Mikil eyðilegging í Khan Younis: „Það er ekkert eftir hér“ Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2024 11:54 Margir íbúar Khan Younis hafa lagt leið sína til borgarinnar eftir að Ísraelar fóru að mestu þaðan. Fólkið hefur skoðað heimilí sín og reynt að bjarga eigum frá eyðileggingu. AP/Ismael Abu Dayyah Palestínumenn lögðu margir leið sína til borgarinnar Khan Younis á suðurhluta Gasastrandarinnar, eftir að ísraelskir hermenn hörfuðu að mestu leyti frá svæðinu um helgina. Borgina segja þeir óþekkjanlega vegna eyðileggingarinnar. Fjöldi bygginga hafa verið eyðilagðar eða orðið fyrir miklum skemmdum. Götur hafa verið fjarlægðar með jarðýtum, fjölbýlishús hafa verið jöfnuð við jörðu og skólar og sjúkrahús hafa skemmst verulega í átökum milli ísraelskra hermanna og Hamas-liða. Fólk hefur þó snúið aftur um helgina og í morgun til að kanna stöðuna á húsum þeirra og reyna að bjarga verðmætum. Einn viðmælandi AP fréttaveitunnar segir ástandið sérstaklega slæmt í miðborg Khan Younis. Hún sé óbyggileg vegna skemmda. Hann sagði hús sitt og hús nágranna sinna hafa verið jöfnuð við jörðu. Hér að neðan má sjá myndefni sem tekið var í Nasser sjúkrahúsinu í Khan Younis. Ísraelar segja Khan Younis hafa verið mikilvægt vígi Hamas-liða. Forsvarsmenn hersins segja þúsundir vígamanna hafa verið fellda í borginni og að skemmdir hafi verið unnar á umfangsmiklu neti jarðganga undir henni. Sjá einnig: Varnarmálaráðherra Ísrael segir „eftirfylgniaðgerðir“ í undirbúningi Stríðið, sem staðið hefur í yfir í rúma sex mánuði, hefur kostað að minnsta kosti 33 þúsund Palestínumenn lífið, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum Gasa, sem stýrt er af Hamas. Flestir af 2,3 milljónum íbúa svæðisins hafa þurft að flýja heimili sin og stór hluti Gasastrandarinnar er í rúst. Annar íbúi Khan Younis sem ræddi við blaðamenn AP sagðist ekki hafa getað komst í íbúð sína á þriðju hæð húss í borginni. Stigagangurinn væri hruninn. Bróðir hennar gat þó klifrað upp í gegnum rústirnar og sótt föt fyrir börn hennar og aðrar eigur þeirra. Enn einn sagði ekki lengur hægt að búa í Khan Younis. „Þeir skildu ekkert eftir hér.“ Netanjahú velt úr sessi án áhlaups á Rafah Talið er að Ísraelar ætli sér næst að gera áhlaup á borgina Rafa, sem er syðsta borg Gasastrandarinnar en þangað hafa um 1,4 milljónir manna flúið frá því stríðið á Gasa hófst. Meira en helmingur allra íbúa Gasa hafa leitað sér skjóls í Rafah og hafa ráðamenn víða um heim miklar áhyggjur af mögulegu áhlaupi Ísraela á borgina. Eins og fram kemur í grein AP gæti brotthvarfið frá Khan Younis létt á þrýstingnum á Rafah en fjölmargir sem flúið hafa borgina eiga ekki heimili þar lengur. Því til viðbótar er talið að mikið af ósprungnum sprengjum séu í Khan Younis. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa þrýst á Ísraela um að gera ekki áhlaup á Rafah en Benajmín Netanjahú, forsætisráðherra, finnur einnig fyrir þrýstingi heima fyrir. Ben Gvir, mjög svo hægri sinnaður ráðherra þjóðaröryggismála, lýsti því yfir í morgun að ef Netanjahú reyndi að enda stríðið án umfangsmikils áhlaups á Rafah, yrði honum velt úr sessi. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher dregur úr viðveru sinni á sunnanverðu Gasa Ísraelski herinn hefur minnkað viðveru sína á sunnanverðu Gasasvæðinu og er þar aðeins eitt stórfylki. Stórfylki er herdeild sem almennt er samsett úr nokkrum þúsunda hermanna. 7. apríl 2024 11:27 Reka tvo og refsa fleirum vegna árása á hjálparstarfsmenn Tveimur yfirmönnum í ísraelska hernum hefur verið vikið úr starfi í kjölfar rannsóknar á mannskæðum loftárásum á hjálparstarfsmenn World Central Kitchen. Rannsakendur segja alvarleg mistök hafa verið gerð og starfsreglur hersins hafi verið brotnar þegar árásirnar voru gerðar. 5. apríl 2024 11:21 Ísraelsmenn bregðast við hótunum Biden og opna landamærin á ný Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að öryggisráðuneyti landsins hafi samþykkt áætlun sem miðar að því að auka flæði neyðargagna inn á Gasa. 5. apríl 2024 06:32 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Fjöldi bygginga hafa verið eyðilagðar eða orðið fyrir miklum skemmdum. Götur hafa verið fjarlægðar með jarðýtum, fjölbýlishús hafa verið jöfnuð við jörðu og skólar og sjúkrahús hafa skemmst verulega í átökum milli ísraelskra hermanna og Hamas-liða. Fólk hefur þó snúið aftur um helgina og í morgun til að kanna stöðuna á húsum þeirra og reyna að bjarga verðmætum. Einn viðmælandi AP fréttaveitunnar segir ástandið sérstaklega slæmt í miðborg Khan Younis. Hún sé óbyggileg vegna skemmda. Hann sagði hús sitt og hús nágranna sinna hafa verið jöfnuð við jörðu. Hér að neðan má sjá myndefni sem tekið var í Nasser sjúkrahúsinu í Khan Younis. Ísraelar segja Khan Younis hafa verið mikilvægt vígi Hamas-liða. Forsvarsmenn hersins segja þúsundir vígamanna hafa verið fellda í borginni og að skemmdir hafi verið unnar á umfangsmiklu neti jarðganga undir henni. Sjá einnig: Varnarmálaráðherra Ísrael segir „eftirfylgniaðgerðir“ í undirbúningi Stríðið, sem staðið hefur í yfir í rúma sex mánuði, hefur kostað að minnsta kosti 33 þúsund Palestínumenn lífið, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum Gasa, sem stýrt er af Hamas. Flestir af 2,3 milljónum íbúa svæðisins hafa þurft að flýja heimili sin og stór hluti Gasastrandarinnar er í rúst. Annar íbúi Khan Younis sem ræddi við blaðamenn AP sagðist ekki hafa getað komst í íbúð sína á þriðju hæð húss í borginni. Stigagangurinn væri hruninn. Bróðir hennar gat þó klifrað upp í gegnum rústirnar og sótt föt fyrir börn hennar og aðrar eigur þeirra. Enn einn sagði ekki lengur hægt að búa í Khan Younis. „Þeir skildu ekkert eftir hér.“ Netanjahú velt úr sessi án áhlaups á Rafah Talið er að Ísraelar ætli sér næst að gera áhlaup á borgina Rafa, sem er syðsta borg Gasastrandarinnar en þangað hafa um 1,4 milljónir manna flúið frá því stríðið á Gasa hófst. Meira en helmingur allra íbúa Gasa hafa leitað sér skjóls í Rafah og hafa ráðamenn víða um heim miklar áhyggjur af mögulegu áhlaupi Ísraela á borgina. Eins og fram kemur í grein AP gæti brotthvarfið frá Khan Younis létt á þrýstingnum á Rafah en fjölmargir sem flúið hafa borgina eiga ekki heimili þar lengur. Því til viðbótar er talið að mikið af ósprungnum sprengjum séu í Khan Younis. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa þrýst á Ísraela um að gera ekki áhlaup á Rafah en Benajmín Netanjahú, forsætisráðherra, finnur einnig fyrir þrýstingi heima fyrir. Ben Gvir, mjög svo hægri sinnaður ráðherra þjóðaröryggismála, lýsti því yfir í morgun að ef Netanjahú reyndi að enda stríðið án umfangsmikils áhlaups á Rafah, yrði honum velt úr sessi.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher dregur úr viðveru sinni á sunnanverðu Gasa Ísraelski herinn hefur minnkað viðveru sína á sunnanverðu Gasasvæðinu og er þar aðeins eitt stórfylki. Stórfylki er herdeild sem almennt er samsett úr nokkrum þúsunda hermanna. 7. apríl 2024 11:27 Reka tvo og refsa fleirum vegna árása á hjálparstarfsmenn Tveimur yfirmönnum í ísraelska hernum hefur verið vikið úr starfi í kjölfar rannsóknar á mannskæðum loftárásum á hjálparstarfsmenn World Central Kitchen. Rannsakendur segja alvarleg mistök hafa verið gerð og starfsreglur hersins hafi verið brotnar þegar árásirnar voru gerðar. 5. apríl 2024 11:21 Ísraelsmenn bregðast við hótunum Biden og opna landamærin á ný Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að öryggisráðuneyti landsins hafi samþykkt áætlun sem miðar að því að auka flæði neyðargagna inn á Gasa. 5. apríl 2024 06:32 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Ísraelsher dregur úr viðveru sinni á sunnanverðu Gasa Ísraelski herinn hefur minnkað viðveru sína á sunnanverðu Gasasvæðinu og er þar aðeins eitt stórfylki. Stórfylki er herdeild sem almennt er samsett úr nokkrum þúsunda hermanna. 7. apríl 2024 11:27
Reka tvo og refsa fleirum vegna árása á hjálparstarfsmenn Tveimur yfirmönnum í ísraelska hernum hefur verið vikið úr starfi í kjölfar rannsóknar á mannskæðum loftárásum á hjálparstarfsmenn World Central Kitchen. Rannsakendur segja alvarleg mistök hafa verið gerð og starfsreglur hersins hafi verið brotnar þegar árásirnar voru gerðar. 5. apríl 2024 11:21
Ísraelsmenn bregðast við hótunum Biden og opna landamærin á ný Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að öryggisráðuneyti landsins hafi samþykkt áætlun sem miðar að því að auka flæði neyðargagna inn á Gasa. 5. apríl 2024 06:32
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“