Engin námslán fyrir fátækt fólk Gísli Laufeyjarson Höskuldsson skrifar 27. mars 2024 09:00 Eitt af mikilvægustu verkefnum ríkisins er að stuðla að aukinni menntun og bættum tækifærum allra til að þroskast og virkja krafta sína í samfélaginu. Við misjafnar undirtektir hefur þessu hlutverki meðal annars verið sinnt af Menntasjóði námsmanna, áður LÍN, sem hefur undanfarna áratugi gert námsmönnum kleift að stunda háskólanám þrátt fyrir að vera utan vinnumarkaðar. Allan þann tíma hefur umræða um námslánakerfið einkennst af gagnrýni á lága framfærslu og þung endurgreiðslukjör og hefur ábyrgðarmannakerfið svokallaða sömuleiðis sætt gagnrýni fyrir að koma verst niður á þeim sem höllustum fæti standa. Margir þessara ábyrgðarmanna kannast við að ábyrgð þeirra hafi fallið niður með lagabreytingu árið 2020. Þegar stjórnvöld eru hins vegar sjálf tekin upp á því að flytja „fréttir“ af eigin afrekum fer gjarnan fyrir ofan garð og neðan þegar fiskur er undir steini og lagabreytingar ekki af einskærri gjafmildi gerðar. Þannig vakti það ekki mikla athygli að ábyrgðarmenn námslána sem voru í vanskilum árið 2020 eru ennþá ábyrgðarmenn í dag vegna sérákvæðis í lögunum, auk þess sem „ótryggir lántakar“ þurfa enn að afla sér tryggingar fyrir láninu, til dæmis ábyrgðarmanns. Ábyrgðarmannakerfið var með öðrum orðum ekki lagt niður nema fyrir þau sem voru hvort sem er ólíkleg til að lenda í vanskilum. Betra er autt rúm en illa skipað? Hið sama er uppi á teningnum í dag, þegar fyrir liggur frumvarp frá Háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra sem miðar að því að leggja endanlega niður ábyrgðarmannakerfið. Með frumvarpinu er lagt til að allar ábyrgðir námslána falli niður og það er frábært! Frumvarpið felur hins vegar í sér aðra tillögu sem er öllu síðri. Vandamálið við ábyrgðarmannakerfið er að það kemur sér verst fyrir „ótrygga lántaka“, sem í langflestum tilfellum er fólk í erfiðri fjárhagsstöðu. Þeir lántakar eru líklegastir til að lenda í vanskilum og ábyrgðarmenn þeirra - oftast foreldrar - eru líklegastir til að geta ekki tekið skellinn. Sú lausn sem frumvarpið leggur til er að þessum hópi fólks verði einfaldlega ekki boðið að taka námslán. Lánin verða framvegis aðeins í boði fyrir þau sem hafa hreinan fjárhagslegan skjöld. Þessari framúrstefnulegu lausn má líkja við að þak í fjölbýlishúsi leki og vatni dropi niður á íbúana, sem grípi þá til þess ráðs að fjarlægja einfaldlega þakið. Svo sannarlega lekur þakið ekki lengur, en það er heldur ekkert þak. Hvernig eiga „ótryggir lántakar“ eftirleiðis að komast í háskóla og njóta jafnra tækifæra á við aðra samfélagshópa? Sannleikurinn er sá að stjórnvöld virðast ekki vilja styðja þau til þess. Að mati Stúdentaráðs Háskóla Íslands er frumvarp Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í hreinni andstöðu við markmið námslánakerfisins, sem er að stuðla að jöfnum tækifæri allra til náms. Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Námslán Hagsmunir stúdenta Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Eitt af mikilvægustu verkefnum ríkisins er að stuðla að aukinni menntun og bættum tækifærum allra til að þroskast og virkja krafta sína í samfélaginu. Við misjafnar undirtektir hefur þessu hlutverki meðal annars verið sinnt af Menntasjóði námsmanna, áður LÍN, sem hefur undanfarna áratugi gert námsmönnum kleift að stunda háskólanám þrátt fyrir að vera utan vinnumarkaðar. Allan þann tíma hefur umræða um námslánakerfið einkennst af gagnrýni á lága framfærslu og þung endurgreiðslukjör og hefur ábyrgðarmannakerfið svokallaða sömuleiðis sætt gagnrýni fyrir að koma verst niður á þeim sem höllustum fæti standa. Margir þessara ábyrgðarmanna kannast við að ábyrgð þeirra hafi fallið niður með lagabreytingu árið 2020. Þegar stjórnvöld eru hins vegar sjálf tekin upp á því að flytja „fréttir“ af eigin afrekum fer gjarnan fyrir ofan garð og neðan þegar fiskur er undir steini og lagabreytingar ekki af einskærri gjafmildi gerðar. Þannig vakti það ekki mikla athygli að ábyrgðarmenn námslána sem voru í vanskilum árið 2020 eru ennþá ábyrgðarmenn í dag vegna sérákvæðis í lögunum, auk þess sem „ótryggir lántakar“ þurfa enn að afla sér tryggingar fyrir láninu, til dæmis ábyrgðarmanns. Ábyrgðarmannakerfið var með öðrum orðum ekki lagt niður nema fyrir þau sem voru hvort sem er ólíkleg til að lenda í vanskilum. Betra er autt rúm en illa skipað? Hið sama er uppi á teningnum í dag, þegar fyrir liggur frumvarp frá Háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra sem miðar að því að leggja endanlega niður ábyrgðarmannakerfið. Með frumvarpinu er lagt til að allar ábyrgðir námslána falli niður og það er frábært! Frumvarpið felur hins vegar í sér aðra tillögu sem er öllu síðri. Vandamálið við ábyrgðarmannakerfið er að það kemur sér verst fyrir „ótrygga lántaka“, sem í langflestum tilfellum er fólk í erfiðri fjárhagsstöðu. Þeir lántakar eru líklegastir til að lenda í vanskilum og ábyrgðarmenn þeirra - oftast foreldrar - eru líklegastir til að geta ekki tekið skellinn. Sú lausn sem frumvarpið leggur til er að þessum hópi fólks verði einfaldlega ekki boðið að taka námslán. Lánin verða framvegis aðeins í boði fyrir þau sem hafa hreinan fjárhagslegan skjöld. Þessari framúrstefnulegu lausn má líkja við að þak í fjölbýlishúsi leki og vatni dropi niður á íbúana, sem grípi þá til þess ráðs að fjarlægja einfaldlega þakið. Svo sannarlega lekur þakið ekki lengur, en það er heldur ekkert þak. Hvernig eiga „ótryggir lántakar“ eftirleiðis að komast í háskóla og njóta jafnra tækifæra á við aðra samfélagshópa? Sannleikurinn er sá að stjórnvöld virðast ekki vilja styðja þau til þess. Að mati Stúdentaráðs Háskóla Íslands er frumvarp Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í hreinni andstöðu við markmið námslánakerfisins, sem er að stuðla að jöfnum tækifæri allra til náms. Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun