Skipulagsmál og uppbygging í Árborg Bragi Bjarnason skrifar 5. maí 2024 09:31 Uppbyggingin í Sveitarfélaginu Árborg hefur verið með ótrúlegu móti undanfarin ár og haft töluverð áhrif á samfélagið. Í því samhengi ber að horfa til bæði jákvæðra og neikvæðra áhrifa enda skiptir miklu máli í vaxandi samfélagi að skipulag og framtíðarsýn sé til staðar sem styður við slíkan vöxt. Hvers má vænta? Það eru ákveðin forréttindi fyrir Sveitarfélagið Árborg að vera í þeirri stöðu að þrátt fyrir háa vexti og verðbólgu sé áhugi til uppbyggingar eins mikill og raun ber vitni. Trú fjárfesta á svæðinu er til staðar sem fyrr, og sést best á áhuga í nýlegum útboðum lóða til uppbyggingar. Er þar fyrst og fremst um að ræða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis en áhugi fyrirtækja til uppbyggingar atvinnustarfsemi hefur vaxið samhliða. Miðbærinn heldur áfram að byggjast upp, ný fyrirtæki hafa bæst í flóru svæðisins, nokkur hafa stækkað við sig og mörg áhugaverð verkefni í farvatninu. Þegar horft er til uppbyggingu íbúða og þróunar íbúafjölgunar þarf að líta til fleiri þátta en prósentufjölgunar á ári hverju. Það er auðvelt að leggja fram áætlun um einhverja prósentu íbúafjölgunar á ári en ef aðrar áætlanir og framtíðarsýn bæjarstjórnar styður ekki við þá tölu getur endað illa gagnvart innviðum og fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Á meðal þátta sem þarf að horfa til eru: Landrými til uppbyggingar Skipulag á landi og stefna bæjaryfirvalda gagnvart aðal- og deiliskipulagi Fjármunir til innviðauppbyggingar Eftirspurn eftir húsnæði á umræddu svæði og geta markaðarins til að mæta henni Hvernig passar þetta Árborg? Innan Árborgar er nægt landrými við alla þéttbýliskjarna sem styður við vöxt þeirra til framtíðar. Uppbygging á nokkrum svæðum í útjaðri Selfoss stendur yfir eða fyrir dyrum og til stendur að bjóða út nýjar götur á Stokkseyri og Eyrarbakka á þessu ári. Stefna D-listans er að uppbygging sé jöfn, stöðug og skynsamleg og taki mið af innviðum samfélagsins. Ef áætlanir sveitarfélagsins ganga eftir næstu 7-10 ár má búast við uppbyggingu um 2500 - 3000 íbúða auk fjölbreyttrar atvinnustarfsemi. Mynd að neðan úr húsnæðisáætlun sveitarfélagins 2024-2033 sýnir mögulega íbúaþróun og fjölda íbúða út frá lág-, mið- eða háspá ef tekið er mið af forsendum í dag. Húsnæðisáætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2024-2033 Samræmi þarf að vera í skipulagsmálum, fjárhag og rekstri og annarri þjónustu sveitarfélagsins til að minnka hættu á að þjónusta skerðist eða skuldasöfnun verði óbærileg vegna uppbyggingar innviða. Fasteignamarkaður hefur verið mjög virkur í Árborg og nærliggjandi sveitarfélögum og engar vísbendingar um að eftirspurn sé að dragast saman á næstu árum. Fjárfestar, framkvæmdaaðilar og verktakar á svæðinu eru öflugir og með getu til að byggja hagkvæmt og þannig viðhaldið framboði á nýjum eignum. Hvernig getur vöxturinn gengið upp? Að teknu tillit til þessara lykilþátta geta bæjaryfirvöld tengt þá saman sem verður til þess að vöxturinn verði stöðugur, skynsamlegur og staðist fjárhagslega. Þar skipta upplýsingar frá öllum fagsviðum sveitarfélagsins máli til að bæjarstjórn hafi sem best gögn við ákvarðanatöku og stefnumörkun. Sveitarfélög þurfa flest að styrkja sína tekjustofna til að standa undir daglegri þjónustu sem og uppbyggingu mikilvægra innviða. Þar hefur m.a. verið horft til svokallaðs “byggingarréttargjalds” sem greitt er til sveitarfélagsins í samræmi við byggingarheimildir á lóð. Slíkt gjald á að nýtast til fjárfestingar í innviðum. Mörg sveitarfélög hafa nýtt sér slíkt gjald á undanförnum árum líkt og Árborg gerir nú. Samskipti sveitarfélagsins við framkvæmdaraðila er einnig mikilvægur þáttur. Þegar skipulögð eru stærri uppbyggingarverkefni þurfa bæði sveitarfélagið og framkvæmdaraðilinn að ganga í takt varðandi framkvæmdahraða, áfangaskiptingu og fleira. Huga þarf jafnframt að því að sveitarfélagið geti mætt þörfum um innviði og þjónustu, svo sem leik- og grunnskóla, heitt vatn og fleira í þeim dúr. Með skynsemi í rekstri að leiðarljósi eigum við betur með að sinna slíkri þörf. Það eru spennandi tímar áfram í Sveitarfélaginu Árborg og lykilatriði að vel sé á málum haldið. Okkur eru allir vegir færir og hef ég óbilandi trú á samfélaginu okkar og uppbyggingu þess til framtíðar. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Skipulag Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Uppbyggingin í Sveitarfélaginu Árborg hefur verið með ótrúlegu móti undanfarin ár og haft töluverð áhrif á samfélagið. Í því samhengi ber að horfa til bæði jákvæðra og neikvæðra áhrifa enda skiptir miklu máli í vaxandi samfélagi að skipulag og framtíðarsýn sé til staðar sem styður við slíkan vöxt. Hvers má vænta? Það eru ákveðin forréttindi fyrir Sveitarfélagið Árborg að vera í þeirri stöðu að þrátt fyrir háa vexti og verðbólgu sé áhugi til uppbyggingar eins mikill og raun ber vitni. Trú fjárfesta á svæðinu er til staðar sem fyrr, og sést best á áhuga í nýlegum útboðum lóða til uppbyggingar. Er þar fyrst og fremst um að ræða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis en áhugi fyrirtækja til uppbyggingar atvinnustarfsemi hefur vaxið samhliða. Miðbærinn heldur áfram að byggjast upp, ný fyrirtæki hafa bæst í flóru svæðisins, nokkur hafa stækkað við sig og mörg áhugaverð verkefni í farvatninu. Þegar horft er til uppbyggingu íbúða og þróunar íbúafjölgunar þarf að líta til fleiri þátta en prósentufjölgunar á ári hverju. Það er auðvelt að leggja fram áætlun um einhverja prósentu íbúafjölgunar á ári en ef aðrar áætlanir og framtíðarsýn bæjarstjórnar styður ekki við þá tölu getur endað illa gagnvart innviðum og fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Á meðal þátta sem þarf að horfa til eru: Landrými til uppbyggingar Skipulag á landi og stefna bæjaryfirvalda gagnvart aðal- og deiliskipulagi Fjármunir til innviðauppbyggingar Eftirspurn eftir húsnæði á umræddu svæði og geta markaðarins til að mæta henni Hvernig passar þetta Árborg? Innan Árborgar er nægt landrými við alla þéttbýliskjarna sem styður við vöxt þeirra til framtíðar. Uppbygging á nokkrum svæðum í útjaðri Selfoss stendur yfir eða fyrir dyrum og til stendur að bjóða út nýjar götur á Stokkseyri og Eyrarbakka á þessu ári. Stefna D-listans er að uppbygging sé jöfn, stöðug og skynsamleg og taki mið af innviðum samfélagsins. Ef áætlanir sveitarfélagsins ganga eftir næstu 7-10 ár má búast við uppbyggingu um 2500 - 3000 íbúða auk fjölbreyttrar atvinnustarfsemi. Mynd að neðan úr húsnæðisáætlun sveitarfélagins 2024-2033 sýnir mögulega íbúaþróun og fjölda íbúða út frá lág-, mið- eða háspá ef tekið er mið af forsendum í dag. Húsnæðisáætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2024-2033 Samræmi þarf að vera í skipulagsmálum, fjárhag og rekstri og annarri þjónustu sveitarfélagsins til að minnka hættu á að þjónusta skerðist eða skuldasöfnun verði óbærileg vegna uppbyggingar innviða. Fasteignamarkaður hefur verið mjög virkur í Árborg og nærliggjandi sveitarfélögum og engar vísbendingar um að eftirspurn sé að dragast saman á næstu árum. Fjárfestar, framkvæmdaaðilar og verktakar á svæðinu eru öflugir og með getu til að byggja hagkvæmt og þannig viðhaldið framboði á nýjum eignum. Hvernig getur vöxturinn gengið upp? Að teknu tillit til þessara lykilþátta geta bæjaryfirvöld tengt þá saman sem verður til þess að vöxturinn verði stöðugur, skynsamlegur og staðist fjárhagslega. Þar skipta upplýsingar frá öllum fagsviðum sveitarfélagsins máli til að bæjarstjórn hafi sem best gögn við ákvarðanatöku og stefnumörkun. Sveitarfélög þurfa flest að styrkja sína tekjustofna til að standa undir daglegri þjónustu sem og uppbyggingu mikilvægra innviða. Þar hefur m.a. verið horft til svokallaðs “byggingarréttargjalds” sem greitt er til sveitarfélagsins í samræmi við byggingarheimildir á lóð. Slíkt gjald á að nýtast til fjárfestingar í innviðum. Mörg sveitarfélög hafa nýtt sér slíkt gjald á undanförnum árum líkt og Árborg gerir nú. Samskipti sveitarfélagsins við framkvæmdaraðila er einnig mikilvægur þáttur. Þegar skipulögð eru stærri uppbyggingarverkefni þurfa bæði sveitarfélagið og framkvæmdaraðilinn að ganga í takt varðandi framkvæmdahraða, áfangaskiptingu og fleira. Huga þarf jafnframt að því að sveitarfélagið geti mætt þörfum um innviði og þjónustu, svo sem leik- og grunnskóla, heitt vatn og fleira í þeim dúr. Með skynsemi í rekstri að leiðarljósi eigum við betur með að sinna slíkri þörf. Það eru spennandi tímar áfram í Sveitarfélaginu Árborg og lykilatriði að vel sé á málum haldið. Okkur eru allir vegir færir og hef ég óbilandi trú á samfélaginu okkar og uppbyggingu þess til framtíðar. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun