Átt þú rétt á sumarbústað? Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar 1. maí 2024 08:01 Alveg síðan ég var stelpa átti 1. maí sérstakan sess i mínum huga. Skrúðgöngurnar minntu mig á sumardaginn fyrsta, dag sem einnig hafði þennan sérstaka blæ yfir sér í æsku minni, nema að andinn í þessum athöfnum fjölda fólks sem gengu á þessum hátíðisdögum var svo ólíkur. Á sumardaginn fyrsta veifaði göngufólk og börn íslenska fánunum og blés upp blöðrur en á 1.maí voru göngumenn og konur með rauða fána og mótmælaspjöld að vopni, hrópuðu slagorð og sungu Nallann. Það var þessi andi, þessi baráttuhugur, þessi uppreisn gegn valdinu, hvaðan sem það kom sem heillaði mig. Þessi andi þar sem hinir undirokuðu risu upp og mótmæltu kjörum sínum og aðstæðum. Upprunaleg merking þessara tákna er fyrst og fremst ákall um breytingar og réttlátara samfélag. Komandi úr verkamannafjölskyldu, verandi dóttir einstæðrar móður og síðar öryrki hef ég alltaf tengt sterkt við þennan dag og fundið kraftinn sem í honum býr. Öryrkjar taka þátt í hátíðarhöldunum Það er ekki að undra að það voru Frakkar, sú mikla verkfallsþjóð, sem lögðu það til á þingi evrópskra verkalýðsfélaga í París árið 1889 að 1.maí yrði alþjóðlegur dagur verkafólks. Þessi tími var valinn einmitt vegna þess að víða var hann táknrænn fyrir endalok vetrar og byrjun sumars. Á Íslandi var fyrst gengin kröfuganga á þessum degi árið 1923, þannig að í ár eru rétt liðlega 100 ár síðan. Dagurinn var lögskipaður frídagur árið 1972 hér á landi. ÖBÍ réttindasamtök taka þátt í 1.maí göngunni og hafa gert í mörg ár enda fáir þjóðfélagshópar sem þekkja skortsins glímutök eins vel og öryrkjar. Í ár göngum við undir forystuborðanum: Þjóðarsátt líka fyrir fatlað fólk! Og á meðal þess sem stendur á kröfuspjöldum okkar er: Hækkið örorkulífeyri, tryggið fötluðu fólki heimili, heilbrigðisþjónusta óháð efnahag, ekki meiri hafragraut!, fátækt er ranglæti og eitt samfélag fyrir alla. Tengsl verkalýðsfélaga og öryrkja Ég lagði á djúpið og hafði samband við nokkur stéttarfélög víðs vegar um landið til að kanna stöðu og réttindi öryrkja í þeim. Flestir öryrkjar hafa verið á vinnumarkaði áður en til örorku kom og borgað félagsgjöld allan þann tíma. Stéttafélögin bjóða almennt upp á ýmis konar styrki til félagsmanna sinna, eins og úr sjúkrasjóðum, til gleraugnakaupa og hlutagreiðslu tannlæknakostnaðar. Félagsmenn eiga einnig í mögum tilfellum rétt á ýmis konar mennta- og tómstundastyrkjum. Það er skemmst að segja að það er mjög misjafnt á milli verkalýðsfélaga, bæði áður og eftir að fólk dettur út af vinnumarkaði, vegna fötlunar eða langvinnra sjúkdóma, hve mikinn rétt það á. Réttur til greiðslna úr sjúkrasjóði, sem öryrkjar þurfa oft á að halda, er mjög misjafn eða allt frá 3-12 mánuðum. Þegar fólk dettur út af vinnumarkaði og hefur ekki lengur ráðningarsamband við atvinnurekanda þá falla þessi réttindi niður. Rétturinn til annarra styrkja lýtur sömu lögmálum, hann fellur niður eftir ár eða minna án tillits hversu lengi hefur verið greitt í sjóðina áður en fólk veiktist. Í nokkrum tilvikum er hægt að halda áðurnefndum réttindum með því að greiða lágmarks félagsgjald sem var um 3-10.000 kr.á mánuði. Allir í sumarbústað! En sumarbústaðurinn, hann var sá réttur sem var sterkastur! Flestir[SI1] öryrkjar eiga rétt á að leigja sumarbústað eða íbúðir hjá því stéttarfélagi sem þeir greiddu síðast í. Stundum miðast það við áunna punktastöðu, sem minnkar vitaskuld möguleikann þegar fólk er ekki lengur á vinnumarkaði og greiðir ekki lengur félagsgjald. Stundum geta öryrkjar verið gjaldgengir án þessara skilyrða en besti díllinn er án efa að hafa aðgengi að þeim ævilangt eins og í nokkrum félögum. Það er því tvímælalaust þess virði að kanna réttindi sín í stéttarfélögum á meðan fólk er enn á vinnumarkaði, ef vera skyldi að kæmi til örorku, en .þar er enginn óhultur. Um það geta rúmlega nítján þúsund manns vitnað. Virðing og réttlæti Það er langur vegur frá því að öryrkjar hafi öðlast sjálfsagða virðingu í samfélaginu og að réttætið nái fram að ganga m.a. í bættum kjörum, og þar gengur frumvarp félags- og vinnumálaráðherra of skammt. Öryrkjar eru ofurseldir ríkisvaldinu við ákvörðun lífeyris og lagaákvæði eru túlkuð eftir því sem vindurinn blæs, en alltaf skal hann vera örykjum í óhag. Þarna m.a. krefjumst við réttlætis. Þess vegna göngum við á þann 1. maí, þess vegna viljum við taka pláss og vera sýnileg, þess vegna viljum við að á okkur sé hlustað. Svo fram þjáðir öryrkjar í þúsund löndum! Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkalýðsdagurinn Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Alveg síðan ég var stelpa átti 1. maí sérstakan sess i mínum huga. Skrúðgöngurnar minntu mig á sumardaginn fyrsta, dag sem einnig hafði þennan sérstaka blæ yfir sér í æsku minni, nema að andinn í þessum athöfnum fjölda fólks sem gengu á þessum hátíðisdögum var svo ólíkur. Á sumardaginn fyrsta veifaði göngufólk og börn íslenska fánunum og blés upp blöðrur en á 1.maí voru göngumenn og konur með rauða fána og mótmælaspjöld að vopni, hrópuðu slagorð og sungu Nallann. Það var þessi andi, þessi baráttuhugur, þessi uppreisn gegn valdinu, hvaðan sem það kom sem heillaði mig. Þessi andi þar sem hinir undirokuðu risu upp og mótmæltu kjörum sínum og aðstæðum. Upprunaleg merking þessara tákna er fyrst og fremst ákall um breytingar og réttlátara samfélag. Komandi úr verkamannafjölskyldu, verandi dóttir einstæðrar móður og síðar öryrki hef ég alltaf tengt sterkt við þennan dag og fundið kraftinn sem í honum býr. Öryrkjar taka þátt í hátíðarhöldunum Það er ekki að undra að það voru Frakkar, sú mikla verkfallsþjóð, sem lögðu það til á þingi evrópskra verkalýðsfélaga í París árið 1889 að 1.maí yrði alþjóðlegur dagur verkafólks. Þessi tími var valinn einmitt vegna þess að víða var hann táknrænn fyrir endalok vetrar og byrjun sumars. Á Íslandi var fyrst gengin kröfuganga á þessum degi árið 1923, þannig að í ár eru rétt liðlega 100 ár síðan. Dagurinn var lögskipaður frídagur árið 1972 hér á landi. ÖBÍ réttindasamtök taka þátt í 1.maí göngunni og hafa gert í mörg ár enda fáir þjóðfélagshópar sem þekkja skortsins glímutök eins vel og öryrkjar. Í ár göngum við undir forystuborðanum: Þjóðarsátt líka fyrir fatlað fólk! Og á meðal þess sem stendur á kröfuspjöldum okkar er: Hækkið örorkulífeyri, tryggið fötluðu fólki heimili, heilbrigðisþjónusta óháð efnahag, ekki meiri hafragraut!, fátækt er ranglæti og eitt samfélag fyrir alla. Tengsl verkalýðsfélaga og öryrkja Ég lagði á djúpið og hafði samband við nokkur stéttarfélög víðs vegar um landið til að kanna stöðu og réttindi öryrkja í þeim. Flestir öryrkjar hafa verið á vinnumarkaði áður en til örorku kom og borgað félagsgjöld allan þann tíma. Stéttafélögin bjóða almennt upp á ýmis konar styrki til félagsmanna sinna, eins og úr sjúkrasjóðum, til gleraugnakaupa og hlutagreiðslu tannlæknakostnaðar. Félagsmenn eiga einnig í mögum tilfellum rétt á ýmis konar mennta- og tómstundastyrkjum. Það er skemmst að segja að það er mjög misjafnt á milli verkalýðsfélaga, bæði áður og eftir að fólk dettur út af vinnumarkaði, vegna fötlunar eða langvinnra sjúkdóma, hve mikinn rétt það á. Réttur til greiðslna úr sjúkrasjóði, sem öryrkjar þurfa oft á að halda, er mjög misjafn eða allt frá 3-12 mánuðum. Þegar fólk dettur út af vinnumarkaði og hefur ekki lengur ráðningarsamband við atvinnurekanda þá falla þessi réttindi niður. Rétturinn til annarra styrkja lýtur sömu lögmálum, hann fellur niður eftir ár eða minna án tillits hversu lengi hefur verið greitt í sjóðina áður en fólk veiktist. Í nokkrum tilvikum er hægt að halda áðurnefndum réttindum með því að greiða lágmarks félagsgjald sem var um 3-10.000 kr.á mánuði. Allir í sumarbústað! En sumarbústaðurinn, hann var sá réttur sem var sterkastur! Flestir[SI1] öryrkjar eiga rétt á að leigja sumarbústað eða íbúðir hjá því stéttarfélagi sem þeir greiddu síðast í. Stundum miðast það við áunna punktastöðu, sem minnkar vitaskuld möguleikann þegar fólk er ekki lengur á vinnumarkaði og greiðir ekki lengur félagsgjald. Stundum geta öryrkjar verið gjaldgengir án þessara skilyrða en besti díllinn er án efa að hafa aðgengi að þeim ævilangt eins og í nokkrum félögum. Það er því tvímælalaust þess virði að kanna réttindi sín í stéttarfélögum á meðan fólk er enn á vinnumarkaði, ef vera skyldi að kæmi til örorku, en .þar er enginn óhultur. Um það geta rúmlega nítján þúsund manns vitnað. Virðing og réttlæti Það er langur vegur frá því að öryrkjar hafi öðlast sjálfsagða virðingu í samfélaginu og að réttætið nái fram að ganga m.a. í bættum kjörum, og þar gengur frumvarp félags- og vinnumálaráðherra of skammt. Öryrkjar eru ofurseldir ríkisvaldinu við ákvörðun lífeyris og lagaákvæði eru túlkuð eftir því sem vindurinn blæs, en alltaf skal hann vera örykjum í óhag. Þarna m.a. krefjumst við réttlætis. Þess vegna göngum við á þann 1. maí, þess vegna viljum við taka pláss og vera sýnileg, þess vegna viljum við að á okkur sé hlustað. Svo fram þjáðir öryrkjar í þúsund löndum! Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun