Með of mikil völd Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 26. mars 2024 09:00 Meirihluti Norðmanna telur Evrópusambandið hafa of mikil völd yfir norskum málum í gegnum aðild Noregs að EES-samningnum. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið Sentio gerði fyrir norsku samtökin Nei til EU. Samkvæmt könnuninni eru 57% þeirrar skoðunar en 27% því ósammála. Sé aðeins miðað við þá sem taka afstöðu með eða á móti telja tæp 68% völd sambandsins of mikil. Fjallað er um skoðanakönnunina í norska dagblaðinu Nationen. Þar kemur enn fremur fram að meirihluti bæði kvenna og karla telji Evrópusambandið hafa of mikil völd í Noregi í gegnum EES-samninginn. Hið sama eigi við um alla aldursflokka og landshluta. Þá sé meirihluti stuðningsmanna allra norskra stjórnmálaflokka sömu skoðunar fyrir utan Umhverfisflokkinn sem hefur þrjár þingmenn á norska þinginu af 169. Til að mynda er þannig meirihluti stuðningsmanna tveggja stærstu flokka Noregs, Verkamannaflokksins, systurflokks Samfylkingarinnar, sem fer fyrir núverandi ríkisstjórn landsins, og Hægriflokksins, systurflokks Sjálfstæðisflokksins, á því að of mikil völd hafi verið framseld til Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Hið sama á jafnvel við um meirihluta stuðningsmanna Venstre, systurflokks Viðreisnar. Evrópusambandið alls staðar við stjórnvölinn Hönnun EES-samningsins er með þeim hætti að hann fylgir samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins á því sviði sem samningurinn nær til, það er innri markaði sambandsins, sem er sífellt að dýpka samhliða meiri samruna og þenjast út til fleiri málaflokka. Evrópusambandið er þar alls staðar við stýrið. Það setur reglurnar, ákveður hverjar þeirra eigi við um innri markaðinn og hvort undanþágur verði veittar. Samrunaþróunin innan Evrópusambandsins felur í sér kröfur um vaxandi framsal valds frá ríkjum þess til sambandsins og þar með meiri miðstýringu þess. Þar sem EES-samningurinn snýst um það að sömu reglur gildi á öllu Evrópska efnahagssvæðinu, sem EFTA-ríkin Ísland, Noregur og Liechtenstein eiga aðild að ásamt ríkjum Evrópusambandsins, nær samrunaþróunin á innri markaðinum einnig til ríkjanna þriggja. Frá sjónarhóli Evrópusambandsins hefur EES-samningurinn í reynd aldrei verið hugsaður einfaldlega sem viðskiptasamningur. Samningurinn er enda ekki skilgreindur sem slíkur af hálfu sambandsins heldur sem svonefndur „association agreement“ en slíkir samningar snúast fyrst og fremst um að tryggja pólitísk og efnahagsleg áhrif þess í viðkomandi löndum. Viðskiptahlutinn er einungis liður í því. Vilja fríverzlunarsamning í staðinn fyrir EES Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu með eða á móti í annarri skoðanakönnun Sentio fyrir Nei til EU á dögunum voru hlynntir því að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning við Evrópusambandið. Kannanir í Noregi hafa einnig sýnt meirihluta fyrir því að haldið verði þjóðaratkvæði um aðildina að samningnum. Þá hafa allar kannanir frá 2005 sýnt meirihluta andvígan inngöngu í sambandið. Hvorki kjósendur í Noregi né hér á landi voru inntir álits á aðildinni að EES-samningnum í þjóðaratkvæði þegar hún stóð fyrir dyrum fyrir 30 árum síðan. Skoðanakannanir hér á landi á þeim tíma bentu til þess að samningnum yrði mögulega hafnað. Safnað var yfir 34 þúsund undirskriftum með gamla laginu, á pappír, þar sem skorað var á stjórnvöld og síðan forseta Íslands að setja málið í þjóðaratkvæði en við því var ekki orðið. Til stóð að EFTA-ríkið Sviss gerðist einnig aðili að EES-samningnum en svissneskir kjósendur höfnuðu því hins vegar í þjóðaratkvæði. Fyrir vikið sömdu þarlend stjórnvöld um tvíhliða samninga við Evrópusambandið um viðskipti og önnur tengsl. Bretar höfnuðu einnig áframhaldandi aðild að EES-samningnum þegar þeir yfirgáfu Evrópusambandið og sömdu þess í stað um víðtækan fríverzlunarsamning við sambandið. Þegar skipt EES út fyrir fríverzlunarsamning Mjög langur vegur er frá því að ríki bíði í röðum eftir því að gera samninga við Evrópusambandið í anda EES-samningsins. Ráðamenn sambandsins reyndu ítrekað að fá bæði Sviss og Bretland til þess en án árangurs. Þvert á móti kjósa ríki heimsins allajafna víðtæka fríverzlunarsamninga þegar þau semja um viðskipti sín á milli. Þar á meðal og ekki hvað sízt stærstu efnahagsveldin með sína miklu viðskiptahagsmuni. Við Íslendingar erum í öllum meginatriðum í sömu stöðu og Norðmenn hvað EES-samninginn varðar. Stöðugt eru gerðar meiri kröfur um framsal valds yfir íslenzkum málum vegna aðildar Íslands að samningnum í gegnum sífellt meira íþyngjandi regluverk frá Evrópusambandinu. Tímabært er að skipta honum úr fyrir nútímalegan víðtækan fríverzlunarsamning. Þá annað hvort sjálfstætt eða í samfloti með hinum EFTA-ríkjunum. Við höfum ásamt Norðmönnum þegar látið reyna á það að semja um víðtækan fríverzlunarsamning í stað EES-samningsins. Við Bretland, annað stærsta viðskiptalands Íslands á eftir Bandaríkjunum og stærsta viðskiptaland Noregs, án þess að neitt færi á hliðina og án þess að ríkin tvö hafi þurft að framselja vald yfir eigin málum í vaxandi mæli í gegnum upptöku á íþyngjandi regluverki líkt og í tilfelli EES-samningsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Meirihluti Norðmanna telur Evrópusambandið hafa of mikil völd yfir norskum málum í gegnum aðild Noregs að EES-samningnum. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið Sentio gerði fyrir norsku samtökin Nei til EU. Samkvæmt könnuninni eru 57% þeirrar skoðunar en 27% því ósammála. Sé aðeins miðað við þá sem taka afstöðu með eða á móti telja tæp 68% völd sambandsins of mikil. Fjallað er um skoðanakönnunina í norska dagblaðinu Nationen. Þar kemur enn fremur fram að meirihluti bæði kvenna og karla telji Evrópusambandið hafa of mikil völd í Noregi í gegnum EES-samninginn. Hið sama eigi við um alla aldursflokka og landshluta. Þá sé meirihluti stuðningsmanna allra norskra stjórnmálaflokka sömu skoðunar fyrir utan Umhverfisflokkinn sem hefur þrjár þingmenn á norska þinginu af 169. Til að mynda er þannig meirihluti stuðningsmanna tveggja stærstu flokka Noregs, Verkamannaflokksins, systurflokks Samfylkingarinnar, sem fer fyrir núverandi ríkisstjórn landsins, og Hægriflokksins, systurflokks Sjálfstæðisflokksins, á því að of mikil völd hafi verið framseld til Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Hið sama á jafnvel við um meirihluta stuðningsmanna Venstre, systurflokks Viðreisnar. Evrópusambandið alls staðar við stjórnvölinn Hönnun EES-samningsins er með þeim hætti að hann fylgir samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins á því sviði sem samningurinn nær til, það er innri markaði sambandsins, sem er sífellt að dýpka samhliða meiri samruna og þenjast út til fleiri málaflokka. Evrópusambandið er þar alls staðar við stýrið. Það setur reglurnar, ákveður hverjar þeirra eigi við um innri markaðinn og hvort undanþágur verði veittar. Samrunaþróunin innan Evrópusambandsins felur í sér kröfur um vaxandi framsal valds frá ríkjum þess til sambandsins og þar með meiri miðstýringu þess. Þar sem EES-samningurinn snýst um það að sömu reglur gildi á öllu Evrópska efnahagssvæðinu, sem EFTA-ríkin Ísland, Noregur og Liechtenstein eiga aðild að ásamt ríkjum Evrópusambandsins, nær samrunaþróunin á innri markaðinum einnig til ríkjanna þriggja. Frá sjónarhóli Evrópusambandsins hefur EES-samningurinn í reynd aldrei verið hugsaður einfaldlega sem viðskiptasamningur. Samningurinn er enda ekki skilgreindur sem slíkur af hálfu sambandsins heldur sem svonefndur „association agreement“ en slíkir samningar snúast fyrst og fremst um að tryggja pólitísk og efnahagsleg áhrif þess í viðkomandi löndum. Viðskiptahlutinn er einungis liður í því. Vilja fríverzlunarsamning í staðinn fyrir EES Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu með eða á móti í annarri skoðanakönnun Sentio fyrir Nei til EU á dögunum voru hlynntir því að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning við Evrópusambandið. Kannanir í Noregi hafa einnig sýnt meirihluta fyrir því að haldið verði þjóðaratkvæði um aðildina að samningnum. Þá hafa allar kannanir frá 2005 sýnt meirihluta andvígan inngöngu í sambandið. Hvorki kjósendur í Noregi né hér á landi voru inntir álits á aðildinni að EES-samningnum í þjóðaratkvæði þegar hún stóð fyrir dyrum fyrir 30 árum síðan. Skoðanakannanir hér á landi á þeim tíma bentu til þess að samningnum yrði mögulega hafnað. Safnað var yfir 34 þúsund undirskriftum með gamla laginu, á pappír, þar sem skorað var á stjórnvöld og síðan forseta Íslands að setja málið í þjóðaratkvæði en við því var ekki orðið. Til stóð að EFTA-ríkið Sviss gerðist einnig aðili að EES-samningnum en svissneskir kjósendur höfnuðu því hins vegar í þjóðaratkvæði. Fyrir vikið sömdu þarlend stjórnvöld um tvíhliða samninga við Evrópusambandið um viðskipti og önnur tengsl. Bretar höfnuðu einnig áframhaldandi aðild að EES-samningnum þegar þeir yfirgáfu Evrópusambandið og sömdu þess í stað um víðtækan fríverzlunarsamning við sambandið. Þegar skipt EES út fyrir fríverzlunarsamning Mjög langur vegur er frá því að ríki bíði í röðum eftir því að gera samninga við Evrópusambandið í anda EES-samningsins. Ráðamenn sambandsins reyndu ítrekað að fá bæði Sviss og Bretland til þess en án árangurs. Þvert á móti kjósa ríki heimsins allajafna víðtæka fríverzlunarsamninga þegar þau semja um viðskipti sín á milli. Þar á meðal og ekki hvað sízt stærstu efnahagsveldin með sína miklu viðskiptahagsmuni. Við Íslendingar erum í öllum meginatriðum í sömu stöðu og Norðmenn hvað EES-samninginn varðar. Stöðugt eru gerðar meiri kröfur um framsal valds yfir íslenzkum málum vegna aðildar Íslands að samningnum í gegnum sífellt meira íþyngjandi regluverk frá Evrópusambandinu. Tímabært er að skipta honum úr fyrir nútímalegan víðtækan fríverzlunarsamning. Þá annað hvort sjálfstætt eða í samfloti með hinum EFTA-ríkjunum. Við höfum ásamt Norðmönnum þegar látið reyna á það að semja um víðtækan fríverzlunarsamning í stað EES-samningsins. Við Bretland, annað stærsta viðskiptalands Íslands á eftir Bandaríkjunum og stærsta viðskiptaland Noregs, án þess að neitt færi á hliðina og án þess að ríkin tvö hafi þurft að framselja vald yfir eigin málum í vaxandi mæli í gegnum upptöku á íþyngjandi regluverki líkt og í tilfelli EES-samningsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar