Gengur hægt að koma fólki til landsins á meðan sprengjum rignir yfir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. febrúar 2024 12:28 Palestínumenn virða fyrir sér eyðilegginguna í kjölfar árásar Ísraelsmanna á Rafah-borg í dag. Abed Rahim Khatib/Anadolu via Getty Vonir standa nú til að viðræður um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísraelsmanna og Hamas skili árangri, en ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt að senda fulltrúa til Katar til slíkra viðræðna. Íslenskur sjálfboðaliði í Egyptalandi segir ganga hægt að koma fólki af Gasa á meðan stjórnvöld taki ekki þátt. Áður höfðu Ísraelsmenn fundað á laun með samninganefndum frá Katar, Bandaríkjunum og Egyptalandi í París en viðræðunum verður nú fram haldið í Katar. Ísraelsmenn hafa þó ítrekað að lausn gíslanna muni ekki þýða að stríðinu ljúki. Sprengjum hefur rignt yfir Khan Younis-borg, á suðvestur-Gasa, en minnst 86 manns hafa týnt lífi í árásum Ísraels á Gasa frá því í gær. Heildartala látinna frá 7. október er rúmlega 29 þúsund, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Hamas. Sjálfboðaliðar á fullu Hanna Símonardóttir hefur verið í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, síðan á mánudag. Stöðugt flæði sjálfboðaliða sem vilji koma fólki til Íslands er til og frá Kaíró. Markmið sjálfboðaliðanna er að komast að á sérhæfðri ferðaskrifstofu, sem getur komið því í kring að fólk fái að fara yfir landamærin. Hanna Símonardóttir er stödd úti í Kaíró. Hún hefur tekið tvo drengi í fóstur sem eiga fjölskyldu á Gasa. Þeir eru með dvalarleyfi og bíða þess að fá samþykkta fjölskyldusameiningu. „Þær eru að fara þrjár heim í dag og fylgja hluta þess hóps sem komst yfir landamærin yfir helgina. Fylgja þeim heim seint í kvöld. Þá verðum við orðin fjögur eftir, og von á fleirum á morgun,“ segir Hanna Símonardóttir. Hún hefur ekki tekið ákvörðun um hversu lengi hún verði úti, en hún hefur fóstrað tvo palestínska drengi á Íslandi sem eiga fjölskyldur á Gasa. Sótt hefur verið um fjölskyldusameiningu fyrir þá. „Og vitum að það á að vera í forgangi hjá Útlendingastofnun, fjölskyldusameining palestínsks fólks, og vonum að það sé. Okkur skilst að það sé bara herslumunurinn sem vantar upp á að þeirra umsóknir séu samþykktar.“ Drengirnir eru með dvalarleyfi hér á landi, en fjallað var um mál þeirra í síðasta mánuði: Þakka fyrir hvert mannslíf Umsóknin verði vonandi afgreidd eftir helgi. Þá verði fjölskyldur þeirra komnar með leyfi til dvalar á Íslandi, og bætist aftast í röðina á lista sjálfboðaliðanna, sem styttist hægt. „Við erum að ná að skrá svona fjóra til fimmtán í hverri ferð á skrifstofuna.“ Á meðan ekki sé hreyfing í málum fulltrúa sem utanríkisráðuneytið sendi til Egyptalands, sem geti ekki keypt þjónustu af skrifstofunni, haldi sjálfboðaliðarnir áfram þó hægt gangi. „Við þökkum auðvitað fyrir hvert einasta mannslíf sem við getum náð, en þetta er í svo litlum skömmtum hjá okkur. En það yrði svo stór sigur að ná fjöldanum,“ segir Hanna Símonardóttir. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Áður höfðu Ísraelsmenn fundað á laun með samninganefndum frá Katar, Bandaríkjunum og Egyptalandi í París en viðræðunum verður nú fram haldið í Katar. Ísraelsmenn hafa þó ítrekað að lausn gíslanna muni ekki þýða að stríðinu ljúki. Sprengjum hefur rignt yfir Khan Younis-borg, á suðvestur-Gasa, en minnst 86 manns hafa týnt lífi í árásum Ísraels á Gasa frá því í gær. Heildartala látinna frá 7. október er rúmlega 29 þúsund, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Hamas. Sjálfboðaliðar á fullu Hanna Símonardóttir hefur verið í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, síðan á mánudag. Stöðugt flæði sjálfboðaliða sem vilji koma fólki til Íslands er til og frá Kaíró. Markmið sjálfboðaliðanna er að komast að á sérhæfðri ferðaskrifstofu, sem getur komið því í kring að fólk fái að fara yfir landamærin. Hanna Símonardóttir er stödd úti í Kaíró. Hún hefur tekið tvo drengi í fóstur sem eiga fjölskyldu á Gasa. Þeir eru með dvalarleyfi og bíða þess að fá samþykkta fjölskyldusameiningu. „Þær eru að fara þrjár heim í dag og fylgja hluta þess hóps sem komst yfir landamærin yfir helgina. Fylgja þeim heim seint í kvöld. Þá verðum við orðin fjögur eftir, og von á fleirum á morgun,“ segir Hanna Símonardóttir. Hún hefur ekki tekið ákvörðun um hversu lengi hún verði úti, en hún hefur fóstrað tvo palestínska drengi á Íslandi sem eiga fjölskyldur á Gasa. Sótt hefur verið um fjölskyldusameiningu fyrir þá. „Og vitum að það á að vera í forgangi hjá Útlendingastofnun, fjölskyldusameining palestínsks fólks, og vonum að það sé. Okkur skilst að það sé bara herslumunurinn sem vantar upp á að þeirra umsóknir séu samþykktar.“ Drengirnir eru með dvalarleyfi hér á landi, en fjallað var um mál þeirra í síðasta mánuði: Þakka fyrir hvert mannslíf Umsóknin verði vonandi afgreidd eftir helgi. Þá verði fjölskyldur þeirra komnar með leyfi til dvalar á Íslandi, og bætist aftast í röðina á lista sjálfboðaliðanna, sem styttist hægt. „Við erum að ná að skrá svona fjóra til fimmtán í hverri ferð á skrifstofuna.“ Á meðan ekki sé hreyfing í málum fulltrúa sem utanríkisráðuneytið sendi til Egyptalands, sem geti ekki keypt þjónustu af skrifstofunni, haldi sjálfboðaliðarnir áfram þó hægt gangi. „Við þökkum auðvitað fyrir hvert einasta mannslíf sem við getum náð, en þetta er í svo litlum skömmtum hjá okkur. En það yrði svo stór sigur að ná fjöldanum,“ segir Hanna Símonardóttir.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira