„Þurfum við að vera villimenn og keyra þetta upp í smá íslenskt rugl“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Atli Arason skrifa 22. febrúar 2024 22:15 Kristófer stóð í ströngu þær tæpu 16 mínútur sem hann spilaði í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Mér líður mjög held ég, eins og allri þjóðinni,“ sagði Kristófer Acox eftir frækinn fimm stiga sigur Íslands á Ungverjalandi í fyrsta leik þjóðanna í undankeppni EM 2025 í körfubolta. Það var vitað fyrir leik að þetta væri algjör lykilleikur í því hvernig undankeppnin myndi þróast. Ísland átti erfitt uppdráttar framan af og var í raun alltaf skrefi eftir gestunum þangað til strákarnir sneru leiknum sér í vil í fjórða leikhluta. Sveiflan var gríðarleg og á endanum vann Ísland frábæran sigur, lokatölur 70-65. Hvað skóp sigurinn? „Orkustigið í seinni hálfleik, fann það að við lentum í sjö til níu stigum undir. Þá náðum við að vakna og spyrna okkur frá botninum.“ „Fannst Elvar (Már Friðriksson) og þeir strákar sem voru inn á seinni partinn í þriðja leikhluta setja tóninn. Þegar við náðum að fara þetta á smá geðveiki þá hörfuðu Ungverjar aðeins. Okkur tókst að drepa ryðmann hjá þeim sóknarlega, þeir fóru að taka erfið skot sem þýddi að við náðum að frákasta betur og hlaupa á þá. Náðum svo loks að koma helvítis tuðrunni ofan í körfuna.“ Kristófer Acox undir körfunni.Vísir/Hulda Margrét Hvernig er að halda spennustiginu rétt stilltu í svona leik? „Þetta er alltaf jafn erfitt en þegar maður er kominn inn á gólfið og gleymir sér í augnablikinu finnur maður minna fyrir því. Erfiðara fyrir mig að vera á bekknum og fylgjast með undir lokin, ekki vanur því. Er mjög stoltur af strákunum og þeir stigu upp, sérstaklega í seinni hálfleik.“ Hvað þýðir sigur kvöldsins? „Hann er risastór, við vissum að við þyrftum að verja Laugardalshöllina, heimavöllinn. Við eigum eftir að fara út og vissum að það yrði erfitt að byrja þetta í mínus með því að tapa gegn Ungverjum. Erum að horfa á þennan andstæðing sem liðið sem við ætlum að skilja eftir.“ „Við vitum að Tyrkland og Ítalía verða erfiðari verkefni en að sjálfsögðu förum við í þessa leiki til að vinna þá. Vitum að þetta verður erfitt svo þessi sigur er mjög stór, að geta farið með plús fimm stig til Ungverjalands, það er risastórt.“ Kristó reynir að lyfta boltanum yfir háa vörn Ungverja. KR-ingurinn uppaldi hefur oft látið meira til sín taka en hann skoraði 2 stig og tók 2 fráköst í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Að endingu var Kristófer spurður hvað Ísland gæti tekið með sér úr þessum leik yfir í næsta leik sem er gegn Tyrklandi. „Bara þetta orkustig sem við fundum í seinni hálfleik. Ef við ætlum að eiga séns í þessar stærri þjóðir þá þurfum við að vera villimenn og keyra þetta upp í smá íslenskt rugl eins og við höfum oft gert til að slá þessa stærri andstæðinga út af laginu. Þá er allt hægt, alltaf erfitt en við munum alltaf gefa okkur alla í þetta.“ Kristó, eins og hann er nær alltaf kallaður, keyrir að körfunni.Vísir/Hulda Margrét Körfubolti Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Ísland átti erfitt uppdráttar framan af og var í raun alltaf skrefi eftir gestunum þangað til strákarnir sneru leiknum sér í vil í fjórða leikhluta. Sveiflan var gríðarleg og á endanum vann Ísland frábæran sigur, lokatölur 70-65. Hvað skóp sigurinn? „Orkustigið í seinni hálfleik, fann það að við lentum í sjö til níu stigum undir. Þá náðum við að vakna og spyrna okkur frá botninum.“ „Fannst Elvar (Már Friðriksson) og þeir strákar sem voru inn á seinni partinn í þriðja leikhluta setja tóninn. Þegar við náðum að fara þetta á smá geðveiki þá hörfuðu Ungverjar aðeins. Okkur tókst að drepa ryðmann hjá þeim sóknarlega, þeir fóru að taka erfið skot sem þýddi að við náðum að frákasta betur og hlaupa á þá. Náðum svo loks að koma helvítis tuðrunni ofan í körfuna.“ Kristófer Acox undir körfunni.Vísir/Hulda Margrét Hvernig er að halda spennustiginu rétt stilltu í svona leik? „Þetta er alltaf jafn erfitt en þegar maður er kominn inn á gólfið og gleymir sér í augnablikinu finnur maður minna fyrir því. Erfiðara fyrir mig að vera á bekknum og fylgjast með undir lokin, ekki vanur því. Er mjög stoltur af strákunum og þeir stigu upp, sérstaklega í seinni hálfleik.“ Hvað þýðir sigur kvöldsins? „Hann er risastór, við vissum að við þyrftum að verja Laugardalshöllina, heimavöllinn. Við eigum eftir að fara út og vissum að það yrði erfitt að byrja þetta í mínus með því að tapa gegn Ungverjum. Erum að horfa á þennan andstæðing sem liðið sem við ætlum að skilja eftir.“ „Við vitum að Tyrkland og Ítalía verða erfiðari verkefni en að sjálfsögðu förum við í þessa leiki til að vinna þá. Vitum að þetta verður erfitt svo þessi sigur er mjög stór, að geta farið með plús fimm stig til Ungverjalands, það er risastórt.“ Kristó reynir að lyfta boltanum yfir háa vörn Ungverja. KR-ingurinn uppaldi hefur oft látið meira til sín taka en hann skoraði 2 stig og tók 2 fráköst í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Að endingu var Kristófer spurður hvað Ísland gæti tekið með sér úr þessum leik yfir í næsta leik sem er gegn Tyrklandi. „Bara þetta orkustig sem við fundum í seinni hálfleik. Ef við ætlum að eiga séns í þessar stærri þjóðir þá þurfum við að vera villimenn og keyra þetta upp í smá íslenskt rugl eins og við höfum oft gert til að slá þessa stærri andstæðinga út af laginu. Þá er allt hægt, alltaf erfitt en við munum alltaf gefa okkur alla í þetta.“ Kristó, eins og hann er nær alltaf kallaður, keyrir að körfunni.Vísir/Hulda Margrét
Körfubolti Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum