Engin námslán fyrir fátækt fólk Gísli Laufeyjarson Höskuldsson skrifar 27. mars 2024 09:00 Eitt af mikilvægustu verkefnum ríkisins er að stuðla að aukinni menntun og bættum tækifærum allra til að þroskast og virkja krafta sína í samfélaginu. Við misjafnar undirtektir hefur þessu hlutverki meðal annars verið sinnt af Menntasjóði námsmanna, áður LÍN, sem hefur undanfarna áratugi gert námsmönnum kleift að stunda háskólanám þrátt fyrir að vera utan vinnumarkaðar. Allan þann tíma hefur umræða um námslánakerfið einkennst af gagnrýni á lága framfærslu og þung endurgreiðslukjör og hefur ábyrgðarmannakerfið svokallaða sömuleiðis sætt gagnrýni fyrir að koma verst niður á þeim sem höllustum fæti standa. Margir þessara ábyrgðarmanna kannast við að ábyrgð þeirra hafi fallið niður með lagabreytingu árið 2020. Þegar stjórnvöld eru hins vegar sjálf tekin upp á því að flytja „fréttir“ af eigin afrekum fer gjarnan fyrir ofan garð og neðan þegar fiskur er undir steini og lagabreytingar ekki af einskærri gjafmildi gerðar. Þannig vakti það ekki mikla athygli að ábyrgðarmenn námslána sem voru í vanskilum árið 2020 eru ennþá ábyrgðarmenn í dag vegna sérákvæðis í lögunum, auk þess sem „ótryggir lántakar“ þurfa enn að afla sér tryggingar fyrir láninu, til dæmis ábyrgðarmanns. Ábyrgðarmannakerfið var með öðrum orðum ekki lagt niður nema fyrir þau sem voru hvort sem er ólíkleg til að lenda í vanskilum. Betra er autt rúm en illa skipað? Hið sama er uppi á teningnum í dag, þegar fyrir liggur frumvarp frá Háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra sem miðar að því að leggja endanlega niður ábyrgðarmannakerfið. Með frumvarpinu er lagt til að allar ábyrgðir námslána falli niður og það er frábært! Frumvarpið felur hins vegar í sér aðra tillögu sem er öllu síðri. Vandamálið við ábyrgðarmannakerfið er að það kemur sér verst fyrir „ótrygga lántaka“, sem í langflestum tilfellum er fólk í erfiðri fjárhagsstöðu. Þeir lántakar eru líklegastir til að lenda í vanskilum og ábyrgðarmenn þeirra - oftast foreldrar - eru líklegastir til að geta ekki tekið skellinn. Sú lausn sem frumvarpið leggur til er að þessum hópi fólks verði einfaldlega ekki boðið að taka námslán. Lánin verða framvegis aðeins í boði fyrir þau sem hafa hreinan fjárhagslegan skjöld. Þessari framúrstefnulegu lausn má líkja við að þak í fjölbýlishúsi leki og vatni dropi niður á íbúana, sem grípi þá til þess ráðs að fjarlægja einfaldlega þakið. Svo sannarlega lekur þakið ekki lengur, en það er heldur ekkert þak. Hvernig eiga „ótryggir lántakar“ eftirleiðis að komast í háskóla og njóta jafnra tækifæra á við aðra samfélagshópa? Sannleikurinn er sá að stjórnvöld virðast ekki vilja styðja þau til þess. Að mati Stúdentaráðs Háskóla Íslands er frumvarp Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í hreinni andstöðu við markmið námslánakerfisins, sem er að stuðla að jöfnum tækifæri allra til náms. Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Námslán Hagsmunir stúdenta Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af mikilvægustu verkefnum ríkisins er að stuðla að aukinni menntun og bættum tækifærum allra til að þroskast og virkja krafta sína í samfélaginu. Við misjafnar undirtektir hefur þessu hlutverki meðal annars verið sinnt af Menntasjóði námsmanna, áður LÍN, sem hefur undanfarna áratugi gert námsmönnum kleift að stunda háskólanám þrátt fyrir að vera utan vinnumarkaðar. Allan þann tíma hefur umræða um námslánakerfið einkennst af gagnrýni á lága framfærslu og þung endurgreiðslukjör og hefur ábyrgðarmannakerfið svokallaða sömuleiðis sætt gagnrýni fyrir að koma verst niður á þeim sem höllustum fæti standa. Margir þessara ábyrgðarmanna kannast við að ábyrgð þeirra hafi fallið niður með lagabreytingu árið 2020. Þegar stjórnvöld eru hins vegar sjálf tekin upp á því að flytja „fréttir“ af eigin afrekum fer gjarnan fyrir ofan garð og neðan þegar fiskur er undir steini og lagabreytingar ekki af einskærri gjafmildi gerðar. Þannig vakti það ekki mikla athygli að ábyrgðarmenn námslána sem voru í vanskilum árið 2020 eru ennþá ábyrgðarmenn í dag vegna sérákvæðis í lögunum, auk þess sem „ótryggir lántakar“ þurfa enn að afla sér tryggingar fyrir láninu, til dæmis ábyrgðarmanns. Ábyrgðarmannakerfið var með öðrum orðum ekki lagt niður nema fyrir þau sem voru hvort sem er ólíkleg til að lenda í vanskilum. Betra er autt rúm en illa skipað? Hið sama er uppi á teningnum í dag, þegar fyrir liggur frumvarp frá Háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra sem miðar að því að leggja endanlega niður ábyrgðarmannakerfið. Með frumvarpinu er lagt til að allar ábyrgðir námslána falli niður og það er frábært! Frumvarpið felur hins vegar í sér aðra tillögu sem er öllu síðri. Vandamálið við ábyrgðarmannakerfið er að það kemur sér verst fyrir „ótrygga lántaka“, sem í langflestum tilfellum er fólk í erfiðri fjárhagsstöðu. Þeir lántakar eru líklegastir til að lenda í vanskilum og ábyrgðarmenn þeirra - oftast foreldrar - eru líklegastir til að geta ekki tekið skellinn. Sú lausn sem frumvarpið leggur til er að þessum hópi fólks verði einfaldlega ekki boðið að taka námslán. Lánin verða framvegis aðeins í boði fyrir þau sem hafa hreinan fjárhagslegan skjöld. Þessari framúrstefnulegu lausn má líkja við að þak í fjölbýlishúsi leki og vatni dropi niður á íbúana, sem grípi þá til þess ráðs að fjarlægja einfaldlega þakið. Svo sannarlega lekur þakið ekki lengur, en það er heldur ekkert þak. Hvernig eiga „ótryggir lántakar“ eftirleiðis að komast í háskóla og njóta jafnra tækifæra á við aðra samfélagshópa? Sannleikurinn er sá að stjórnvöld virðast ekki vilja styðja þau til þess. Að mati Stúdentaráðs Háskóla Íslands er frumvarp Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í hreinni andstöðu við markmið námslánakerfisins, sem er að stuðla að jöfnum tækifæri allra til náms. Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun