Snöggskilnaðir slá í gegn Andrés Ingi Jónsson skrifar 11. mars 2024 17:31 Ást og lögfræði eru ekki alltaf besta blandan. Þannig hefur það lengi verið í hjúskaparlögum að þröskuldurinn til að ganga í hjónaband er frekar lágur, en til að losna úr því hefur þurft að leggja talsvert á sig. Grunnútfærslan hefur verið nokkurs konar reynslutími – skilnaður að borði og sæng – þar sem fólk sem er búið að ákveða að hætta saman þarf að vera gift í hálft ár í viðbót áður en það fær endanlega lögskilnað. Eina leiðin framhjá þessu hefur verið með því að annar aðilinn játi á sig hjúskaparbrot eða ofbeldi. Fyrir tveimur árum samþykkti Alþingi að breyta hjúskaparlögum þannig að það væri jafn lítill reynslutími fyrir því að losna úr hjónabandi og að komast í það. Ef við treystum fullorðnu fólki til að vita hvort það vilji giftast hvort öðru, þá hljótum við að geta treyst því til að meta sjálft hvenær ástareldurinn er slökknaður. Þessi lagabreyting var óvenjuleg vegna þess að hún kom frá stjórnarandstöðunni, tillaga mín um snöggskilnaði fékk að fljóta með frumvarpi Viðreisnar með fleiri leiðum til að einfalda skilnaðarferlið. Staðan er auðvitað sú að fólk ákveður ekki að sækja um skilnað að gamni sínu, heldur að vandlega athuguðu máli þegar þau vita sjálf að hjónabandið er búið. Það er mikill bjarnargreiði að halda fólki föstu saman með skilnaði að borði og sæng, því þar myndast oft aðstæður fyrir öll samskipti að súrna á milli hjónanna þannig að endanlegur lögskilnaður verður erfiðari. Í staðinn hefur fjöldi fólks gripið til þess ráðs að játa á sig hjúskaparbrot án þess að nokkuð slíkt sé til staðar – því það hefur verið besta hraðleiðin í gegnum skilnaðarferlið. Frá 1. júlí á síðasta ári hefur þess ekki þurft, heldur hafa hjón getað fengið skilnað án undanfarandi skilnaðar að borði og sæng. Þau þurfa bara að vera sammála um það og hafa komið sér saman um forsjá fyrir börnum, eignaskiptum og annað praktískt. Og hver er útkoman? Niðurstaðan gæti ekki verið skýrari – það var gríðarleg þörf fyrir snöggskilnaði. Í dag kom fram í svari dómsmálaráðherra að á seinni helmingi ársins 2023 var sótt um 765 hjónaskilnaði. Af þeim völdu 250 hjón skilnað án undanfara. Snöggskilnaðurinn varð fyrir valinu hjá þriðjungi þeirra sem sóttu um að skilja seinni helming síðasta árs. Við megum vera ánægð með að hafa náð í gegnum Alþingi þessari litlu breytingu á hjúskaparlögum sem einfaldar lífið hjá fólki. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Fjölskyldumál Alþingi Píratar Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Ást og lögfræði eru ekki alltaf besta blandan. Þannig hefur það lengi verið í hjúskaparlögum að þröskuldurinn til að ganga í hjónaband er frekar lágur, en til að losna úr því hefur þurft að leggja talsvert á sig. Grunnútfærslan hefur verið nokkurs konar reynslutími – skilnaður að borði og sæng – þar sem fólk sem er búið að ákveða að hætta saman þarf að vera gift í hálft ár í viðbót áður en það fær endanlega lögskilnað. Eina leiðin framhjá þessu hefur verið með því að annar aðilinn játi á sig hjúskaparbrot eða ofbeldi. Fyrir tveimur árum samþykkti Alþingi að breyta hjúskaparlögum þannig að það væri jafn lítill reynslutími fyrir því að losna úr hjónabandi og að komast í það. Ef við treystum fullorðnu fólki til að vita hvort það vilji giftast hvort öðru, þá hljótum við að geta treyst því til að meta sjálft hvenær ástareldurinn er slökknaður. Þessi lagabreyting var óvenjuleg vegna þess að hún kom frá stjórnarandstöðunni, tillaga mín um snöggskilnaði fékk að fljóta með frumvarpi Viðreisnar með fleiri leiðum til að einfalda skilnaðarferlið. Staðan er auðvitað sú að fólk ákveður ekki að sækja um skilnað að gamni sínu, heldur að vandlega athuguðu máli þegar þau vita sjálf að hjónabandið er búið. Það er mikill bjarnargreiði að halda fólki föstu saman með skilnaði að borði og sæng, því þar myndast oft aðstæður fyrir öll samskipti að súrna á milli hjónanna þannig að endanlegur lögskilnaður verður erfiðari. Í staðinn hefur fjöldi fólks gripið til þess ráðs að játa á sig hjúskaparbrot án þess að nokkuð slíkt sé til staðar – því það hefur verið besta hraðleiðin í gegnum skilnaðarferlið. Frá 1. júlí á síðasta ári hefur þess ekki þurft, heldur hafa hjón getað fengið skilnað án undanfarandi skilnaðar að borði og sæng. Þau þurfa bara að vera sammála um það og hafa komið sér saman um forsjá fyrir börnum, eignaskiptum og annað praktískt. Og hver er útkoman? Niðurstaðan gæti ekki verið skýrari – það var gríðarleg þörf fyrir snöggskilnaði. Í dag kom fram í svari dómsmálaráðherra að á seinni helmingi ársins 2023 var sótt um 765 hjónaskilnaði. Af þeim völdu 250 hjón skilnað án undanfara. Snöggskilnaðurinn varð fyrir valinu hjá þriðjungi þeirra sem sóttu um að skilja seinni helming síðasta árs. Við megum vera ánægð með að hafa náð í gegnum Alþingi þessari litlu breytingu á hjúskaparlögum sem einfaldar lífið hjá fólki. Höfundur er þingmaður Pírata.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun