Fasteignaskattur í Reykjavík fer með himinskautum Pétur Kristjánsson skrifar 15. apríl 2024 11:00 Eftir enn eina stökkbreytinguna á fasteignagjöldum Reykjavíkurborgar aflaði ég mér upplýsinga um þróun fasteignaskatts og fasteignamats á húseign minni að Skógarseli 25 og bar saman við þróun verðlags. Ég setti þetta upp í excel-skjal svo skoða mætti þetta skilmerkilega síðastliðin 14 ár. Það sem mig grunaði kom í ljós, að fasteignagjöld Reykjavíkurborgar höfðu hækkað langt umfram verðlag. Gögnin fékk ég í gagnasafni Reykjavíkurborgar (Mínar síður) en upplýsingar um verðlagsbreytingar sótti ég til Hagstofunnar. Ég miða stöðu verðlags við desembermánuð næst á undan álagsári, þ.e. verðlagsvísitala desembers 2010 fyrir gjaldálagningu 2011 og svo koll af kolli. Hér er aðeins fjallað um fasteignaskatt og fasteignamat en ekki fjallað önnur gjöld eins og t.d. sorphirðugjald þó fullt tilefni væri til þess. Hækkanir á fasteignagjöldum í Reykjavík að undanförnu eru miklar og bera vitni um okur og/eða stjórnleysi nema hvort tveggja sé. Hver er skýringin á því að fasteignaskattur hefur hækkað margfalt meira en verðlag? Það er einkum tvennt, meingölluð lagasetning og svo álagning sveitarfélagsins. Samkvæmt lögum ber Mannvirkjunarstofnun að reikna út fasteignamat mannvirkja og skal stofnunin miða við markaðsverð fasteigna í febrúar ár hvert. Það er í sjálfu sér ekkert athugavert við að stofnunin meti verð á fasteignum í samræmi við markaðsverð þeirra. Hins vegar er það fullkomlega galið að nota markaðsverð fasteigna sem stofn að fasteignaskatti. Þeir stjórnmálamenn sem heimiluðu sveitarfélögum að miða fasteignaskatt við fasteignamat fá falleinkunn. Tekjur af fasteignaskatti koma markaðsverði húseigna ekkert við, því þessar tekjur eru notaðar í venjulegan rekstur í sveitarfélaginu. Sá rekstarkostnaður er frekar bundinn almennu verðlagi og ætti því alls ekki að breytast umfram breytingar þess. Það gengur einfaldlega ekki að miða þennan tekjustofn sveitafélaganna við húsnæðisverð, vöruflokkur sem sveiflast mikið, aðallega upp á við, og er háður framboði og eftirspurn. Framboð húsnæðis stjórnast að verulegu leyti af framboði af byggingarlandi sem er jú stjórnað af sveitarfélögunum sjálfum. Hér er kannski komin skýringin á skorti á byggingarlóðum á höfuðborgarsvæðinu. Skortur á húsnæði leiðir til hækkunar íbúðaverðs og um leið hækkunar á fasteignaskatti, fyrirhafnarlaust fyrir sveitarfélagið. Álagning sveitarfélaga á fasteignaskatti má vera allt að 0,5% af fasteignamati. Þar sem fasteignamat er hlutfallslega lágt úti á landi er væntanlega gert ráð fyrir að sveitarfélög þar noti háa álagningarprósentu eða nálægt hálfa prósentinu. Í Reykjavík, þar sem fasteignamat er hæst, er innheimt 0,18 % af fasteignamati. Sveitarfélögum er í lófa lagið að breyta álagningarhlutfallinu í takt við stöðu fasteignamats, svo lengi sem þau halda sig innan hálfa prósentsins. Þó fasteignarskattur hafi hækkað um rúm 20% milli áranna 2023 og 2024, í verðbólgu sem mældist 5,9% miðað við byggingarvísitölu en 7,9% sé miðað við neysluverðsvísitölu, halda borgaryfirvöld því fram að þau hafi ekki hækkað skattinn. Hann er hinn sami 0,18 %. Þetta er blekking því húsnæðisverð (fasteignamat) hefur hækkað um 20% en almennt verðlag aðeins á bilinu 5,9% til 7,9%. Það er kannski ekki óeðlilegt að sveitarfélögum sé heimilt að verðtryggja tekjustofna sína en það verður að taka mið af þeim rekstrarkostnaði sem tekjurnar eru notaðar í. Byggingarvísitala er reiknuð út frá fjölmörgum kostnaðarliðum sem tengjast framkvæmdum ýmiss konar og því raunhæft að nota hana til þess að verðtryggja þessa tekjustofna. Enn betra gæti verið að nota meðaltalsbreytingar á byggingar- og neysluverðsvísitölu til verðtrygginga. 'Tillaga til nauðsynlegra breytinga á ákvörðun fasteignaskatts.' Ég legg til að álagningu fasteignaskatts verði breytt og viðeigandi lagabreytingar gerðar. Til hliðsjónar verði höfð álagning vatns- og fráveitugjalds smkv. lögum nr. 32/ 2004 og 9/2009. Í stað þess að nota hlutfall af fasteignamati verði notað gjald per fermetra húseignar. Heimilt verði að binda gjaldið meðaltalsbreytingu byggingarvísitölu eins og gert er varðandi vatns- og fráveitugjaldið (hægt væri að útfæra fermetragjaldið t.d. með blöndu af mismunandi húsnæðis- og lóðarfermetragjaldi). Hefði fasteignaskatturinn verið verðtryggður með þessum hætti fyrir húseignina Skógarsel 25 Rvk árið 2011 og hingað til væri fasteignaskattur eignarinnar fyrir árið 2024 kr. 159.000 en ekki kr. 234.630 sem hann er. Vilji sveitarfélag auka tekjur sínar af fasteignaskatti þyrfti það einfaldlega auka framboðið af byggingarlóðum. Allar upphæðir hér eru af gjaldlagningu eigins húsnæðis fengnar úr skjalasafni Reykjavíkurborgar. Tölur um verðlagsbreytingar eru fengnar úr skjalasafni Hagstofunnar. Frá árinu 2011 til ársins 2024 hefur fasteignamat hækkað um 230% það hefur 3,3 faldast! Fasteignaskattur hefur hækkað um 165 % á meðan byggingarvísitala hefur hækkað um 85 % og neysluverðsvísitala aðeins um 65%!!! Höfundur er rekstrartæknifræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Reykjavík Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Eftir enn eina stökkbreytinguna á fasteignagjöldum Reykjavíkurborgar aflaði ég mér upplýsinga um þróun fasteignaskatts og fasteignamats á húseign minni að Skógarseli 25 og bar saman við þróun verðlags. Ég setti þetta upp í excel-skjal svo skoða mætti þetta skilmerkilega síðastliðin 14 ár. Það sem mig grunaði kom í ljós, að fasteignagjöld Reykjavíkurborgar höfðu hækkað langt umfram verðlag. Gögnin fékk ég í gagnasafni Reykjavíkurborgar (Mínar síður) en upplýsingar um verðlagsbreytingar sótti ég til Hagstofunnar. Ég miða stöðu verðlags við desembermánuð næst á undan álagsári, þ.e. verðlagsvísitala desembers 2010 fyrir gjaldálagningu 2011 og svo koll af kolli. Hér er aðeins fjallað um fasteignaskatt og fasteignamat en ekki fjallað önnur gjöld eins og t.d. sorphirðugjald þó fullt tilefni væri til þess. Hækkanir á fasteignagjöldum í Reykjavík að undanförnu eru miklar og bera vitni um okur og/eða stjórnleysi nema hvort tveggja sé. Hver er skýringin á því að fasteignaskattur hefur hækkað margfalt meira en verðlag? Það er einkum tvennt, meingölluð lagasetning og svo álagning sveitarfélagsins. Samkvæmt lögum ber Mannvirkjunarstofnun að reikna út fasteignamat mannvirkja og skal stofnunin miða við markaðsverð fasteigna í febrúar ár hvert. Það er í sjálfu sér ekkert athugavert við að stofnunin meti verð á fasteignum í samræmi við markaðsverð þeirra. Hins vegar er það fullkomlega galið að nota markaðsverð fasteigna sem stofn að fasteignaskatti. Þeir stjórnmálamenn sem heimiluðu sveitarfélögum að miða fasteignaskatt við fasteignamat fá falleinkunn. Tekjur af fasteignaskatti koma markaðsverði húseigna ekkert við, því þessar tekjur eru notaðar í venjulegan rekstur í sveitarfélaginu. Sá rekstarkostnaður er frekar bundinn almennu verðlagi og ætti því alls ekki að breytast umfram breytingar þess. Það gengur einfaldlega ekki að miða þennan tekjustofn sveitafélaganna við húsnæðisverð, vöruflokkur sem sveiflast mikið, aðallega upp á við, og er háður framboði og eftirspurn. Framboð húsnæðis stjórnast að verulegu leyti af framboði af byggingarlandi sem er jú stjórnað af sveitarfélögunum sjálfum. Hér er kannski komin skýringin á skorti á byggingarlóðum á höfuðborgarsvæðinu. Skortur á húsnæði leiðir til hækkunar íbúðaverðs og um leið hækkunar á fasteignaskatti, fyrirhafnarlaust fyrir sveitarfélagið. Álagning sveitarfélaga á fasteignaskatti má vera allt að 0,5% af fasteignamati. Þar sem fasteignamat er hlutfallslega lágt úti á landi er væntanlega gert ráð fyrir að sveitarfélög þar noti háa álagningarprósentu eða nálægt hálfa prósentinu. Í Reykjavík, þar sem fasteignamat er hæst, er innheimt 0,18 % af fasteignamati. Sveitarfélögum er í lófa lagið að breyta álagningarhlutfallinu í takt við stöðu fasteignamats, svo lengi sem þau halda sig innan hálfa prósentsins. Þó fasteignarskattur hafi hækkað um rúm 20% milli áranna 2023 og 2024, í verðbólgu sem mældist 5,9% miðað við byggingarvísitölu en 7,9% sé miðað við neysluverðsvísitölu, halda borgaryfirvöld því fram að þau hafi ekki hækkað skattinn. Hann er hinn sami 0,18 %. Þetta er blekking því húsnæðisverð (fasteignamat) hefur hækkað um 20% en almennt verðlag aðeins á bilinu 5,9% til 7,9%. Það er kannski ekki óeðlilegt að sveitarfélögum sé heimilt að verðtryggja tekjustofna sína en það verður að taka mið af þeim rekstrarkostnaði sem tekjurnar eru notaðar í. Byggingarvísitala er reiknuð út frá fjölmörgum kostnaðarliðum sem tengjast framkvæmdum ýmiss konar og því raunhæft að nota hana til þess að verðtryggja þessa tekjustofna. Enn betra gæti verið að nota meðaltalsbreytingar á byggingar- og neysluverðsvísitölu til verðtrygginga. 'Tillaga til nauðsynlegra breytinga á ákvörðun fasteignaskatts.' Ég legg til að álagningu fasteignaskatts verði breytt og viðeigandi lagabreytingar gerðar. Til hliðsjónar verði höfð álagning vatns- og fráveitugjalds smkv. lögum nr. 32/ 2004 og 9/2009. Í stað þess að nota hlutfall af fasteignamati verði notað gjald per fermetra húseignar. Heimilt verði að binda gjaldið meðaltalsbreytingu byggingarvísitölu eins og gert er varðandi vatns- og fráveitugjaldið (hægt væri að útfæra fermetragjaldið t.d. með blöndu af mismunandi húsnæðis- og lóðarfermetragjaldi). Hefði fasteignaskatturinn verið verðtryggður með þessum hætti fyrir húseignina Skógarsel 25 Rvk árið 2011 og hingað til væri fasteignaskattur eignarinnar fyrir árið 2024 kr. 159.000 en ekki kr. 234.630 sem hann er. Vilji sveitarfélag auka tekjur sínar af fasteignaskatti þyrfti það einfaldlega auka framboðið af byggingarlóðum. Allar upphæðir hér eru af gjaldlagningu eigins húsnæðis fengnar úr skjalasafni Reykjavíkurborgar. Tölur um verðlagsbreytingar eru fengnar úr skjalasafni Hagstofunnar. Frá árinu 2011 til ársins 2024 hefur fasteignamat hækkað um 230% það hefur 3,3 faldast! Fasteignaskattur hefur hækkað um 165 % á meðan byggingarvísitala hefur hækkað um 85 % og neysluverðsvísitala aðeins um 65%!!! Höfundur er rekstrartæknifræðingur á eftirlaunum.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun