Segir íbúa Gasa ekki geta beðið en ítrekar rétt Ísrael til að verja sig Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. mars 2024 09:10 Von der Leyen segir hjálpar þörf núna, íbúar Gasa geti ekki beðið. AP/Jean-Francois Badias Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur kallað eftir tafarlausu mannúðarhléi á átökum á Gasa en jafnframt ítrekað að Ísraelsmenn eigi rétt á því að verja sig gegn Hamas. Von der Leyen sagði á Evrópuþinginu í morgun að íbúar Gasa þyrftu lífsnauðsynlega á því að halda að tafarlaust tímabundið hlé yrði gert á átökum á svæðinu, á meðan samið væri um varanlegt vopnahlé. Þá sagði hún skipið, sem nú er á leiðinni frá Kýpur til Gasa með 200 tonn af matvælum og neyðargögnum innanborðs, afrakstur fordæmalausrar alþjóðlegrar samvinnu. Ástandið á Gasa væri hörmulegra en það hefði nokkrum sinnum verið og á þeim stað að brátt yrði ekki aftur snúið. „Við höfum öll séð fregnir af börnum að deyja úr hungri. Þetta má ekki verða og við þurfum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir það,“ sagði von der Leyen. Hún sagði Evrópusambandið myndu standa við 50 milljón evra fjárveitingu sína til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, að uppfylltum skilyrðum en markmiðið yrði að tryggja að hverri einustu evru væri varið eftir reglum sambandsins og rataði til Palestínumanna í neyð. „Ísrael á að sjálfsögðu rétt á því að verja sig og ráðast gegn Hamas. En það verður ávallt að verja almenna almenna borgara í samræmi við alþjóðalög. Og nú er aðeins ein leið til að koma aftur á ásættanlegu flæði neyðargagna. Íbúar Gasa þarfnast tafarlauss mannúðarhlés sem getur leitt til varanlegs vopnahlés. Og þeir þarfnast þess núna.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Evrópusambandið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Von der Leyen sagði á Evrópuþinginu í morgun að íbúar Gasa þyrftu lífsnauðsynlega á því að halda að tafarlaust tímabundið hlé yrði gert á átökum á svæðinu, á meðan samið væri um varanlegt vopnahlé. Þá sagði hún skipið, sem nú er á leiðinni frá Kýpur til Gasa með 200 tonn af matvælum og neyðargögnum innanborðs, afrakstur fordæmalausrar alþjóðlegrar samvinnu. Ástandið á Gasa væri hörmulegra en það hefði nokkrum sinnum verið og á þeim stað að brátt yrði ekki aftur snúið. „Við höfum öll séð fregnir af börnum að deyja úr hungri. Þetta má ekki verða og við þurfum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir það,“ sagði von der Leyen. Hún sagði Evrópusambandið myndu standa við 50 milljón evra fjárveitingu sína til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, að uppfylltum skilyrðum en markmiðið yrði að tryggja að hverri einustu evru væri varið eftir reglum sambandsins og rataði til Palestínumanna í neyð. „Ísrael á að sjálfsögðu rétt á því að verja sig og ráðast gegn Hamas. En það verður ávallt að verja almenna almenna borgara í samræmi við alþjóðalög. Og nú er aðeins ein leið til að koma aftur á ásættanlegu flæði neyðargagna. Íbúar Gasa þarfnast tafarlauss mannúðarhlés sem getur leitt til varanlegs vopnahlés. Og þeir þarfnast þess núna.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Evrópusambandið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira