Átt þú rétt á sumarbústað? Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar 1. maí 2024 08:01 Alveg síðan ég var stelpa átti 1. maí sérstakan sess i mínum huga. Skrúðgöngurnar minntu mig á sumardaginn fyrsta, dag sem einnig hafði þennan sérstaka blæ yfir sér í æsku minni, nema að andinn í þessum athöfnum fjölda fólks sem gengu á þessum hátíðisdögum var svo ólíkur. Á sumardaginn fyrsta veifaði göngufólk og börn íslenska fánunum og blés upp blöðrur en á 1.maí voru göngumenn og konur með rauða fána og mótmælaspjöld að vopni, hrópuðu slagorð og sungu Nallann. Það var þessi andi, þessi baráttuhugur, þessi uppreisn gegn valdinu, hvaðan sem það kom sem heillaði mig. Þessi andi þar sem hinir undirokuðu risu upp og mótmæltu kjörum sínum og aðstæðum. Upprunaleg merking þessara tákna er fyrst og fremst ákall um breytingar og réttlátara samfélag. Komandi úr verkamannafjölskyldu, verandi dóttir einstæðrar móður og síðar öryrki hef ég alltaf tengt sterkt við þennan dag og fundið kraftinn sem í honum býr. Öryrkjar taka þátt í hátíðarhöldunum Það er ekki að undra að það voru Frakkar, sú mikla verkfallsþjóð, sem lögðu það til á þingi evrópskra verkalýðsfélaga í París árið 1889 að 1.maí yrði alþjóðlegur dagur verkafólks. Þessi tími var valinn einmitt vegna þess að víða var hann táknrænn fyrir endalok vetrar og byrjun sumars. Á Íslandi var fyrst gengin kröfuganga á þessum degi árið 1923, þannig að í ár eru rétt liðlega 100 ár síðan. Dagurinn var lögskipaður frídagur árið 1972 hér á landi. ÖBÍ réttindasamtök taka þátt í 1.maí göngunni og hafa gert í mörg ár enda fáir þjóðfélagshópar sem þekkja skortsins glímutök eins vel og öryrkjar. Í ár göngum við undir forystuborðanum: Þjóðarsátt líka fyrir fatlað fólk! Og á meðal þess sem stendur á kröfuspjöldum okkar er: Hækkið örorkulífeyri, tryggið fötluðu fólki heimili, heilbrigðisþjónusta óháð efnahag, ekki meiri hafragraut!, fátækt er ranglæti og eitt samfélag fyrir alla. Tengsl verkalýðsfélaga og öryrkja Ég lagði á djúpið og hafði samband við nokkur stéttarfélög víðs vegar um landið til að kanna stöðu og réttindi öryrkja í þeim. Flestir öryrkjar hafa verið á vinnumarkaði áður en til örorku kom og borgað félagsgjöld allan þann tíma. Stéttafélögin bjóða almennt upp á ýmis konar styrki til félagsmanna sinna, eins og úr sjúkrasjóðum, til gleraugnakaupa og hlutagreiðslu tannlæknakostnaðar. Félagsmenn eiga einnig í mögum tilfellum rétt á ýmis konar mennta- og tómstundastyrkjum. Það er skemmst að segja að það er mjög misjafnt á milli verkalýðsfélaga, bæði áður og eftir að fólk dettur út af vinnumarkaði, vegna fötlunar eða langvinnra sjúkdóma, hve mikinn rétt það á. Réttur til greiðslna úr sjúkrasjóði, sem öryrkjar þurfa oft á að halda, er mjög misjafn eða allt frá 3-12 mánuðum. Þegar fólk dettur út af vinnumarkaði og hefur ekki lengur ráðningarsamband við atvinnurekanda þá falla þessi réttindi niður. Rétturinn til annarra styrkja lýtur sömu lögmálum, hann fellur niður eftir ár eða minna án tillits hversu lengi hefur verið greitt í sjóðina áður en fólk veiktist. Í nokkrum tilvikum er hægt að halda áðurnefndum réttindum með því að greiða lágmarks félagsgjald sem var um 3-10.000 kr.á mánuði. Allir í sumarbústað! En sumarbústaðurinn, hann var sá réttur sem var sterkastur! Flestir[SI1] öryrkjar eiga rétt á að leigja sumarbústað eða íbúðir hjá því stéttarfélagi sem þeir greiddu síðast í. Stundum miðast það við áunna punktastöðu, sem minnkar vitaskuld möguleikann þegar fólk er ekki lengur á vinnumarkaði og greiðir ekki lengur félagsgjald. Stundum geta öryrkjar verið gjaldgengir án þessara skilyrða en besti díllinn er án efa að hafa aðgengi að þeim ævilangt eins og í nokkrum félögum. Það er því tvímælalaust þess virði að kanna réttindi sín í stéttarfélögum á meðan fólk er enn á vinnumarkaði, ef vera skyldi að kæmi til örorku, en .þar er enginn óhultur. Um það geta rúmlega nítján þúsund manns vitnað. Virðing og réttlæti Það er langur vegur frá því að öryrkjar hafi öðlast sjálfsagða virðingu í samfélaginu og að réttætið nái fram að ganga m.a. í bættum kjörum, og þar gengur frumvarp félags- og vinnumálaráðherra of skammt. Öryrkjar eru ofurseldir ríkisvaldinu við ákvörðun lífeyris og lagaákvæði eru túlkuð eftir því sem vindurinn blæs, en alltaf skal hann vera örykjum í óhag. Þarna m.a. krefjumst við réttlætis. Þess vegna göngum við á þann 1. maí, þess vegna viljum við taka pláss og vera sýnileg, þess vegna viljum við að á okkur sé hlustað. Svo fram þjáðir öryrkjar í þúsund löndum! Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkalýðsdagurinn Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Alveg síðan ég var stelpa átti 1. maí sérstakan sess i mínum huga. Skrúðgöngurnar minntu mig á sumardaginn fyrsta, dag sem einnig hafði þennan sérstaka blæ yfir sér í æsku minni, nema að andinn í þessum athöfnum fjölda fólks sem gengu á þessum hátíðisdögum var svo ólíkur. Á sumardaginn fyrsta veifaði göngufólk og börn íslenska fánunum og blés upp blöðrur en á 1.maí voru göngumenn og konur með rauða fána og mótmælaspjöld að vopni, hrópuðu slagorð og sungu Nallann. Það var þessi andi, þessi baráttuhugur, þessi uppreisn gegn valdinu, hvaðan sem það kom sem heillaði mig. Þessi andi þar sem hinir undirokuðu risu upp og mótmæltu kjörum sínum og aðstæðum. Upprunaleg merking þessara tákna er fyrst og fremst ákall um breytingar og réttlátara samfélag. Komandi úr verkamannafjölskyldu, verandi dóttir einstæðrar móður og síðar öryrki hef ég alltaf tengt sterkt við þennan dag og fundið kraftinn sem í honum býr. Öryrkjar taka þátt í hátíðarhöldunum Það er ekki að undra að það voru Frakkar, sú mikla verkfallsþjóð, sem lögðu það til á þingi evrópskra verkalýðsfélaga í París árið 1889 að 1.maí yrði alþjóðlegur dagur verkafólks. Þessi tími var valinn einmitt vegna þess að víða var hann táknrænn fyrir endalok vetrar og byrjun sumars. Á Íslandi var fyrst gengin kröfuganga á þessum degi árið 1923, þannig að í ár eru rétt liðlega 100 ár síðan. Dagurinn var lögskipaður frídagur árið 1972 hér á landi. ÖBÍ réttindasamtök taka þátt í 1.maí göngunni og hafa gert í mörg ár enda fáir þjóðfélagshópar sem þekkja skortsins glímutök eins vel og öryrkjar. Í ár göngum við undir forystuborðanum: Þjóðarsátt líka fyrir fatlað fólk! Og á meðal þess sem stendur á kröfuspjöldum okkar er: Hækkið örorkulífeyri, tryggið fötluðu fólki heimili, heilbrigðisþjónusta óháð efnahag, ekki meiri hafragraut!, fátækt er ranglæti og eitt samfélag fyrir alla. Tengsl verkalýðsfélaga og öryrkja Ég lagði á djúpið og hafði samband við nokkur stéttarfélög víðs vegar um landið til að kanna stöðu og réttindi öryrkja í þeim. Flestir öryrkjar hafa verið á vinnumarkaði áður en til örorku kom og borgað félagsgjöld allan þann tíma. Stéttafélögin bjóða almennt upp á ýmis konar styrki til félagsmanna sinna, eins og úr sjúkrasjóðum, til gleraugnakaupa og hlutagreiðslu tannlæknakostnaðar. Félagsmenn eiga einnig í mögum tilfellum rétt á ýmis konar mennta- og tómstundastyrkjum. Það er skemmst að segja að það er mjög misjafnt á milli verkalýðsfélaga, bæði áður og eftir að fólk dettur út af vinnumarkaði, vegna fötlunar eða langvinnra sjúkdóma, hve mikinn rétt það á. Réttur til greiðslna úr sjúkrasjóði, sem öryrkjar þurfa oft á að halda, er mjög misjafn eða allt frá 3-12 mánuðum. Þegar fólk dettur út af vinnumarkaði og hefur ekki lengur ráðningarsamband við atvinnurekanda þá falla þessi réttindi niður. Rétturinn til annarra styrkja lýtur sömu lögmálum, hann fellur niður eftir ár eða minna án tillits hversu lengi hefur verið greitt í sjóðina áður en fólk veiktist. Í nokkrum tilvikum er hægt að halda áðurnefndum réttindum með því að greiða lágmarks félagsgjald sem var um 3-10.000 kr.á mánuði. Allir í sumarbústað! En sumarbústaðurinn, hann var sá réttur sem var sterkastur! Flestir[SI1] öryrkjar eiga rétt á að leigja sumarbústað eða íbúðir hjá því stéttarfélagi sem þeir greiddu síðast í. Stundum miðast það við áunna punktastöðu, sem minnkar vitaskuld möguleikann þegar fólk er ekki lengur á vinnumarkaði og greiðir ekki lengur félagsgjald. Stundum geta öryrkjar verið gjaldgengir án þessara skilyrða en besti díllinn er án efa að hafa aðgengi að þeim ævilangt eins og í nokkrum félögum. Það er því tvímælalaust þess virði að kanna réttindi sín í stéttarfélögum á meðan fólk er enn á vinnumarkaði, ef vera skyldi að kæmi til örorku, en .þar er enginn óhultur. Um það geta rúmlega nítján þúsund manns vitnað. Virðing og réttlæti Það er langur vegur frá því að öryrkjar hafi öðlast sjálfsagða virðingu í samfélaginu og að réttætið nái fram að ganga m.a. í bættum kjörum, og þar gengur frumvarp félags- og vinnumálaráðherra of skammt. Öryrkjar eru ofurseldir ríkisvaldinu við ákvörðun lífeyris og lagaákvæði eru túlkuð eftir því sem vindurinn blæs, en alltaf skal hann vera örykjum í óhag. Þarna m.a. krefjumst við réttlætis. Þess vegna göngum við á þann 1. maí, þess vegna viljum við taka pláss og vera sýnileg, þess vegna viljum við að á okkur sé hlustað. Svo fram þjáðir öryrkjar í þúsund löndum! Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun