Hálft prósent stórverkefna standast áætlun Þórður Víkingur Friðgeirsson skrifar 12. mars 2024 09:31 Ísland er land tækifæranna en einnig land fyrirhugaðra verkefna. Sem dæmi um það má þess geta að í nýlegri frétt frá Innviðaráðuneytinu er sagt frá því að 909 milljarðar eru áætlaðir bara í samgönguverkefni á næstu fimmtán árum. Þá eru ótalin önnur verkefni á vegum hins opinbera og vitanlega öll önnur fjárfestingaverkefni. Fjárfestingar í verkefnum á Íslandi í nánustu framtíð skipta hundruðum og jafnvel þúsundum milljarða. Í sjálfu sér hið besta mál. Fátt heillar meira en metnaðarfull framtíðarsýn sem verður að veruleika og býr í haginn fyrir fólkið í landinu. Við horfum með stolti á stórvirki og frumkvöðla sem búa til verðmætin sem leggja grunninn að velferðarsamfélaginu. Lítið dæmi um þetta eru virkjanirnar við Búrfell sem í hartnær sextíu ár hafa malað gull fyrir land og þjóð. Ísfirskir frumkvöðlar fundu leið til að nota þorskaroð til að græða mannshúð og seldu fyrirtækið sitt fyrir geypifé og svona mætti áfram segja frábærar sögur sem eru okkur öllum hvatning til dáða. Því miður er það samt svo að flestar hugmyndir mistakast að einhverju leyti að minnsta kosti. Stundum er um martraðarkenndan hrylling að ræða. Um allan heim, í hverju landi og í hverri borg má finna dæmi um stórhuga framkvæmdaverkefni sem nú má helst ekki minnast á nema þá helst til að hneyklast eða hlæja að. Raunar er það svo að 92% stórverkefna fara yfir kostnaðaráætlun, yfir tímaáætlun eða hvoru tveggja. Ef bætt er við að standast væntingar viðskiptavinanna reynist hlutfall vel heppnaðra verkefna vera lægra en hálft prósent. Og ekki þarf stórvirki til. Einu má gilda hvort skipuleggja eigi ráðstefnu, hrinda lítilli viðskiptahugmynd í framkvæmd eða klára hefðbundið verkefni á réttum tíma. Líkurnar á að mistakast eru umtalsvert meiri en að standast áætlun. Þekkjum við ekki öll að við gerðum áætlun um að skipta út gömlu eldhúsinnréttingunni eða fórum í langþráð frí og kostnaður fór illa úr böndunum. En af hverju? Í frábærri bók þeirra Dan Gardner og Bent Flybjerg er lýst æviverki þeirra til að skilja eðli stórvirkja (megaprojects). Bókin sem heitir “How Big Things Get Done” ætti að vera skyldulesning fyrir stjórnmálamenn, hönnuði, ráðgjafa, embættismenn, fjárfesta og öll þau sem vilja skilja þá krafta sem skilja milli feigs og ófeigs við undirbúning , skipulagningu og framkvæmd verkefna. Bókin er byggð á áratuga rannsóknum þar sem þúsundir verkefna um allan heim hafa verið krufin til mergjar til að skilja hvað fór úrskeiðis og hvað tókst vel. Hvernig forðumst við hugsanavillur, slæmar ákvarðanir og vanmat sem leiðir til óásættanlegrar niðurstöðu? Hvaða grundvallaatriði þurfa að vera til staðar og í lagi til að verkefni takist vel? Bókin “How Big Things Get Done” er tímamótaverk sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga og tilnefninga sem bók ársins 2023. Má þar nefna útgáfur eins og Financial Times, Economist og CEO Magazine. Dan Gardner og Bent Flyvbjerg eru líklega fremstu sérfræðingar okkar daga þegar kemur að því að ráða okkur Íslendingum heilt um þau miklu og stórhuga verkefni sem bíða handan við hornið. Það eru því mikil og góð tíðindi að sá fyrrnefndi, Dan Gardner, mun stíga á stokk þann 18. apríl næskomandi og ræða þessu mikilvægu mál á IMaR 2024 ráðstefnunni og þann 19. apríl á Degi Verkfræðinnar. Höfundur er lektor við Verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður rannsóknasetursins CORDA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Nýsköpun Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Ísland er land tækifæranna en einnig land fyrirhugaðra verkefna. Sem dæmi um það má þess geta að í nýlegri frétt frá Innviðaráðuneytinu er sagt frá því að 909 milljarðar eru áætlaðir bara í samgönguverkefni á næstu fimmtán árum. Þá eru ótalin önnur verkefni á vegum hins opinbera og vitanlega öll önnur fjárfestingaverkefni. Fjárfestingar í verkefnum á Íslandi í nánustu framtíð skipta hundruðum og jafnvel þúsundum milljarða. Í sjálfu sér hið besta mál. Fátt heillar meira en metnaðarfull framtíðarsýn sem verður að veruleika og býr í haginn fyrir fólkið í landinu. Við horfum með stolti á stórvirki og frumkvöðla sem búa til verðmætin sem leggja grunninn að velferðarsamfélaginu. Lítið dæmi um þetta eru virkjanirnar við Búrfell sem í hartnær sextíu ár hafa malað gull fyrir land og þjóð. Ísfirskir frumkvöðlar fundu leið til að nota þorskaroð til að græða mannshúð og seldu fyrirtækið sitt fyrir geypifé og svona mætti áfram segja frábærar sögur sem eru okkur öllum hvatning til dáða. Því miður er það samt svo að flestar hugmyndir mistakast að einhverju leyti að minnsta kosti. Stundum er um martraðarkenndan hrylling að ræða. Um allan heim, í hverju landi og í hverri borg má finna dæmi um stórhuga framkvæmdaverkefni sem nú má helst ekki minnast á nema þá helst til að hneyklast eða hlæja að. Raunar er það svo að 92% stórverkefna fara yfir kostnaðaráætlun, yfir tímaáætlun eða hvoru tveggja. Ef bætt er við að standast væntingar viðskiptavinanna reynist hlutfall vel heppnaðra verkefna vera lægra en hálft prósent. Og ekki þarf stórvirki til. Einu má gilda hvort skipuleggja eigi ráðstefnu, hrinda lítilli viðskiptahugmynd í framkvæmd eða klára hefðbundið verkefni á réttum tíma. Líkurnar á að mistakast eru umtalsvert meiri en að standast áætlun. Þekkjum við ekki öll að við gerðum áætlun um að skipta út gömlu eldhúsinnréttingunni eða fórum í langþráð frí og kostnaður fór illa úr böndunum. En af hverju? Í frábærri bók þeirra Dan Gardner og Bent Flybjerg er lýst æviverki þeirra til að skilja eðli stórvirkja (megaprojects). Bókin sem heitir “How Big Things Get Done” ætti að vera skyldulesning fyrir stjórnmálamenn, hönnuði, ráðgjafa, embættismenn, fjárfesta og öll þau sem vilja skilja þá krafta sem skilja milli feigs og ófeigs við undirbúning , skipulagningu og framkvæmd verkefna. Bókin er byggð á áratuga rannsóknum þar sem þúsundir verkefna um allan heim hafa verið krufin til mergjar til að skilja hvað fór úrskeiðis og hvað tókst vel. Hvernig forðumst við hugsanavillur, slæmar ákvarðanir og vanmat sem leiðir til óásættanlegrar niðurstöðu? Hvaða grundvallaatriði þurfa að vera til staðar og í lagi til að verkefni takist vel? Bókin “How Big Things Get Done” er tímamótaverk sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga og tilnefninga sem bók ársins 2023. Má þar nefna útgáfur eins og Financial Times, Economist og CEO Magazine. Dan Gardner og Bent Flyvbjerg eru líklega fremstu sérfræðingar okkar daga þegar kemur að því að ráða okkur Íslendingum heilt um þau miklu og stórhuga verkefni sem bíða handan við hornið. Það eru því mikil og góð tíðindi að sá fyrrnefndi, Dan Gardner, mun stíga á stokk þann 18. apríl næskomandi og ræða þessu mikilvægu mál á IMaR 2024 ráðstefnunni og þann 19. apríl á Degi Verkfræðinnar. Höfundur er lektor við Verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður rannsóknasetursins CORDA.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar