Yngstu börnin um 14 til 15 mánaða við innritun í haust Lovísa Arnardóttir skrifar 22. maí 2024 08:00 Misjafnt er milli leikskóla, hverfa og sveitarfélaga hversu ung yngstu börnin eru sem eru innrituð á leikskóla í haust. Vísir/Vilhelm Innritun leikskólabarna er vel á veg komin í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykjavík er búið að bjóða 1.715 börnum leikskólapláss. Meðalaldur við innritun er í kringum 22 mánuðir. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru, miðað við stöðuna í dag, alls um 800 börn enn á bið eftir plássi. Langflest þeirra, eða um 500, eru yngri en 18 mánaða. Um 40 þeirra eru með pláss á einkareknum leikskóla en um 200 eru orðin 18 mánaða og ekki enn komin með pláss. Úthlutun plássa er þó ekki lokið og fæst í raun ekki skýrari mynd fyrr en innritun er einnig lokið í einkareknum leikskólum. Reykjavíkurborg hefur hvatt foreldra til að afþakka þau pláss sem þau ætla ekki að nota svo hægt sé að bjóða plássin til þeirra sem þurfa á þeim að halda. 15 til 16 mánaðað þegar þau byrja Frekar svipað er á milli sveitarfélaga hversu langt var náð inn á 2023 árganginn . Í flestum sveitarfélögum eru yngstu börnin í kringum 14 til 16 mánaða þegar þau byrja í leikskóla í haust. Ekki fást upplýsingar sérstaklega um Kjós því börn þar fara í leikskóla á vegum Reykjavíkur og eru inni í tölum borgarinnar. Ekki fengust upplýsingar um innritun í Seltjarnarnesbæ. Hafnarfjörður Í Hafnarfirði eru öll börn komin með pláss sem fædd eru í lok apríl 2023 og fyrr og sótt var um fyrir miðjan apríl á þessu ár. Samkvæmt því verða yngstu börnin sem hefja leikskóladvöl sína í haust um 15 til 16 mánaða gömul á þeim tíma. Í svari frá bænum kemur fram að alls hafi verið sótt um fyrir sextán börn eftir að frestur rann út um miðjan apríl og þeim umsóknum verði svarað um leið og pláss losna. „Önnur sextán börn, þau sem fædd eru í maí 2023, eru einnig á biðlista. En eins og segir í fyrra svari: Þannig að það stefnir í það að yngstu börnin í haust verði 15-16 mánaða.“ Garðabær Í Garðabæ var 297 börnum boðin leikskólavist í haust. Yngstu börnin sem hafa þegar fengið boð eru fædd í júlí í fyrra, 2023, og verða orðin rúmlega eins árs þegar leikskólinn hefst í haust. Í svari frá bænum um stöðu máls kemur fram að auk þess hafi 77 börn verið innrituð í leikskóla í mars. Þau séu flest byrjuð í leikskóla eða við það að hefja sína aðlögun. „Í Garðabæ eru börn innrituð allt árið. Það þýðir að þegar að pláss losna þá eru þeim strax úthlutað, undantekningin er þessi stóra innritun að vori, og við erum því byrjuð að bjóða börnum fæddum í ágúst 2023 og fyrr laus pláss fyrir haustið. Nýjar innritunarreglur kveða á um að börn þurfa að vera 12. mánaða, hafa lögheimili og vera búsett í Garðabæ,“ segir að lokum í svarinu. Mosfellsbær Í Mosfellsbæ er búið að úthluta plássum til um 230 barna sem sóttu um fyrir 1. mars 2024 og eru fædd fyrir 31. júlí 2023. „Nú er verið að vinna í þeim umsóknum sem hafa borist eftir 1. mars og stendur sú vinna fram að sumarleyfi,“ segir í svari frá bænum. Í ágúst verði svo unnið með þær umsóknir sem berist í sumar. „Eins og staðan er núna gerum við ekki ráð fyrir að bið verði eftir leikskólavist fyrir börn 12 mánaða og eldri.“ Kópavogur Í Kópavogi hefur öllum börnum sem eru fædd í mars 2023 og fyrr verið boðið leikskólapláss í Kópavogi. Fram kemur í svari frá bænum að miðað við það séu 134 börn á biðlista í dag, sem verða 12 mánaða eða eldri þegar innritun hefst í ágúst næstkomandi. Þá er tekið fram að þessi fjöldi barna á bið taki reglulegum breytingum, til dæmis þegar börn flytja í bæinn. „Úthlutun í leikskóla fyrir haustið er ekki lokið að fullu. Á næstu dögum mun skýrast hversu mörgum börnum til viðbótar mun bjóðast leikskóladvöl frá og með komandi hausti og verður gerð grein fyrir því í lok mánaðar,“ segir að lokum. Leikskólar Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Reykjavík Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Seltjarnarnes Kjósarhreppur Tengdar fréttir „Tjónið af þessum slóðaskap hleypur á fleiri milljörðum“ Oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er verulega brugðið eftir fréttaumfjöllun Kastljóss um samninga borgarinnar við olíufélögin. Hún segir ljóst af umfjölluninni að þeir fjármunir sem borgin varð af vegna samninganna séu töluvert hærri en áður var talið. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kalla eftir óháðri úttekt á samningunum. 6. maí 2024 21:08 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru, miðað við stöðuna í dag, alls um 800 börn enn á bið eftir plássi. Langflest þeirra, eða um 500, eru yngri en 18 mánaða. Um 40 þeirra eru með pláss á einkareknum leikskóla en um 200 eru orðin 18 mánaða og ekki enn komin með pláss. Úthlutun plássa er þó ekki lokið og fæst í raun ekki skýrari mynd fyrr en innritun er einnig lokið í einkareknum leikskólum. Reykjavíkurborg hefur hvatt foreldra til að afþakka þau pláss sem þau ætla ekki að nota svo hægt sé að bjóða plássin til þeirra sem þurfa á þeim að halda. 15 til 16 mánaðað þegar þau byrja Frekar svipað er á milli sveitarfélaga hversu langt var náð inn á 2023 árganginn . Í flestum sveitarfélögum eru yngstu börnin í kringum 14 til 16 mánaða þegar þau byrja í leikskóla í haust. Ekki fást upplýsingar sérstaklega um Kjós því börn þar fara í leikskóla á vegum Reykjavíkur og eru inni í tölum borgarinnar. Ekki fengust upplýsingar um innritun í Seltjarnarnesbæ. Hafnarfjörður Í Hafnarfirði eru öll börn komin með pláss sem fædd eru í lok apríl 2023 og fyrr og sótt var um fyrir miðjan apríl á þessu ár. Samkvæmt því verða yngstu börnin sem hefja leikskóladvöl sína í haust um 15 til 16 mánaða gömul á þeim tíma. Í svari frá bænum kemur fram að alls hafi verið sótt um fyrir sextán börn eftir að frestur rann út um miðjan apríl og þeim umsóknum verði svarað um leið og pláss losna. „Önnur sextán börn, þau sem fædd eru í maí 2023, eru einnig á biðlista. En eins og segir í fyrra svari: Þannig að það stefnir í það að yngstu börnin í haust verði 15-16 mánaða.“ Garðabær Í Garðabæ var 297 börnum boðin leikskólavist í haust. Yngstu börnin sem hafa þegar fengið boð eru fædd í júlí í fyrra, 2023, og verða orðin rúmlega eins árs þegar leikskólinn hefst í haust. Í svari frá bænum um stöðu máls kemur fram að auk þess hafi 77 börn verið innrituð í leikskóla í mars. Þau séu flest byrjuð í leikskóla eða við það að hefja sína aðlögun. „Í Garðabæ eru börn innrituð allt árið. Það þýðir að þegar að pláss losna þá eru þeim strax úthlutað, undantekningin er þessi stóra innritun að vori, og við erum því byrjuð að bjóða börnum fæddum í ágúst 2023 og fyrr laus pláss fyrir haustið. Nýjar innritunarreglur kveða á um að börn þurfa að vera 12. mánaða, hafa lögheimili og vera búsett í Garðabæ,“ segir að lokum í svarinu. Mosfellsbær Í Mosfellsbæ er búið að úthluta plássum til um 230 barna sem sóttu um fyrir 1. mars 2024 og eru fædd fyrir 31. júlí 2023. „Nú er verið að vinna í þeim umsóknum sem hafa borist eftir 1. mars og stendur sú vinna fram að sumarleyfi,“ segir í svari frá bænum. Í ágúst verði svo unnið með þær umsóknir sem berist í sumar. „Eins og staðan er núna gerum við ekki ráð fyrir að bið verði eftir leikskólavist fyrir börn 12 mánaða og eldri.“ Kópavogur Í Kópavogi hefur öllum börnum sem eru fædd í mars 2023 og fyrr verið boðið leikskólapláss í Kópavogi. Fram kemur í svari frá bænum að miðað við það séu 134 börn á biðlista í dag, sem verða 12 mánaða eða eldri þegar innritun hefst í ágúst næstkomandi. Þá er tekið fram að þessi fjöldi barna á bið taki reglulegum breytingum, til dæmis þegar börn flytja í bæinn. „Úthlutun í leikskóla fyrir haustið er ekki lokið að fullu. Á næstu dögum mun skýrast hversu mörgum börnum til viðbótar mun bjóðast leikskóladvöl frá og með komandi hausti og verður gerð grein fyrir því í lok mánaðar,“ segir að lokum.
Leikskólar Skóla- og menntamál Sveitarstjórnarmál Reykjavík Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Seltjarnarnes Kjósarhreppur Tengdar fréttir „Tjónið af þessum slóðaskap hleypur á fleiri milljörðum“ Oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er verulega brugðið eftir fréttaumfjöllun Kastljóss um samninga borgarinnar við olíufélögin. Hún segir ljóst af umfjölluninni að þeir fjármunir sem borgin varð af vegna samninganna séu töluvert hærri en áður var talið. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kalla eftir óháðri úttekt á samningunum. 6. maí 2024 21:08 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
„Tjónið af þessum slóðaskap hleypur á fleiri milljörðum“ Oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er verulega brugðið eftir fréttaumfjöllun Kastljóss um samninga borgarinnar við olíufélögin. Hún segir ljóst af umfjölluninni að þeir fjármunir sem borgin varð af vegna samninganna séu töluvert hærri en áður var talið. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kalla eftir óháðri úttekt á samningunum. 6. maí 2024 21:08