Skólasókn í forgang og aukin virðing fyrir skólastarfi Steinn Jóhannsson skrifar 10. apríl 2024 12:31 Undanfarið hefur farið fram umræða um fjarveru nemanda frá skólastarfi vegna ferðalaga og leyfa af ýmsum toga. Leyfisóskum foreldra vegna fría innanlands og erlendis á skólatíma hefur fjölgað og er það eitthvað til að hugsa um. Í einhverjum tilfellum hafa mál komið inn á borð barnaverndaryfirvalda þegar fjarvera vegna ferðalaga er orðin óhóflega mikil. Fjarvera nemenda frá skólastarfi er svo sannarlega áhyggjuefni og getur fjarveran í einhverjum tilfellum haft alvarleg áhrif á gengi nemenda í námi og minnkað skuldbindingu nemenda til náms. Í mörgum löndum gilda strangar reglur um slík leyfi og eru þau að jafnaði ekki veitt vegna ferðalaga. Í Þýskalandi og Lúxemborg hafa barnaverndaryfirvöld stigið inn þegar fjarvera skólabarna fer yfir viss mörk, t.d. vegna ferðalaga. Það er ljóst að tíðar ferðir sem auka fjarveru frá skóla geta valdið miklu álagi og haft áhrif á andlega líðan nemenda. Nemendur geta byggt upp kvíða vegna erfiðleika sem kunna að koma upp í tengslum við að tileinka sér námsefnið og fylgja eftir jafnöldrum sínum í námi. Fjarvera frá skóla getur mögulega valdið skólaforðun og því að nemendur einangrist félagslega. Það sem kannski skiptir mestu máli er að auka virðingu foreldra og nemenda fyrir því að skólasókn skiptir máli og hefur áhrif á námsárangur. Hætt er við því að nemandi sem er fjarverandi vegna tíðra ferðalaga tileinki sér þá skoðun að fjarvera úr skóla sé í lagi. Góð skólasókn er lykillinn að árangri á öllum skólastigum og nemendur sem mæta illa eru líklegri til að falla úr námi. Íslenski framhaldsskólinn hefur á liðnum árum glímt við hátt brotthvarf í samanburði við önnur OECD-lönd og hugsanlega hafa tíð leyfi þar áhrif á. Í ljósi þessa hvet ég foreldra til að setja skólasókn barna sinna í forgang. Þannig má byggja upp virðingu fyrir skólastarfinu og mikilvægi þess og um leið stuðla að meiri virðingu fyrir kennarastarfinu. Börn og unglingar tileinka sér ekki virðingu fyrir skólastarfi ef þeim er oft kippt úr skóla vegna ferðalaga og þá eru það ekki hagsmunir barnanna/unglinganna sem ráða för. Góð skólasókn er grunnur að aukinni farsæld og betri árangri fyrir alla nemendur. Höfundur er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Steinn Jóhannsson Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur farið fram umræða um fjarveru nemanda frá skólastarfi vegna ferðalaga og leyfa af ýmsum toga. Leyfisóskum foreldra vegna fría innanlands og erlendis á skólatíma hefur fjölgað og er það eitthvað til að hugsa um. Í einhverjum tilfellum hafa mál komið inn á borð barnaverndaryfirvalda þegar fjarvera vegna ferðalaga er orðin óhóflega mikil. Fjarvera nemenda frá skólastarfi er svo sannarlega áhyggjuefni og getur fjarveran í einhverjum tilfellum haft alvarleg áhrif á gengi nemenda í námi og minnkað skuldbindingu nemenda til náms. Í mörgum löndum gilda strangar reglur um slík leyfi og eru þau að jafnaði ekki veitt vegna ferðalaga. Í Þýskalandi og Lúxemborg hafa barnaverndaryfirvöld stigið inn þegar fjarvera skólabarna fer yfir viss mörk, t.d. vegna ferðalaga. Það er ljóst að tíðar ferðir sem auka fjarveru frá skóla geta valdið miklu álagi og haft áhrif á andlega líðan nemenda. Nemendur geta byggt upp kvíða vegna erfiðleika sem kunna að koma upp í tengslum við að tileinka sér námsefnið og fylgja eftir jafnöldrum sínum í námi. Fjarvera frá skóla getur mögulega valdið skólaforðun og því að nemendur einangrist félagslega. Það sem kannski skiptir mestu máli er að auka virðingu foreldra og nemenda fyrir því að skólasókn skiptir máli og hefur áhrif á námsárangur. Hætt er við því að nemandi sem er fjarverandi vegna tíðra ferðalaga tileinki sér þá skoðun að fjarvera úr skóla sé í lagi. Góð skólasókn er lykillinn að árangri á öllum skólastigum og nemendur sem mæta illa eru líklegri til að falla úr námi. Íslenski framhaldsskólinn hefur á liðnum árum glímt við hátt brotthvarf í samanburði við önnur OECD-lönd og hugsanlega hafa tíð leyfi þar áhrif á. Í ljósi þessa hvet ég foreldra til að setja skólasókn barna sinna í forgang. Þannig má byggja upp virðingu fyrir skólastarfinu og mikilvægi þess og um leið stuðla að meiri virðingu fyrir kennarastarfinu. Börn og unglingar tileinka sér ekki virðingu fyrir skólastarfi ef þeim er oft kippt úr skóla vegna ferðalaga og þá eru það ekki hagsmunir barnanna/unglinganna sem ráða för. Góð skólasókn er grunnur að aukinni farsæld og betri árangri fyrir alla nemendur. Höfundur er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun