Þreytandi grænþvottur Birgitta Stefánsdóttir skrifar 18. mars 2024 07:30 „Grænt“ - „Náttúrulegt“ - „Vistvænt“ - „Umhverfisvænt“ - „Sjálfbært“ Íslendingar eru mjög meðvitaðir um eigin umhverfisáhrif og flestir gera sitt besta til að versla umhverfisvænna. Seljendur hafa brugðist við þessu með að reyna að lyfta upp vörum sem eru betri kostur fyrir umhverfið og reyna að auðvelda neytendum valið. Þetta getur leitt til grænþvottar sem birtist í óútskýrðum fullyrðingum, röngum upplýsingum eða villandi orðanotkun. Nýleg norræn könnun sýndi fram á að íslenskir neytendur eru farnir að upplifa „græna þreytu“ vegna grænþvottar. Birtingarmyndin er sú að neytendur telja fyrirtæki ýkja hversu umhverfisvænar vörurnar þeirra eru, þeir pirra sig á grænni markaðssetningu sem engin innistæða er fyrir og eiga erfitt með að velja rétt þegar kemur að umhverfisvænni vörum. Dæmi um óskýrt eða villandi orðalag og myndmál. Þetta eru ekki áreiðanleg, óháð umhverfismerki. Umhverfismerkið Svanurinn gefur fyrirtækjum hér góð ráð til að forðast grænþvott: VERA NÁKVÆM Forðist loðið orðalag og hafið í huga að öll framleiðsla hefur í för með sér einhver áhrif á umhverfið svo sem losun gróðurhúsalofttegunda og mengun. Engar vörur eru 100% sjálfbærar! Segið nákvæmlega að hvaða leyti varan er umhverfisvænni en sambærileg vara. Til dæmis „framleitt með 30% minna vatni“ eða „inniheldur ekki hormónaraskandi efni“. VERA VISS UM AÐ SÖNNUNARGÖGNIN SÉU TIL Ef þið segið að varan sé framleidd með 30% minna vatni en sambærileg vara verðið þið að eiga gögn sem sýna fram á og sanna að sú fullyrðing sé rétt. Gögnin þurfa að sýna vatnsnotkun við framleiðslu á ykkar vöru í samanburði við aðra vöru. VERA VISS UM AÐ UPPLÝSINGARNAR EIGI VIÐ Fullyrðingar sem þið setjið fram þurfa að eiga við vöruna sjálfa og skipta máli fyrir heildarumhverfisáhrif hennar. Ef þú ætlar að markaðssetja gallabuxur sem umhverfisvænar er ekki nóg að heimsendingin sé á rafbíl eða að fyrirtækið notist aðeins við rafræna reikninga þar sem slíkt á ekki við um umhverfisáhrif buxnanna sem slíkra. SETJA VÖRUNA Í SAMHENGI VIÐ STÖÐUNA Á MARKAÐNUM Ef þið haldið því fram að varan sé umhverfisvænni en vara keppinautar verður að vera hægt að sýna fram á það (sjá punkt 2) en einnig ætti ekki að nota fullyrðingar í markaðssetningu sem vísa til lágmarksviðmiða samkvæmt lögum. Til dæmis að snyrtivara innihaldi ekki formaldehýð sem hefur verið bannað innan ESB. VERA VARKÁR Í NOTKUN MYNDEFNIS OG LITA Myndmál, lógó og litir geta látið vöruna líta út fyrir að vera umhverfisvænni en þú getur sýnt fram á. Grænt laufblað eða grænn hnöttur á umbúðunum eru líkleg til að fella ykkur í grænþvottaprófinu. Notist frekar við myndmál sem tengist ykkar sérstöðu, til dæmis sem tengist minni vatnsnotkun ef það er umhverfisþátturinn sem gerir vöruna sérstæða. EKKI SPILA Á ÓTTA OG SAMVISKUBIT Ekki notfæra þér þá staðreynd að sumir neytendur hafa miklar áhyggjur af umhverfismálum, ekki ala á ótta. Enginn bjargar heiminum með að kaupa vöruna þína! Það væri betra fyrir umhverfið að kaupa ekkert 🙂 Aftur – verið nákvæm og hreinskilin um að hvaða leyti varan er betra val. KYNNA SÉR REGLUR OG LEIÐBEININGAR Fyrirtæki ættu að kynna sér gildandi lög um auglýsingar, svo sem lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Einnig hafa verið gefnar út leiðbeinandi reglur um auglýsingar og umhverfisvernd þar sem fjallað er sérstaklega um umhverfisfullyrðingar. NOTA TRÚVERÐUGAR VOTTANIR Neytendur bera lítið traust til eigin umhverfisyfirlýsinga fyrirtækja en umtalsvert meira traust til traustverðugra umhverfisvottana eins og Svansins. Sækist eftir óháðri vottun á vöruna ykkar! Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
„Grænt“ - „Náttúrulegt“ - „Vistvænt“ - „Umhverfisvænt“ - „Sjálfbært“ Íslendingar eru mjög meðvitaðir um eigin umhverfisáhrif og flestir gera sitt besta til að versla umhverfisvænna. Seljendur hafa brugðist við þessu með að reyna að lyfta upp vörum sem eru betri kostur fyrir umhverfið og reyna að auðvelda neytendum valið. Þetta getur leitt til grænþvottar sem birtist í óútskýrðum fullyrðingum, röngum upplýsingum eða villandi orðanotkun. Nýleg norræn könnun sýndi fram á að íslenskir neytendur eru farnir að upplifa „græna þreytu“ vegna grænþvottar. Birtingarmyndin er sú að neytendur telja fyrirtæki ýkja hversu umhverfisvænar vörurnar þeirra eru, þeir pirra sig á grænni markaðssetningu sem engin innistæða er fyrir og eiga erfitt með að velja rétt þegar kemur að umhverfisvænni vörum. Dæmi um óskýrt eða villandi orðalag og myndmál. Þetta eru ekki áreiðanleg, óháð umhverfismerki. Umhverfismerkið Svanurinn gefur fyrirtækjum hér góð ráð til að forðast grænþvott: VERA NÁKVÆM Forðist loðið orðalag og hafið í huga að öll framleiðsla hefur í för með sér einhver áhrif á umhverfið svo sem losun gróðurhúsalofttegunda og mengun. Engar vörur eru 100% sjálfbærar! Segið nákvæmlega að hvaða leyti varan er umhverfisvænni en sambærileg vara. Til dæmis „framleitt með 30% minna vatni“ eða „inniheldur ekki hormónaraskandi efni“. VERA VISS UM AÐ SÖNNUNARGÖGNIN SÉU TIL Ef þið segið að varan sé framleidd með 30% minna vatni en sambærileg vara verðið þið að eiga gögn sem sýna fram á og sanna að sú fullyrðing sé rétt. Gögnin þurfa að sýna vatnsnotkun við framleiðslu á ykkar vöru í samanburði við aðra vöru. VERA VISS UM AÐ UPPLÝSINGARNAR EIGI VIÐ Fullyrðingar sem þið setjið fram þurfa að eiga við vöruna sjálfa og skipta máli fyrir heildarumhverfisáhrif hennar. Ef þú ætlar að markaðssetja gallabuxur sem umhverfisvænar er ekki nóg að heimsendingin sé á rafbíl eða að fyrirtækið notist aðeins við rafræna reikninga þar sem slíkt á ekki við um umhverfisáhrif buxnanna sem slíkra. SETJA VÖRUNA Í SAMHENGI VIÐ STÖÐUNA Á MARKAÐNUM Ef þið haldið því fram að varan sé umhverfisvænni en vara keppinautar verður að vera hægt að sýna fram á það (sjá punkt 2) en einnig ætti ekki að nota fullyrðingar í markaðssetningu sem vísa til lágmarksviðmiða samkvæmt lögum. Til dæmis að snyrtivara innihaldi ekki formaldehýð sem hefur verið bannað innan ESB. VERA VARKÁR Í NOTKUN MYNDEFNIS OG LITA Myndmál, lógó og litir geta látið vöruna líta út fyrir að vera umhverfisvænni en þú getur sýnt fram á. Grænt laufblað eða grænn hnöttur á umbúðunum eru líkleg til að fella ykkur í grænþvottaprófinu. Notist frekar við myndmál sem tengist ykkar sérstöðu, til dæmis sem tengist minni vatnsnotkun ef það er umhverfisþátturinn sem gerir vöruna sérstæða. EKKI SPILA Á ÓTTA OG SAMVISKUBIT Ekki notfæra þér þá staðreynd að sumir neytendur hafa miklar áhyggjur af umhverfismálum, ekki ala á ótta. Enginn bjargar heiminum með að kaupa vöruna þína! Það væri betra fyrir umhverfið að kaupa ekkert 🙂 Aftur – verið nákvæm og hreinskilin um að hvaða leyti varan er betra val. KYNNA SÉR REGLUR OG LEIÐBEININGAR Fyrirtæki ættu að kynna sér gildandi lög um auglýsingar, svo sem lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Einnig hafa verið gefnar út leiðbeinandi reglur um auglýsingar og umhverfisvernd þar sem fjallað er sérstaklega um umhverfisfullyrðingar. NOTA TRÚVERÐUGAR VOTTANIR Neytendur bera lítið traust til eigin umhverfisyfirlýsinga fyrirtækja en umtalsvert meira traust til traustverðugra umhverfisvottana eins og Svansins. Sækist eftir óháðri vottun á vöruna ykkar! Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun