Lýsa yfir áhyggjum af fregnum af fjöldagröfum á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2024 18:24 Fólk á ferli um Khan Younis á Gasaströndinni. EPA/MOHAMMED SABER Volker Türk, yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur lýst yfir miklum áhyggjum af fregnum af því að hundruð líka hafi fundist í fjöldagröfum við tvö stærstu sjúkrahús Gasastrandarinnar. Palestínskir embættismenn, sem lúta stjórn Hamas-samtakanna, segja að 310 lík hafi fundist í gröfum við Nasser-sjúkrahúsið í Khan Younis eftir að Ísraelar hörfuðu þaðan í síðustu viku. Fyrr í mánuðinum bárust fregnir af fundi fjöldagrafa við Shifa-sjúkrahúsið, eftir að Ísraelar hörfuðu einnig þaðan í kjölfar umsáturs. Guardian hefur eftir Ravinu Shamdasani, talskonu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, að tilefni hafi verið til að hringja viðvörunarbjöllum vegna þessara fregna. Lík hafi fundist grafin með rusli og meðal þeirra væru lík gamalmenna og kvenna og að einver líkin virtust með bundnar hendur. Það gæfi augljóslega til kynna að einhverskonar ódæði hefðu verið framin og segir Shamdasani að rannsaka verði málið. Verið sé að vinna í því að staðfesta frásagnir Palestínumanna. Forsvarsmenn ísraelska hersins segja ekki rétt að hermenn hafi grafið lík við sjúkrahúsin. Í einhverjum tilfellum hefðu lík sem starfsmenn sjúkrahúsanna höfðu grafið verið grafin upp aftur og skoðuð en Ísraelar segja að þau hafi verið grafin aftur. Í yfirlýsingu frá hernum sem Reuters vitnar í segir að í þessum tilfellum hafi verið að kanna hvort ísraelskir gíslar Hamas eða annarra vígahópa hefðu verið grafnir í umræddum gröfum. Blaðamenn Reuters segjast hafa séð lík grafin upp úr jörðinni við Nasser-sjúkrahúsið í gær. Myndefni sem birt hefur verið á undanförnum mánuðum gefur þó til kynna að lík hafi verið grafin við sjúkrahúsið löngu áður en Ísraelar gerðu áhlaup á það. Fátt hefur verið staðfest í þessum efnum, enn sem komið er. Heilbrigðisráðuneyti Gasa segir að minnsta kosti 34,151 Palestínumann hafa fallið í árásum Ísraela frá því innrás þeirra á Gasaströndina hófst í október. Rúmlega 77 þúsund eru sagðir særðir og talið er að rúmlega sjö þúsund lík liggi enn í rústum húsa á svæðinu. Ofbeldi á Vesturbakkanum Ofbeldi hefur aukist á Vesturbakkanum á undanförnum mánuðum. Ísraelski herinn gerði áhlaup á Vesturbakkann um helgina og sögðu talsmenn hersins að nokkrir vígamenn hefðu verið felldir og aðrir handteknir. Heimastjórnin á Vesturbakkanum segir fjórtán Palestínumenn hafa fallið á laugardaginn en það er einhver mesti fjöldi látinna á svæðinu í nokkra mánuði. Shamdasani sagði í dag að Sameinuðu þjóðunum hefði borist fregnir af því að einhverjir hinna látnu virtust hafa verið teknir af lífi. Fjölmiðlar Hamas-samtakanna hafa þar að auki sakað Ísraela um að taka fólk af lífi en hefur ekki birt neinar sannanir fyrir slíkum ásökunum og Ísraelar hafna þeim. Fyrr í þessum mánuði gengi ísraelskir landtökumenn berserksgang á Vesturbakkanum eftir að lík fjórtán ára fjárhirðis sem talinn er hafa verið myrtur fannst. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Tugir handteknir á mótmælum háskólanema gegn aðgerðum Ísraels Tugir háskólanema voru handteknir á mótmælum gegn stríðsrekstri Ísraelsmanna á Gasa við Yale University í Connecticut og New York University á Manhattan í gær. Allir tímar við Columbia University fara nú fram um fjarfundabúnað vegna mótmæla. 23. apríl 2024 06:47 Engin sönnunargögn bendla UNRWA við árásina Ísraelsk yfirvöld hafa enn ekki komið fram með sönnunargögn sem bendla starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við aðild að áhlaupi Hamasliða á Ísrael þann sjöunda október síðasta árs. 22. apríl 2024 20:26 Segir af sér vegna mistaka í kringum árás Hamas Yfirmaður ísraelsku herleyniþjónustunnar sagði af sér í dag. Hann er fyrsti hátt setti embættismaðurinn sem lætur af starfi vegna afglapa leyniþjónustunnar sem gerðu vígamönnum Hamas kleift að ráðast á Ísrael 7. október. 22. apríl 2024 08:35 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Palestínskir embættismenn, sem lúta stjórn Hamas-samtakanna, segja að 310 lík hafi fundist í gröfum við Nasser-sjúkrahúsið í Khan Younis eftir að Ísraelar hörfuðu þaðan í síðustu viku. Fyrr í mánuðinum bárust fregnir af fundi fjöldagrafa við Shifa-sjúkrahúsið, eftir að Ísraelar hörfuðu einnig þaðan í kjölfar umsáturs. Guardian hefur eftir Ravinu Shamdasani, talskonu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, að tilefni hafi verið til að hringja viðvörunarbjöllum vegna þessara fregna. Lík hafi fundist grafin með rusli og meðal þeirra væru lík gamalmenna og kvenna og að einver líkin virtust með bundnar hendur. Það gæfi augljóslega til kynna að einhverskonar ódæði hefðu verið framin og segir Shamdasani að rannsaka verði málið. Verið sé að vinna í því að staðfesta frásagnir Palestínumanna. Forsvarsmenn ísraelska hersins segja ekki rétt að hermenn hafi grafið lík við sjúkrahúsin. Í einhverjum tilfellum hefðu lík sem starfsmenn sjúkrahúsanna höfðu grafið verið grafin upp aftur og skoðuð en Ísraelar segja að þau hafi verið grafin aftur. Í yfirlýsingu frá hernum sem Reuters vitnar í segir að í þessum tilfellum hafi verið að kanna hvort ísraelskir gíslar Hamas eða annarra vígahópa hefðu verið grafnir í umræddum gröfum. Blaðamenn Reuters segjast hafa séð lík grafin upp úr jörðinni við Nasser-sjúkrahúsið í gær. Myndefni sem birt hefur verið á undanförnum mánuðum gefur þó til kynna að lík hafi verið grafin við sjúkrahúsið löngu áður en Ísraelar gerðu áhlaup á það. Fátt hefur verið staðfest í þessum efnum, enn sem komið er. Heilbrigðisráðuneyti Gasa segir að minnsta kosti 34,151 Palestínumann hafa fallið í árásum Ísraela frá því innrás þeirra á Gasaströndina hófst í október. Rúmlega 77 þúsund eru sagðir særðir og talið er að rúmlega sjö þúsund lík liggi enn í rústum húsa á svæðinu. Ofbeldi á Vesturbakkanum Ofbeldi hefur aukist á Vesturbakkanum á undanförnum mánuðum. Ísraelski herinn gerði áhlaup á Vesturbakkann um helgina og sögðu talsmenn hersins að nokkrir vígamenn hefðu verið felldir og aðrir handteknir. Heimastjórnin á Vesturbakkanum segir fjórtán Palestínumenn hafa fallið á laugardaginn en það er einhver mesti fjöldi látinna á svæðinu í nokkra mánuði. Shamdasani sagði í dag að Sameinuðu þjóðunum hefði borist fregnir af því að einhverjir hinna látnu virtust hafa verið teknir af lífi. Fjölmiðlar Hamas-samtakanna hafa þar að auki sakað Ísraela um að taka fólk af lífi en hefur ekki birt neinar sannanir fyrir slíkum ásökunum og Ísraelar hafna þeim. Fyrr í þessum mánuði gengi ísraelskir landtökumenn berserksgang á Vesturbakkanum eftir að lík fjórtán ára fjárhirðis sem talinn er hafa verið myrtur fannst.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Tugir handteknir á mótmælum háskólanema gegn aðgerðum Ísraels Tugir háskólanema voru handteknir á mótmælum gegn stríðsrekstri Ísraelsmanna á Gasa við Yale University í Connecticut og New York University á Manhattan í gær. Allir tímar við Columbia University fara nú fram um fjarfundabúnað vegna mótmæla. 23. apríl 2024 06:47 Engin sönnunargögn bendla UNRWA við árásina Ísraelsk yfirvöld hafa enn ekki komið fram með sönnunargögn sem bendla starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við aðild að áhlaupi Hamasliða á Ísrael þann sjöunda október síðasta árs. 22. apríl 2024 20:26 Segir af sér vegna mistaka í kringum árás Hamas Yfirmaður ísraelsku herleyniþjónustunnar sagði af sér í dag. Hann er fyrsti hátt setti embættismaðurinn sem lætur af starfi vegna afglapa leyniþjónustunnar sem gerðu vígamönnum Hamas kleift að ráðast á Ísrael 7. október. 22. apríl 2024 08:35 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Tugir handteknir á mótmælum háskólanema gegn aðgerðum Ísraels Tugir háskólanema voru handteknir á mótmælum gegn stríðsrekstri Ísraelsmanna á Gasa við Yale University í Connecticut og New York University á Manhattan í gær. Allir tímar við Columbia University fara nú fram um fjarfundabúnað vegna mótmæla. 23. apríl 2024 06:47
Engin sönnunargögn bendla UNRWA við árásina Ísraelsk yfirvöld hafa enn ekki komið fram með sönnunargögn sem bendla starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við aðild að áhlaupi Hamasliða á Ísrael þann sjöunda október síðasta árs. 22. apríl 2024 20:26
Segir af sér vegna mistaka í kringum árás Hamas Yfirmaður ísraelsku herleyniþjónustunnar sagði af sér í dag. Hann er fyrsti hátt setti embættismaðurinn sem lætur af starfi vegna afglapa leyniþjónustunnar sem gerðu vígamönnum Hamas kleift að ráðast á Ísrael 7. október. 22. apríl 2024 08:35
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“