Opin landamæri Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 27. febrúar 2024 07:00 Málefni flóttafólks á Íslandi eru í grunninn frekar einföld, þrátt fyrir tilraunir ýmissa afla til að þyrla upp ryki með ósannindum og upplýsingaóreiðu. Hér verður gerð ein tilraun af mörgum til þess að leiðrétta þrálátar staðreyndavillur í umræðunni. Fullyrðingin: Píratar vilja bara opna landamæri Íslands fyrir öllum. Reyndin: Hvergi í alvarlegri umræðu um útlendinga og flóttafólk er verið að ræða hvort landamæri Íslands eigi að vera opin eða lokuð. Hvergi. Ísland er aðili að Schengen-samningnum. Schengen-samstarfið stýrir landamæraeftirliti aðildarríkjanna, með það að markmiði að landamæravarsla fari aðallega fram á ytri landamærum aðildarríkjanna, á meðan för á milli þeirra sé eins frjáls og hægt er. Allar breytingar á Schengen-samningnum fara fram á samstarfsvettvangi aðildarríkjanna. Fullyrðingin: Ísland ákvað að opna landamærin fyrir flóttafólki frá Úkraínu. Reyndin: Ákveðið var að beita sérstöku ákvæði sem þegar var til staðar í löggjöfinni, um svokallaðan fjöldaflótta, sem flýtir fyrst og fremst fyrir málsmeðferð. Þetta gerði það að verkum að flóttafólk frá Úkraínu fékk sjálfkrafa tímabundið dvalarleyfi. Þessi ákvörðun stytti málsmeðferðartíma umsókna þeirra, en hafði engin áhrif á hversu margir Úkraínumenn gátu komið til landsins eða hversu margir fengu vernd. Hana hefðu þau alltaf fengið á grundvelli annarra ákvæða. Það hefði bara tekið mun lengri tíma hefði ákvæðinu um fjöldaflótta ekki verið beitt. Fullyrðingin: Íslenska ríkið ákvað að loka landamærunum fyrir flóttafólki frá Venesúela. Reyndin: Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að flóttafólk frá Venesúela þyrfti ekki lengur á alþjóðlegri vernd að halda, en sama kærunefnd hafði komist að öndverðri niðurstöðu örfáum árum áður. Þessi niðurstaða kærunefndarinnar hafði augljóslega mikil áhrif á þau sem komu til Íslands á þessu tímabili. Engar breytingar hafa verið gerðar á landamærum Íslands undanfarin ár, ef frá eru taldar breytingar tengdar Schengen-samstarfinu. Þær ákvarðanir sem mest hafa verið til umræðu á Íslandi í málefnum útlendinga og flóttafólks snúa að þeirri stefnu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og Sjálfstæðisflokksins, að skapa tregðu, óöryggi og óþarfar tafir við afgreiðslu umsókna um vernd. Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar kalla á óheyrilega mikið fjármagn til þess eins að skapa neikvæða ímynd af Íslandi þegar kemur að fólki á flótta. Ekkert bendir hins vegar til þess að þær séu að stemma stigu við fjölda þeirra sem hingað leita né bæta kerfið á annan hátt. Þvert á móti. Einu afleiðingarnar af þessari stefnu eru sundrung og óeining í þjóðfélaginu, aukinn kostnaður, hríðversnandi aðstæður fyrir fórnarlömb þessara aðgerða og algjör skortur á inngildingu þess fólks sem þó fær að vera hérna. Ótti og örvænting eru lélegur grundvöllur ákvarðanatöku. Ríkisstjórnin ætti að láta af orðagjálfri og fullyrðingum sem ekki eru á rökum reistar og stuðla frekar að því að ákvarðanataka og umræða um fólk á flótta taki mið af mannlegri reisn og yfirvegun, og séu í samræmi við raunveruleikann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Píratar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Alþingi Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Málefni flóttafólks á Íslandi eru í grunninn frekar einföld, þrátt fyrir tilraunir ýmissa afla til að þyrla upp ryki með ósannindum og upplýsingaóreiðu. Hér verður gerð ein tilraun af mörgum til þess að leiðrétta þrálátar staðreyndavillur í umræðunni. Fullyrðingin: Píratar vilja bara opna landamæri Íslands fyrir öllum. Reyndin: Hvergi í alvarlegri umræðu um útlendinga og flóttafólk er verið að ræða hvort landamæri Íslands eigi að vera opin eða lokuð. Hvergi. Ísland er aðili að Schengen-samningnum. Schengen-samstarfið stýrir landamæraeftirliti aðildarríkjanna, með það að markmiði að landamæravarsla fari aðallega fram á ytri landamærum aðildarríkjanna, á meðan för á milli þeirra sé eins frjáls og hægt er. Allar breytingar á Schengen-samningnum fara fram á samstarfsvettvangi aðildarríkjanna. Fullyrðingin: Ísland ákvað að opna landamærin fyrir flóttafólki frá Úkraínu. Reyndin: Ákveðið var að beita sérstöku ákvæði sem þegar var til staðar í löggjöfinni, um svokallaðan fjöldaflótta, sem flýtir fyrst og fremst fyrir málsmeðferð. Þetta gerði það að verkum að flóttafólk frá Úkraínu fékk sjálfkrafa tímabundið dvalarleyfi. Þessi ákvörðun stytti málsmeðferðartíma umsókna þeirra, en hafði engin áhrif á hversu margir Úkraínumenn gátu komið til landsins eða hversu margir fengu vernd. Hana hefðu þau alltaf fengið á grundvelli annarra ákvæða. Það hefði bara tekið mun lengri tíma hefði ákvæðinu um fjöldaflótta ekki verið beitt. Fullyrðingin: Íslenska ríkið ákvað að loka landamærunum fyrir flóttafólki frá Venesúela. Reyndin: Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að flóttafólk frá Venesúela þyrfti ekki lengur á alþjóðlegri vernd að halda, en sama kærunefnd hafði komist að öndverðri niðurstöðu örfáum árum áður. Þessi niðurstaða kærunefndarinnar hafði augljóslega mikil áhrif á þau sem komu til Íslands á þessu tímabili. Engar breytingar hafa verið gerðar á landamærum Íslands undanfarin ár, ef frá eru taldar breytingar tengdar Schengen-samstarfinu. Þær ákvarðanir sem mest hafa verið til umræðu á Íslandi í málefnum útlendinga og flóttafólks snúa að þeirri stefnu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og Sjálfstæðisflokksins, að skapa tregðu, óöryggi og óþarfar tafir við afgreiðslu umsókna um vernd. Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar kalla á óheyrilega mikið fjármagn til þess eins að skapa neikvæða ímynd af Íslandi þegar kemur að fólki á flótta. Ekkert bendir hins vegar til þess að þær séu að stemma stigu við fjölda þeirra sem hingað leita né bæta kerfið á annan hátt. Þvert á móti. Einu afleiðingarnar af þessari stefnu eru sundrung og óeining í þjóðfélaginu, aukinn kostnaður, hríðversnandi aðstæður fyrir fórnarlömb þessara aðgerða og algjör skortur á inngildingu þess fólks sem þó fær að vera hérna. Ótti og örvænting eru lélegur grundvöllur ákvarðanatöku. Ríkisstjórnin ætti að láta af orðagjálfri og fullyrðingum sem ekki eru á rökum reistar og stuðla frekar að því að ákvarðanataka og umræða um fólk á flótta taki mið af mannlegri reisn og yfirvegun, og séu í samræmi við raunveruleikann.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar