Hungrinu beitt sem vopni segir utanríkismálastjóri ESB Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2024 07:00 Íbúar á Gasa freista þess að ná sér í mat í Rafah. AP/Fatima Shbair Josep Borrell, framkvæmdastjóri utanríkismála hjá Evrópusambandinu, segir hungursneyð beitt eins og vopni á Gasa. Hann segir skort á neyðargögnum á svæðinu „manngerðan harmleik“. Flutningaskip með 200 tonn af matvælum og öðrum neyðargögnum lagði úr höfn í Kýpur í gær en Sameinuðu þjóðirnar segja það ekki koma í staðinn fyrir flutning neyðargagna landleiðina. Þrátt fyrir aukna gagnrýni fjölda ríkja hafa stjórnvöld í Ísrael hins vegar lítið gert til að greiða fyrir aukinni aðstoð við almenna borgara á Gasa og heitið því að halda áfram aðgerðum sínum gegn Hamas. Þau hafna því að vera ábyrg fyrir matarskorti á svæðinu, þar sem þau heimili nú þegar flutning matvæla í gegnum tvö landamærahlið í suðurhluta Gasa. Borrell svaraði þessu þegar hann ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í New York í gær og sagði mannúðarkrísuna mega rekja til þess að það væru ekki fleiri landleiðir til staðar til að flytja gögn inn á Gasa. „Við erum núna að horfa upp á samfélag sem berst fyrir því að lifa af,“ sagði hann. Hann sagði vandann gerðan af mannanna höndum og að ástæða þess að menn væru að leita leiða til að koma neyðargögnum til Gasa sjó- og loftleiðina væri að landleiðinni hefði verið lokað. „Það er verið að nota hungur sem vopn og þegar við fordæmum það þegar það gerist í Úkraínu þá verðum við að nota sömu orð um það sem er að gerast á Gasa,“ sagði Borrell. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að um 576 þúsund manns á Gasa séu við það að búa við hungursneyð. Heilbrigðisráðuneytið á svæðinu segir 27 hafa látist sökum vannæringar og ofþornunar á síðustu tveimur vikum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagðist um helgina gera ráð fyrir að átökin myndu standa yfir allt að tvo mánuði í viðbót; kannski fjórar vikur, kannski sex. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Evrópusambandið Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Flutningaskip með 200 tonn af matvælum og öðrum neyðargögnum lagði úr höfn í Kýpur í gær en Sameinuðu þjóðirnar segja það ekki koma í staðinn fyrir flutning neyðargagna landleiðina. Þrátt fyrir aukna gagnrýni fjölda ríkja hafa stjórnvöld í Ísrael hins vegar lítið gert til að greiða fyrir aukinni aðstoð við almenna borgara á Gasa og heitið því að halda áfram aðgerðum sínum gegn Hamas. Þau hafna því að vera ábyrg fyrir matarskorti á svæðinu, þar sem þau heimili nú þegar flutning matvæla í gegnum tvö landamærahlið í suðurhluta Gasa. Borrell svaraði þessu þegar hann ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í New York í gær og sagði mannúðarkrísuna mega rekja til þess að það væru ekki fleiri landleiðir til staðar til að flytja gögn inn á Gasa. „Við erum núna að horfa upp á samfélag sem berst fyrir því að lifa af,“ sagði hann. Hann sagði vandann gerðan af mannanna höndum og að ástæða þess að menn væru að leita leiða til að koma neyðargögnum til Gasa sjó- og loftleiðina væri að landleiðinni hefði verið lokað. „Það er verið að nota hungur sem vopn og þegar við fordæmum það þegar það gerist í Úkraínu þá verðum við að nota sömu orð um það sem er að gerast á Gasa,“ sagði Borrell. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að um 576 þúsund manns á Gasa séu við það að búa við hungursneyð. Heilbrigðisráðuneytið á svæðinu segir 27 hafa látist sökum vannæringar og ofþornunar á síðustu tveimur vikum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagðist um helgina gera ráð fyrir að átökin myndu standa yfir allt að tvo mánuði í viðbót; kannski fjórar vikur, kannski sex.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Evrópusambandið Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira