Deilur Persónuverndar og borgarinnar beint til Hæstaréttar Árni Sæberg skrifar 16. apríl 2024 20:24 Hæstiréttur féllst á að taka málið fyrir án viðkomu í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur fallist á að taka mál Reykjavíkurborgar á hendur Persónuvernd fyrir, án þess að það komi við í Landsrétti. Milljónaendurgreiðslur á stjórnvaldssektum eru undir í málinu Í ákvörðun Hæstaréttar um málskotsbeiðni Persónuverndar og íslenska ríkisins segir að leyfisbeiðendur hefðu leitað leyfis til þess að áfrýja dómi héraðsdóms beint til Hæstaréttar og Reykjavíkurborg hafi ekki lagst gegn beiðninni. Persónuvernd fékk á baukinn Aðdragandi málsins var sá að Reykjavíkurborg ákvað að notast við svokallað Seesaw-kerfi fyrir hluta nemenda í sex grunnskólum borgarinnar árið 2021. Um er að ræða stafræna kennslulausn, forrit sem kennarar og nemendur geta notað, einkum í fjarnámi. Með forritinu geta nemendur meðal annars sent kennurum sínum teikningar, ljósmyndir og myndbönd. Í maí 2022 sektaði Persónuvernd Reykjavíkurborg um fimm milljónir í formi stjórnvaldssektar. Brotið hefði varðað persónuupplýsingar barna sem njóti sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni. Líkur hafi þótt á að viðkvæmar persónuupplýsingar barna væru skráðar í kerfið. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í byrjun febrúar að Persónuvernd hefði ekki gætt að ákvæðum stjórnsýslulaga við ákvörðun um stjórnsýslusektina. Stofnuninni var gert að endurgreiða borginni milljónirnar fimm. Persónuvernd sektaði Kópavogsbæ einnig um fjórar milljónir fyrir notkun sama kerfis. Leiða má líkur að því að Kópavogsbær leiti sömuleiðis réttar síns í málinu og því er ljóst að dómur Hæstaréttar mun hafa mikla þýðingu. Fyrsta mál sinnar tegundar Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Persónuvernd og ríkið hafi byggt á því að fordæmisgildi dóms í málinu væri töluvert þar sem í því reyni í fyrsta sinn fyrir dómstólum á ákvörðun Persónuverndar um beitingu stjórnvaldssekta. Þá hafi dómur í málinu almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og túlkun laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sem sett voru árið 2018. Að mati leyfisbeiðenda væri niðurstaða héraðsdóms ekki í samræmi við lög og framkvæmd á réttarsviðinu. Að lokum hafi leyfisbeiðendur byggt á því að niðurstaða í málinu hafi samfélagslega þýðingu og vísað þar um til þess að málið varði vinnslu persónuupplýsinga um börn. Að virtum gögnum málsins verði að líta svo á að dómur í því geti haft fordæmisgildi og verulega almenna þýðingu fyrir beitingu laga um persónuvernd. Þá sé ekki fyrir hendi þær aðstæður sem komið geta í veg fyrir að leyfi til að áfrýja beint til Hæstaréttar verði veitt á grundvelli laga um meðferð einkamála. Beiðni leyfisbeiðanda um leyfi til áfrýjunar héraðsdóms til Hæstaréttar sé því samþykkt. Dómsmál Reykjavík Persónuvernd Kópavogur Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fimm sveitarfélög sektuð fyrir að nota Google skýjalausn í skólastarfi Fimm sveitarfélög hafa verið sektuð af persónuvernd fyrir að nota skýjalausn Google með röngum hætti í grunnskólastarfi. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir málið alvarlegt og að margvíslega hafi verið brotið á persónuverndarlöggjöfinni. 6. desember 2023 15:52 Slær líka á putta Kópavogs vegna nemendakerfis Persónuvernd hefur gert Kópavogsbæ að greiða fjögurra milljóna króna stjórnvaldssekt vegna notkunar bæjarins á nemendakerfinu Seesaw. Reykjavíkurborg var gert að greiða fimm milljónakróna sekt vegna notkunar sama kerfis í fyrra. 12. maí 2023 13:32 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Í ákvörðun Hæstaréttar um málskotsbeiðni Persónuverndar og íslenska ríkisins segir að leyfisbeiðendur hefðu leitað leyfis til þess að áfrýja dómi héraðsdóms beint til Hæstaréttar og Reykjavíkurborg hafi ekki lagst gegn beiðninni. Persónuvernd fékk á baukinn Aðdragandi málsins var sá að Reykjavíkurborg ákvað að notast við svokallað Seesaw-kerfi fyrir hluta nemenda í sex grunnskólum borgarinnar árið 2021. Um er að ræða stafræna kennslulausn, forrit sem kennarar og nemendur geta notað, einkum í fjarnámi. Með forritinu geta nemendur meðal annars sent kennurum sínum teikningar, ljósmyndir og myndbönd. Í maí 2022 sektaði Persónuvernd Reykjavíkurborg um fimm milljónir í formi stjórnvaldssektar. Brotið hefði varðað persónuupplýsingar barna sem njóti sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni. Líkur hafi þótt á að viðkvæmar persónuupplýsingar barna væru skráðar í kerfið. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í byrjun febrúar að Persónuvernd hefði ekki gætt að ákvæðum stjórnsýslulaga við ákvörðun um stjórnsýslusektina. Stofnuninni var gert að endurgreiða borginni milljónirnar fimm. Persónuvernd sektaði Kópavogsbæ einnig um fjórar milljónir fyrir notkun sama kerfis. Leiða má líkur að því að Kópavogsbær leiti sömuleiðis réttar síns í málinu og því er ljóst að dómur Hæstaréttar mun hafa mikla þýðingu. Fyrsta mál sinnar tegundar Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Persónuvernd og ríkið hafi byggt á því að fordæmisgildi dóms í málinu væri töluvert þar sem í því reyni í fyrsta sinn fyrir dómstólum á ákvörðun Persónuverndar um beitingu stjórnvaldssekta. Þá hafi dómur í málinu almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og túlkun laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sem sett voru árið 2018. Að mati leyfisbeiðenda væri niðurstaða héraðsdóms ekki í samræmi við lög og framkvæmd á réttarsviðinu. Að lokum hafi leyfisbeiðendur byggt á því að niðurstaða í málinu hafi samfélagslega þýðingu og vísað þar um til þess að málið varði vinnslu persónuupplýsinga um börn. Að virtum gögnum málsins verði að líta svo á að dómur í því geti haft fordæmisgildi og verulega almenna þýðingu fyrir beitingu laga um persónuvernd. Þá sé ekki fyrir hendi þær aðstæður sem komið geta í veg fyrir að leyfi til að áfrýja beint til Hæstaréttar verði veitt á grundvelli laga um meðferð einkamála. Beiðni leyfisbeiðanda um leyfi til áfrýjunar héraðsdóms til Hæstaréttar sé því samþykkt.
Dómsmál Reykjavík Persónuvernd Kópavogur Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fimm sveitarfélög sektuð fyrir að nota Google skýjalausn í skólastarfi Fimm sveitarfélög hafa verið sektuð af persónuvernd fyrir að nota skýjalausn Google með röngum hætti í grunnskólastarfi. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir málið alvarlegt og að margvíslega hafi verið brotið á persónuverndarlöggjöfinni. 6. desember 2023 15:52 Slær líka á putta Kópavogs vegna nemendakerfis Persónuvernd hefur gert Kópavogsbæ að greiða fjögurra milljóna króna stjórnvaldssekt vegna notkunar bæjarins á nemendakerfinu Seesaw. Reykjavíkurborg var gert að greiða fimm milljónakróna sekt vegna notkunar sama kerfis í fyrra. 12. maí 2023 13:32 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Fimm sveitarfélög sektuð fyrir að nota Google skýjalausn í skólastarfi Fimm sveitarfélög hafa verið sektuð af persónuvernd fyrir að nota skýjalausn Google með röngum hætti í grunnskólastarfi. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir málið alvarlegt og að margvíslega hafi verið brotið á persónuverndarlöggjöfinni. 6. desember 2023 15:52
Slær líka á putta Kópavogs vegna nemendakerfis Persónuvernd hefur gert Kópavogsbæ að greiða fjögurra milljóna króna stjórnvaldssekt vegna notkunar bæjarins á nemendakerfinu Seesaw. Reykjavíkurborg var gert að greiða fimm milljónakróna sekt vegna notkunar sama kerfis í fyrra. 12. maí 2023 13:32