Baldur fýkur ekki eftir vindi Hjördís Rut Sigurjónsdóttir skrifar 10. maí 2024 07:00 Þegar horft er vestur um haf getum við glaðst yfir því hvað í raun margir frambærilegir einstaklingar hafa ákveðið að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Það er ekki sjálfsagt og víða má finna dæmi um að sömu einstaklingarnir fari með völd sitt á hvað og almenningur fær ekki raunverulegt val um neitt annað. Völd eiga ekki að velkjast um í sömu hringiðunni og forseti á fyrst og fremst að vera fólksins. Það er mikilvægt að við fáum hæfan og vandaðan einstakling í embættið og trúlega aldrei mikilvægara en nú að forsetinn hafi djúpan skilning á alþjóðamálum þegar ástandið í heiminum er jafn viðkvæmt og raun ber vitni. Baldur Þórhallsson er farsæll fræðimaður og háskólakennari sem hefur lengi unnið við að greina stjórnmálaástandið hér heima og erlendis. Hann er glöggur greinandi og sem dæmi talaði hann um hættuna á að Rússar réðust inn í Úkraínu mörgum vikum áður en það gerðist. Baldur er einn helsti sérfræðingur heims í stöðu smáríkja og með hvað hætti þau geta haft áhrif og fylgismaður þess að ávallt sé talað fyrir friðsamlegri lausn. Hér á heimagrund er líka mikilvægt að forsetinn virði stjórnkerfið en hlusti einnig á þjóðina, ekki síst þegar mikilvægir hagsmunir eru undir. Hann hefur lengi haft áhuga á að greina stöðuna í þjóðfélaginu og lesa í pólitískt landslag, löngu áður en hann varð prófessor í stjórnmálafræði eða hóf kennslu. Baldur er einstaklega duglegur og hefur verið alla tíð. Hvort það er uppvöxturinn í sveitinni eða meðfæddur dugnaður get ég ekki sagt með vissu nema að hvoru tveggja sé. Þannig var það á Ægissíðu það var alltaf verið að, þar var skipst á skoðunum og heimsmálin rædd. Baldur hef ég þekkt meirihluta ævi minnar enda var ég heimagangur á hans æskuheimili. Hann var skemmtilegur, ræðinn, veitti okkur yngri athygli, var alltaf góður og ég hef aldrei séð hann skipta skapi. Baldur er alinn upp í litlu samfélagi, kom ungur að búskap og heima hjá honum var bæði rekið rafmagnsverkstæði og söluskáli. Í söluskálanum stóð hann oft vaktina og þar var lagt upp úr því að gefa sig að öllum, hvort sem það var ráðherra úr Reykjavík eða einbúi í sveitinni. Að mikilvægt væri að allir gætu sagt sína meiningu og heilbrigt að skiptast á skoðunum. Honum liggur ekki á að koma sinni skoðun að og sleppir því gjarnan. Spyr frekar opinna spurninga og hlustar á hvað aðrir hafa að segja, fólk úr ólíkum hópum með allskyns skoðanir, til að skilja hvernig landið liggur. Mér finnst kostur að Baldur komi úr fjölbreyttu umhverfi. Hann hefur reynt ýmislegt, eins og að vera eldra systkini fjölfatlaðs bróður á tíma þegar skilningur var takmarkaður og fólk með slíka fötlun kallað vangefið. Að koma út úr skápnum á tíunda áratugnum var meira en að segja það. Hann þurfti að standa með sjálfum sér og var jafnvel viðbúinn að margir myndu snúa við honum baki. Síðan hefur hann verið meðal þeirra sem hafa verið fararbroddi í baráttunni fyrir mannréttindum hinsegin fólks. Það eru þó ekki einu mannréttindin sem hann lætur sig varða því svo lengi sem ég man hefur hann verið mikill kvenréttindasinni. Ungur maður talaði hann meðal annars fyrir því að systir hans gæti allt eins keyrt traktorinn, snúið heyi og slegið þó pabbi þeirra hefði efasemdir. Mér finnst mikilvægt að fólkið í landinu geti treyst því að forsetinn sé okkur ætíð til sóma, sé kurteis og yfirvegaður. Hann standi með almenningi og sé trúverðugur öryggisventill ef ríkisstjórn virðist ætla gegn þjóðarvilja og hagsmunum. Ég treysti Baldri því hann anar ekki að hlutunum, hann hlustar og hugsar nokkra leiki fram í tímann áður en hann tekur ákvörðun. Vegna okkar kynna hef ég óbilandi trú á Baldri og treysti fáum betur til að takast á við vandasöm verkefni því hann fýkur ekki eftir vindi. Ég styð Baldur til embættis forseta Íslands. Höfundur er heimagangur á æskuheimili Baldurs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þegar horft er vestur um haf getum við glaðst yfir því hvað í raun margir frambærilegir einstaklingar hafa ákveðið að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Það er ekki sjálfsagt og víða má finna dæmi um að sömu einstaklingarnir fari með völd sitt á hvað og almenningur fær ekki raunverulegt val um neitt annað. Völd eiga ekki að velkjast um í sömu hringiðunni og forseti á fyrst og fremst að vera fólksins. Það er mikilvægt að við fáum hæfan og vandaðan einstakling í embættið og trúlega aldrei mikilvægara en nú að forsetinn hafi djúpan skilning á alþjóðamálum þegar ástandið í heiminum er jafn viðkvæmt og raun ber vitni. Baldur Þórhallsson er farsæll fræðimaður og háskólakennari sem hefur lengi unnið við að greina stjórnmálaástandið hér heima og erlendis. Hann er glöggur greinandi og sem dæmi talaði hann um hættuna á að Rússar réðust inn í Úkraínu mörgum vikum áður en það gerðist. Baldur er einn helsti sérfræðingur heims í stöðu smáríkja og með hvað hætti þau geta haft áhrif og fylgismaður þess að ávallt sé talað fyrir friðsamlegri lausn. Hér á heimagrund er líka mikilvægt að forsetinn virði stjórnkerfið en hlusti einnig á þjóðina, ekki síst þegar mikilvægir hagsmunir eru undir. Hann hefur lengi haft áhuga á að greina stöðuna í þjóðfélaginu og lesa í pólitískt landslag, löngu áður en hann varð prófessor í stjórnmálafræði eða hóf kennslu. Baldur er einstaklega duglegur og hefur verið alla tíð. Hvort það er uppvöxturinn í sveitinni eða meðfæddur dugnaður get ég ekki sagt með vissu nema að hvoru tveggja sé. Þannig var það á Ægissíðu það var alltaf verið að, þar var skipst á skoðunum og heimsmálin rædd. Baldur hef ég þekkt meirihluta ævi minnar enda var ég heimagangur á hans æskuheimili. Hann var skemmtilegur, ræðinn, veitti okkur yngri athygli, var alltaf góður og ég hef aldrei séð hann skipta skapi. Baldur er alinn upp í litlu samfélagi, kom ungur að búskap og heima hjá honum var bæði rekið rafmagnsverkstæði og söluskáli. Í söluskálanum stóð hann oft vaktina og þar var lagt upp úr því að gefa sig að öllum, hvort sem það var ráðherra úr Reykjavík eða einbúi í sveitinni. Að mikilvægt væri að allir gætu sagt sína meiningu og heilbrigt að skiptast á skoðunum. Honum liggur ekki á að koma sinni skoðun að og sleppir því gjarnan. Spyr frekar opinna spurninga og hlustar á hvað aðrir hafa að segja, fólk úr ólíkum hópum með allskyns skoðanir, til að skilja hvernig landið liggur. Mér finnst kostur að Baldur komi úr fjölbreyttu umhverfi. Hann hefur reynt ýmislegt, eins og að vera eldra systkini fjölfatlaðs bróður á tíma þegar skilningur var takmarkaður og fólk með slíka fötlun kallað vangefið. Að koma út úr skápnum á tíunda áratugnum var meira en að segja það. Hann þurfti að standa með sjálfum sér og var jafnvel viðbúinn að margir myndu snúa við honum baki. Síðan hefur hann verið meðal þeirra sem hafa verið fararbroddi í baráttunni fyrir mannréttindum hinsegin fólks. Það eru þó ekki einu mannréttindin sem hann lætur sig varða því svo lengi sem ég man hefur hann verið mikill kvenréttindasinni. Ungur maður talaði hann meðal annars fyrir því að systir hans gæti allt eins keyrt traktorinn, snúið heyi og slegið þó pabbi þeirra hefði efasemdir. Mér finnst mikilvægt að fólkið í landinu geti treyst því að forsetinn sé okkur ætíð til sóma, sé kurteis og yfirvegaður. Hann standi með almenningi og sé trúverðugur öryggisventill ef ríkisstjórn virðist ætla gegn þjóðarvilja og hagsmunum. Ég treysti Baldri því hann anar ekki að hlutunum, hann hlustar og hugsar nokkra leiki fram í tímann áður en hann tekur ákvörðun. Vegna okkar kynna hef ég óbilandi trú á Baldri og treysti fáum betur til að takast á við vandasöm verkefni því hann fýkur ekki eftir vindi. Ég styð Baldur til embættis forseta Íslands. Höfundur er heimagangur á æskuheimili Baldurs
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun