Opin landamæri Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 27. febrúar 2024 07:00 Málefni flóttafólks á Íslandi eru í grunninn frekar einföld, þrátt fyrir tilraunir ýmissa afla til að þyrla upp ryki með ósannindum og upplýsingaóreiðu. Hér verður gerð ein tilraun af mörgum til þess að leiðrétta þrálátar staðreyndavillur í umræðunni. Fullyrðingin: Píratar vilja bara opna landamæri Íslands fyrir öllum. Reyndin: Hvergi í alvarlegri umræðu um útlendinga og flóttafólk er verið að ræða hvort landamæri Íslands eigi að vera opin eða lokuð. Hvergi. Ísland er aðili að Schengen-samningnum. Schengen-samstarfið stýrir landamæraeftirliti aðildarríkjanna, með það að markmiði að landamæravarsla fari aðallega fram á ytri landamærum aðildarríkjanna, á meðan för á milli þeirra sé eins frjáls og hægt er. Allar breytingar á Schengen-samningnum fara fram á samstarfsvettvangi aðildarríkjanna. Fullyrðingin: Ísland ákvað að opna landamærin fyrir flóttafólki frá Úkraínu. Reyndin: Ákveðið var að beita sérstöku ákvæði sem þegar var til staðar í löggjöfinni, um svokallaðan fjöldaflótta, sem flýtir fyrst og fremst fyrir málsmeðferð. Þetta gerði það að verkum að flóttafólk frá Úkraínu fékk sjálfkrafa tímabundið dvalarleyfi. Þessi ákvörðun stytti málsmeðferðartíma umsókna þeirra, en hafði engin áhrif á hversu margir Úkraínumenn gátu komið til landsins eða hversu margir fengu vernd. Hana hefðu þau alltaf fengið á grundvelli annarra ákvæða. Það hefði bara tekið mun lengri tíma hefði ákvæðinu um fjöldaflótta ekki verið beitt. Fullyrðingin: Íslenska ríkið ákvað að loka landamærunum fyrir flóttafólki frá Venesúela. Reyndin: Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að flóttafólk frá Venesúela þyrfti ekki lengur á alþjóðlegri vernd að halda, en sama kærunefnd hafði komist að öndverðri niðurstöðu örfáum árum áður. Þessi niðurstaða kærunefndarinnar hafði augljóslega mikil áhrif á þau sem komu til Íslands á þessu tímabili. Engar breytingar hafa verið gerðar á landamærum Íslands undanfarin ár, ef frá eru taldar breytingar tengdar Schengen-samstarfinu. Þær ákvarðanir sem mest hafa verið til umræðu á Íslandi í málefnum útlendinga og flóttafólks snúa að þeirri stefnu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og Sjálfstæðisflokksins, að skapa tregðu, óöryggi og óþarfar tafir við afgreiðslu umsókna um vernd. Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar kalla á óheyrilega mikið fjármagn til þess eins að skapa neikvæða ímynd af Íslandi þegar kemur að fólki á flótta. Ekkert bendir hins vegar til þess að þær séu að stemma stigu við fjölda þeirra sem hingað leita né bæta kerfið á annan hátt. Þvert á móti. Einu afleiðingarnar af þessari stefnu eru sundrung og óeining í þjóðfélaginu, aukinn kostnaður, hríðversnandi aðstæður fyrir fórnarlömb þessara aðgerða og algjör skortur á inngildingu þess fólks sem þó fær að vera hérna. Ótti og örvænting eru lélegur grundvöllur ákvarðanatöku. Ríkisstjórnin ætti að láta af orðagjálfri og fullyrðingum sem ekki eru á rökum reistar og stuðla frekar að því að ákvarðanataka og umræða um fólk á flótta taki mið af mannlegri reisn og yfirvegun, og séu í samræmi við raunveruleikann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Píratar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Alþingi Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Málefni flóttafólks á Íslandi eru í grunninn frekar einföld, þrátt fyrir tilraunir ýmissa afla til að þyrla upp ryki með ósannindum og upplýsingaóreiðu. Hér verður gerð ein tilraun af mörgum til þess að leiðrétta þrálátar staðreyndavillur í umræðunni. Fullyrðingin: Píratar vilja bara opna landamæri Íslands fyrir öllum. Reyndin: Hvergi í alvarlegri umræðu um útlendinga og flóttafólk er verið að ræða hvort landamæri Íslands eigi að vera opin eða lokuð. Hvergi. Ísland er aðili að Schengen-samningnum. Schengen-samstarfið stýrir landamæraeftirliti aðildarríkjanna, með það að markmiði að landamæravarsla fari aðallega fram á ytri landamærum aðildarríkjanna, á meðan för á milli þeirra sé eins frjáls og hægt er. Allar breytingar á Schengen-samningnum fara fram á samstarfsvettvangi aðildarríkjanna. Fullyrðingin: Ísland ákvað að opna landamærin fyrir flóttafólki frá Úkraínu. Reyndin: Ákveðið var að beita sérstöku ákvæði sem þegar var til staðar í löggjöfinni, um svokallaðan fjöldaflótta, sem flýtir fyrst og fremst fyrir málsmeðferð. Þetta gerði það að verkum að flóttafólk frá Úkraínu fékk sjálfkrafa tímabundið dvalarleyfi. Þessi ákvörðun stytti málsmeðferðartíma umsókna þeirra, en hafði engin áhrif á hversu margir Úkraínumenn gátu komið til landsins eða hversu margir fengu vernd. Hana hefðu þau alltaf fengið á grundvelli annarra ákvæða. Það hefði bara tekið mun lengri tíma hefði ákvæðinu um fjöldaflótta ekki verið beitt. Fullyrðingin: Íslenska ríkið ákvað að loka landamærunum fyrir flóttafólki frá Venesúela. Reyndin: Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að flóttafólk frá Venesúela þyrfti ekki lengur á alþjóðlegri vernd að halda, en sama kærunefnd hafði komist að öndverðri niðurstöðu örfáum árum áður. Þessi niðurstaða kærunefndarinnar hafði augljóslega mikil áhrif á þau sem komu til Íslands á þessu tímabili. Engar breytingar hafa verið gerðar á landamærum Íslands undanfarin ár, ef frá eru taldar breytingar tengdar Schengen-samstarfinu. Þær ákvarðanir sem mest hafa verið til umræðu á Íslandi í málefnum útlendinga og flóttafólks snúa að þeirri stefnu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og Sjálfstæðisflokksins, að skapa tregðu, óöryggi og óþarfar tafir við afgreiðslu umsókna um vernd. Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar kalla á óheyrilega mikið fjármagn til þess eins að skapa neikvæða ímynd af Íslandi þegar kemur að fólki á flótta. Ekkert bendir hins vegar til þess að þær séu að stemma stigu við fjölda þeirra sem hingað leita né bæta kerfið á annan hátt. Þvert á móti. Einu afleiðingarnar af þessari stefnu eru sundrung og óeining í þjóðfélaginu, aukinn kostnaður, hríðversnandi aðstæður fyrir fórnarlömb þessara aðgerða og algjör skortur á inngildingu þess fólks sem þó fær að vera hérna. Ótti og örvænting eru lélegur grundvöllur ákvarðanatöku. Ríkisstjórnin ætti að láta af orðagjálfri og fullyrðingum sem ekki eru á rökum reistar og stuðla frekar að því að ákvarðanataka og umræða um fólk á flótta taki mið af mannlegri reisn og yfirvegun, og séu í samræmi við raunveruleikann.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun