Hreinleikaþráin Bjarni Karlsson skrifar 2. maí 2024 10:01 Nú ganga forsetakosningar yfir land og lýð. Líkt og jólahátíðin mætir okkur árvisst og lætur okkur horfast í augu við einkalífið í sælu sinni og þraut þannig þvinga forsetakosningar þjóðarsálina að speglinum svo hún berji sjálfa sig augum. Það gleður og meiðir. Hressir og skelfir. Ég tók mér fyrir hendur að heimsækja Bjart bónda og hans fólk í Sumarhúsum fyrir nokkru og setti svo fram í bók greiningu á samskiptaháttum heimilisfólksins. Þar lýsi ég því hvernig það er þegar fjölskyldutengsl einkennast af ásökun, sektarkennd, samanburði og skömm í bland við ógeð og leyfi mér að kalla það Sumarhúsaheilkennið. Að Sumarhúsum fer allt halloka sem er viðkvæmt. Börn og konur deyja, fénaður fellur og hundstíkin er alltaf horuð og lúsug. Einungis Hallbera gamla, fulltrúi forneskjunnar, virðist einhvern veginn þrífast endalaust í sínu vanheilaga bandalagi við Bjart bónda. Ég held því fram að samskiptamunstur Sumarhúsa, þar sem tengsl eru tærandi fremur en nærandi, varði ekki bara einkalíf okkar heldur yfirfærist það gjarnan á stærri heildir eins og stofnanir, þjóðfélög, alþjóðatengsl og jafnvel samskipti manna við vistkerfið. Hallbera veit að Bjartur gengur að öllu dauðu og hún tekur því sem sjálfgefnu. Hallbera er forneskjan í sál þjóðarinnar. Gamli kjarninn. Langtímaminnið. Hún veit um vanræksluna og allt ógeðið en kýs að bregðast ekki við. Ekki svo að henni standi á sama. Hallbera þjáist á sinn hátt, samsek í skaðanum sem við blasir á heimilinu. Ég veit það og þú veist það, og ég veit að þú veist að ég veit að þú veist það, samt látum við eins og við vitum það ekki. Þannig lýsir Jón úr Vör þessari hlið mannlegra kjara sem gerir okkur svo óhrein og fyllir okkur skömm því við kunnum svo illa að taka ábyrgð. Líkt og Hallbera tók ekki ábyrgð en horfði á allt visna og deyja undir valdi Bjarts þannig horfum við á svo margt fara halloka í samfélagi okkar og hinni stóru veröld - en veljum að líta undan. Bera hallann. Aldrei hefur almenningur mátt hafa jafn mikið fyrir því að líta undan og einmitt þessi síðustu misseri. Það er svo mikið drepið af börnum fyrir framan augun á okkur, svo mörgu saklausu fólki stökkt á flótta og virðingarleysið fyrir almannahag svo víðtækt og blygðunarlaust. Í sögunni af Sjálfstæðu fólki var Hallbera fyrirsjáanleg og sinnulaus. Nú er hún orðin hrædd og reið. Hvað ætti hún að vera annað? Þegar Hallbera hugsar til forsetakosninganna sem eru framundan vaknar þráin eftir hreinleika og fegurð. Hún er svo foxill og full af skammarreiði yfir öllu sem Bjartur leyfir sér að gera og finnur hvað það væri gott á hann ef Lýðveldið fengi nú bara hreinan og vammlausan forseta. Það væri svo róandi. Góði Guð, (þótt þú sért örugglega ekki til, og ef þú ert til þá ertu vondur!) viltu gefa mér hreinan og vammlausan forseta af því að ég kann ekki sjálf að sýna virðingu og vera sanngjörn en er að hugsa hvort ekki sé skást að hokra áfram hér á heiðinni með honum Bjarti mínum? Höfundur er prestur og siðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Nú ganga forsetakosningar yfir land og lýð. Líkt og jólahátíðin mætir okkur árvisst og lætur okkur horfast í augu við einkalífið í sælu sinni og þraut þannig þvinga forsetakosningar þjóðarsálina að speglinum svo hún berji sjálfa sig augum. Það gleður og meiðir. Hressir og skelfir. Ég tók mér fyrir hendur að heimsækja Bjart bónda og hans fólk í Sumarhúsum fyrir nokkru og setti svo fram í bók greiningu á samskiptaháttum heimilisfólksins. Þar lýsi ég því hvernig það er þegar fjölskyldutengsl einkennast af ásökun, sektarkennd, samanburði og skömm í bland við ógeð og leyfi mér að kalla það Sumarhúsaheilkennið. Að Sumarhúsum fer allt halloka sem er viðkvæmt. Börn og konur deyja, fénaður fellur og hundstíkin er alltaf horuð og lúsug. Einungis Hallbera gamla, fulltrúi forneskjunnar, virðist einhvern veginn þrífast endalaust í sínu vanheilaga bandalagi við Bjart bónda. Ég held því fram að samskiptamunstur Sumarhúsa, þar sem tengsl eru tærandi fremur en nærandi, varði ekki bara einkalíf okkar heldur yfirfærist það gjarnan á stærri heildir eins og stofnanir, þjóðfélög, alþjóðatengsl og jafnvel samskipti manna við vistkerfið. Hallbera veit að Bjartur gengur að öllu dauðu og hún tekur því sem sjálfgefnu. Hallbera er forneskjan í sál þjóðarinnar. Gamli kjarninn. Langtímaminnið. Hún veit um vanræksluna og allt ógeðið en kýs að bregðast ekki við. Ekki svo að henni standi á sama. Hallbera þjáist á sinn hátt, samsek í skaðanum sem við blasir á heimilinu. Ég veit það og þú veist það, og ég veit að þú veist að ég veit að þú veist það, samt látum við eins og við vitum það ekki. Þannig lýsir Jón úr Vör þessari hlið mannlegra kjara sem gerir okkur svo óhrein og fyllir okkur skömm því við kunnum svo illa að taka ábyrgð. Líkt og Hallbera tók ekki ábyrgð en horfði á allt visna og deyja undir valdi Bjarts þannig horfum við á svo margt fara halloka í samfélagi okkar og hinni stóru veröld - en veljum að líta undan. Bera hallann. Aldrei hefur almenningur mátt hafa jafn mikið fyrir því að líta undan og einmitt þessi síðustu misseri. Það er svo mikið drepið af börnum fyrir framan augun á okkur, svo mörgu saklausu fólki stökkt á flótta og virðingarleysið fyrir almannahag svo víðtækt og blygðunarlaust. Í sögunni af Sjálfstæðu fólki var Hallbera fyrirsjáanleg og sinnulaus. Nú er hún orðin hrædd og reið. Hvað ætti hún að vera annað? Þegar Hallbera hugsar til forsetakosninganna sem eru framundan vaknar þráin eftir hreinleika og fegurð. Hún er svo foxill og full af skammarreiði yfir öllu sem Bjartur leyfir sér að gera og finnur hvað það væri gott á hann ef Lýðveldið fengi nú bara hreinan og vammlausan forseta. Það væri svo róandi. Góði Guð, (þótt þú sért örugglega ekki til, og ef þú ert til þá ertu vondur!) viltu gefa mér hreinan og vammlausan forseta af því að ég kann ekki sjálf að sýna virðingu og vera sanngjörn en er að hugsa hvort ekki sé skást að hokra áfram hér á heiðinni með honum Bjarti mínum? Höfundur er prestur og siðfræðingur.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun