Athugull vegfarandi tók eftir því í gær að leigubifreið var ekið af pilti, sem virðist vera um tíu ára gamall. „Gamli, stoppaðu bílinn!“ kallaði vegfarandinn á piltinn og tók athæfi hans upp. Myndskeiðið má sjá hér að neðan.
Mbl.is hefur eftir eiganda leigubílsins að barnið hafi ekið bílnum í leyfisleysi.
Í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir gærkvöldið og nóttina segir að tilkynnt hafi verið um barn að aka stolinni bifreið í Breiðholti. Málið sé unnið í samstarfi við foreldra og barnaverndaryfirvöld.
Ekki hefur náðst í lögreglu við vinnslu fréttarinnar.