Baldur fýkur ekki eftir vindi Hjördís Rut Sigurjónsdóttir skrifar 10. maí 2024 07:00 Þegar horft er vestur um haf getum við glaðst yfir því hvað í raun margir frambærilegir einstaklingar hafa ákveðið að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Það er ekki sjálfsagt og víða má finna dæmi um að sömu einstaklingarnir fari með völd sitt á hvað og almenningur fær ekki raunverulegt val um neitt annað. Völd eiga ekki að velkjast um í sömu hringiðunni og forseti á fyrst og fremst að vera fólksins. Það er mikilvægt að við fáum hæfan og vandaðan einstakling í embættið og trúlega aldrei mikilvægara en nú að forsetinn hafi djúpan skilning á alþjóðamálum þegar ástandið í heiminum er jafn viðkvæmt og raun ber vitni. Baldur Þórhallsson er farsæll fræðimaður og háskólakennari sem hefur lengi unnið við að greina stjórnmálaástandið hér heima og erlendis. Hann er glöggur greinandi og sem dæmi talaði hann um hættuna á að Rússar réðust inn í Úkraínu mörgum vikum áður en það gerðist. Baldur er einn helsti sérfræðingur heims í stöðu smáríkja og með hvað hætti þau geta haft áhrif og fylgismaður þess að ávallt sé talað fyrir friðsamlegri lausn. Hér á heimagrund er líka mikilvægt að forsetinn virði stjórnkerfið en hlusti einnig á þjóðina, ekki síst þegar mikilvægir hagsmunir eru undir. Hann hefur lengi haft áhuga á að greina stöðuna í þjóðfélaginu og lesa í pólitískt landslag, löngu áður en hann varð prófessor í stjórnmálafræði eða hóf kennslu. Baldur er einstaklega duglegur og hefur verið alla tíð. Hvort það er uppvöxturinn í sveitinni eða meðfæddur dugnaður get ég ekki sagt með vissu nema að hvoru tveggja sé. Þannig var það á Ægissíðu það var alltaf verið að, þar var skipst á skoðunum og heimsmálin rædd. Baldur hef ég þekkt meirihluta ævi minnar enda var ég heimagangur á hans æskuheimili. Hann var skemmtilegur, ræðinn, veitti okkur yngri athygli, var alltaf góður og ég hef aldrei séð hann skipta skapi. Baldur er alinn upp í litlu samfélagi, kom ungur að búskap og heima hjá honum var bæði rekið rafmagnsverkstæði og söluskáli. Í söluskálanum stóð hann oft vaktina og þar var lagt upp úr því að gefa sig að öllum, hvort sem það var ráðherra úr Reykjavík eða einbúi í sveitinni. Að mikilvægt væri að allir gætu sagt sína meiningu og heilbrigt að skiptast á skoðunum. Honum liggur ekki á að koma sinni skoðun að og sleppir því gjarnan. Spyr frekar opinna spurninga og hlustar á hvað aðrir hafa að segja, fólk úr ólíkum hópum með allskyns skoðanir, til að skilja hvernig landið liggur. Mér finnst kostur að Baldur komi úr fjölbreyttu umhverfi. Hann hefur reynt ýmislegt, eins og að vera eldra systkini fjölfatlaðs bróður á tíma þegar skilningur var takmarkaður og fólk með slíka fötlun kallað vangefið. Að koma út úr skápnum á tíunda áratugnum var meira en að segja það. Hann þurfti að standa með sjálfum sér og var jafnvel viðbúinn að margir myndu snúa við honum baki. Síðan hefur hann verið meðal þeirra sem hafa verið fararbroddi í baráttunni fyrir mannréttindum hinsegin fólks. Það eru þó ekki einu mannréttindin sem hann lætur sig varða því svo lengi sem ég man hefur hann verið mikill kvenréttindasinni. Ungur maður talaði hann meðal annars fyrir því að systir hans gæti allt eins keyrt traktorinn, snúið heyi og slegið þó pabbi þeirra hefði efasemdir. Mér finnst mikilvægt að fólkið í landinu geti treyst því að forsetinn sé okkur ætíð til sóma, sé kurteis og yfirvegaður. Hann standi með almenningi og sé trúverðugur öryggisventill ef ríkisstjórn virðist ætla gegn þjóðarvilja og hagsmunum. Ég treysti Baldri því hann anar ekki að hlutunum, hann hlustar og hugsar nokkra leiki fram í tímann áður en hann tekur ákvörðun. Vegna okkar kynna hef ég óbilandi trú á Baldri og treysti fáum betur til að takast á við vandasöm verkefni því hann fýkur ekki eftir vindi. Ég styð Baldur til embættis forseta Íslands. Höfundur er heimagangur á æskuheimili Baldurs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Þegar horft er vestur um haf getum við glaðst yfir því hvað í raun margir frambærilegir einstaklingar hafa ákveðið að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Það er ekki sjálfsagt og víða má finna dæmi um að sömu einstaklingarnir fari með völd sitt á hvað og almenningur fær ekki raunverulegt val um neitt annað. Völd eiga ekki að velkjast um í sömu hringiðunni og forseti á fyrst og fremst að vera fólksins. Það er mikilvægt að við fáum hæfan og vandaðan einstakling í embættið og trúlega aldrei mikilvægara en nú að forsetinn hafi djúpan skilning á alþjóðamálum þegar ástandið í heiminum er jafn viðkvæmt og raun ber vitni. Baldur Þórhallsson er farsæll fræðimaður og háskólakennari sem hefur lengi unnið við að greina stjórnmálaástandið hér heima og erlendis. Hann er glöggur greinandi og sem dæmi talaði hann um hættuna á að Rússar réðust inn í Úkraínu mörgum vikum áður en það gerðist. Baldur er einn helsti sérfræðingur heims í stöðu smáríkja og með hvað hætti þau geta haft áhrif og fylgismaður þess að ávallt sé talað fyrir friðsamlegri lausn. Hér á heimagrund er líka mikilvægt að forsetinn virði stjórnkerfið en hlusti einnig á þjóðina, ekki síst þegar mikilvægir hagsmunir eru undir. Hann hefur lengi haft áhuga á að greina stöðuna í þjóðfélaginu og lesa í pólitískt landslag, löngu áður en hann varð prófessor í stjórnmálafræði eða hóf kennslu. Baldur er einstaklega duglegur og hefur verið alla tíð. Hvort það er uppvöxturinn í sveitinni eða meðfæddur dugnaður get ég ekki sagt með vissu nema að hvoru tveggja sé. Þannig var það á Ægissíðu það var alltaf verið að, þar var skipst á skoðunum og heimsmálin rædd. Baldur hef ég þekkt meirihluta ævi minnar enda var ég heimagangur á hans æskuheimili. Hann var skemmtilegur, ræðinn, veitti okkur yngri athygli, var alltaf góður og ég hef aldrei séð hann skipta skapi. Baldur er alinn upp í litlu samfélagi, kom ungur að búskap og heima hjá honum var bæði rekið rafmagnsverkstæði og söluskáli. Í söluskálanum stóð hann oft vaktina og þar var lagt upp úr því að gefa sig að öllum, hvort sem það var ráðherra úr Reykjavík eða einbúi í sveitinni. Að mikilvægt væri að allir gætu sagt sína meiningu og heilbrigt að skiptast á skoðunum. Honum liggur ekki á að koma sinni skoðun að og sleppir því gjarnan. Spyr frekar opinna spurninga og hlustar á hvað aðrir hafa að segja, fólk úr ólíkum hópum með allskyns skoðanir, til að skilja hvernig landið liggur. Mér finnst kostur að Baldur komi úr fjölbreyttu umhverfi. Hann hefur reynt ýmislegt, eins og að vera eldra systkini fjölfatlaðs bróður á tíma þegar skilningur var takmarkaður og fólk með slíka fötlun kallað vangefið. Að koma út úr skápnum á tíunda áratugnum var meira en að segja það. Hann þurfti að standa með sjálfum sér og var jafnvel viðbúinn að margir myndu snúa við honum baki. Síðan hefur hann verið meðal þeirra sem hafa verið fararbroddi í baráttunni fyrir mannréttindum hinsegin fólks. Það eru þó ekki einu mannréttindin sem hann lætur sig varða því svo lengi sem ég man hefur hann verið mikill kvenréttindasinni. Ungur maður talaði hann meðal annars fyrir því að systir hans gæti allt eins keyrt traktorinn, snúið heyi og slegið þó pabbi þeirra hefði efasemdir. Mér finnst mikilvægt að fólkið í landinu geti treyst því að forsetinn sé okkur ætíð til sóma, sé kurteis og yfirvegaður. Hann standi með almenningi og sé trúverðugur öryggisventill ef ríkisstjórn virðist ætla gegn þjóðarvilja og hagsmunum. Ég treysti Baldri því hann anar ekki að hlutunum, hann hlustar og hugsar nokkra leiki fram í tímann áður en hann tekur ákvörðun. Vegna okkar kynna hef ég óbilandi trú á Baldri og treysti fáum betur til að takast á við vandasöm verkefni því hann fýkur ekki eftir vindi. Ég styð Baldur til embættis forseta Íslands. Höfundur er heimagangur á æskuheimili Baldurs
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar