Eru aðgangs- og öryggismál í fjölbýlishúsum í molum? Daníel Árnason skrifar 21. mars 2024 11:30 Það vakti athygli mína á dögunum að í frétt í Morgunblaðinu ráðlagði lögreglan íbúum í fjölbýlishúsum að huga vel að læsingum á geymslum og velja sér aðra staði til að geyma verðmæti. Það hlýtur að vera vond tilfinning að geta ekki geymt muni sína í eigin geymslu! Í lögum um fjöleignarhús er ekki minnst á öryggi eða aðgangsmál í fjöleignarhúsum. Hlutverk og tilgangur húsfélags er m.a. varðveisla sameignar og að stuðla að því að hagnýting séreignar og sameignar sé ávallt með eðlilegum hætti. Undir ábyrgðarsvið húsfélags falla því sameignarrými innanhúss, tæknirými, s.s. hitakerfi, rafkerfi og fjarskiptakerfi og einnig lóð og bílastæði. Heimilið er griðastaður Í tölfræði frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að skráð innbrot í hverjum mánuði eru að jafnaði 20 - 60 talsins. Innbrot eru því miður allt of algeng og þau sem fyrir því verða fyllast bæði ónotatilfinningu og óöryggi. Við vitum líka að sú röskun sem fylgir innbrotum hefur slæm áhrif á andlega heilsu margra. Með breyttri samfélagsgerð, vaxandi fjölda íbúða í fjölbýli og ólíkri flóru eigenda, er nauðsynlegt að gera ráðstafanir sem tryggja varðveislu eigna og öryggi íbúa. Reynslan sýnir að helstu innbrotaleiðir í fjölbýlishús eru bílageymslur, gluggar og sameignarhurðir. Á fjölmörgum aðalfundum húsfélaga sem eru í þjónustu hjá okkur, ekki síst í nýlegum húsum, kemur þessi umræða upp. Hverjir eru með lykla að sameigninni? Er til yfirlit yfir lykla í umferð? Hvaða lausnir eru í boði? Við vitum að í meðalstóru fjöleignarhúsi er fjöldi fólks með aðgang eða lykil að sameignarrýmum. Það er hins vegar undir hælinn lagt hvort haldin er örugg skrá yfir aðgangslykla í umferð og þá sem hafa aðgangslykil eða annað auðkenni. Aðgangs- og öryggismál komin á dagskrá Hjá fyrirtækjum og stofnunum eru aðgangs- og öryggismál í vaxandi mæli sett í forgang vegna hættu á umgangi óviðkomandi eða óboðinna gesta. Vaxandi fjöldi húsfélaga hefur einnig sett aðgangs- og öryggismál á dagskrá og jafnvel fjárfest í dýrum búnaði. Það er töluvert um að húsfélög leiti til okkar um aðstoð við umsjón og rekstur slíkra kerfa sem eru flókin; bæði í samanburði tilboða, uppsetningu og ekki síður í umsjón og rekstri. Það þarf að ramma þetta ferli vel inn ef húsfélög vilja feta þessa leið. Við bjóðum hlutlausa úttekt og skýrslu, ásamt verðkönnun og eftirliti með uppsetningu, sem og rekstur og umsjón, ef húsfélög vilja fara alla leið í þessum málum og nýta sér faglega ráðgjöf og traust utanumhald. Höfundur er framkvæmdastjóri Eignaumsjónar hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það vakti athygli mína á dögunum að í frétt í Morgunblaðinu ráðlagði lögreglan íbúum í fjölbýlishúsum að huga vel að læsingum á geymslum og velja sér aðra staði til að geyma verðmæti. Það hlýtur að vera vond tilfinning að geta ekki geymt muni sína í eigin geymslu! Í lögum um fjöleignarhús er ekki minnst á öryggi eða aðgangsmál í fjöleignarhúsum. Hlutverk og tilgangur húsfélags er m.a. varðveisla sameignar og að stuðla að því að hagnýting séreignar og sameignar sé ávallt með eðlilegum hætti. Undir ábyrgðarsvið húsfélags falla því sameignarrými innanhúss, tæknirými, s.s. hitakerfi, rafkerfi og fjarskiptakerfi og einnig lóð og bílastæði. Heimilið er griðastaður Í tölfræði frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að skráð innbrot í hverjum mánuði eru að jafnaði 20 - 60 talsins. Innbrot eru því miður allt of algeng og þau sem fyrir því verða fyllast bæði ónotatilfinningu og óöryggi. Við vitum líka að sú röskun sem fylgir innbrotum hefur slæm áhrif á andlega heilsu margra. Með breyttri samfélagsgerð, vaxandi fjölda íbúða í fjölbýli og ólíkri flóru eigenda, er nauðsynlegt að gera ráðstafanir sem tryggja varðveislu eigna og öryggi íbúa. Reynslan sýnir að helstu innbrotaleiðir í fjölbýlishús eru bílageymslur, gluggar og sameignarhurðir. Á fjölmörgum aðalfundum húsfélaga sem eru í þjónustu hjá okkur, ekki síst í nýlegum húsum, kemur þessi umræða upp. Hverjir eru með lykla að sameigninni? Er til yfirlit yfir lykla í umferð? Hvaða lausnir eru í boði? Við vitum að í meðalstóru fjöleignarhúsi er fjöldi fólks með aðgang eða lykil að sameignarrýmum. Það er hins vegar undir hælinn lagt hvort haldin er örugg skrá yfir aðgangslykla í umferð og þá sem hafa aðgangslykil eða annað auðkenni. Aðgangs- og öryggismál komin á dagskrá Hjá fyrirtækjum og stofnunum eru aðgangs- og öryggismál í vaxandi mæli sett í forgang vegna hættu á umgangi óviðkomandi eða óboðinna gesta. Vaxandi fjöldi húsfélaga hefur einnig sett aðgangs- og öryggismál á dagskrá og jafnvel fjárfest í dýrum búnaði. Það er töluvert um að húsfélög leiti til okkar um aðstoð við umsjón og rekstur slíkra kerfa sem eru flókin; bæði í samanburði tilboða, uppsetningu og ekki síður í umsjón og rekstri. Það þarf að ramma þetta ferli vel inn ef húsfélög vilja feta þessa leið. Við bjóðum hlutlausa úttekt og skýrslu, ásamt verðkönnun og eftirliti með uppsetningu, sem og rekstur og umsjón, ef húsfélög vilja fara alla leið í þessum málum og nýta sér faglega ráðgjöf og traust utanumhald. Höfundur er framkvæmdastjóri Eignaumsjónar hf.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun