Deilur Persónuverndar og borgarinnar beint til Hæstaréttar Árni Sæberg skrifar 16. apríl 2024 20:24 Hæstiréttur féllst á að taka málið fyrir án viðkomu í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur fallist á að taka mál Reykjavíkurborgar á hendur Persónuvernd fyrir, án þess að það komi við í Landsrétti. Milljónaendurgreiðslur á stjórnvaldssektum eru undir í málinu Í ákvörðun Hæstaréttar um málskotsbeiðni Persónuverndar og íslenska ríkisins segir að leyfisbeiðendur hefðu leitað leyfis til þess að áfrýja dómi héraðsdóms beint til Hæstaréttar og Reykjavíkurborg hafi ekki lagst gegn beiðninni. Persónuvernd fékk á baukinn Aðdragandi málsins var sá að Reykjavíkurborg ákvað að notast við svokallað Seesaw-kerfi fyrir hluta nemenda í sex grunnskólum borgarinnar árið 2021. Um er að ræða stafræna kennslulausn, forrit sem kennarar og nemendur geta notað, einkum í fjarnámi. Með forritinu geta nemendur meðal annars sent kennurum sínum teikningar, ljósmyndir og myndbönd. Í maí 2022 sektaði Persónuvernd Reykjavíkurborg um fimm milljónir í formi stjórnvaldssektar. Brotið hefði varðað persónuupplýsingar barna sem njóti sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni. Líkur hafi þótt á að viðkvæmar persónuupplýsingar barna væru skráðar í kerfið. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í byrjun febrúar að Persónuvernd hefði ekki gætt að ákvæðum stjórnsýslulaga við ákvörðun um stjórnsýslusektina. Stofnuninni var gert að endurgreiða borginni milljónirnar fimm. Persónuvernd sektaði Kópavogsbæ einnig um fjórar milljónir fyrir notkun sama kerfis. Leiða má líkur að því að Kópavogsbær leiti sömuleiðis réttar síns í málinu og því er ljóst að dómur Hæstaréttar mun hafa mikla þýðingu. Fyrsta mál sinnar tegundar Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Persónuvernd og ríkið hafi byggt á því að fordæmisgildi dóms í málinu væri töluvert þar sem í því reyni í fyrsta sinn fyrir dómstólum á ákvörðun Persónuverndar um beitingu stjórnvaldssekta. Þá hafi dómur í málinu almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og túlkun laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sem sett voru árið 2018. Að mati leyfisbeiðenda væri niðurstaða héraðsdóms ekki í samræmi við lög og framkvæmd á réttarsviðinu. Að lokum hafi leyfisbeiðendur byggt á því að niðurstaða í málinu hafi samfélagslega þýðingu og vísað þar um til þess að málið varði vinnslu persónuupplýsinga um börn. Að virtum gögnum málsins verði að líta svo á að dómur í því geti haft fordæmisgildi og verulega almenna þýðingu fyrir beitingu laga um persónuvernd. Þá sé ekki fyrir hendi þær aðstæður sem komið geta í veg fyrir að leyfi til að áfrýja beint til Hæstaréttar verði veitt á grundvelli laga um meðferð einkamála. Beiðni leyfisbeiðanda um leyfi til áfrýjunar héraðsdóms til Hæstaréttar sé því samþykkt. Dómsmál Reykjavík Persónuvernd Kópavogur Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fimm sveitarfélög sektuð fyrir að nota Google skýjalausn í skólastarfi Fimm sveitarfélög hafa verið sektuð af persónuvernd fyrir að nota skýjalausn Google með röngum hætti í grunnskólastarfi. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir málið alvarlegt og að margvíslega hafi verið brotið á persónuverndarlöggjöfinni. 6. desember 2023 15:52 Slær líka á putta Kópavogs vegna nemendakerfis Persónuvernd hefur gert Kópavogsbæ að greiða fjögurra milljóna króna stjórnvaldssekt vegna notkunar bæjarins á nemendakerfinu Seesaw. Reykjavíkurborg var gert að greiða fimm milljónakróna sekt vegna notkunar sama kerfis í fyrra. 12. maí 2023 13:32 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Í ákvörðun Hæstaréttar um málskotsbeiðni Persónuverndar og íslenska ríkisins segir að leyfisbeiðendur hefðu leitað leyfis til þess að áfrýja dómi héraðsdóms beint til Hæstaréttar og Reykjavíkurborg hafi ekki lagst gegn beiðninni. Persónuvernd fékk á baukinn Aðdragandi málsins var sá að Reykjavíkurborg ákvað að notast við svokallað Seesaw-kerfi fyrir hluta nemenda í sex grunnskólum borgarinnar árið 2021. Um er að ræða stafræna kennslulausn, forrit sem kennarar og nemendur geta notað, einkum í fjarnámi. Með forritinu geta nemendur meðal annars sent kennurum sínum teikningar, ljósmyndir og myndbönd. Í maí 2022 sektaði Persónuvernd Reykjavíkurborg um fimm milljónir í formi stjórnvaldssektar. Brotið hefði varðað persónuupplýsingar barna sem njóti sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni. Líkur hafi þótt á að viðkvæmar persónuupplýsingar barna væru skráðar í kerfið. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í byrjun febrúar að Persónuvernd hefði ekki gætt að ákvæðum stjórnsýslulaga við ákvörðun um stjórnsýslusektina. Stofnuninni var gert að endurgreiða borginni milljónirnar fimm. Persónuvernd sektaði Kópavogsbæ einnig um fjórar milljónir fyrir notkun sama kerfis. Leiða má líkur að því að Kópavogsbær leiti sömuleiðis réttar síns í málinu og því er ljóst að dómur Hæstaréttar mun hafa mikla þýðingu. Fyrsta mál sinnar tegundar Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Persónuvernd og ríkið hafi byggt á því að fordæmisgildi dóms í málinu væri töluvert þar sem í því reyni í fyrsta sinn fyrir dómstólum á ákvörðun Persónuverndar um beitingu stjórnvaldssekta. Þá hafi dómur í málinu almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og túlkun laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sem sett voru árið 2018. Að mati leyfisbeiðenda væri niðurstaða héraðsdóms ekki í samræmi við lög og framkvæmd á réttarsviðinu. Að lokum hafi leyfisbeiðendur byggt á því að niðurstaða í málinu hafi samfélagslega þýðingu og vísað þar um til þess að málið varði vinnslu persónuupplýsinga um börn. Að virtum gögnum málsins verði að líta svo á að dómur í því geti haft fordæmisgildi og verulega almenna þýðingu fyrir beitingu laga um persónuvernd. Þá sé ekki fyrir hendi þær aðstæður sem komið geta í veg fyrir að leyfi til að áfrýja beint til Hæstaréttar verði veitt á grundvelli laga um meðferð einkamála. Beiðni leyfisbeiðanda um leyfi til áfrýjunar héraðsdóms til Hæstaréttar sé því samþykkt.
Dómsmál Reykjavík Persónuvernd Kópavogur Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fimm sveitarfélög sektuð fyrir að nota Google skýjalausn í skólastarfi Fimm sveitarfélög hafa verið sektuð af persónuvernd fyrir að nota skýjalausn Google með röngum hætti í grunnskólastarfi. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir málið alvarlegt og að margvíslega hafi verið brotið á persónuverndarlöggjöfinni. 6. desember 2023 15:52 Slær líka á putta Kópavogs vegna nemendakerfis Persónuvernd hefur gert Kópavogsbæ að greiða fjögurra milljóna króna stjórnvaldssekt vegna notkunar bæjarins á nemendakerfinu Seesaw. Reykjavíkurborg var gert að greiða fimm milljónakróna sekt vegna notkunar sama kerfis í fyrra. 12. maí 2023 13:32 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Fimm sveitarfélög sektuð fyrir að nota Google skýjalausn í skólastarfi Fimm sveitarfélög hafa verið sektuð af persónuvernd fyrir að nota skýjalausn Google með röngum hætti í grunnskólastarfi. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir málið alvarlegt og að margvíslega hafi verið brotið á persónuverndarlöggjöfinni. 6. desember 2023 15:52
Slær líka á putta Kópavogs vegna nemendakerfis Persónuvernd hefur gert Kópavogsbæ að greiða fjögurra milljóna króna stjórnvaldssekt vegna notkunar bæjarins á nemendakerfinu Seesaw. Reykjavíkurborg var gert að greiða fimm milljónakróna sekt vegna notkunar sama kerfis í fyrra. 12. maí 2023 13:32