Hvers vegna er mikilvægt að finna kolefnisspor á innkaupum fyrirtækja? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 12. apríl 2024 12:01 Að henda reiður á kolefnisspor fyrirtækja hefur verið mikil vinna og oft vaxið stjórnendum í augum. Kostnaðurinn við greiningar á kolenfnisspori innkaupa er mikill og sérstaklega þegar það þarf að tengja hvern birgja sem verslað er af við einhver kerfi, útvista vinnunni eða handvirkt reikna út hvert kolefnisspor innkaupanna með misjafnlega nákvæmum hætti. Samanburður milli ára verður því oft ónákvæmur og gríðarlega kostnaðarsamur. Að finna og minnka kolefnisspor fyrirtækja er engu að síður orðið einn af lykilþáttum í baráttunni við loftslagsbreytingar. Á Íslandi, þar sem umhverfisvernd og sjálfbærni eru djúpt rótgróin í samfélaginu, er mikilvægi þess að skilja og stjórna kolefnisspori fyrirtækja gríðarlega mikið. Flest öll fyrirtæki vilja standa sig vel og við viljum jafnframt sinna þessum málum vel en það er svo ofur skiljanlegt að staldra við þessi mál þegar þau eru kostnaðarsöm og flókin. Ísland hefur verið framarlega í þessu grænasta maraþoni í heimi með okkar hreinu orku og við viljum halda áfram að vera í fremstu röð í þessum málum. Lækkun á losun gróðurhúsalofttegunda Með því að greina og stýra kolefnisspori innkaupa geta fyrirtæki beint stefnu sinni að því að velja vörur og þjónustu sem valda minni mengun. Þar skiptir miklu máli að geta greint vel það sem stundum er kallað umfang 3 því þar er um að ræða innkaup sem hægt er að stýra með ábyrgð á sjálfbærnimálum í huga. Þetta eru auðvitað mikilvægustu rökin og við viljum öll búa þannig um hnútana að börnin okkar geti notið þess að búa á jörðinni eins og fyrri kynslóðir hafa. Betri ímynd og samkeppnisforskot Neytendur, bæði á Íslandi og um allan heim, eru sífellt meðvitaðri um umhverfisáhrif kaupa sinna. Fyrirtæki sem taka ábyrgð á sínu kolefnisspori og skuldbinda sig til þess að vera sjálfbær hafa betri ímynd og geta skapað sér samkeppnisforskot. Lög og reglugerðir Á Íslandi, eins og í mörgum öðrum löndum, eru stjórnvöld að setja strangari reglur um umhverfisáhrif fyrirtækja. Að vera framúrskarandi í að greina og lækka kolefnisspor sitt getur hjálpað fyrirtækjum að hlíta slíkum reglugerðum og forðast mögulegar sektir. Að fylgjast með kolefnisspori innkaupa þíns fyrirtækis er því svolítið eins og að hlaupa maraþon fyrir móður jörð - það er bæði áskorun en ávinningurinn er mikill. Með því að vera framúrskarandi í grænum aðgerðum getur þitt fyrirtæki ekki aðeins hjálpað til við að búa til heilbrigða samfélag, heldur einnig staðið upp úr í hópi og náð athygli neytenda sem vilja gera rétt. Og hver veit? Kannski endar þitt fyrirtæki á því að spara sér mikla fjármuni þegar ný lög um þessi mál taka gildi því að þið spiluðuð rétt úr spilunum í dag. Höfundur er forstöðuman gæða-og innkaupalausna Origo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Að henda reiður á kolefnisspor fyrirtækja hefur verið mikil vinna og oft vaxið stjórnendum í augum. Kostnaðurinn við greiningar á kolenfnisspori innkaupa er mikill og sérstaklega þegar það þarf að tengja hvern birgja sem verslað er af við einhver kerfi, útvista vinnunni eða handvirkt reikna út hvert kolefnisspor innkaupanna með misjafnlega nákvæmum hætti. Samanburður milli ára verður því oft ónákvæmur og gríðarlega kostnaðarsamur. Að finna og minnka kolefnisspor fyrirtækja er engu að síður orðið einn af lykilþáttum í baráttunni við loftslagsbreytingar. Á Íslandi, þar sem umhverfisvernd og sjálfbærni eru djúpt rótgróin í samfélaginu, er mikilvægi þess að skilja og stjórna kolefnisspori fyrirtækja gríðarlega mikið. Flest öll fyrirtæki vilja standa sig vel og við viljum jafnframt sinna þessum málum vel en það er svo ofur skiljanlegt að staldra við þessi mál þegar þau eru kostnaðarsöm og flókin. Ísland hefur verið framarlega í þessu grænasta maraþoni í heimi með okkar hreinu orku og við viljum halda áfram að vera í fremstu röð í þessum málum. Lækkun á losun gróðurhúsalofttegunda Með því að greina og stýra kolefnisspori innkaupa geta fyrirtæki beint stefnu sinni að því að velja vörur og þjónustu sem valda minni mengun. Þar skiptir miklu máli að geta greint vel það sem stundum er kallað umfang 3 því þar er um að ræða innkaup sem hægt er að stýra með ábyrgð á sjálfbærnimálum í huga. Þetta eru auðvitað mikilvægustu rökin og við viljum öll búa þannig um hnútana að börnin okkar geti notið þess að búa á jörðinni eins og fyrri kynslóðir hafa. Betri ímynd og samkeppnisforskot Neytendur, bæði á Íslandi og um allan heim, eru sífellt meðvitaðri um umhverfisáhrif kaupa sinna. Fyrirtæki sem taka ábyrgð á sínu kolefnisspori og skuldbinda sig til þess að vera sjálfbær hafa betri ímynd og geta skapað sér samkeppnisforskot. Lög og reglugerðir Á Íslandi, eins og í mörgum öðrum löndum, eru stjórnvöld að setja strangari reglur um umhverfisáhrif fyrirtækja. Að vera framúrskarandi í að greina og lækka kolefnisspor sitt getur hjálpað fyrirtækjum að hlíta slíkum reglugerðum og forðast mögulegar sektir. Að fylgjast með kolefnisspori innkaupa þíns fyrirtækis er því svolítið eins og að hlaupa maraþon fyrir móður jörð - það er bæði áskorun en ávinningurinn er mikill. Með því að vera framúrskarandi í grænum aðgerðum getur þitt fyrirtæki ekki aðeins hjálpað til við að búa til heilbrigða samfélag, heldur einnig staðið upp úr í hópi og náð athygli neytenda sem vilja gera rétt. Og hver veit? Kannski endar þitt fyrirtæki á því að spara sér mikla fjármuni þegar ný lög um þessi mál taka gildi því að þið spiluðuð rétt úr spilunum í dag. Höfundur er forstöðuman gæða-og innkaupalausna Origo.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun