Fasteignaskattur í Reykjavík fer með himinskautum Pétur Kristjánsson skrifar 15. apríl 2024 11:00 Eftir enn eina stökkbreytinguna á fasteignagjöldum Reykjavíkurborgar aflaði ég mér upplýsinga um þróun fasteignaskatts og fasteignamats á húseign minni að Skógarseli 25 og bar saman við þróun verðlags. Ég setti þetta upp í excel-skjal svo skoða mætti þetta skilmerkilega síðastliðin 14 ár. Það sem mig grunaði kom í ljós, að fasteignagjöld Reykjavíkurborgar höfðu hækkað langt umfram verðlag. Gögnin fékk ég í gagnasafni Reykjavíkurborgar (Mínar síður) en upplýsingar um verðlagsbreytingar sótti ég til Hagstofunnar. Ég miða stöðu verðlags við desembermánuð næst á undan álagsári, þ.e. verðlagsvísitala desembers 2010 fyrir gjaldálagningu 2011 og svo koll af kolli. Hér er aðeins fjallað um fasteignaskatt og fasteignamat en ekki fjallað önnur gjöld eins og t.d. sorphirðugjald þó fullt tilefni væri til þess. Hækkanir á fasteignagjöldum í Reykjavík að undanförnu eru miklar og bera vitni um okur og/eða stjórnleysi nema hvort tveggja sé. Hver er skýringin á því að fasteignaskattur hefur hækkað margfalt meira en verðlag? Það er einkum tvennt, meingölluð lagasetning og svo álagning sveitarfélagsins. Samkvæmt lögum ber Mannvirkjunarstofnun að reikna út fasteignamat mannvirkja og skal stofnunin miða við markaðsverð fasteigna í febrúar ár hvert. Það er í sjálfu sér ekkert athugavert við að stofnunin meti verð á fasteignum í samræmi við markaðsverð þeirra. Hins vegar er það fullkomlega galið að nota markaðsverð fasteigna sem stofn að fasteignaskatti. Þeir stjórnmálamenn sem heimiluðu sveitarfélögum að miða fasteignaskatt við fasteignamat fá falleinkunn. Tekjur af fasteignaskatti koma markaðsverði húseigna ekkert við, því þessar tekjur eru notaðar í venjulegan rekstur í sveitarfélaginu. Sá rekstarkostnaður er frekar bundinn almennu verðlagi og ætti því alls ekki að breytast umfram breytingar þess. Það gengur einfaldlega ekki að miða þennan tekjustofn sveitafélaganna við húsnæðisverð, vöruflokkur sem sveiflast mikið, aðallega upp á við, og er háður framboði og eftirspurn. Framboð húsnæðis stjórnast að verulegu leyti af framboði af byggingarlandi sem er jú stjórnað af sveitarfélögunum sjálfum. Hér er kannski komin skýringin á skorti á byggingarlóðum á höfuðborgarsvæðinu. Skortur á húsnæði leiðir til hækkunar íbúðaverðs og um leið hækkunar á fasteignaskatti, fyrirhafnarlaust fyrir sveitarfélagið. Álagning sveitarfélaga á fasteignaskatti má vera allt að 0,5% af fasteignamati. Þar sem fasteignamat er hlutfallslega lágt úti á landi er væntanlega gert ráð fyrir að sveitarfélög þar noti háa álagningarprósentu eða nálægt hálfa prósentinu. Í Reykjavík, þar sem fasteignamat er hæst, er innheimt 0,18 % af fasteignamati. Sveitarfélögum er í lófa lagið að breyta álagningarhlutfallinu í takt við stöðu fasteignamats, svo lengi sem þau halda sig innan hálfa prósentsins. Þó fasteignarskattur hafi hækkað um rúm 20% milli áranna 2023 og 2024, í verðbólgu sem mældist 5,9% miðað við byggingarvísitölu en 7,9% sé miðað við neysluverðsvísitölu, halda borgaryfirvöld því fram að þau hafi ekki hækkað skattinn. Hann er hinn sami 0,18 %. Þetta er blekking því húsnæðisverð (fasteignamat) hefur hækkað um 20% en almennt verðlag aðeins á bilinu 5,9% til 7,9%. Það er kannski ekki óeðlilegt að sveitarfélögum sé heimilt að verðtryggja tekjustofna sína en það verður að taka mið af þeim rekstrarkostnaði sem tekjurnar eru notaðar í. Byggingarvísitala er reiknuð út frá fjölmörgum kostnaðarliðum sem tengjast framkvæmdum ýmiss konar og því raunhæft að nota hana til þess að verðtryggja þessa tekjustofna. Enn betra gæti verið að nota meðaltalsbreytingar á byggingar- og neysluverðsvísitölu til verðtrygginga. 'Tillaga til nauðsynlegra breytinga á ákvörðun fasteignaskatts.' Ég legg til að álagningu fasteignaskatts verði breytt og viðeigandi lagabreytingar gerðar. Til hliðsjónar verði höfð álagning vatns- og fráveitugjalds smkv. lögum nr. 32/ 2004 og 9/2009. Í stað þess að nota hlutfall af fasteignamati verði notað gjald per fermetra húseignar. Heimilt verði að binda gjaldið meðaltalsbreytingu byggingarvísitölu eins og gert er varðandi vatns- og fráveitugjaldið (hægt væri að útfæra fermetragjaldið t.d. með blöndu af mismunandi húsnæðis- og lóðarfermetragjaldi). Hefði fasteignaskatturinn verið verðtryggður með þessum hætti fyrir húseignina Skógarsel 25 Rvk árið 2011 og hingað til væri fasteignaskattur eignarinnar fyrir árið 2024 kr. 159.000 en ekki kr. 234.630 sem hann er. Vilji sveitarfélag auka tekjur sínar af fasteignaskatti þyrfti það einfaldlega auka framboðið af byggingarlóðum. Allar upphæðir hér eru af gjaldlagningu eigins húsnæðis fengnar úr skjalasafni Reykjavíkurborgar. Tölur um verðlagsbreytingar eru fengnar úr skjalasafni Hagstofunnar. Frá árinu 2011 til ársins 2024 hefur fasteignamat hækkað um 230% það hefur 3,3 faldast! Fasteignaskattur hefur hækkað um 165 % á meðan byggingarvísitala hefur hækkað um 85 % og neysluverðsvísitala aðeins um 65%!!! Höfundur er rekstrartæknifræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Reykjavík Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Eftir enn eina stökkbreytinguna á fasteignagjöldum Reykjavíkurborgar aflaði ég mér upplýsinga um þróun fasteignaskatts og fasteignamats á húseign minni að Skógarseli 25 og bar saman við þróun verðlags. Ég setti þetta upp í excel-skjal svo skoða mætti þetta skilmerkilega síðastliðin 14 ár. Það sem mig grunaði kom í ljós, að fasteignagjöld Reykjavíkurborgar höfðu hækkað langt umfram verðlag. Gögnin fékk ég í gagnasafni Reykjavíkurborgar (Mínar síður) en upplýsingar um verðlagsbreytingar sótti ég til Hagstofunnar. Ég miða stöðu verðlags við desembermánuð næst á undan álagsári, þ.e. verðlagsvísitala desembers 2010 fyrir gjaldálagningu 2011 og svo koll af kolli. Hér er aðeins fjallað um fasteignaskatt og fasteignamat en ekki fjallað önnur gjöld eins og t.d. sorphirðugjald þó fullt tilefni væri til þess. Hækkanir á fasteignagjöldum í Reykjavík að undanförnu eru miklar og bera vitni um okur og/eða stjórnleysi nema hvort tveggja sé. Hver er skýringin á því að fasteignaskattur hefur hækkað margfalt meira en verðlag? Það er einkum tvennt, meingölluð lagasetning og svo álagning sveitarfélagsins. Samkvæmt lögum ber Mannvirkjunarstofnun að reikna út fasteignamat mannvirkja og skal stofnunin miða við markaðsverð fasteigna í febrúar ár hvert. Það er í sjálfu sér ekkert athugavert við að stofnunin meti verð á fasteignum í samræmi við markaðsverð þeirra. Hins vegar er það fullkomlega galið að nota markaðsverð fasteigna sem stofn að fasteignaskatti. Þeir stjórnmálamenn sem heimiluðu sveitarfélögum að miða fasteignaskatt við fasteignamat fá falleinkunn. Tekjur af fasteignaskatti koma markaðsverði húseigna ekkert við, því þessar tekjur eru notaðar í venjulegan rekstur í sveitarfélaginu. Sá rekstarkostnaður er frekar bundinn almennu verðlagi og ætti því alls ekki að breytast umfram breytingar þess. Það gengur einfaldlega ekki að miða þennan tekjustofn sveitafélaganna við húsnæðisverð, vöruflokkur sem sveiflast mikið, aðallega upp á við, og er háður framboði og eftirspurn. Framboð húsnæðis stjórnast að verulegu leyti af framboði af byggingarlandi sem er jú stjórnað af sveitarfélögunum sjálfum. Hér er kannski komin skýringin á skorti á byggingarlóðum á höfuðborgarsvæðinu. Skortur á húsnæði leiðir til hækkunar íbúðaverðs og um leið hækkunar á fasteignaskatti, fyrirhafnarlaust fyrir sveitarfélagið. Álagning sveitarfélaga á fasteignaskatti má vera allt að 0,5% af fasteignamati. Þar sem fasteignamat er hlutfallslega lágt úti á landi er væntanlega gert ráð fyrir að sveitarfélög þar noti háa álagningarprósentu eða nálægt hálfa prósentinu. Í Reykjavík, þar sem fasteignamat er hæst, er innheimt 0,18 % af fasteignamati. Sveitarfélögum er í lófa lagið að breyta álagningarhlutfallinu í takt við stöðu fasteignamats, svo lengi sem þau halda sig innan hálfa prósentsins. Þó fasteignarskattur hafi hækkað um rúm 20% milli áranna 2023 og 2024, í verðbólgu sem mældist 5,9% miðað við byggingarvísitölu en 7,9% sé miðað við neysluverðsvísitölu, halda borgaryfirvöld því fram að þau hafi ekki hækkað skattinn. Hann er hinn sami 0,18 %. Þetta er blekking því húsnæðisverð (fasteignamat) hefur hækkað um 20% en almennt verðlag aðeins á bilinu 5,9% til 7,9%. Það er kannski ekki óeðlilegt að sveitarfélögum sé heimilt að verðtryggja tekjustofna sína en það verður að taka mið af þeim rekstrarkostnaði sem tekjurnar eru notaðar í. Byggingarvísitala er reiknuð út frá fjölmörgum kostnaðarliðum sem tengjast framkvæmdum ýmiss konar og því raunhæft að nota hana til þess að verðtryggja þessa tekjustofna. Enn betra gæti verið að nota meðaltalsbreytingar á byggingar- og neysluverðsvísitölu til verðtrygginga. 'Tillaga til nauðsynlegra breytinga á ákvörðun fasteignaskatts.' Ég legg til að álagningu fasteignaskatts verði breytt og viðeigandi lagabreytingar gerðar. Til hliðsjónar verði höfð álagning vatns- og fráveitugjalds smkv. lögum nr. 32/ 2004 og 9/2009. Í stað þess að nota hlutfall af fasteignamati verði notað gjald per fermetra húseignar. Heimilt verði að binda gjaldið meðaltalsbreytingu byggingarvísitölu eins og gert er varðandi vatns- og fráveitugjaldið (hægt væri að útfæra fermetragjaldið t.d. með blöndu af mismunandi húsnæðis- og lóðarfermetragjaldi). Hefði fasteignaskatturinn verið verðtryggður með þessum hætti fyrir húseignina Skógarsel 25 Rvk árið 2011 og hingað til væri fasteignaskattur eignarinnar fyrir árið 2024 kr. 159.000 en ekki kr. 234.630 sem hann er. Vilji sveitarfélag auka tekjur sínar af fasteignaskatti þyrfti það einfaldlega auka framboðið af byggingarlóðum. Allar upphæðir hér eru af gjaldlagningu eigins húsnæðis fengnar úr skjalasafni Reykjavíkurborgar. Tölur um verðlagsbreytingar eru fengnar úr skjalasafni Hagstofunnar. Frá árinu 2011 til ársins 2024 hefur fasteignamat hækkað um 230% það hefur 3,3 faldast! Fasteignaskattur hefur hækkað um 165 % á meðan byggingarvísitala hefur hækkað um 85 % og neysluverðsvísitala aðeins um 65%!!! Höfundur er rekstrartæknifræðingur á eftirlaunum.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun