag og ég mun gera það líka í kvöld af því að ég mun sakna margra, en breytingar eru af hinu góða. Þetta verður allt í góðu því grunnatriðin eru hundrað prósent í lagi hérna. „Þið skuluð taka jafn vel á móti nýja stjóranum eins og þið tókuð á móti mér. Þið skuluð styðja við hann frá fyrsta degi. Haldið áfram að trúa. Haldið áfram að ýta liðinu áfram. Ég er einn af ykkur núna. Ég elska ykkur öll. Takk fyrir. Þið eruð besta lið í heimi. Takk fyrir,“ sagði Klopp að lokum áður en hann kenndi stuðningsmönnum Liverpool lag um nýja stjórann sem tekur nú við, Arne Slot. Söng Klopp má sjá í X-færslunni hér fyrir neðan. Wow, this is one of the most unique moments in football. Jurgen Klopp just started a cheer for ARNE SLOT, LA, LA, LA, LA,LA.pic.twitter.com/PtAbnpzmzK— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) May 19, 2024 Enski boltinn Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Alls stýrði Klopp liðinu í 491 leik frá árinu 2015 og undir hans stjórn vann liðið alla þá stóru titla sem í boði voru. Liðið varð Englandsmeistari, enskur bikarmeistari og deildarbikarmeistari ásamt því að vinna Meistaradeild Evrópu, Ofurbikar UEFA og heimsmeistaramót félagsliða. Það var því tilfinningarík stund eftir sigur Liverpool í dag þegar Jürgen Klopp fékk orðið og ávarpaði stuðningsmenn. „Mér líður ekki eins og þetta sé endinn á einhverju. Mér líður eins og þetta sé ný byrjun. Í dag sá ég fótboltalið fullt af hæfileikum, ungum leikmönnum, þrá og græðgi. Þetta er einn hlutinn af því að þróast og það er það sem þú þarft að gera,“ sagði Klopp við stuðningsmenn Liverpool. „Á þessum vikum sem ég hef haft of mikla athygli á mér hef ég komist að ýmsu. Fólk segir að ég hafi gert efasemdamenn að bjartsýnismönnum. Það er ekki rétt. Þið gerðuð það. Það er enginn sem segir ykkur að missa trúna. Þetta félag er á sínum besta stað í langan tíma.“ „Við eigum þennan magnaða völl, frábæra æfingaaðstöðu og ykkur - ofurkraft heimsfótboltans. Vá!“ bætti Klopp við. „Við ákveðum sjálf hvort við höfum áhyggjur eða hvort við erum spennt. Við ákveðum hvort við trúum. Við ákveðum hvort við treystum eða ekki. Í dag er ég einn af ykkur og ég mun halda áfram að trúa.“ „Ég sá marga gráta í dag og ég mun gera það líka í kvöld af því að ég mun sakna margra, en breytingar eru af hinu góða. Þetta verður allt í góðu því grunnatriðin eru hundrað prósent í lagi hérna. „Þið skuluð taka jafn vel á móti nýja stjóranum eins og þið tókuð á móti mér. Þið skuluð styðja við hann frá fyrsta degi. Haldið áfram að trúa. Haldið áfram að ýta liðinu áfram. Ég er einn af ykkur núna. Ég elska ykkur öll. Takk fyrir. Þið eruð besta lið í heimi. Takk fyrir,“ sagði Klopp að lokum áður en hann kenndi stuðningsmönnum Liverpool lag um nýja stjórann sem tekur nú við, Arne Slot. Söng Klopp má sjá í X-færslunni hér fyrir neðan. Wow, this is one of the most unique moments in football. Jurgen Klopp just started a cheer for ARNE SLOT, LA, LA, LA, LA,LA.pic.twitter.com/PtAbnpzmzK— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) May 19, 2024
Enski boltinn Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira