Umfang árásarinnar kom á óvart Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. apríl 2024 19:46 Albert ræddi árásina í kvöldfréttum. Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir að umfang árásar Írana á Ísrael sem gerð var í gær komi honum á óvart. Árásin sem slík hafi þó ekki komið á óvart. Albert segir ljóst að Ísraelsmenn muni bregðast við en telur litlar líkur á því að allsherjarstríð brjótist út. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eins og fram hefur komið gerðu Íranar umfangsmikla árás á Ísrael í gær. Þeir notuðust við rúmlega tvö hundruð sjálfsprengidróna, rúmlega þrjátíu stýriflaugar og rúmlega 120 eldflaugar. Ísraelsmönnum tókst að skjóta niður megnið. Meira en skilaboð „Íranar voru búnir að gefa það í skyn að þetta væri það sem allir biðu eftir, að þetta væri hugsað sem skilaboð og yrði takmörkuð aðgerð og bara einu sinni og allt það. En svo kemur í ljós að þetta er stórfelld árás,“ segir Albert. „Svo minnir þetta auðvitað Ísraelsmenn væntanlega á, grunsemdirnar um að Íranar séu að undirbúa að smíða kjarnavopn þannig að í stað þess að vera skilaboðarárás ef svo má að orði komast þá er þetta stórfelld árás sem undirstrikar væntanlega og örugglega í augum ísraelskra ráðamanna að Íran er til lengri og skemmri tíma umtalsverð og veruleg ógn við Ísrael.“ Litlar líkur á allsherjarstríði Albert segist telja að Ísrael muni bregðast við árásinni með hernaðarlegum hætti. Það sé hinsvegar ekki auðvelt að taka ákvörðun um slíkt og margt sem togist þar á. „Þetta er ekki auðveld ákvörðun, það togast ábyggilega á hin óumdeilda skylda stjórnvaldsins að tryggja öryggi lands og þjóðar og hinsvegar auðvitað þrýstingur bandamanna, hagsmunir bandamanna og einnig að forðast stjórnlausa stigmögnun og það er allt sem bendir til að hvorki Íranar né Ísraelsmenn vilji stjórnlausa stigmögnun. En þeir munu bregðast við að mínu mati með einhverjum hernaðarlegum hætti.“ Er möguleiki á allsherjar stríði? „Þetta er vissulega eldfimt svæði en ég held að möguleikarnir á allsherjarstríði þarna séu samt tiltölulega takmarkaðir, fyrst og fremst, auðvitað eru margar ástæður, en fyrst og fremst kannski sú ástæða að Ísraelsmenn hafa gríðarlega hernaðarlega yfirburði yfir Írana og aðra aðila á svæðinu.“ Umfangið óvænt „Það kom mönnum á óvart hvað þetta er umfangsmikil árás og hvað það eru notuð fjölbreytt vopn, drónar, stýriflaugar og eldflaugar eins og ég nefndi. Þær koma úr mismunandi áttum.“ Albert segir Ísraelsmenn hafa yfir að ráða gríðarlega öflugum loftvörnum. Þeir hafi einnig notið stuðnings herþotna Breta, Bandaríkjamanna og Frakka sem voru á svæðinu. „En árásin eins og ég sagði undirstrikar í augum Ísraelsmanna hvað Íranar geta gert. Þeir eiga þessar eldflaugar í miklu magni og þeir eru að þróa kjarnavopn, rökstuddur grunur þannig að Ísraelsmenn munu bregðast við.“ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eins og fram hefur komið gerðu Íranar umfangsmikla árás á Ísrael í gær. Þeir notuðust við rúmlega tvö hundruð sjálfsprengidróna, rúmlega þrjátíu stýriflaugar og rúmlega 120 eldflaugar. Ísraelsmönnum tókst að skjóta niður megnið. Meira en skilaboð „Íranar voru búnir að gefa það í skyn að þetta væri það sem allir biðu eftir, að þetta væri hugsað sem skilaboð og yrði takmörkuð aðgerð og bara einu sinni og allt það. En svo kemur í ljós að þetta er stórfelld árás,“ segir Albert. „Svo minnir þetta auðvitað Ísraelsmenn væntanlega á, grunsemdirnar um að Íranar séu að undirbúa að smíða kjarnavopn þannig að í stað þess að vera skilaboðarárás ef svo má að orði komast þá er þetta stórfelld árás sem undirstrikar væntanlega og örugglega í augum ísraelskra ráðamanna að Íran er til lengri og skemmri tíma umtalsverð og veruleg ógn við Ísrael.“ Litlar líkur á allsherjarstríði Albert segist telja að Ísrael muni bregðast við árásinni með hernaðarlegum hætti. Það sé hinsvegar ekki auðvelt að taka ákvörðun um slíkt og margt sem togist þar á. „Þetta er ekki auðveld ákvörðun, það togast ábyggilega á hin óumdeilda skylda stjórnvaldsins að tryggja öryggi lands og þjóðar og hinsvegar auðvitað þrýstingur bandamanna, hagsmunir bandamanna og einnig að forðast stjórnlausa stigmögnun og það er allt sem bendir til að hvorki Íranar né Ísraelsmenn vilji stjórnlausa stigmögnun. En þeir munu bregðast við að mínu mati með einhverjum hernaðarlegum hætti.“ Er möguleiki á allsherjar stríði? „Þetta er vissulega eldfimt svæði en ég held að möguleikarnir á allsherjarstríði þarna séu samt tiltölulega takmarkaðir, fyrst og fremst, auðvitað eru margar ástæður, en fyrst og fremst kannski sú ástæða að Ísraelsmenn hafa gríðarlega hernaðarlega yfirburði yfir Írana og aðra aðila á svæðinu.“ Umfangið óvænt „Það kom mönnum á óvart hvað þetta er umfangsmikil árás og hvað það eru notuð fjölbreytt vopn, drónar, stýriflaugar og eldflaugar eins og ég nefndi. Þær koma úr mismunandi áttum.“ Albert segir Ísraelsmenn hafa yfir að ráða gríðarlega öflugum loftvörnum. Þeir hafi einnig notið stuðnings herþotna Breta, Bandaríkjamanna og Frakka sem voru á svæðinu. „En árásin eins og ég sagði undirstrikar í augum Ísraelsmanna hvað Íranar geta gert. Þeir eiga þessar eldflaugar í miklu magni og þeir eru að þróa kjarnavopn, rökstuddur grunur þannig að Ísraelsmenn munu bregðast við.“
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira