„Þurfum við að vera villimenn og keyra þetta upp í smá íslenskt rugl“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Atli Arason skrifa 22. febrúar 2024 22:15 Kristófer stóð í ströngu þær tæpu 16 mínútur sem hann spilaði í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Mér líður mjög held ég, eins og allri þjóðinni,“ sagði Kristófer Acox eftir frækinn fimm stiga sigur Íslands á Ungverjalandi í fyrsta leik þjóðanna í undankeppni EM 2025 í körfubolta. Það var vitað fyrir leik að þetta væri algjör lykilleikur í því hvernig undankeppnin myndi þróast. Ísland átti erfitt uppdráttar framan af og var í raun alltaf skrefi eftir gestunum þangað til strákarnir sneru leiknum sér í vil í fjórða leikhluta. Sveiflan var gríðarleg og á endanum vann Ísland frábæran sigur, lokatölur 70-65. Hvað skóp sigurinn? „Orkustigið í seinni hálfleik, fann það að við lentum í sjö til níu stigum undir. Þá náðum við að vakna og spyrna okkur frá botninum.“ „Fannst Elvar (Már Friðriksson) og þeir strákar sem voru inn á seinni partinn í þriðja leikhluta setja tóninn. Þegar við náðum að fara þetta á smá geðveiki þá hörfuðu Ungverjar aðeins. Okkur tókst að drepa ryðmann hjá þeim sóknarlega, þeir fóru að taka erfið skot sem þýddi að við náðum að frákasta betur og hlaupa á þá. Náðum svo loks að koma helvítis tuðrunni ofan í körfuna.“ Kristófer Acox undir körfunni.Vísir/Hulda Margrét Hvernig er að halda spennustiginu rétt stilltu í svona leik? „Þetta er alltaf jafn erfitt en þegar maður er kominn inn á gólfið og gleymir sér í augnablikinu finnur maður minna fyrir því. Erfiðara fyrir mig að vera á bekknum og fylgjast með undir lokin, ekki vanur því. Er mjög stoltur af strákunum og þeir stigu upp, sérstaklega í seinni hálfleik.“ Hvað þýðir sigur kvöldsins? „Hann er risastór, við vissum að við þyrftum að verja Laugardalshöllina, heimavöllinn. Við eigum eftir að fara út og vissum að það yrði erfitt að byrja þetta í mínus með því að tapa gegn Ungverjum. Erum að horfa á þennan andstæðing sem liðið sem við ætlum að skilja eftir.“ „Við vitum að Tyrkland og Ítalía verða erfiðari verkefni en að sjálfsögðu förum við í þessa leiki til að vinna þá. Vitum að þetta verður erfitt svo þessi sigur er mjög stór, að geta farið með plús fimm stig til Ungverjalands, það er risastórt.“ Kristó reynir að lyfta boltanum yfir háa vörn Ungverja. KR-ingurinn uppaldi hefur oft látið meira til sín taka en hann skoraði 2 stig og tók 2 fráköst í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Að endingu var Kristófer spurður hvað Ísland gæti tekið með sér úr þessum leik yfir í næsta leik sem er gegn Tyrklandi. „Bara þetta orkustig sem við fundum í seinni hálfleik. Ef við ætlum að eiga séns í þessar stærri þjóðir þá þurfum við að vera villimenn og keyra þetta upp í smá íslenskt rugl eins og við höfum oft gert til að slá þessa stærri andstæðinga út af laginu. Þá er allt hægt, alltaf erfitt en við munum alltaf gefa okkur alla í þetta.“ Kristó, eins og hann er nær alltaf kallaður, keyrir að körfunni.Vísir/Hulda Margrét Körfubolti Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Ísland átti erfitt uppdráttar framan af og var í raun alltaf skrefi eftir gestunum þangað til strákarnir sneru leiknum sér í vil í fjórða leikhluta. Sveiflan var gríðarleg og á endanum vann Ísland frábæran sigur, lokatölur 70-65. Hvað skóp sigurinn? „Orkustigið í seinni hálfleik, fann það að við lentum í sjö til níu stigum undir. Þá náðum við að vakna og spyrna okkur frá botninum.“ „Fannst Elvar (Már Friðriksson) og þeir strákar sem voru inn á seinni partinn í þriðja leikhluta setja tóninn. Þegar við náðum að fara þetta á smá geðveiki þá hörfuðu Ungverjar aðeins. Okkur tókst að drepa ryðmann hjá þeim sóknarlega, þeir fóru að taka erfið skot sem þýddi að við náðum að frákasta betur og hlaupa á þá. Náðum svo loks að koma helvítis tuðrunni ofan í körfuna.“ Kristófer Acox undir körfunni.Vísir/Hulda Margrét Hvernig er að halda spennustiginu rétt stilltu í svona leik? „Þetta er alltaf jafn erfitt en þegar maður er kominn inn á gólfið og gleymir sér í augnablikinu finnur maður minna fyrir því. Erfiðara fyrir mig að vera á bekknum og fylgjast með undir lokin, ekki vanur því. Er mjög stoltur af strákunum og þeir stigu upp, sérstaklega í seinni hálfleik.“ Hvað þýðir sigur kvöldsins? „Hann er risastór, við vissum að við þyrftum að verja Laugardalshöllina, heimavöllinn. Við eigum eftir að fara út og vissum að það yrði erfitt að byrja þetta í mínus með því að tapa gegn Ungverjum. Erum að horfa á þennan andstæðing sem liðið sem við ætlum að skilja eftir.“ „Við vitum að Tyrkland og Ítalía verða erfiðari verkefni en að sjálfsögðu förum við í þessa leiki til að vinna þá. Vitum að þetta verður erfitt svo þessi sigur er mjög stór, að geta farið með plús fimm stig til Ungverjalands, það er risastórt.“ Kristó reynir að lyfta boltanum yfir háa vörn Ungverja. KR-ingurinn uppaldi hefur oft látið meira til sín taka en hann skoraði 2 stig og tók 2 fráköst í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Að endingu var Kristófer spurður hvað Ísland gæti tekið með sér úr þessum leik yfir í næsta leik sem er gegn Tyrklandi. „Bara þetta orkustig sem við fundum í seinni hálfleik. Ef við ætlum að eiga séns í þessar stærri þjóðir þá þurfum við að vera villimenn og keyra þetta upp í smá íslenskt rugl eins og við höfum oft gert til að slá þessa stærri andstæðinga út af laginu. Þá er allt hægt, alltaf erfitt en við munum alltaf gefa okkur alla í þetta.“ Kristó, eins og hann er nær alltaf kallaður, keyrir að körfunni.Vísir/Hulda Margrét
Körfubolti Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti