Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson skrifar 25. mars 2024 14:00 Allmikil umræða hefur skapast um vilja stjórnenda Landsbanka Íslands til að endurvekja Brunabótafélag Íslands í endurnýjaðri mynd með kaupum á Tryggingamiðstöðinni,TM. Eins og vant er hafa allir aðilar máls mundað fingurinn og benda sem ákafast hver á annan. Fer nú fram hefðbundin umræða um hver vissi hvað hvenær. Sökudólgaleit er einnig í fullum gangi í fjölmiðlum. Færri sögum fer ennþá af umboði stjórnenda Landsbankans til kaupanna sem hljóta að teljast meiriháttar fjármálagerningur. Einnig er uppi óvissa um hugsanlegan kostnað af því ef kaupunum verður rift. Kaup bankans á TM er enn eitt dæmið um gerninga embættismanna og starfsmanna ríkisins sem hafa takmarkað umboð. Því fer fjarri að þetta sé í fyrsta sinn sem meðferð Landsbankans á opinberum fjármunum orkar tvímælis. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 2016 um ráðstöfun bankans á ríkiseignum árin 2010 til 2016 kom fram áfellisdómur um framgöngu bankans og einstakra starfsmanna hans. Í skýrslunni voru gerðar fjöldi athugasemda við ráðstöfun bankans á verðmætum í eigu ríkisins. Þar má m.a. nefna sölu á hlut ríkisins í Borgun og Valitor svo dæmi séu nefnd. Í ljós kom síðar að salan á Borgun og Valitor hjó nærri þjóðaröryggi Íslands eins og lesa má í skýrslu Seðlabankans frá 2016. Unnið er að því að koma á ný á laggirnar íslenskum færsluhirði reyndar á hraða snigils því ríkisstjórnin ræður för. Í kjölfar útkomu skýrslu Ríkiendurskoðunar um Landsbankann árið 2016 sagði þáverandi stjórn Landsbankans af sér í heilu lagi og bankastjórinn hrökklaðist úr starfi. Gáleysisleg meðferð bankans á fjármunum í eigu almennings hélt áfram þrátt fyrir áður nefndar breytingar á yfirstjórn bankans. Fyrir rúmum tíu árum heyrðist af fyrirætlan bankans um að reisa nýjar höfuðstöðvar á dýrustu lóð á Íslandi. Um svipað leyti tók bankinn níu milljarða að láni hjá Norræna Fjárfestingarbankanum. Allmargir urðu til að gagnrýna áform bankans þar á meðal sá sem hér ritar. Staðsetning og stærð byggingarinnar voru harðlega gagnrýnd. Í stuttu máli rættust flestar hrakspár þeirra sem gagnrýndu bygginguna. Kostnaður við bygginguna fór stórlega fram úr áætlun. Hún reyndist tæplega helmingi of stór fyrir starfsemi bankans og svo fór að ríkissjóður þurfti að hlaupa undir bagga og leysa til sín tæpan helming byggingarinnar. Enn er ónýtt pláss í byggingunni sem rætt hefur verið um að verði leigt á almennum markaði. Það er því ekki einungis á tryggingasviðinu sem ríkisbankinn hyggst hasla sér völl í samkeppni við fyrirtæki á einkamarkaði. Eitt atriði hefur ekki komið til tals í umræðunni um Landsbankann hvorki nú né fyrr en það er sú staðreynd að kjörnir fulltrúar eiga enga aðkomu að eftirliti með bankanum. Þeim er ekki einu sinni hleypt inn á aðalfund bankans með málfrelsi. Það er í hæsta máta óeðlilegt þegar haft er í huga að almenningur á rúm 98 prósent í bankanum. Krafan hlýtur að vera sú að kjörnir fulltrúar sem sitja í umboði eigenda bankans eigi seturétt á hluthafafundum og aðalfundum bankans með málfrelsi. Ekki virðist veita af aðhaldi frá fulltrúum almennings með starfsemi bankans eins og dæmin sanna. Á 151. þingi lagði greinarhöfundur fram fyrirspurn til fjármálaráðherra um kaupendur að íbúðum sem Landsbankinn hirti af fólki eftir hrun. Fyrirspurninni var ekki svarað á þeim forsendum að bankinn væri ekki ríkisfyrirtæki og ekki þjónustufyrirtæki. Stuttu seinna hvarf greinarhöfundur af þingi um sinn og gat því ekki fylgt fyrirspurninni eftir. Nú hefur fjármálaráðherra kveðið uppúr um að bankinn sé vissulega ríkisfyrirtæki og seðlabankastjóri tekið undir. Þetta eru harla góð tíðindi og er því skorað á ráðherrann að svara endurtekinni fyrirspurn um íbúðirnar sem ríkisfyrirtækið hirti af almenningi. Fyrirspurnin er væntanleg eftir páska. Höfundur er um sinn fyrrum þingmaður og situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Miðflokkurinn Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Allmikil umræða hefur skapast um vilja stjórnenda Landsbanka Íslands til að endurvekja Brunabótafélag Íslands í endurnýjaðri mynd með kaupum á Tryggingamiðstöðinni,TM. Eins og vant er hafa allir aðilar máls mundað fingurinn og benda sem ákafast hver á annan. Fer nú fram hefðbundin umræða um hver vissi hvað hvenær. Sökudólgaleit er einnig í fullum gangi í fjölmiðlum. Færri sögum fer ennþá af umboði stjórnenda Landsbankans til kaupanna sem hljóta að teljast meiriháttar fjármálagerningur. Einnig er uppi óvissa um hugsanlegan kostnað af því ef kaupunum verður rift. Kaup bankans á TM er enn eitt dæmið um gerninga embættismanna og starfsmanna ríkisins sem hafa takmarkað umboð. Því fer fjarri að þetta sé í fyrsta sinn sem meðferð Landsbankans á opinberum fjármunum orkar tvímælis. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 2016 um ráðstöfun bankans á ríkiseignum árin 2010 til 2016 kom fram áfellisdómur um framgöngu bankans og einstakra starfsmanna hans. Í skýrslunni voru gerðar fjöldi athugasemda við ráðstöfun bankans á verðmætum í eigu ríkisins. Þar má m.a. nefna sölu á hlut ríkisins í Borgun og Valitor svo dæmi séu nefnd. Í ljós kom síðar að salan á Borgun og Valitor hjó nærri þjóðaröryggi Íslands eins og lesa má í skýrslu Seðlabankans frá 2016. Unnið er að því að koma á ný á laggirnar íslenskum færsluhirði reyndar á hraða snigils því ríkisstjórnin ræður för. Í kjölfar útkomu skýrslu Ríkiendurskoðunar um Landsbankann árið 2016 sagði þáverandi stjórn Landsbankans af sér í heilu lagi og bankastjórinn hrökklaðist úr starfi. Gáleysisleg meðferð bankans á fjármunum í eigu almennings hélt áfram þrátt fyrir áður nefndar breytingar á yfirstjórn bankans. Fyrir rúmum tíu árum heyrðist af fyrirætlan bankans um að reisa nýjar höfuðstöðvar á dýrustu lóð á Íslandi. Um svipað leyti tók bankinn níu milljarða að láni hjá Norræna Fjárfestingarbankanum. Allmargir urðu til að gagnrýna áform bankans þar á meðal sá sem hér ritar. Staðsetning og stærð byggingarinnar voru harðlega gagnrýnd. Í stuttu máli rættust flestar hrakspár þeirra sem gagnrýndu bygginguna. Kostnaður við bygginguna fór stórlega fram úr áætlun. Hún reyndist tæplega helmingi of stór fyrir starfsemi bankans og svo fór að ríkissjóður þurfti að hlaupa undir bagga og leysa til sín tæpan helming byggingarinnar. Enn er ónýtt pláss í byggingunni sem rætt hefur verið um að verði leigt á almennum markaði. Það er því ekki einungis á tryggingasviðinu sem ríkisbankinn hyggst hasla sér völl í samkeppni við fyrirtæki á einkamarkaði. Eitt atriði hefur ekki komið til tals í umræðunni um Landsbankann hvorki nú né fyrr en það er sú staðreynd að kjörnir fulltrúar eiga enga aðkomu að eftirliti með bankanum. Þeim er ekki einu sinni hleypt inn á aðalfund bankans með málfrelsi. Það er í hæsta máta óeðlilegt þegar haft er í huga að almenningur á rúm 98 prósent í bankanum. Krafan hlýtur að vera sú að kjörnir fulltrúar sem sitja í umboði eigenda bankans eigi seturétt á hluthafafundum og aðalfundum bankans með málfrelsi. Ekki virðist veita af aðhaldi frá fulltrúum almennings með starfsemi bankans eins og dæmin sanna. Á 151. þingi lagði greinarhöfundur fram fyrirspurn til fjármálaráðherra um kaupendur að íbúðum sem Landsbankinn hirti af fólki eftir hrun. Fyrirspurninni var ekki svarað á þeim forsendum að bankinn væri ekki ríkisfyrirtæki og ekki þjónustufyrirtæki. Stuttu seinna hvarf greinarhöfundur af þingi um sinn og gat því ekki fylgt fyrirspurninni eftir. Nú hefur fjármálaráðherra kveðið uppúr um að bankinn sé vissulega ríkisfyrirtæki og seðlabankastjóri tekið undir. Þetta eru harla góð tíðindi og er því skorað á ráðherrann að svara endurtekinni fyrirspurn um íbúðirnar sem ríkisfyrirtækið hirti af almenningi. Fyrirspurnin er væntanleg eftir páska. Höfundur er um sinn fyrrum þingmaður og situr í stjórn Miðflokksins.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun