Hvers vegna er mikilvægt að finna kolefnisspor á innkaupum fyrirtækja? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 12. apríl 2024 12:01 Að henda reiður á kolefnisspor fyrirtækja hefur verið mikil vinna og oft vaxið stjórnendum í augum. Kostnaðurinn við greiningar á kolenfnisspori innkaupa er mikill og sérstaklega þegar það þarf að tengja hvern birgja sem verslað er af við einhver kerfi, útvista vinnunni eða handvirkt reikna út hvert kolefnisspor innkaupanna með misjafnlega nákvæmum hætti. Samanburður milli ára verður því oft ónákvæmur og gríðarlega kostnaðarsamur. Að finna og minnka kolefnisspor fyrirtækja er engu að síður orðið einn af lykilþáttum í baráttunni við loftslagsbreytingar. Á Íslandi, þar sem umhverfisvernd og sjálfbærni eru djúpt rótgróin í samfélaginu, er mikilvægi þess að skilja og stjórna kolefnisspori fyrirtækja gríðarlega mikið. Flest öll fyrirtæki vilja standa sig vel og við viljum jafnframt sinna þessum málum vel en það er svo ofur skiljanlegt að staldra við þessi mál þegar þau eru kostnaðarsöm og flókin. Ísland hefur verið framarlega í þessu grænasta maraþoni í heimi með okkar hreinu orku og við viljum halda áfram að vera í fremstu röð í þessum málum. Lækkun á losun gróðurhúsalofttegunda Með því að greina og stýra kolefnisspori innkaupa geta fyrirtæki beint stefnu sinni að því að velja vörur og þjónustu sem valda minni mengun. Þar skiptir miklu máli að geta greint vel það sem stundum er kallað umfang 3 því þar er um að ræða innkaup sem hægt er að stýra með ábyrgð á sjálfbærnimálum í huga. Þetta eru auðvitað mikilvægustu rökin og við viljum öll búa þannig um hnútana að börnin okkar geti notið þess að búa á jörðinni eins og fyrri kynslóðir hafa. Betri ímynd og samkeppnisforskot Neytendur, bæði á Íslandi og um allan heim, eru sífellt meðvitaðri um umhverfisáhrif kaupa sinna. Fyrirtæki sem taka ábyrgð á sínu kolefnisspori og skuldbinda sig til þess að vera sjálfbær hafa betri ímynd og geta skapað sér samkeppnisforskot. Lög og reglugerðir Á Íslandi, eins og í mörgum öðrum löndum, eru stjórnvöld að setja strangari reglur um umhverfisáhrif fyrirtækja. Að vera framúrskarandi í að greina og lækka kolefnisspor sitt getur hjálpað fyrirtækjum að hlíta slíkum reglugerðum og forðast mögulegar sektir. Að fylgjast með kolefnisspori innkaupa þíns fyrirtækis er því svolítið eins og að hlaupa maraþon fyrir móður jörð - það er bæði áskorun en ávinningurinn er mikill. Með því að vera framúrskarandi í grænum aðgerðum getur þitt fyrirtæki ekki aðeins hjálpað til við að búa til heilbrigða samfélag, heldur einnig staðið upp úr í hópi og náð athygli neytenda sem vilja gera rétt. Og hver veit? Kannski endar þitt fyrirtæki á því að spara sér mikla fjármuni þegar ný lög um þessi mál taka gildi því að þið spiluðuð rétt úr spilunum í dag. Höfundur er forstöðuman gæða-og innkaupalausna Origo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Að henda reiður á kolefnisspor fyrirtækja hefur verið mikil vinna og oft vaxið stjórnendum í augum. Kostnaðurinn við greiningar á kolenfnisspori innkaupa er mikill og sérstaklega þegar það þarf að tengja hvern birgja sem verslað er af við einhver kerfi, útvista vinnunni eða handvirkt reikna út hvert kolefnisspor innkaupanna með misjafnlega nákvæmum hætti. Samanburður milli ára verður því oft ónákvæmur og gríðarlega kostnaðarsamur. Að finna og minnka kolefnisspor fyrirtækja er engu að síður orðið einn af lykilþáttum í baráttunni við loftslagsbreytingar. Á Íslandi, þar sem umhverfisvernd og sjálfbærni eru djúpt rótgróin í samfélaginu, er mikilvægi þess að skilja og stjórna kolefnisspori fyrirtækja gríðarlega mikið. Flest öll fyrirtæki vilja standa sig vel og við viljum jafnframt sinna þessum málum vel en það er svo ofur skiljanlegt að staldra við þessi mál þegar þau eru kostnaðarsöm og flókin. Ísland hefur verið framarlega í þessu grænasta maraþoni í heimi með okkar hreinu orku og við viljum halda áfram að vera í fremstu röð í þessum málum. Lækkun á losun gróðurhúsalofttegunda Með því að greina og stýra kolefnisspori innkaupa geta fyrirtæki beint stefnu sinni að því að velja vörur og þjónustu sem valda minni mengun. Þar skiptir miklu máli að geta greint vel það sem stundum er kallað umfang 3 því þar er um að ræða innkaup sem hægt er að stýra með ábyrgð á sjálfbærnimálum í huga. Þetta eru auðvitað mikilvægustu rökin og við viljum öll búa þannig um hnútana að börnin okkar geti notið þess að búa á jörðinni eins og fyrri kynslóðir hafa. Betri ímynd og samkeppnisforskot Neytendur, bæði á Íslandi og um allan heim, eru sífellt meðvitaðri um umhverfisáhrif kaupa sinna. Fyrirtæki sem taka ábyrgð á sínu kolefnisspori og skuldbinda sig til þess að vera sjálfbær hafa betri ímynd og geta skapað sér samkeppnisforskot. Lög og reglugerðir Á Íslandi, eins og í mörgum öðrum löndum, eru stjórnvöld að setja strangari reglur um umhverfisáhrif fyrirtækja. Að vera framúrskarandi í að greina og lækka kolefnisspor sitt getur hjálpað fyrirtækjum að hlíta slíkum reglugerðum og forðast mögulegar sektir. Að fylgjast með kolefnisspori innkaupa þíns fyrirtækis er því svolítið eins og að hlaupa maraþon fyrir móður jörð - það er bæði áskorun en ávinningurinn er mikill. Með því að vera framúrskarandi í grænum aðgerðum getur þitt fyrirtæki ekki aðeins hjálpað til við að búa til heilbrigða samfélag, heldur einnig staðið upp úr í hópi og náð athygli neytenda sem vilja gera rétt. Og hver veit? Kannski endar þitt fyrirtæki á því að spara sér mikla fjármuni þegar ný lög um þessi mál taka gildi því að þið spiluðuð rétt úr spilunum í dag. Höfundur er forstöðuman gæða-og innkaupalausna Origo.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar