Hreinleikaþráin Bjarni Karlsson skrifar 2. maí 2024 10:01 Nú ganga forsetakosningar yfir land og lýð. Líkt og jólahátíðin mætir okkur árvisst og lætur okkur horfast í augu við einkalífið í sælu sinni og þraut þannig þvinga forsetakosningar þjóðarsálina að speglinum svo hún berji sjálfa sig augum. Það gleður og meiðir. Hressir og skelfir. Ég tók mér fyrir hendur að heimsækja Bjart bónda og hans fólk í Sumarhúsum fyrir nokkru og setti svo fram í bók greiningu á samskiptaháttum heimilisfólksins. Þar lýsi ég því hvernig það er þegar fjölskyldutengsl einkennast af ásökun, sektarkennd, samanburði og skömm í bland við ógeð og leyfi mér að kalla það Sumarhúsaheilkennið. Að Sumarhúsum fer allt halloka sem er viðkvæmt. Börn og konur deyja, fénaður fellur og hundstíkin er alltaf horuð og lúsug. Einungis Hallbera gamla, fulltrúi forneskjunnar, virðist einhvern veginn þrífast endalaust í sínu vanheilaga bandalagi við Bjart bónda. Ég held því fram að samskiptamunstur Sumarhúsa, þar sem tengsl eru tærandi fremur en nærandi, varði ekki bara einkalíf okkar heldur yfirfærist það gjarnan á stærri heildir eins og stofnanir, þjóðfélög, alþjóðatengsl og jafnvel samskipti manna við vistkerfið. Hallbera veit að Bjartur gengur að öllu dauðu og hún tekur því sem sjálfgefnu. Hallbera er forneskjan í sál þjóðarinnar. Gamli kjarninn. Langtímaminnið. Hún veit um vanræksluna og allt ógeðið en kýs að bregðast ekki við. Ekki svo að henni standi á sama. Hallbera þjáist á sinn hátt, samsek í skaðanum sem við blasir á heimilinu. Ég veit það og þú veist það, og ég veit að þú veist að ég veit að þú veist það, samt látum við eins og við vitum það ekki. Þannig lýsir Jón úr Vör þessari hlið mannlegra kjara sem gerir okkur svo óhrein og fyllir okkur skömm því við kunnum svo illa að taka ábyrgð. Líkt og Hallbera tók ekki ábyrgð en horfði á allt visna og deyja undir valdi Bjarts þannig horfum við á svo margt fara halloka í samfélagi okkar og hinni stóru veröld - en veljum að líta undan. Bera hallann. Aldrei hefur almenningur mátt hafa jafn mikið fyrir því að líta undan og einmitt þessi síðustu misseri. Það er svo mikið drepið af börnum fyrir framan augun á okkur, svo mörgu saklausu fólki stökkt á flótta og virðingarleysið fyrir almannahag svo víðtækt og blygðunarlaust. Í sögunni af Sjálfstæðu fólki var Hallbera fyrirsjáanleg og sinnulaus. Nú er hún orðin hrædd og reið. Hvað ætti hún að vera annað? Þegar Hallbera hugsar til forsetakosninganna sem eru framundan vaknar þráin eftir hreinleika og fegurð. Hún er svo foxill og full af skammarreiði yfir öllu sem Bjartur leyfir sér að gera og finnur hvað það væri gott á hann ef Lýðveldið fengi nú bara hreinan og vammlausan forseta. Það væri svo róandi. Góði Guð, (þótt þú sért örugglega ekki til, og ef þú ert til þá ertu vondur!) viltu gefa mér hreinan og vammlausan forseta af því að ég kann ekki sjálf að sýna virðingu og vera sanngjörn en er að hugsa hvort ekki sé skást að hokra áfram hér á heiðinni með honum Bjarti mínum? Höfundur er prestur og siðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Nú ganga forsetakosningar yfir land og lýð. Líkt og jólahátíðin mætir okkur árvisst og lætur okkur horfast í augu við einkalífið í sælu sinni og þraut þannig þvinga forsetakosningar þjóðarsálina að speglinum svo hún berji sjálfa sig augum. Það gleður og meiðir. Hressir og skelfir. Ég tók mér fyrir hendur að heimsækja Bjart bónda og hans fólk í Sumarhúsum fyrir nokkru og setti svo fram í bók greiningu á samskiptaháttum heimilisfólksins. Þar lýsi ég því hvernig það er þegar fjölskyldutengsl einkennast af ásökun, sektarkennd, samanburði og skömm í bland við ógeð og leyfi mér að kalla það Sumarhúsaheilkennið. Að Sumarhúsum fer allt halloka sem er viðkvæmt. Börn og konur deyja, fénaður fellur og hundstíkin er alltaf horuð og lúsug. Einungis Hallbera gamla, fulltrúi forneskjunnar, virðist einhvern veginn þrífast endalaust í sínu vanheilaga bandalagi við Bjart bónda. Ég held því fram að samskiptamunstur Sumarhúsa, þar sem tengsl eru tærandi fremur en nærandi, varði ekki bara einkalíf okkar heldur yfirfærist það gjarnan á stærri heildir eins og stofnanir, þjóðfélög, alþjóðatengsl og jafnvel samskipti manna við vistkerfið. Hallbera veit að Bjartur gengur að öllu dauðu og hún tekur því sem sjálfgefnu. Hallbera er forneskjan í sál þjóðarinnar. Gamli kjarninn. Langtímaminnið. Hún veit um vanræksluna og allt ógeðið en kýs að bregðast ekki við. Ekki svo að henni standi á sama. Hallbera þjáist á sinn hátt, samsek í skaðanum sem við blasir á heimilinu. Ég veit það og þú veist það, og ég veit að þú veist að ég veit að þú veist það, samt látum við eins og við vitum það ekki. Þannig lýsir Jón úr Vör þessari hlið mannlegra kjara sem gerir okkur svo óhrein og fyllir okkur skömm því við kunnum svo illa að taka ábyrgð. Líkt og Hallbera tók ekki ábyrgð en horfði á allt visna og deyja undir valdi Bjarts þannig horfum við á svo margt fara halloka í samfélagi okkar og hinni stóru veröld - en veljum að líta undan. Bera hallann. Aldrei hefur almenningur mátt hafa jafn mikið fyrir því að líta undan og einmitt þessi síðustu misseri. Það er svo mikið drepið af börnum fyrir framan augun á okkur, svo mörgu saklausu fólki stökkt á flótta og virðingarleysið fyrir almannahag svo víðtækt og blygðunarlaust. Í sögunni af Sjálfstæðu fólki var Hallbera fyrirsjáanleg og sinnulaus. Nú er hún orðin hrædd og reið. Hvað ætti hún að vera annað? Þegar Hallbera hugsar til forsetakosninganna sem eru framundan vaknar þráin eftir hreinleika og fegurð. Hún er svo foxill og full af skammarreiði yfir öllu sem Bjartur leyfir sér að gera og finnur hvað það væri gott á hann ef Lýðveldið fengi nú bara hreinan og vammlausan forseta. Það væri svo róandi. Góði Guð, (þótt þú sért örugglega ekki til, og ef þú ert til þá ertu vondur!) viltu gefa mér hreinan og vammlausan forseta af því að ég kann ekki sjálf að sýna virðingu og vera sanngjörn en er að hugsa hvort ekki sé skást að hokra áfram hér á heiðinni með honum Bjarti mínum? Höfundur er prestur og siðfræðingur.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun