Aftur barist í norðurhluta Gasa á meðan þúsundir flýja Rafah Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. maí 2024 07:18 Þúsundir Palestínumanna sem flúið hafa heimili sín á Gasa hafast nú við í tjaldbúðum í Deir al Balah. AP/Abdel Kareem Hana Til bardaga kom milli Ísraelshers og sveita Hamas í norðurhluta Gasa yfir helgina, á meðan þúsundir flúðu Rafah af ótta við yfirvofandi áhlaup Ísraelsmanna. Bardagarnir í norðurhlutanum varpa ljósi á vandann sem blasir við Ísrael í baráttunni við Hamas en herinn hefur ítrekað lent í átökum við bardagasveitir samtakanna á afmörkuðum svæðum Gasa eftir að hafa lýst því yfir að hafa sigrað sveitirnar á umræddum svæðum. Antony J. Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði sigra Ísraelsmanna á Hamas raunar ekki verða varanlega fyrr en þeir hefðu lagt fram trúverðuga áætlum um stjórnun Gasa í kjölfar átakanna. Ef engar áætlanir lægju fyrir væri ekki annað í kortunum en ringulreið, stjórnleysi og endurkoma Hamas. Ísraelsher greindi frá því um helgina að hermenn hefðu drepið nokkra bardagamenn í Zeitoun í Gasa-borg. Þá var íbúum í Jabaliya skipað að rýma svæðið á laugardag, fyrir loftárásir á tugi skotmarka. Aðgerðirnar voru sagðar nauðsynlegar vegna fregna um tilraunir Hamas liða á svæðinu til að skipuleggja sig og ná aftur vopnum sínum. Átök héldu áfram í Zeitoun og Jabaliya í gær. Stjórnvöld í Ísrael virðast enn staðráðin í því að ráðast inn í Rafah, gegn vilja Bandaríkjanna og annara bandamanna. Þau rökstyðja ákvörðunina meðal annars með vísan til þess að þar hafist við fjórar bardagasveitir Hamas og leiðtogar samtakanna á Gasa. Bandaríkjamenn segja leiðtogana, til að mynda Yahya Sinwar, hins vegar alls ekki dvelja í Rafah og New York Times hefur eftir embættismönnum innan bandaríska stjórnkerfisins að ísraelsk öryggisyfirvöld hafi komist að sömu niðurstöðu. Sinwar hafi líklega aldrei yfirgefið gangakerfið undir Khan Younis, í norðurhluta Gasa. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 300.000 manns hafi yfirgefið Rafah á síðustu viku. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Bardagarnir í norðurhlutanum varpa ljósi á vandann sem blasir við Ísrael í baráttunni við Hamas en herinn hefur ítrekað lent í átökum við bardagasveitir samtakanna á afmörkuðum svæðum Gasa eftir að hafa lýst því yfir að hafa sigrað sveitirnar á umræddum svæðum. Antony J. Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði sigra Ísraelsmanna á Hamas raunar ekki verða varanlega fyrr en þeir hefðu lagt fram trúverðuga áætlum um stjórnun Gasa í kjölfar átakanna. Ef engar áætlanir lægju fyrir væri ekki annað í kortunum en ringulreið, stjórnleysi og endurkoma Hamas. Ísraelsher greindi frá því um helgina að hermenn hefðu drepið nokkra bardagamenn í Zeitoun í Gasa-borg. Þá var íbúum í Jabaliya skipað að rýma svæðið á laugardag, fyrir loftárásir á tugi skotmarka. Aðgerðirnar voru sagðar nauðsynlegar vegna fregna um tilraunir Hamas liða á svæðinu til að skipuleggja sig og ná aftur vopnum sínum. Átök héldu áfram í Zeitoun og Jabaliya í gær. Stjórnvöld í Ísrael virðast enn staðráðin í því að ráðast inn í Rafah, gegn vilja Bandaríkjanna og annara bandamanna. Þau rökstyðja ákvörðunina meðal annars með vísan til þess að þar hafist við fjórar bardagasveitir Hamas og leiðtogar samtakanna á Gasa. Bandaríkjamenn segja leiðtogana, til að mynda Yahya Sinwar, hins vegar alls ekki dvelja í Rafah og New York Times hefur eftir embættismönnum innan bandaríska stjórnkerfisins að ísraelsk öryggisyfirvöld hafi komist að sömu niðurstöðu. Sinwar hafi líklega aldrei yfirgefið gangakerfið undir Khan Younis, í norðurhluta Gasa. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 300.000 manns hafi yfirgefið Rafah á síðustu viku.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira