Eru aðgangs- og öryggismál í fjölbýlishúsum í molum? Daníel Árnason skrifar 21. mars 2024 11:30 Það vakti athygli mína á dögunum að í frétt í Morgunblaðinu ráðlagði lögreglan íbúum í fjölbýlishúsum að huga vel að læsingum á geymslum og velja sér aðra staði til að geyma verðmæti. Það hlýtur að vera vond tilfinning að geta ekki geymt muni sína í eigin geymslu! Í lögum um fjöleignarhús er ekki minnst á öryggi eða aðgangsmál í fjöleignarhúsum. Hlutverk og tilgangur húsfélags er m.a. varðveisla sameignar og að stuðla að því að hagnýting séreignar og sameignar sé ávallt með eðlilegum hætti. Undir ábyrgðarsvið húsfélags falla því sameignarrými innanhúss, tæknirými, s.s. hitakerfi, rafkerfi og fjarskiptakerfi og einnig lóð og bílastæði. Heimilið er griðastaður Í tölfræði frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að skráð innbrot í hverjum mánuði eru að jafnaði 20 - 60 talsins. Innbrot eru því miður allt of algeng og þau sem fyrir því verða fyllast bæði ónotatilfinningu og óöryggi. Við vitum líka að sú röskun sem fylgir innbrotum hefur slæm áhrif á andlega heilsu margra. Með breyttri samfélagsgerð, vaxandi fjölda íbúða í fjölbýli og ólíkri flóru eigenda, er nauðsynlegt að gera ráðstafanir sem tryggja varðveislu eigna og öryggi íbúa. Reynslan sýnir að helstu innbrotaleiðir í fjölbýlishús eru bílageymslur, gluggar og sameignarhurðir. Á fjölmörgum aðalfundum húsfélaga sem eru í þjónustu hjá okkur, ekki síst í nýlegum húsum, kemur þessi umræða upp. Hverjir eru með lykla að sameigninni? Er til yfirlit yfir lykla í umferð? Hvaða lausnir eru í boði? Við vitum að í meðalstóru fjöleignarhúsi er fjöldi fólks með aðgang eða lykil að sameignarrýmum. Það er hins vegar undir hælinn lagt hvort haldin er örugg skrá yfir aðgangslykla í umferð og þá sem hafa aðgangslykil eða annað auðkenni. Aðgangs- og öryggismál komin á dagskrá Hjá fyrirtækjum og stofnunum eru aðgangs- og öryggismál í vaxandi mæli sett í forgang vegna hættu á umgangi óviðkomandi eða óboðinna gesta. Vaxandi fjöldi húsfélaga hefur einnig sett aðgangs- og öryggismál á dagskrá og jafnvel fjárfest í dýrum búnaði. Það er töluvert um að húsfélög leiti til okkar um aðstoð við umsjón og rekstur slíkra kerfa sem eru flókin; bæði í samanburði tilboða, uppsetningu og ekki síður í umsjón og rekstri. Það þarf að ramma þetta ferli vel inn ef húsfélög vilja feta þessa leið. Við bjóðum hlutlausa úttekt og skýrslu, ásamt verðkönnun og eftirliti með uppsetningu, sem og rekstur og umsjón, ef húsfélög vilja fara alla leið í þessum málum og nýta sér faglega ráðgjöf og traust utanumhald. Höfundur er framkvæmdastjóri Eignaumsjónar hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það vakti athygli mína á dögunum að í frétt í Morgunblaðinu ráðlagði lögreglan íbúum í fjölbýlishúsum að huga vel að læsingum á geymslum og velja sér aðra staði til að geyma verðmæti. Það hlýtur að vera vond tilfinning að geta ekki geymt muni sína í eigin geymslu! Í lögum um fjöleignarhús er ekki minnst á öryggi eða aðgangsmál í fjöleignarhúsum. Hlutverk og tilgangur húsfélags er m.a. varðveisla sameignar og að stuðla að því að hagnýting séreignar og sameignar sé ávallt með eðlilegum hætti. Undir ábyrgðarsvið húsfélags falla því sameignarrými innanhúss, tæknirými, s.s. hitakerfi, rafkerfi og fjarskiptakerfi og einnig lóð og bílastæði. Heimilið er griðastaður Í tölfræði frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að skráð innbrot í hverjum mánuði eru að jafnaði 20 - 60 talsins. Innbrot eru því miður allt of algeng og þau sem fyrir því verða fyllast bæði ónotatilfinningu og óöryggi. Við vitum líka að sú röskun sem fylgir innbrotum hefur slæm áhrif á andlega heilsu margra. Með breyttri samfélagsgerð, vaxandi fjölda íbúða í fjölbýli og ólíkri flóru eigenda, er nauðsynlegt að gera ráðstafanir sem tryggja varðveislu eigna og öryggi íbúa. Reynslan sýnir að helstu innbrotaleiðir í fjölbýlishús eru bílageymslur, gluggar og sameignarhurðir. Á fjölmörgum aðalfundum húsfélaga sem eru í þjónustu hjá okkur, ekki síst í nýlegum húsum, kemur þessi umræða upp. Hverjir eru með lykla að sameigninni? Er til yfirlit yfir lykla í umferð? Hvaða lausnir eru í boði? Við vitum að í meðalstóru fjöleignarhúsi er fjöldi fólks með aðgang eða lykil að sameignarrýmum. Það er hins vegar undir hælinn lagt hvort haldin er örugg skrá yfir aðgangslykla í umferð og þá sem hafa aðgangslykil eða annað auðkenni. Aðgangs- og öryggismál komin á dagskrá Hjá fyrirtækjum og stofnunum eru aðgangs- og öryggismál í vaxandi mæli sett í forgang vegna hættu á umgangi óviðkomandi eða óboðinna gesta. Vaxandi fjöldi húsfélaga hefur einnig sett aðgangs- og öryggismál á dagskrá og jafnvel fjárfest í dýrum búnaði. Það er töluvert um að húsfélög leiti til okkar um aðstoð við umsjón og rekstur slíkra kerfa sem eru flókin; bæði í samanburði tilboða, uppsetningu og ekki síður í umsjón og rekstri. Það þarf að ramma þetta ferli vel inn ef húsfélög vilja feta þessa leið. Við bjóðum hlutlausa úttekt og skýrslu, ásamt verðkönnun og eftirliti með uppsetningu, sem og rekstur og umsjón, ef húsfélög vilja fara alla leið í þessum málum og nýta sér faglega ráðgjöf og traust utanumhald. Höfundur er framkvæmdastjóri Eignaumsjónar hf.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar