Dagur Norðurlandanna – fögnum mergjuðum árangri! Hrannar Björn Arnarsson og Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir skrifa 21. mars 2024 08:00 Norrænt samstarf er alveg magnað fyrirbæri. Við tökum því flest sem sjálfsögðu og gefnu og tölum nánast aldrei um það. Það bara er þarna og það er gott. Soldið eins og amma eða afi. Og sannarlega er það gott og gengur að mörgu leyti vel, svo engann þarf að undra að stuðningur almennings sé nær órofa, í öllum þeim átta löndum sem að því koma. Ekkert alþjóðlegt samstarf nýtur í raun meiri stuðning i veröldinni og víða um heim horfa þjóðir öfundaraugum til Norðurlandanna að þessu leyti. Norræna fjölskyldan Það er heldur ekkert smá afrek að hafa á nokkrum mannsöldrum, náð að færa þessar átta þjóðir saman í eina fjölskyldu, þjóðir sem áður bárust á banaspjótum, rændu og ruppluðu, kúguðu og misnotuðu og háðu stríð hver við aðra, oftar en nokkrar aðrar grannþjóðir í veröldinni. Það eru vissulega meira en tvö hundruð ár síðan vopnum var síðast beitt í erjum þessarar þjóða, en alla síðustu öld hafa þær staðið í margskonar átökum hver við aðra, ekki síst tengdum sjálfstæðiskröfum og sjálfsstjórn – og standa þau átök í raun enn innan norrænu fjölskyldunnar. Vegna norræns samstarfs og hugsjónarinnar um vinarþel og samstöðu þessara átta þjóða, hefur okkur auðnast að vinna úr okkar málum, betur en flestar aðrar þjóðir í svipaðri stöðu. Hörmungarnar sem við fylgjumst nú með í Palestínu og Úkraínu eru m.a. til vitnis um það. Samfélög í forystu Ávinningurinn af norrænu samstarfi verður seint ofmetinn. Eftir að samstarf Norðurlandanna hófst fyrir alvöru hafa þau verið nánast samstíga í allri samfélagsþróun. Hvort sem er horft er til efnahaglegs vaxtar, uppbyggingu innviða, mannréttinda, félagsleg réttlætis, öryggis borgaranna eða trausts eru norrænu samfélögin í forystu á heimsvísu. Árangurinn er í raun lyginni líkastur. Meira norrænt samstarf Á degi Norðurlandanna er okkur öllum hollt að hugsa hlýtt til norræns samstarfs. Auðvitað ættum við að gera það á hverjum degi og leggja okkar af mörkum til að hlúa að því og efla. Norrænt samstarf og allur þess ávinningur er enda hvorki gefið né sjálfsagt og nú er það í okkar höndum að ákveða framhaldið. Viljum við byggja á ótrúlegum árangri liðinna áratuga og stíga enn frekari skref með okkar norrænu fjölskyldu eða sjá menn aðrar heillavænlegri leiðir? Í mínum huga og Norræna félagsins er svarið skýrt. Við þurfum mun meira norrænt samstarf og róttæk skref í samþættingu norrænu landanna. Eigi markmið norrænu ríkjanna um að Norðurlöndin verða samþættasta svæði veraldar árið 2030, að verða að veruleika, er sannarlega ekki eftir neinu að bíða. Hrannar Björn Arnarsson, formaður Norræna félagsins.Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir varaformaður Norræna félagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurlandaráð Utanríkismál Hrannar Björn Arnarsson Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Norrænt samstarf er alveg magnað fyrirbæri. Við tökum því flest sem sjálfsögðu og gefnu og tölum nánast aldrei um það. Það bara er þarna og það er gott. Soldið eins og amma eða afi. Og sannarlega er það gott og gengur að mörgu leyti vel, svo engann þarf að undra að stuðningur almennings sé nær órofa, í öllum þeim átta löndum sem að því koma. Ekkert alþjóðlegt samstarf nýtur í raun meiri stuðning i veröldinni og víða um heim horfa þjóðir öfundaraugum til Norðurlandanna að þessu leyti. Norræna fjölskyldan Það er heldur ekkert smá afrek að hafa á nokkrum mannsöldrum, náð að færa þessar átta þjóðir saman í eina fjölskyldu, þjóðir sem áður bárust á banaspjótum, rændu og ruppluðu, kúguðu og misnotuðu og háðu stríð hver við aðra, oftar en nokkrar aðrar grannþjóðir í veröldinni. Það eru vissulega meira en tvö hundruð ár síðan vopnum var síðast beitt í erjum þessarar þjóða, en alla síðustu öld hafa þær staðið í margskonar átökum hver við aðra, ekki síst tengdum sjálfstæðiskröfum og sjálfsstjórn – og standa þau átök í raun enn innan norrænu fjölskyldunnar. Vegna norræns samstarfs og hugsjónarinnar um vinarþel og samstöðu þessara átta þjóða, hefur okkur auðnast að vinna úr okkar málum, betur en flestar aðrar þjóðir í svipaðri stöðu. Hörmungarnar sem við fylgjumst nú með í Palestínu og Úkraínu eru m.a. til vitnis um það. Samfélög í forystu Ávinningurinn af norrænu samstarfi verður seint ofmetinn. Eftir að samstarf Norðurlandanna hófst fyrir alvöru hafa þau verið nánast samstíga í allri samfélagsþróun. Hvort sem er horft er til efnahaglegs vaxtar, uppbyggingu innviða, mannréttinda, félagsleg réttlætis, öryggis borgaranna eða trausts eru norrænu samfélögin í forystu á heimsvísu. Árangurinn er í raun lyginni líkastur. Meira norrænt samstarf Á degi Norðurlandanna er okkur öllum hollt að hugsa hlýtt til norræns samstarfs. Auðvitað ættum við að gera það á hverjum degi og leggja okkar af mörkum til að hlúa að því og efla. Norrænt samstarf og allur þess ávinningur er enda hvorki gefið né sjálfsagt og nú er það í okkar höndum að ákveða framhaldið. Viljum við byggja á ótrúlegum árangri liðinna áratuga og stíga enn frekari skref með okkar norrænu fjölskyldu eða sjá menn aðrar heillavænlegri leiðir? Í mínum huga og Norræna félagsins er svarið skýrt. Við þurfum mun meira norrænt samstarf og róttæk skref í samþættingu norrænu landanna. Eigi markmið norrænu ríkjanna um að Norðurlöndin verða samþættasta svæði veraldar árið 2030, að verða að veruleika, er sannarlega ekki eftir neinu að bíða. Hrannar Björn Arnarsson, formaður Norræna félagsins.Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir varaformaður Norræna félagsins.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar