Skólasókn í forgang og aukin virðing fyrir skólastarfi Steinn Jóhannsson skrifar 10. apríl 2024 12:31 Undanfarið hefur farið fram umræða um fjarveru nemanda frá skólastarfi vegna ferðalaga og leyfa af ýmsum toga. Leyfisóskum foreldra vegna fría innanlands og erlendis á skólatíma hefur fjölgað og er það eitthvað til að hugsa um. Í einhverjum tilfellum hafa mál komið inn á borð barnaverndaryfirvalda þegar fjarvera vegna ferðalaga er orðin óhóflega mikil. Fjarvera nemenda frá skólastarfi er svo sannarlega áhyggjuefni og getur fjarveran í einhverjum tilfellum haft alvarleg áhrif á gengi nemenda í námi og minnkað skuldbindingu nemenda til náms. Í mörgum löndum gilda strangar reglur um slík leyfi og eru þau að jafnaði ekki veitt vegna ferðalaga. Í Þýskalandi og Lúxemborg hafa barnaverndaryfirvöld stigið inn þegar fjarvera skólabarna fer yfir viss mörk, t.d. vegna ferðalaga. Það er ljóst að tíðar ferðir sem auka fjarveru frá skóla geta valdið miklu álagi og haft áhrif á andlega líðan nemenda. Nemendur geta byggt upp kvíða vegna erfiðleika sem kunna að koma upp í tengslum við að tileinka sér námsefnið og fylgja eftir jafnöldrum sínum í námi. Fjarvera frá skóla getur mögulega valdið skólaforðun og því að nemendur einangrist félagslega. Það sem kannski skiptir mestu máli er að auka virðingu foreldra og nemenda fyrir því að skólasókn skiptir máli og hefur áhrif á námsárangur. Hætt er við því að nemandi sem er fjarverandi vegna tíðra ferðalaga tileinki sér þá skoðun að fjarvera úr skóla sé í lagi. Góð skólasókn er lykillinn að árangri á öllum skólastigum og nemendur sem mæta illa eru líklegri til að falla úr námi. Íslenski framhaldsskólinn hefur á liðnum árum glímt við hátt brotthvarf í samanburði við önnur OECD-lönd og hugsanlega hafa tíð leyfi þar áhrif á. Í ljósi þessa hvet ég foreldra til að setja skólasókn barna sinna í forgang. Þannig má byggja upp virðingu fyrir skólastarfinu og mikilvægi þess og um leið stuðla að meiri virðingu fyrir kennarastarfinu. Börn og unglingar tileinka sér ekki virðingu fyrir skólastarfi ef þeim er oft kippt úr skóla vegna ferðalaga og þá eru það ekki hagsmunir barnanna/unglinganna sem ráða för. Góð skólasókn er grunnur að aukinni farsæld og betri árangri fyrir alla nemendur. Höfundur er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur farið fram umræða um fjarveru nemanda frá skólastarfi vegna ferðalaga og leyfa af ýmsum toga. Leyfisóskum foreldra vegna fría innanlands og erlendis á skólatíma hefur fjölgað og er það eitthvað til að hugsa um. Í einhverjum tilfellum hafa mál komið inn á borð barnaverndaryfirvalda þegar fjarvera vegna ferðalaga er orðin óhóflega mikil. Fjarvera nemenda frá skólastarfi er svo sannarlega áhyggjuefni og getur fjarveran í einhverjum tilfellum haft alvarleg áhrif á gengi nemenda í námi og minnkað skuldbindingu nemenda til náms. Í mörgum löndum gilda strangar reglur um slík leyfi og eru þau að jafnaði ekki veitt vegna ferðalaga. Í Þýskalandi og Lúxemborg hafa barnaverndaryfirvöld stigið inn þegar fjarvera skólabarna fer yfir viss mörk, t.d. vegna ferðalaga. Það er ljóst að tíðar ferðir sem auka fjarveru frá skóla geta valdið miklu álagi og haft áhrif á andlega líðan nemenda. Nemendur geta byggt upp kvíða vegna erfiðleika sem kunna að koma upp í tengslum við að tileinka sér námsefnið og fylgja eftir jafnöldrum sínum í námi. Fjarvera frá skóla getur mögulega valdið skólaforðun og því að nemendur einangrist félagslega. Það sem kannski skiptir mestu máli er að auka virðingu foreldra og nemenda fyrir því að skólasókn skiptir máli og hefur áhrif á námsárangur. Hætt er við því að nemandi sem er fjarverandi vegna tíðra ferðalaga tileinki sér þá skoðun að fjarvera úr skóla sé í lagi. Góð skólasókn er lykillinn að árangri á öllum skólastigum og nemendur sem mæta illa eru líklegri til að falla úr námi. Íslenski framhaldsskólinn hefur á liðnum árum glímt við hátt brotthvarf í samanburði við önnur OECD-lönd og hugsanlega hafa tíð leyfi þar áhrif á. Í ljósi þessa hvet ég foreldra til að setja skólasókn barna sinna í forgang. Þannig má byggja upp virðingu fyrir skólastarfinu og mikilvægi þess og um leið stuðla að meiri virðingu fyrir kennarastarfinu. Börn og unglingar tileinka sér ekki virðingu fyrir skólastarfi ef þeim er oft kippt úr skóla vegna ferðalaga og þá eru það ekki hagsmunir barnanna/unglinganna sem ráða för. Góð skólasókn er grunnur að aukinni farsæld og betri árangri fyrir alla nemendur. Höfundur er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar