Hlær að sögusögnunum um eigin óléttu í Eyjahafi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 5. apríl 2024 13:04 Una Sighvatsdóttir, sérfræðingur embættis forseta Íslands. Vísir/Egill Una Sighvatsdóttir sérfræðingur embættis forseta Íslands fagnaði 39 ára afmæli á Santorini í Grikklandi. Hún segir afmælisárið hafa rammast kaldhæðnislega inn, hafist með því að hún hafi hætt við að gefa sjálfri sér eggheimtu-og frystingu í 38 ára afmælisgjöf og endað þannig að henni hafi borist sögur frá ókunnugu fólki utan úr bæ um að hún væri ólétt. Una ræðir málið í einlægri færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Una á langan feril að fjölmiðlum að baki, starfað á Morgunblaðinu, á Stöð 2 og starfað sem sérfræðingur fyrir NATO í Georgíu. Una segist fyrst hafa komið til Santorini þegar hún var átján ára gömul í útskriftarferð í MR. „Ég man eftir að hafa ranglað um hvítmálaðar göturnar og efast um hvort ég yrði nokkurn tíma manneskja sem hefði tök eða ráð á að dvelja á slíkum stað á eigin vegum í framtíðinni. Rúmum 20 árum síðar hélt ég í gær upp á 39 ára afmælið mitt hér á Santorini, einmitt með þeim hætti sem mér finnst skemmtilegast: Tvöfaldri köfun í kristaltærum sjó.“ Una segist daginn áður hafa gengið tíu kílómetra meðfram gígbarminum á ægifagri eldfjallaeyjunni og gapað yfir útsýninu. Í dag ætlaði hún í kayakróður að skoða nokkra hella en hafstraumar hamla því þannig hún hyggst eyða deginum í að slappa af á sundlaugarbakkanum. Má vel hlæja að sögusögnunum „Hið liðna afmælisár rammaðist annars svolítið kaldhæðnislega inn. Það hófst með því fyrir ári síðan að ég ákvað að hætta við að gefa sjálfri mér eggheimtu- og frystingu í 38 ára afmælisgjöf,“ skrifar Una. Hún segist hafa komist að þeirri niðurstöðu eftir vandlega íhugun jafnvel þó algrímið oti því linnulaust að barnlausum konum á hennar aldri. Sig langi að gera margt annað við tíma sinn og pening. „En svo þegar 39 ára afmælið nálgaðist bárust mér þær sögur frá ókunnugu fólki utan úr bæ að ég væri orðin ólétt. Sem ég er alls ekki og geri sumsé ekki ráð fyrir að verða nokkurn tíma. En það má vel hlæja að þessu. Það geri ég allavega hér á Santorini og sendi hlýja kveðju úr Eyjahafi til ykkar allra sem hugsuðuð til mín á afmælinu. Takk fyrir mig.“ Íslendingar erlendis Forseti Íslands Ástin og lífið Tímamót Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira
Una ræðir málið í einlægri færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Una á langan feril að fjölmiðlum að baki, starfað á Morgunblaðinu, á Stöð 2 og starfað sem sérfræðingur fyrir NATO í Georgíu. Una segist fyrst hafa komið til Santorini þegar hún var átján ára gömul í útskriftarferð í MR. „Ég man eftir að hafa ranglað um hvítmálaðar göturnar og efast um hvort ég yrði nokkurn tíma manneskja sem hefði tök eða ráð á að dvelja á slíkum stað á eigin vegum í framtíðinni. Rúmum 20 árum síðar hélt ég í gær upp á 39 ára afmælið mitt hér á Santorini, einmitt með þeim hætti sem mér finnst skemmtilegast: Tvöfaldri köfun í kristaltærum sjó.“ Una segist daginn áður hafa gengið tíu kílómetra meðfram gígbarminum á ægifagri eldfjallaeyjunni og gapað yfir útsýninu. Í dag ætlaði hún í kayakróður að skoða nokkra hella en hafstraumar hamla því þannig hún hyggst eyða deginum í að slappa af á sundlaugarbakkanum. Má vel hlæja að sögusögnunum „Hið liðna afmælisár rammaðist annars svolítið kaldhæðnislega inn. Það hófst með því fyrir ári síðan að ég ákvað að hætta við að gefa sjálfri mér eggheimtu- og frystingu í 38 ára afmælisgjöf,“ skrifar Una. Hún segist hafa komist að þeirri niðurstöðu eftir vandlega íhugun jafnvel þó algrímið oti því linnulaust að barnlausum konum á hennar aldri. Sig langi að gera margt annað við tíma sinn og pening. „En svo þegar 39 ára afmælið nálgaðist bárust mér þær sögur frá ókunnugu fólki utan úr bæ að ég væri orðin ólétt. Sem ég er alls ekki og geri sumsé ekki ráð fyrir að verða nokkurn tíma. En það má vel hlæja að þessu. Það geri ég allavega hér á Santorini og sendi hlýja kveðju úr Eyjahafi til ykkar allra sem hugsuðuð til mín á afmælinu. Takk fyrir mig.“
Íslendingar erlendis Forseti Íslands Ástin og lífið Tímamót Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira