Nauðsynlegar breytingar á útlendingalögum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 4. mars 2024 08:00 Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum vegna hraðrar fjölgunar umsókna um alþjóðlega vernd. Umsóknum hefur fjölgað um 3700% á rúmum áratug og hafa valdið umtalsverðum kostnaði fyrir ríkið, eða um 20 milljörðum króna árið 2023, auk álags á alla okkar innviði. Ég kem til með að mæla fyrir frumvarpi um breytingu á útlendingalögum á Alþingi í dag og það er brýnt að frumvarpið verði að lögum enda ætlum við að ná stjórn á málaflokknum sem tekið hefur hröðum breytingum. Gildandi lög um útlendinga voru samin á árunum 2014-2016 og taka ekki á þessum nýja veruleika. Árið 2012 fór umsóknarfjöldi þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi í fyrsta sinn yfir 100, en þá sóttu 118 einstaklingar um vernd. Árið 2016, þegar lögin voru samþykkt, fór umsóknarfjöldi í fyrsta sinn yfir 1.000 þegar 1.135 sóttu um vernd. Árið 2022 var annað metár þegar 4.519 sóttu um vernd og í fyrra var fjöldinn litlu lægri. Við tökum hlutfallslega á móti langflestum umsækjendum miðað við Norðurlöndin, hvort sem við teljum fjöldaflóttafólk frá Úkraínu með eða ekki. Án Úkraínu tökum við árlega á móti 580 manns á hverja 100 þúsund íbúa en með fólki á fjöldaflótta tökum við á móti 1.200 manns á hverja 100.000 íbúa. Til samanburðar má nefna að, án fjöldaflóttafólks, tekur Danmörk á móti 43 umsóknum á hverja 100 þúsund íbúa, Noregur 75, Svíþjóð 159 og Finnland 84. Það er auðséð að við erum ekki að láta okkar eftir liggja í þessum málaflokki heldur þvert á móti. Það er einnig auðséð að við getum ekki haldið áfram á sömu braut öðruvísi en að það bitni á þeim sem raunverulega hafa þörf á vernd og þeim innviðum sem íslenskt samfélag byggir á. Verndarkerfið er neyðarkerfi Innflytjendur á Íslandi er fjölbreyttur hópur fólks sem hefur flust hingað af ýmsum ástæðum. Um 10% þeirra koma í gegnum verndarkerfið, sem er neyðarkerfi, og flóttamannastöðu fylgja margvísleg félagsleg réttindi sem aðrir innflytjendur njóta ekki. Það er því mikilvægt að rugla ekki málefnum hælisleitenda og flóttamanna saman við málefni annarra innflytjenda. Hafa ber í huga að um er að ræða neyðarkerfi sem ætlað er fólki sem óttast um líf sitt og frelsi. Alþjóðleg vernd er ekki dvalarleyfisflokkur fyrir einstaklinga í leit að betri lífskjörum. Það er því nauðsynlegt að tryggja sem best að þeir einstaklingar sem hingað leita og þarfnast raunverulega verndar fái vandaða og skjóta úrlausn mála sinna. Þannig kemst fólk fyrr út úr umsóknarferlinu og getur aðlagast samfélaginu. Það blasir öllum við að það þarf að gera breytingar og við þurfum að taka þessa stöðu alvarlega. Þess vegna er brýnt að frumvarp mitt um breytingar á útlendingalögum verði samþykkt. Markmið frumvarpsins er þríþætt: Að fækka umsóknum frá einstaklingum sem eru ekki í þörf fyrir alþjóðlega vernd, þ. á m. einstaklingum sem þegar hafa hlotið alþjóðlega vernd í öðru Evrópuríki. Þetta verður gert með breytingum á regluverki en einnig með skýrum skilaboðum stjórnvalda út á við. Auka á skilvirkni í kerfinu. Draga á úr kostnaði vegna málaflokksins. Betri, skýrari og skilvirkari framkvæmd Fyrirhugaðar breytingar á útlendingalögum eru í meginatriðum þessar: Nefndarmönnum í kærunefnd útlendingamála verður fækkað úr sjö í þrjá sem hafa allir starfið að aðalstarfi. Með breytingunum verður kærunefndinni gert kleift að afgreiða kærumál jafnóðum og þannig mæta auknum málafjölda. Breytingin er til þess fallin að tryggja aukna sérþekkingu og viðveru innan nefndarinnar. Fellt verður úr lögunum ákvæði 2. mgr. 36. gr. Um er að ræða séríslenska málsmeðferðarreglu sem þekkist hvergi annars staðar á Norðurlöndunum og gerir stjórnvöldum skylt að kanna sérstakar aðstæður og sérstök tengsl í málum þeirra sem þegar hafa hlotið vernd í öðru Evrópuríki (verndarmál) og málum þar sem heimilt er að krefja annað ríki um að taka við umsækjanda (Dyflinnarmál). Í framkvæmd er það svo að umsóknum sem byggjast á 2. mgr. 36. gr. er hafnað í um 90% tilvika en meðferð þessara mála er bæði þung og tímafrek. Enn fremur dregur umrædd regla til landsins einstaklinga sem hafa þegar fengið vernd í öðrum ríkjum eða jafnvel eru í umsóknarferli. Við höfum séð tilvik þar sem einstaklingar óska eftir vernd á Íslandi, byggt á 2. mgr. 36. gr., eftir að hafa margsinnis fengið höfnun á umsókn sinni í öðru Evrópuríki. Hert verður á skilyrðum til fjölskyldusameiningar. Í fyrirhuguðum breytingum felst að nánustu aðstandendur handhafa viðbótarverndar og mannúðarleyfa öðlist rétt til fjölskyldusameiningar hér á landi þegar handhafinn hefur verið með löglega búsetu hér á landi í tvö ár. Ákveðnar undanþágur eru lagðar til frá þessu tímamarki, þ.e. ef ríkar sanngirnisástæður mæla með því vegna aðkallandi umönnunarsjónarmiða. Gildistími dvalarleyfa breytist. Í megindráttum felst í fyrirhuguðum breytingum að gildistími dvalarleyfa vegna alþjóðlegrar verndar verði styttur úr fjórum árum í þrjú ár og viðbótarverndar úr fjórum árum í tvö ár. Þessar breytingar eru í samræmi við löggjöf annarra Norðurlanda. Tölurnar sýna að á meðan við erum með séríslenskar reglur á skjön við það sem almennt þekkist á Norðurlöndunum virka þær sem aðdráttarafl á umsóknir umfram önnur ríki. Það leiðir til mikils kostnaðar auk þess að málsmeðferðartími á Íslandi er langur vegna gríðarlega mikils fjölda umsókna um alþjóðlega vernd. Við viljum ekki vera eyland á Norðurlöndunum þegar kemur að málefnum hælisleitenda og flóttafólks. Markmiðið með þessum lagabreytingum er að samræma regluverk í málaflokknum við Norðurlöndin enda gengur ekki fyrir lítið land eins og Ísland að hafa rýmra regluverk en aðrir. Með breyttu regluverki náum við best stjórn á málaflokknum, veitum betri þjónustu og stuðlum að jöfnum tækifærum og þátttöku í samfélaginu. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Alþingi Flóttafólk á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum vegna hraðrar fjölgunar umsókna um alþjóðlega vernd. Umsóknum hefur fjölgað um 3700% á rúmum áratug og hafa valdið umtalsverðum kostnaði fyrir ríkið, eða um 20 milljörðum króna árið 2023, auk álags á alla okkar innviði. Ég kem til með að mæla fyrir frumvarpi um breytingu á útlendingalögum á Alþingi í dag og það er brýnt að frumvarpið verði að lögum enda ætlum við að ná stjórn á málaflokknum sem tekið hefur hröðum breytingum. Gildandi lög um útlendinga voru samin á árunum 2014-2016 og taka ekki á þessum nýja veruleika. Árið 2012 fór umsóknarfjöldi þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi í fyrsta sinn yfir 100, en þá sóttu 118 einstaklingar um vernd. Árið 2016, þegar lögin voru samþykkt, fór umsóknarfjöldi í fyrsta sinn yfir 1.000 þegar 1.135 sóttu um vernd. Árið 2022 var annað metár þegar 4.519 sóttu um vernd og í fyrra var fjöldinn litlu lægri. Við tökum hlutfallslega á móti langflestum umsækjendum miðað við Norðurlöndin, hvort sem við teljum fjöldaflóttafólk frá Úkraínu með eða ekki. Án Úkraínu tökum við árlega á móti 580 manns á hverja 100 þúsund íbúa en með fólki á fjöldaflótta tökum við á móti 1.200 manns á hverja 100.000 íbúa. Til samanburðar má nefna að, án fjöldaflóttafólks, tekur Danmörk á móti 43 umsóknum á hverja 100 þúsund íbúa, Noregur 75, Svíþjóð 159 og Finnland 84. Það er auðséð að við erum ekki að láta okkar eftir liggja í þessum málaflokki heldur þvert á móti. Það er einnig auðséð að við getum ekki haldið áfram á sömu braut öðruvísi en að það bitni á þeim sem raunverulega hafa þörf á vernd og þeim innviðum sem íslenskt samfélag byggir á. Verndarkerfið er neyðarkerfi Innflytjendur á Íslandi er fjölbreyttur hópur fólks sem hefur flust hingað af ýmsum ástæðum. Um 10% þeirra koma í gegnum verndarkerfið, sem er neyðarkerfi, og flóttamannastöðu fylgja margvísleg félagsleg réttindi sem aðrir innflytjendur njóta ekki. Það er því mikilvægt að rugla ekki málefnum hælisleitenda og flóttamanna saman við málefni annarra innflytjenda. Hafa ber í huga að um er að ræða neyðarkerfi sem ætlað er fólki sem óttast um líf sitt og frelsi. Alþjóðleg vernd er ekki dvalarleyfisflokkur fyrir einstaklinga í leit að betri lífskjörum. Það er því nauðsynlegt að tryggja sem best að þeir einstaklingar sem hingað leita og þarfnast raunverulega verndar fái vandaða og skjóta úrlausn mála sinna. Þannig kemst fólk fyrr út úr umsóknarferlinu og getur aðlagast samfélaginu. Það blasir öllum við að það þarf að gera breytingar og við þurfum að taka þessa stöðu alvarlega. Þess vegna er brýnt að frumvarp mitt um breytingar á útlendingalögum verði samþykkt. Markmið frumvarpsins er þríþætt: Að fækka umsóknum frá einstaklingum sem eru ekki í þörf fyrir alþjóðlega vernd, þ. á m. einstaklingum sem þegar hafa hlotið alþjóðlega vernd í öðru Evrópuríki. Þetta verður gert með breytingum á regluverki en einnig með skýrum skilaboðum stjórnvalda út á við. Auka á skilvirkni í kerfinu. Draga á úr kostnaði vegna málaflokksins. Betri, skýrari og skilvirkari framkvæmd Fyrirhugaðar breytingar á útlendingalögum eru í meginatriðum þessar: Nefndarmönnum í kærunefnd útlendingamála verður fækkað úr sjö í þrjá sem hafa allir starfið að aðalstarfi. Með breytingunum verður kærunefndinni gert kleift að afgreiða kærumál jafnóðum og þannig mæta auknum málafjölda. Breytingin er til þess fallin að tryggja aukna sérþekkingu og viðveru innan nefndarinnar. Fellt verður úr lögunum ákvæði 2. mgr. 36. gr. Um er að ræða séríslenska málsmeðferðarreglu sem þekkist hvergi annars staðar á Norðurlöndunum og gerir stjórnvöldum skylt að kanna sérstakar aðstæður og sérstök tengsl í málum þeirra sem þegar hafa hlotið vernd í öðru Evrópuríki (verndarmál) og málum þar sem heimilt er að krefja annað ríki um að taka við umsækjanda (Dyflinnarmál). Í framkvæmd er það svo að umsóknum sem byggjast á 2. mgr. 36. gr. er hafnað í um 90% tilvika en meðferð þessara mála er bæði þung og tímafrek. Enn fremur dregur umrædd regla til landsins einstaklinga sem hafa þegar fengið vernd í öðrum ríkjum eða jafnvel eru í umsóknarferli. Við höfum séð tilvik þar sem einstaklingar óska eftir vernd á Íslandi, byggt á 2. mgr. 36. gr., eftir að hafa margsinnis fengið höfnun á umsókn sinni í öðru Evrópuríki. Hert verður á skilyrðum til fjölskyldusameiningar. Í fyrirhuguðum breytingum felst að nánustu aðstandendur handhafa viðbótarverndar og mannúðarleyfa öðlist rétt til fjölskyldusameiningar hér á landi þegar handhafinn hefur verið með löglega búsetu hér á landi í tvö ár. Ákveðnar undanþágur eru lagðar til frá þessu tímamarki, þ.e. ef ríkar sanngirnisástæður mæla með því vegna aðkallandi umönnunarsjónarmiða. Gildistími dvalarleyfa breytist. Í megindráttum felst í fyrirhuguðum breytingum að gildistími dvalarleyfa vegna alþjóðlegrar verndar verði styttur úr fjórum árum í þrjú ár og viðbótarverndar úr fjórum árum í tvö ár. Þessar breytingar eru í samræmi við löggjöf annarra Norðurlanda. Tölurnar sýna að á meðan við erum með séríslenskar reglur á skjön við það sem almennt þekkist á Norðurlöndunum virka þær sem aðdráttarafl á umsóknir umfram önnur ríki. Það leiðir til mikils kostnaðar auk þess að málsmeðferðartími á Íslandi er langur vegna gríðarlega mikils fjölda umsókna um alþjóðlega vernd. Við viljum ekki vera eyland á Norðurlöndunum þegar kemur að málefnum hælisleitenda og flóttafólks. Markmiðið með þessum lagabreytingum er að samræma regluverk í málaflokknum við Norðurlöndin enda gengur ekki fyrir lítið land eins og Ísland að hafa rýmra regluverk en aðrir. Með breyttu regluverki náum við best stjórn á málaflokknum, veitum betri þjónustu og stuðlum að jöfnum tækifærum og þátttöku í samfélaginu. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun