„Þurfum við að vera villimenn og keyra þetta upp í smá íslenskt rugl“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Atli Arason skrifa 22. febrúar 2024 22:15 Kristófer stóð í ströngu þær tæpu 16 mínútur sem hann spilaði í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Mér líður mjög held ég, eins og allri þjóðinni,“ sagði Kristófer Acox eftir frækinn fimm stiga sigur Íslands á Ungverjalandi í fyrsta leik þjóðanna í undankeppni EM 2025 í körfubolta. Það var vitað fyrir leik að þetta væri algjör lykilleikur í því hvernig undankeppnin myndi þróast. Ísland átti erfitt uppdráttar framan af og var í raun alltaf skrefi eftir gestunum þangað til strákarnir sneru leiknum sér í vil í fjórða leikhluta. Sveiflan var gríðarleg og á endanum vann Ísland frábæran sigur, lokatölur 70-65. Hvað skóp sigurinn? „Orkustigið í seinni hálfleik, fann það að við lentum í sjö til níu stigum undir. Þá náðum við að vakna og spyrna okkur frá botninum.“ „Fannst Elvar (Már Friðriksson) og þeir strákar sem voru inn á seinni partinn í þriðja leikhluta setja tóninn. Þegar við náðum að fara þetta á smá geðveiki þá hörfuðu Ungverjar aðeins. Okkur tókst að drepa ryðmann hjá þeim sóknarlega, þeir fóru að taka erfið skot sem þýddi að við náðum að frákasta betur og hlaupa á þá. Náðum svo loks að koma helvítis tuðrunni ofan í körfuna.“ Kristófer Acox undir körfunni.Vísir/Hulda Margrét Hvernig er að halda spennustiginu rétt stilltu í svona leik? „Þetta er alltaf jafn erfitt en þegar maður er kominn inn á gólfið og gleymir sér í augnablikinu finnur maður minna fyrir því. Erfiðara fyrir mig að vera á bekknum og fylgjast með undir lokin, ekki vanur því. Er mjög stoltur af strákunum og þeir stigu upp, sérstaklega í seinni hálfleik.“ Hvað þýðir sigur kvöldsins? „Hann er risastór, við vissum að við þyrftum að verja Laugardalshöllina, heimavöllinn. Við eigum eftir að fara út og vissum að það yrði erfitt að byrja þetta í mínus með því að tapa gegn Ungverjum. Erum að horfa á þennan andstæðing sem liðið sem við ætlum að skilja eftir.“ „Við vitum að Tyrkland og Ítalía verða erfiðari verkefni en að sjálfsögðu förum við í þessa leiki til að vinna þá. Vitum að þetta verður erfitt svo þessi sigur er mjög stór, að geta farið með plús fimm stig til Ungverjalands, það er risastórt.“ Kristó reynir að lyfta boltanum yfir háa vörn Ungverja. KR-ingurinn uppaldi hefur oft látið meira til sín taka en hann skoraði 2 stig og tók 2 fráköst í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Að endingu var Kristófer spurður hvað Ísland gæti tekið með sér úr þessum leik yfir í næsta leik sem er gegn Tyrklandi. „Bara þetta orkustig sem við fundum í seinni hálfleik. Ef við ætlum að eiga séns í þessar stærri þjóðir þá þurfum við að vera villimenn og keyra þetta upp í smá íslenskt rugl eins og við höfum oft gert til að slá þessa stærri andstæðinga út af laginu. Þá er allt hægt, alltaf erfitt en við munum alltaf gefa okkur alla í þetta.“ Kristó, eins og hann er nær alltaf kallaður, keyrir að körfunni.Vísir/Hulda Margrét Körfubolti Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Sjá meira
Ísland átti erfitt uppdráttar framan af og var í raun alltaf skrefi eftir gestunum þangað til strákarnir sneru leiknum sér í vil í fjórða leikhluta. Sveiflan var gríðarleg og á endanum vann Ísland frábæran sigur, lokatölur 70-65. Hvað skóp sigurinn? „Orkustigið í seinni hálfleik, fann það að við lentum í sjö til níu stigum undir. Þá náðum við að vakna og spyrna okkur frá botninum.“ „Fannst Elvar (Már Friðriksson) og þeir strákar sem voru inn á seinni partinn í þriðja leikhluta setja tóninn. Þegar við náðum að fara þetta á smá geðveiki þá hörfuðu Ungverjar aðeins. Okkur tókst að drepa ryðmann hjá þeim sóknarlega, þeir fóru að taka erfið skot sem þýddi að við náðum að frákasta betur og hlaupa á þá. Náðum svo loks að koma helvítis tuðrunni ofan í körfuna.“ Kristófer Acox undir körfunni.Vísir/Hulda Margrét Hvernig er að halda spennustiginu rétt stilltu í svona leik? „Þetta er alltaf jafn erfitt en þegar maður er kominn inn á gólfið og gleymir sér í augnablikinu finnur maður minna fyrir því. Erfiðara fyrir mig að vera á bekknum og fylgjast með undir lokin, ekki vanur því. Er mjög stoltur af strákunum og þeir stigu upp, sérstaklega í seinni hálfleik.“ Hvað þýðir sigur kvöldsins? „Hann er risastór, við vissum að við þyrftum að verja Laugardalshöllina, heimavöllinn. Við eigum eftir að fara út og vissum að það yrði erfitt að byrja þetta í mínus með því að tapa gegn Ungverjum. Erum að horfa á þennan andstæðing sem liðið sem við ætlum að skilja eftir.“ „Við vitum að Tyrkland og Ítalía verða erfiðari verkefni en að sjálfsögðu förum við í þessa leiki til að vinna þá. Vitum að þetta verður erfitt svo þessi sigur er mjög stór, að geta farið með plús fimm stig til Ungverjalands, það er risastórt.“ Kristó reynir að lyfta boltanum yfir háa vörn Ungverja. KR-ingurinn uppaldi hefur oft látið meira til sín taka en hann skoraði 2 stig og tók 2 fráköst í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Að endingu var Kristófer spurður hvað Ísland gæti tekið með sér úr þessum leik yfir í næsta leik sem er gegn Tyrklandi. „Bara þetta orkustig sem við fundum í seinni hálfleik. Ef við ætlum að eiga séns í þessar stærri þjóðir þá þurfum við að vera villimenn og keyra þetta upp í smá íslenskt rugl eins og við höfum oft gert til að slá þessa stærri andstæðinga út af laginu. Þá er allt hægt, alltaf erfitt en við munum alltaf gefa okkur alla í þetta.“ Kristó, eins og hann er nær alltaf kallaður, keyrir að körfunni.Vísir/Hulda Margrét
Körfubolti Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Sjá meira