Tillagan „langt frá“ grundvallarkröfum Ísraela Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. maí 2024 23:26 Mikinn reyk lá yfir Rafah þegar Ísraelsher fór að gera árásir á borgina í dag. AP Ísraelsher hóf loftárásir á Rafah-borg á Gasa stuttu eftir að í ljós kom að Ísraelar kæmu ekki til með að samþykkja þá vopnahléstillögu sem Hamas-samtökin samþykktu fyrr í dag. Hamas-samtökin birtu rétt í þessu afrit af vopnahléstillögunni sem þau samþykktu fyrr í dag. Í henni felast nokkrir fasar. Í þeim fyrsta felst 42 daga vopnahlé á Gasa í skiptum fyrir 33 gísla, þar af öllum konum, börnum og sjúklingum sem enn eru í haldi. Að auki yrði þrjátíu palestínskum föngum sleppt úr haldi Ísraelsmanna í skiptum fyrir hvern gísl, og fimmtíu föngum í skiptum fyrir hverja konu úr Ísraelsher. Palestínumönnum sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna loftárása væri hleypt aftur að heimilum sínum. Þá yrði gengið til viðræðna á ný, og Hamas-liðar myndu á þeim tíma frelsa þá gísla sem eftir verða, meðan Ísraelsher myndi draga úr hernaði á svæðinu. Í síðasta fasanum felast skipti á líkum þeirra gísla sem látist hafa í haldi Hamas og gerð uppbyggingaráætlunar á Gasaströndinni sem næði yfi næstu þrjú til fimm ár, undir eftirliti fjölda þjóða og alþjóðlegra stofnana, þar með talið Egyptalands, Katar og Sameinuðu þjóðanna. Skriðdrekar í Rafah Embætti Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels gaf út að tillagan væri langt frá grundvallarkröfum Ísraels en þrátt fyrir það yrðu erindrekar sendir til Egyptalands að nýju til frekari viðræðna. Í frétt AP er sagt frá því að eftir að íbúar í Rafah-borg hafi heyrt af mögulegu vopnahléi hafi þeir hlaupið um göturnar og hrópað af fögnuði. Fögnuðurinn hafi þó ekki varið lengi vegna þess að Ísraelsher fór skömmu síðar að gera árásir á borgina. Miðillinn hefur eftir tveimur heimildum að Ísraelsher hafi sent skriðdreka til Rafah í kvöld. Ráðamenn í Ísrael tilkynntu fyrr í dag að til stæði að senda herinn til atlögu gegn Hamas í Rafah á suðurhluta Gasastrandarinnar en þangað hafa hundruð þúsunda Palestínumanna flúið á undanförnum mánuðum. Frekari skýringar á aðgerðinni hafa ekki fengist frá Ísraelsher. Embættismaður við landamærin, Egyptalands-megin, segir skriðdrekana staðsetta allt að tvö hundruð metrum frá landamærum Gasa og Egyptalands. Ekki liggur fyrir hversu umfangsmikil árásin er að svo stöddu. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Hamas-samtökin birtu rétt í þessu afrit af vopnahléstillögunni sem þau samþykktu fyrr í dag. Í henni felast nokkrir fasar. Í þeim fyrsta felst 42 daga vopnahlé á Gasa í skiptum fyrir 33 gísla, þar af öllum konum, börnum og sjúklingum sem enn eru í haldi. Að auki yrði þrjátíu palestínskum föngum sleppt úr haldi Ísraelsmanna í skiptum fyrir hvern gísl, og fimmtíu föngum í skiptum fyrir hverja konu úr Ísraelsher. Palestínumönnum sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna loftárása væri hleypt aftur að heimilum sínum. Þá yrði gengið til viðræðna á ný, og Hamas-liðar myndu á þeim tíma frelsa þá gísla sem eftir verða, meðan Ísraelsher myndi draga úr hernaði á svæðinu. Í síðasta fasanum felast skipti á líkum þeirra gísla sem látist hafa í haldi Hamas og gerð uppbyggingaráætlunar á Gasaströndinni sem næði yfi næstu þrjú til fimm ár, undir eftirliti fjölda þjóða og alþjóðlegra stofnana, þar með talið Egyptalands, Katar og Sameinuðu þjóðanna. Skriðdrekar í Rafah Embætti Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels gaf út að tillagan væri langt frá grundvallarkröfum Ísraels en þrátt fyrir það yrðu erindrekar sendir til Egyptalands að nýju til frekari viðræðna. Í frétt AP er sagt frá því að eftir að íbúar í Rafah-borg hafi heyrt af mögulegu vopnahléi hafi þeir hlaupið um göturnar og hrópað af fögnuði. Fögnuðurinn hafi þó ekki varið lengi vegna þess að Ísraelsher fór skömmu síðar að gera árásir á borgina. Miðillinn hefur eftir tveimur heimildum að Ísraelsher hafi sent skriðdreka til Rafah í kvöld. Ráðamenn í Ísrael tilkynntu fyrr í dag að til stæði að senda herinn til atlögu gegn Hamas í Rafah á suðurhluta Gasastrandarinnar en þangað hafa hundruð þúsunda Palestínumanna flúið á undanförnum mánuðum. Frekari skýringar á aðgerðinni hafa ekki fengist frá Ísraelsher. Embættismaður við landamærin, Egyptalands-megin, segir skriðdrekana staðsetta allt að tvö hundruð metrum frá landamærum Gasa og Egyptalands. Ekki liggur fyrir hversu umfangsmikil árásin er að svo stöddu.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira