Dagur Norðurlandanna – fögnum mergjuðum árangri! Hrannar Björn Arnarsson og Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir skrifa 21. mars 2024 08:00 Norrænt samstarf er alveg magnað fyrirbæri. Við tökum því flest sem sjálfsögðu og gefnu og tölum nánast aldrei um það. Það bara er þarna og það er gott. Soldið eins og amma eða afi. Og sannarlega er það gott og gengur að mörgu leyti vel, svo engann þarf að undra að stuðningur almennings sé nær órofa, í öllum þeim átta löndum sem að því koma. Ekkert alþjóðlegt samstarf nýtur í raun meiri stuðning i veröldinni og víða um heim horfa þjóðir öfundaraugum til Norðurlandanna að þessu leyti. Norræna fjölskyldan Það er heldur ekkert smá afrek að hafa á nokkrum mannsöldrum, náð að færa þessar átta þjóðir saman í eina fjölskyldu, þjóðir sem áður bárust á banaspjótum, rændu og ruppluðu, kúguðu og misnotuðu og háðu stríð hver við aðra, oftar en nokkrar aðrar grannþjóðir í veröldinni. Það eru vissulega meira en tvö hundruð ár síðan vopnum var síðast beitt í erjum þessarar þjóða, en alla síðustu öld hafa þær staðið í margskonar átökum hver við aðra, ekki síst tengdum sjálfstæðiskröfum og sjálfsstjórn – og standa þau átök í raun enn innan norrænu fjölskyldunnar. Vegna norræns samstarfs og hugsjónarinnar um vinarþel og samstöðu þessara átta þjóða, hefur okkur auðnast að vinna úr okkar málum, betur en flestar aðrar þjóðir í svipaðri stöðu. Hörmungarnar sem við fylgjumst nú með í Palestínu og Úkraínu eru m.a. til vitnis um það. Samfélög í forystu Ávinningurinn af norrænu samstarfi verður seint ofmetinn. Eftir að samstarf Norðurlandanna hófst fyrir alvöru hafa þau verið nánast samstíga í allri samfélagsþróun. Hvort sem er horft er til efnahaglegs vaxtar, uppbyggingu innviða, mannréttinda, félagsleg réttlætis, öryggis borgaranna eða trausts eru norrænu samfélögin í forystu á heimsvísu. Árangurinn er í raun lyginni líkastur. Meira norrænt samstarf Á degi Norðurlandanna er okkur öllum hollt að hugsa hlýtt til norræns samstarfs. Auðvitað ættum við að gera það á hverjum degi og leggja okkar af mörkum til að hlúa að því og efla. Norrænt samstarf og allur þess ávinningur er enda hvorki gefið né sjálfsagt og nú er það í okkar höndum að ákveða framhaldið. Viljum við byggja á ótrúlegum árangri liðinna áratuga og stíga enn frekari skref með okkar norrænu fjölskyldu eða sjá menn aðrar heillavænlegri leiðir? Í mínum huga og Norræna félagsins er svarið skýrt. Við þurfum mun meira norrænt samstarf og róttæk skref í samþættingu norrænu landanna. Eigi markmið norrænu ríkjanna um að Norðurlöndin verða samþættasta svæði veraldar árið 2030, að verða að veruleika, er sannarlega ekki eftir neinu að bíða. Hrannar Björn Arnarsson, formaður Norræna félagsins.Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir varaformaður Norræna félagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurlandaráð Utanríkismál Hrannar Björn Arnarsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Norrænt samstarf er alveg magnað fyrirbæri. Við tökum því flest sem sjálfsögðu og gefnu og tölum nánast aldrei um það. Það bara er þarna og það er gott. Soldið eins og amma eða afi. Og sannarlega er það gott og gengur að mörgu leyti vel, svo engann þarf að undra að stuðningur almennings sé nær órofa, í öllum þeim átta löndum sem að því koma. Ekkert alþjóðlegt samstarf nýtur í raun meiri stuðning i veröldinni og víða um heim horfa þjóðir öfundaraugum til Norðurlandanna að þessu leyti. Norræna fjölskyldan Það er heldur ekkert smá afrek að hafa á nokkrum mannsöldrum, náð að færa þessar átta þjóðir saman í eina fjölskyldu, þjóðir sem áður bárust á banaspjótum, rændu og ruppluðu, kúguðu og misnotuðu og háðu stríð hver við aðra, oftar en nokkrar aðrar grannþjóðir í veröldinni. Það eru vissulega meira en tvö hundruð ár síðan vopnum var síðast beitt í erjum þessarar þjóða, en alla síðustu öld hafa þær staðið í margskonar átökum hver við aðra, ekki síst tengdum sjálfstæðiskröfum og sjálfsstjórn – og standa þau átök í raun enn innan norrænu fjölskyldunnar. Vegna norræns samstarfs og hugsjónarinnar um vinarþel og samstöðu þessara átta þjóða, hefur okkur auðnast að vinna úr okkar málum, betur en flestar aðrar þjóðir í svipaðri stöðu. Hörmungarnar sem við fylgjumst nú með í Palestínu og Úkraínu eru m.a. til vitnis um það. Samfélög í forystu Ávinningurinn af norrænu samstarfi verður seint ofmetinn. Eftir að samstarf Norðurlandanna hófst fyrir alvöru hafa þau verið nánast samstíga í allri samfélagsþróun. Hvort sem er horft er til efnahaglegs vaxtar, uppbyggingu innviða, mannréttinda, félagsleg réttlætis, öryggis borgaranna eða trausts eru norrænu samfélögin í forystu á heimsvísu. Árangurinn er í raun lyginni líkastur. Meira norrænt samstarf Á degi Norðurlandanna er okkur öllum hollt að hugsa hlýtt til norræns samstarfs. Auðvitað ættum við að gera það á hverjum degi og leggja okkar af mörkum til að hlúa að því og efla. Norrænt samstarf og allur þess ávinningur er enda hvorki gefið né sjálfsagt og nú er það í okkar höndum að ákveða framhaldið. Viljum við byggja á ótrúlegum árangri liðinna áratuga og stíga enn frekari skref með okkar norrænu fjölskyldu eða sjá menn aðrar heillavænlegri leiðir? Í mínum huga og Norræna félagsins er svarið skýrt. Við þurfum mun meira norrænt samstarf og róttæk skref í samþættingu norrænu landanna. Eigi markmið norrænu ríkjanna um að Norðurlöndin verða samþættasta svæði veraldar árið 2030, að verða að veruleika, er sannarlega ekki eftir neinu að bíða. Hrannar Björn Arnarsson, formaður Norræna félagsins.Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir varaformaður Norræna félagsins.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun