Trúir þessu einhver? María Rut Kristinsdóttir skrifar 11. apríl 2024 10:30 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er svolítið eins og hljómsveitin sem enginn klappaði upp en mætir samt sem áður aftur á sviðið og tekur enn eitt lagið. En nú undir formerkjunum að þetta sé ríkisstjórn „hins breiða samhengis“ eins og það var orðað í vikunni. Ég veit reyndar ekkert hvað það þýðir. En kannski mun ríkisstjórn „hins breiða samhengis“ sjá sóma sinn í að taka almennilega til í ríkisfjármálunum – svo hægt sé að lækka hér vexti og verðbólgu – sem hlýtur í öllu samhengi að vera forgangsmál okkar allra. Kannski sér hún tækifæri í því að fjárfesta í geðheilbrigði og fjármagna niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu og grípa unga fólkið okkar sem samkvæmt öllum mælingum líður ekki nógu vel. Það er eitthvað sem við ættum öll að hafa verulegar áhyggjur af. Það er verk að vinna Já og svo kannski nær ríkisstjórnin að koma í veg fyrir læknaskortinn sem ógnar öryggi og heilsu landsmanna og nær tökum á öllum þeim ótal biðlistum sem eru út um allt innan heilbrigðiskerfisins. Tryggir raunverulega þjónustu við fólk – en ekki innantómt blaður og stefnur sem settar eru í skúffu. Fjárfestir í vegakerfinu okkar og tryggir orkuöryggi um allt land og snýr jafnvel við þeim óboðlegu orkuskiptum sem eru til að eiga sér stað á Vestfjörðum þar sem raforka er tryggð inn á heimili með varaafli sem gengur fyrir dísilolíu. Svo getur maður auðvitað leyft sér að vona að menntun barnanna okkar verði sett í forgang – svona raunverulega. Ekki bara í orði – heldur á borði. Og kannski… bara kannski tekur hún - með endurnýjuðum utanríkisráðherra - almennilega afstöðu og beitir sér með því að senda afdráttarlausri kröfu um vopnahlé og langtímalausn á hryllilegri stöðu á Gaza. Þar sem þúsundir barna og almennra borgara hafa verið myrt og þjóðarmorð vofir yfir. Það mál snýst ekki um vinstri eða hægri. Það snýst um mennsku og mannréttindi. Við vitum þegar það kemur að mannréttindamálum að íslensk rödd vegur þar þungt. Og svo vona ég heitt og innilega að ríkisstjórnin hlúi að fjölbreytileikanum í samfélaginu okkar og hugsi vel um jaðarsetta hópa – og passi það að skautun í samfélaginu stuðli ekki að því að þeir verði enn jaðarsettari. Allra helst að hún láti það vera að ýta undir hana sjálf. Þar er verk að vinna. Hjartað fullt af efa Já, það væri svo sannarlega algjörlega frábærar fréttir fyrir þjóðina alla ef stólaleikur ríkisstjórnarinnar síðustu daga hefði raunverulega leyst þá ótrúlegu krafta úr læðingi að skyndilega sé ríkisstjórnin svo verkþorsta að hún geti hreinlega ekki beðið eftir að hefjast handa að vinna fyrir almenning í landinu. Og nú eigum við sem sagt að trúa því að þeim takist að leysa stóru ágreiningsmálin sín á einu ári – þegar þeim hefur ekki tekist það á tæpum sjö. Trúir þessu einhver? Hjartað mitt er hið minnsta fullt af efa. Því við höfum lært það á síðustu sjö árum að þú stjórnar ekki landinu með vel skreyttum glærusýningum eða blaðamannafundum – hvað þá misgóðum stólaleikjum eða lyklaskiptum. Við þurfum ákvarðanir og stjórn í landinu – fyrir fólkið okkar sem setið hefur á hakanum. Alltof lengi. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er svolítið eins og hljómsveitin sem enginn klappaði upp en mætir samt sem áður aftur á sviðið og tekur enn eitt lagið. En nú undir formerkjunum að þetta sé ríkisstjórn „hins breiða samhengis“ eins og það var orðað í vikunni. Ég veit reyndar ekkert hvað það þýðir. En kannski mun ríkisstjórn „hins breiða samhengis“ sjá sóma sinn í að taka almennilega til í ríkisfjármálunum – svo hægt sé að lækka hér vexti og verðbólgu – sem hlýtur í öllu samhengi að vera forgangsmál okkar allra. Kannski sér hún tækifæri í því að fjárfesta í geðheilbrigði og fjármagna niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu og grípa unga fólkið okkar sem samkvæmt öllum mælingum líður ekki nógu vel. Það er eitthvað sem við ættum öll að hafa verulegar áhyggjur af. Það er verk að vinna Já og svo kannski nær ríkisstjórnin að koma í veg fyrir læknaskortinn sem ógnar öryggi og heilsu landsmanna og nær tökum á öllum þeim ótal biðlistum sem eru út um allt innan heilbrigðiskerfisins. Tryggir raunverulega þjónustu við fólk – en ekki innantómt blaður og stefnur sem settar eru í skúffu. Fjárfestir í vegakerfinu okkar og tryggir orkuöryggi um allt land og snýr jafnvel við þeim óboðlegu orkuskiptum sem eru til að eiga sér stað á Vestfjörðum þar sem raforka er tryggð inn á heimili með varaafli sem gengur fyrir dísilolíu. Svo getur maður auðvitað leyft sér að vona að menntun barnanna okkar verði sett í forgang – svona raunverulega. Ekki bara í orði – heldur á borði. Og kannski… bara kannski tekur hún - með endurnýjuðum utanríkisráðherra - almennilega afstöðu og beitir sér með því að senda afdráttarlausri kröfu um vopnahlé og langtímalausn á hryllilegri stöðu á Gaza. Þar sem þúsundir barna og almennra borgara hafa verið myrt og þjóðarmorð vofir yfir. Það mál snýst ekki um vinstri eða hægri. Það snýst um mennsku og mannréttindi. Við vitum þegar það kemur að mannréttindamálum að íslensk rödd vegur þar þungt. Og svo vona ég heitt og innilega að ríkisstjórnin hlúi að fjölbreytileikanum í samfélaginu okkar og hugsi vel um jaðarsetta hópa – og passi það að skautun í samfélaginu stuðli ekki að því að þeir verði enn jaðarsettari. Allra helst að hún láti það vera að ýta undir hana sjálf. Þar er verk að vinna. Hjartað fullt af efa Já, það væri svo sannarlega algjörlega frábærar fréttir fyrir þjóðina alla ef stólaleikur ríkisstjórnarinnar síðustu daga hefði raunverulega leyst þá ótrúlegu krafta úr læðingi að skyndilega sé ríkisstjórnin svo verkþorsta að hún geti hreinlega ekki beðið eftir að hefjast handa að vinna fyrir almenning í landinu. Og nú eigum við sem sagt að trúa því að þeim takist að leysa stóru ágreiningsmálin sín á einu ári – þegar þeim hefur ekki tekist það á tæpum sjö. Trúir þessu einhver? Hjartað mitt er hið minnsta fullt af efa. Því við höfum lært það á síðustu sjö árum að þú stjórnar ekki landinu með vel skreyttum glærusýningum eða blaðamannafundum – hvað þá misgóðum stólaleikjum eða lyklaskiptum. Við þurfum ákvarðanir og stjórn í landinu – fyrir fólkið okkar sem setið hefur á hakanum. Alltof lengi. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun